Morgunblaðið - 16.08.2022, Side 18

Morgunblaðið - 16.08.2022, Side 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 2022 ✝ Guðrún Helga Ágústsdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum, í Helli á Vest- mannabraut 13b, 18. september 1944. Hún lést í faðmi fjölskyld- unnar á Landspít- alanum í Fossvogi 31. júlí 2022 af völdum heilablæð- ingar. Foreldrar hennar voru Oddný Guðrún Sigurðardóttir, f. 28. ágúst 1927, frá Helli í Vestmannaeyjum. Hún lést ár- ið 1997. Faðir hennar var Ágúst Eiríksson Hannesson frá Vestmannaeyjum, f. 2. ágúst 1927. Hann lést ungur að árum þegar flugvélin Glitfaxi fórst í Faxaflóa árið 1951. Guðrún Helga var elst sex systra, þeirra Magnúsínu, f. 1973. Börn þeirra eru Valdís Von, f. 2000, Eva Dís, f. 2007, Ásdís Elva, f. 2011, Viktor Garðar og Vignir Stefán, f. 2013. Guðrún Helga giftist eig- inmanni sínum, Stefáni Þ. Sig- urðssyni frá Dalvík, árið 1967 og bjuggu þau þá í Hafnarfirði. Þau fluttu eftir gosið 1973 aft- ur til Vestmannaeyja og bjuggu þar í nokkur ár. Árið 1980 fluttu þau síðan aftur í Hafnarfjörðinn og bjuggu þar nær alla tíð fyrir utan eitt og hálft ár sem þau bjuggu á Pat- reksfirði þegar Stefán var skipstjóri á togaranum Pat- reki. Árið 2021 fluttu þau sig yfir í Garðabæ þar sem þau bjuggu þar til hún lést. Guðrún Helga vann ýmis þjónustustörf og á Landakoti í tvö ár en lengst af vann hún í Laugavegsapóteki og naut sín vel þar. Stefán var stýrimaður og síðar skipstjóri á ýmsum fiskiskipum frá Vestmanna- eyjum, Reykjavík, Njarðvík, Sandgerði og Patreksfirði. Útför Guðrúnar Helgu fer fram frá Víðistaðakirkju í dag, 16. ágúst 2022, klukkan 13. 1946, Oktavíu, f. 1947, óskírðrar, f. 1951 og lést sama ár, Önnu Maríu, f. 1960, og Haf- steinu, f. 1967. Börn hennar eru: 1) Hafdís, f. 1964, lést af slys- förum árið 1981. 2) Aldís Harpa, f. 1967 í Vestmanna- eyjum. Börn henn- ar eru Magnús Ísak, f. 1983, Helga Dís, f. 1987, Blær, f. andvana árið 1994, og Yrsa, f. 1996. Faðir þeirra er Ásberg Magnússon. f. 1967. 3) Ásgeir Örvar, f. 1976 í Vestmannaeyj- um, giftur Dagbjörtu Ómars- dóttur, f. 1972. Börn þeirra eru Dagur Ómar, f. 2000, Hákon Hrafn, f. 2005, og Diljá Ásta, f. 2009. 4) Oddný Guðrún, f. í Reykjavík 1980, í sambúð með Valdimar Þór Ólafssyni, f. Hinn 31. júlí sl. lést Guðrún Helga Ágústsdóttir, Strikinu 8, Garðabæ. Banamein hennar var heila- blóðfall sem átti sér stað 16. júní sl. og var hún þá þegar flutt á Landspítalann í Fossvogi þar sem hún dvaldist til dánardags. Guðrún fæddist 18. september 1944 og foreldrar hennar voru Oddný Guðrún Sigurðardóttir og Ágúst E. Hannesson, bæði frá Vestmannaeyjum. Þau Oddný og Ágúst eignuðust þrjár dætur, all- ar fæddar í Eyjum. Þær voru Guð- rún Helga, Magnúsína og Oktavía. Í febrúar 1951 þurfti Ágúst að fara einhverra erinda til Reykja- víkur og tók sér far með flugvél- inni Glitfaxa, sem ekki skilaði sér á áfangastað og fórst Ágúst þar ásamt öðrum sem í vélinni voru. Var nú illt í efni hjá Oddnýju sem sat ein eftir með dæturnar þrjár. En hún átti hauk í horni sem var Oktavía móðir hennar sem tók að sér að annast þær litlu svo Oddný gæti unnið fyrir sér. 1960 eignast Oddný fjórðu dótturina sem hlaut nafnið Anna María og var hún Val- týsdóttir. Valtýr vann hjá stræt- isvögnum Reykjavíkur sem vagn- stjóri og var öðlingsmaður að minni hyggju, en ekki varð meira úr þeirra sambandi. Síðar kynnist Oddný Gunnari Halldórssyni stýrimanni og eignast með henni dótturina Hafsteinu og giftast þau sama ár eða 1967. Þetta sama ár eignumst við Helga dóttur okkar Aldísi svo þetta ár var viðburða- ríkt. Ég kynntist Helgu í Eyjum, en þá leigði ég herbergi af ömmu hennar, Oktavíu Guðmundsdótt- ur, sem átti húseign þá er nefndist Hellir og leigði út tvö herbergi í kjallaranum um árabil. Samband okkar Helgu þróaðist upp í að verða hjónaband og lagði Helga til með sér í búið dótturina Hafdísi sem hún hafði eignast með fyrri kærasta, Georg Sigurvinssyni. Ævi Hafdísar lauk svo með voveif- legum hætti í apríl 1981 er hún varð fyrir bíl og lést. Það áfall varð okkur hjónum afar erfitt, einkum þó Helgu, en þær mæðgur voru mjög nánar. Við Helga eignumst svo saman dæturnar Aldísi og Oddnýju og soninn Ásgeir Örvar og gáfu þau okkur svo fjölmörg barnabörn og einnig barnabarna- börn sem sannarlega hafa glatt okkur í gegnum tíðina. Ég stundaði sjóinn samfleytt í 40 ár, en um 1990 gerðist ég vöru- bílstjóri hjá fiskvinnslufyrirtæk- inu Fiskkaupum í sex ár og Ís- lensku sjávarfangi í önnur sex en þá var punkturinn settur bæði yfir og undir i-ið. Helga var síðustu 14 árin á vinnumarkaði í Laugaveg- sapóteki undir stjórn Odds Thor- arensen en Oddur hafði hana í miklu uppáhaldi og bauð okkur hjónum m.a. til Spánar og var margt brallað í þeirri ferð. Síðustu 10 árin fór heilsu hennar hægt en stöðugt hrakandi uns yfir lauk um mánaðamótin júlí/ágúst sl. Guð- rún Helga verður borin til grafar frá Víðistaðakirkju hinn 16. ágúst. Megi hin fegurstu blóm vaxa upp af hennar leiði. Stefán Sigurðsson. Elsku mamma. Það er hálf skrítið að skrifa minningargrein um mömmu sína þegar hún er ekki eldri en þú varst en það er samt staðreynd. Nú reynum við að finna réttu orðin til að minnast þín og hugsum til baka og förum yfir lífshlaupið þitt og okkar. Við höfum verið að rifja upp ýmsar minningar og myndir og á þeim sést glögglega að þér fannst ekki leiðinlegt að sitja á sólar- ströndu á Spáni eða öðrum heitari löndum en okkar norðlægu eyju í Atlantshafi. Segja má að líf þitt hafi ekki verið dans á rósum því þú máttir þola mörg erfið áföll og ástvina- missi á þinni lífsleið sem mörkuðu djúp sár í sálina. Þessi sár gréru ekki svo auðveldlega, enda ekki mikið um hjálp eða sálgæslu í þá daga. Þrátt fyrir öll þessi áföll þá varstu alltaf svo sterk og dugleg og stjórnaðir heimilinu og fjöl- skyldunni meðfram fullum vinnu- degi þegar pabbi var löngum stundum á sjónum fjarri heim- ilinu. Þessi langi vinnudagur þinn og fjarvera pabba kenndi okkur að bjarga okkur sjálf og oftar en ekki vorum við búin að elda hvað sem við fundum í skápunum þegar þú komst heim, dauðþreytt eftir langan vinnudag. Þetta var allt fyrir daga Google og YouTube en oft var gripið til þess ráðs að hringja í Oddnýju ömmu til að fá ráðleggingar. Oddný amma var nú ekki hrifin af pasta eða hrís- grjónaréttum og spurði stundum hvort við ætluðum ekki að vera með kartöflur. Þú fylgdist líka vel með okkur og þér var mikið í mun að okkur gengi vel í skóla. Þú varst stolt af okkur ef við komum heim með góðar einkunnir en jafn- framt kröfuhörð ef ein einkunnin stakk í stúf og var ekki í takt við hinar. Ef við lítum til baka til uppvaxt- aráranna og á fjölskyldulífið og lífshlaupið okkar, þá má segja að það sem okkur þótti eðlilegt hafi öðrum þótt erfitt og auðvitað lit- aðist það af veikleikum þínum og geðheilsu. Eftir mörg áföll á þinni ævi, sem ekkert var unnið úr, hrakaði geðheilsu þinni smátt og smátt. Eftir að þú misstir vinnuna í Laugavegsapóteki, sem var í raun þitt haldreipi í lífinu, fannst okkur heilsu þinni hraka hratt. Á síðari hluta ævinnar tók sjúkdómurinn meiri toll og heilsunni hrakaði smátt og smátt þangað til aðstoð- ar sérfræðinga var þörf og huga þurfti að réttri lyfjagjöf. Eftir þann kafla minnkuðu öldudalirnir sem fóru hátt upp og langt niður í dimma þoku og þú varst stöðugri. Það þýddi um leið að þú fórst minna og minna út á meðal fólks og varðst meira einangruð heima við sem var svo mikil synd, því þú elskaðir alltaf að vera í góðra vina hópi. Einnig hrakaði sjóninni hratt sem hafði líka sín áhrif á ferðalög þín. Við Oddný sitjum hér og grömsum í gömlum myndum og skrifum en Aldís er fjarri okkur í Noregi og setti saman þessi fal- legu orð til þín Eina gjöf ég gjarnan vil gefa þér til að sýna þér hversu mikils virði þú ert mér. Fallegasti demantur er ekki nóg til þín mamma sem ert svo falleg, góð og fín. (Aldís Harpa) Megi englarnir vernda þig og geyma elsku mamma. Ásgeir, Oddný og Aldís. Elsku Helga. Elsku Helga amma. Þú gengin ert hugglöð á frelsarans fund og fagnar með útvaldra skara. Þar gleðin er eilíf, þar grær sérhver und, hve gott og sælt við hinn hinsta blund í útbreiddan faðm Guðs að fara. Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá því komin er skilnaðarstundin. Hve indælt það verður þig aftur að sjá í alsælu og fögnuði himnum á, er sofnum vér síðasta blundinn. (Hugrún) Hvíldu í friði og guð geymi þig. Takk fyrir allt. Dagbjört, Dagur Ómar, Hákon Hrafn og Diljá Ásta. Elsku amma, Guð verndi þig á himninum. Margt þú hefur misjafnt reynt, mörg þín dulið sárin. Þú hefur alltaf getað greint, gleði bak við tárin. (J.Á.) Ástarkveðja, Valdimar Þór, Valdís Von, Eva Dís, Ásdís Elva, Viktor Garðar og Vignir Stefán. Guðrún Helga Ágústsdóttir Ásdís Aðalsteins- dóttir var dóttir Hermínu ömmu- systur á Lyng- brekku í Reykjadal. Ég þekkti Dísu frá því að ég var lítill en svo kynntist ég henni og fjöl- skyldunni betur eftir að ég fór að búa í Reykjavík sem ungur maður og var alltaf velkominn Ásdís Aðalsteinsdóttir ✝ Ásdís Að- alsteinsdóttir fæddist 2. október 1932. Hún lést 12. júní 2022. Útför hennar fór fram í kyrrþey 27. júní 2022. og þáði marga kaffibolla og köku- sneiðar. Kynnin urðu enn þá meiri eftir að ég flutti aftur til Reykjavík- ur og hús hennar stóð opið fyrir mömmu sem þurfti reglulega að koma til augnlæknis. Hlýja, vinátta og nærvera Dísu er mér mikils virði og fyrirmynd. Ég votta börnum hennar, barna- börnum og öðrum aðstandend- um samúð og þakka Dísu fyrir að vera frænka mín. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, stjúpmóðir, tengdamóðir og amma, ELNA ÞÓRARINSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Hömrum mánudaginn 8. ágúst. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 18. ágúst klukkan 13. Baldvin Elías Albertsson Matthías Magnússon Þórdís L. Gunnarsdóttir Sólveig Jenny M. Olsen Colin Smallbone Sigríður Elín Elnudóttir Bjarklind Þór Jón Örn Bogason Inga Elínborg Bergþórsdóttir Baldvin A. B. Aalen og fjölskyldur þeirra. Bróðir minn, GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON, fyrrverandi sýningarstjóri Borgarleikhússins, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli þriðjudaginn 9. ágúst. Jarðarförin fer fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Skjóls fyrir góða umönnun. Fyrir hönd ættingja, Bjarni Guðmundsson Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, ALBERT JÚLÍUS SIGURÐSSON, Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði, lést á líknardeild Landspítalans fimmtu- daginn 11. ágúst. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 18. ágúst klukkan 13. Davíð Freyr Albertsson Tinna Þorvaldsdóttir María Albertsdóttir barnabörn og aðrir aðstandendur Bróðir minn, GUÐJÓN BOGASON, Bríetartúni 24, Reykjavík, lést á Landspítalanum 7. júlí. Útförin hefur farið fram. Benedikt Bogason og fjölskylda Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SVANHVÍT HANNESDÓTTIR, Hringbraut 50, Reykjavík, lést á Hjúkrunarheimilinu Grund miðvikudaginn 10. ágúst. Rúnar Guðmundsson Sigrún Lilja Jónasdóttir G. Birna Guðmundsdóttir Þorvaldur Aðalsteinsson Stefán Árni Guðmundsson Hugrún Aðalsteinsdóttir Hannes S. Guðmundsson Hilma Lind Guðmundsdóttir Jónas Þorgeir Jónasson Sólveig D. Guðmundsdóttir Vilborg Helgadóttir Sverrir Helgi Gunnarsson barnabörn og barnabarnabörn Elsku hjartans besti eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, GÍSLI SIGURJÓNSSON, Mávahrauni 2, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum í Fossvogi laugardaginn 13. ágúst. Jarðarför verður auglýst síðar. Jóhanna Halldóra Bjarnadóttir Sæmundur Hreinn Gíslason Anna Lilja Sigurðardóttir Sigurjón Már Birgisson Regina H. Mathisen og barnabörn Elsku hjartans Hanna mín, þakka þér fyrir allt, hvað þú varst góð vin- kona, eina vinkonan sem ég hef átt. Stundum ef mér leið ekki vel kom ég til þín og það var nóg, vanlíðanin hvarf. Þú varst svo einstök, aldrei neitt vesen, þú gast hlegið að öllu þínum fallega hlátri og mikið sakna ég þess að sjá brosið þitt fallega. Það verður erfitt að geta ekki komið til þín Jóhanna Svein- fríður Júlíusdóttir ✝ Jóhanna Svein- fríður Júl- íusdóttir fæddist 24. september 1950. Hún lést 19. júlí 2022. Útför fór fram 29. júlí 2022. eða þú til mín. Veistu að ég hef oft hugsað um að það hefði átt að skrifa um þig bók, um lífs- hlaup þitt sem hefur verið svo ótrúlega fjölbreytt. Engum hefði leiðst að lesa um það. Ég elska þig, þú varst stór- kostleg, falleg og vel gefin og elsku Hanna mín faðmaðu hana elsku Ingu mína fyrir mig. Ég kveð þig með söknuði en líka miklu þakk- læti. Elsku Binni minn og fjöl- skyldan öll, innilegar samúðar- kveðjur til ykkar allra. Ég veit að þið haldið vel hvert utan um ann- að. Heiðbjört.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.