Morgunblaðið - 16.08.2022, Síða 20

Morgunblaðið - 16.08.2022, Síða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 2022 ✝ Sigurlaug Guð- mundsdóttir fæddist 3. júlí 1924 í Tungu í Göngu- skörðum í Skaga- firði. Hún lést 25. júlí 2022. Foreldrar henn- ar voru Þórey Ólafsdóttir og Guð- mundur Björnsson. Systkini hennar eru Ólafur Björn (lát- inn) og Þorbjörg. Fjölskyldan flutti á Sauðárkrók þegar Sig- urlaug var sjö ára gömul og þar ólst hún upp. Sigurlaug giftist Torfa Mark- ússyni 31. desember 1950. Torfi lést 1975. Börn þeirra eru: 1) Þórey Sigríður, börn hennar eru Sigurlaug Íris Hjaltested, Torfi Björn Bjarnason, Tinna Bjarna- dóttir og Bjarki Bjarnason. Stjúpsynir Þóreyjar eru Bjarni Grétar Bjarnason og Unnar Þór Bjarnason. 2) Valgerður, gift Ragnari Gíslasyni. Börn þeirra eru Klara Rún og Arna Sigur- laug. 3) Guðmundur, giftur Elínu Bjarnadóttur. Börn þeirra eru Elfar Bjarni, Lára og Hilmar sínum og Hobbu, systur sinni, auk þess sem hún var fengin til að taka við starfi móður sinnar sem handavinnukennari við Barna- og unglingaskólann á Sauðárkróki. Eftir það var henn- ar aðalstarf umönnun barna, á barnaheimilum og róluvöllum Reykjavíkur þar til hún var feng- in til að veita forstöðu barna- heimili fyrir Vestmannaeyinga eftir gosið í Heimaey. Árið 1974 skipti hún um starf. Hún flutti með fjölskyldu sína á heimavist Heyrnleysingjaskólans til að taka við starfinu húsmóðir, en í því starfi fólst að halda heimili með átta heyrnarlausum börn- um. Á heimavistinni lauk hún formlegri starfsævi sinni. Sigurlaug flutti 68 ára í Graf- arvoginn og varð fljótt virk þar í kirkjustarfi eldri borgara, auk þess sem hún tók þátt í að stofna Korpúlfa, félag eldri borgara í Grafarvogi. Hún nýtti sér vel ýmiss konar félagsstarf eldri borgara í Reykjavík, t.d. út- skurð, postulínsmálningu, sund- leikfimi, framsögn o.fl. Í um 20 ár fór hún líka einu sinni í viku á hjúkrunarheimilið Eir, þar sem hún las fyrir „gamla fólkið“. Árið 2018 flutti hún síðan sjálf á Eir þar sem hún lést 25. júlí síðastlið- inn. Útför Sigurlaugar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 16. ágúst 2022, klukkan 13. Leó. Stjúpbörn Sig- urlaugar, börn Torfa, eru: 1) Guð- laug Guðrún (látin), börn hennar eru Torfi Axelsson og Auður Axelsdóttir. 2) Hjördís, börn hennar eru Gunn- hildur Jónasdóttir, Anna Karen Frið- finnsdóttir og Fann- ey Sigríður Frið- finnsdóttir. 3) Markús Karl, giftur Ingunni Þóru Erlends- dóttur. Börn þeirra eru Torfi, Erlendur og Pétur Ari. 4) Bryn- dís, börn hennar eru Jónas Hag- an og Anna Christína Rosen- berg. Sigurlaug gekk í Barna- og unglingaskólann á Sauðárkróki, Húsmæðraskólann í Reykjavík og sótti ýmis námskeið hjá Námsflokkum Reykjavíkur. Starfsferil sinn hóf Sigurlaug á því að fara suður og vinna fyrir sér sem vinnukona. Þegar mamma hennar lést 1945 urðu áform hennar um vefnaðarkenn- aranám að víkja. Hún fór heim á Krók og hélt heimili með föður Elsku amma. Að skrifa þessi kveðjuorð til þín vekur upp hafsjó af minningum, enda er af nógu að taka. Laufa- brauðsgerð, sundferðir með allan krakkaskarann og Púkk á gaml- árskvöld kemur upp í hugann. Þú varst alltaf til staðar fyrir okkur og hvergi jafn gott að vera og í heimsókn eða gistingu hjá ömmu. Þar bauðst þú upp á kakó og bruður, fiskbúðing eða medis- terpylsur, og kenndir okkur að spila rommí, blindtrú og fant… og leyfðir okkur stundum að vinna. Sérstaklega eru dýrmætar minningar þar sem við sátum í fanginu á þér og þú last heilu bæk- urnar fyrir okkur. Dísa ljósálfur, Alfinnur álfakóngur og En hvað það var skrítið voru í miklu uppá- haldi og lesnar aftur og aftur. Við lesum núna þessar bækur fyrir börnin okkar og hugsum til þín, elsku amma. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Höf. Ingibjörg Sigurðardóttir) Elsku amma, minningarnar sitja eftir í hjörtum okkar og ylja okkur um ókomin ár og hvetja okkur til góðra verka. Þínar ömmustelpur, Arna Sigurlaug og Klara Rún. Elsku amma Lauga. Þegar ég hugsa til baka um all- ar mínar ótal minningar fyllist hjarta mitt hlýju. Þú kenndir mér bænirnar mínar og sendir mig í sumarbúðir KFUM/K. Þegar ég var barn eyddi ég ófáum stundum hjá þér í heimavistinni, það var nánast eins og mitt annað heimili. Þar fékk ég ávallt kókó og kringl- ur í morgunmat, fór með þér í sund í Laugardalslaugina og fékk alltaf pylsu á eftir. Þegar ég var orðin unglingur og þú flutt í Veg- hús breyttust hefðirnar en ég hélt áfram að koma til þín og gista. Við gátum spjallað endalaust saman. Það var svo gott að tala við þig um allt milli himins og jarðar. Þú lán- aðir mér íbúðina þína til að halda afmælispartí og fannst það sko al- veg sjálfsagt mál, ekki allar ömm- ur myndu gera það. Þú varst ein- stök manneskja, svo hjartahlý og fordómalaus að betri fyrirmynd var ekki hægt að fá. Þegar ég eignaðist mína fyrstu dóttur komst þú og passaðir hana heima á meðan ég var í vinnu, áður en hún fékk leikskólapláss. Þetta var ómetanleg hjálp fyrir litlu fjöl- skylduna. Þú kenndir mér svo margt. T.d. að prjóna og baka pönnukökur, þú hafðir ómælanlega þolinmæði við að miðla þekkingu þinni. Ég er óendanlega þakklát fyrir að hafa átt þig svona lengi að í lífi mínu og fjölskyldu minnar. Ég mun ávallt sakna þín, elsku amma mín. Þegar dags er þrotið stjá þróttur burtu flúinn. Fátt er sælla en sofna þá syfjaður og lúinn. (Rögnvaldur Björnsson) Sigurlaug Íris. Mig langar að minnast Sigur- laugar með nokkrum orðum. Í heimavist Heyrnleysingjaskólans var hún mér sem móðir. Hún kenndi mér ýmsar reglur og góða siði sem ég er mjög þakklátur fyr- ir, að taka til í herberginu mínu og skúra gólfið og vaska upp eftir matinn. Alltaf á fimmtudögum var poppað og horft á sjónvarpið, svo var farið að sofa klukkan ellefu. Krökkunum í Rauða húsinu og Græna húsinu þótti gott að koma til Sigurlaugar og fá mjólk og kök- ur eða eitthvað að borða. Alltaf var nóg til af einhverju góðgæti og alltaf voru þau velkomin. Hún var okkur öllum mjög góð. Hún gat líka verið ákveðin. Einu sinni var ég lokaður inni í herberginu mínu smá tíma, ég var víst eitthvað pirr- aður yfir því að þurfa að vaska upp. Eitt sinn strauk ég heim til mömmu. Sigurlaug var búin að leita að mér og var orðin hrædd um mig þegar mamma hringdi og sagði henni hvar ég væri. Ég mætti í skólann daginn eftir og allt var í lagi. Já, það hefur ekki alltaf verið auðvelt að vera mamman í Gula húsinu. Takk fyrir allt elsku Sigurlaug, nú ertu farin í sumarlandið og ég vona að þér líði vel. Þórhallur Aðalsteinsson. Elsku Sigurlaug, fóstran mín, er nú fallin frá. Margar minningar koma upp í huga minn um þessa yndislegu konu. Ég hóf nám við Heyrnleys- ingjaskólann fjögurra ára gamall og var á heimavist þar sem fjöl- skyldan mín bjó út á landi. Sigurlaug tók á móti mér á fyrsta degi með opnum örmum og aðlagaði mig að nýjum aðstæðum fjarri fjölskyldu. Orð fá því ekki lýst hversu heppinn ég var að fá hana til að annast mig alla mína skólagöngu. Frá fyrsta degi var hún til staðar fyrir mig og kenndi mér svo margt, meðal annars að ganga vel um herbergið mitt og sinna heimilisstörfum. Hún gerði mig að sjálfstæðum ungum manni. Sigurlaug tók mig fljótt undir sinn verndarvæng og kynnti mig fyrir sínum frábæru börnum, þeim Þór- eyju, Valgerði og Gumma, sem tóku mér svo vel. Ég á svo margar góðar og fal- legar minningar um hana elsku Sigurlaugu, sem gott er að ylja sér við og munu lifa að eilífu. Þær eru margar góðar minningarnar sem leita á hugann en ég man þegar ég var sex ára gamall og átti að fara einn í flugvél austur til að heim- sækja fjölskylduna. Það fannst mér erfitt og neitaði ég að fara nema hún kæmi með. Sigurlaug fór með mér í flugið á inniskónum og eldhúskjólnum og til baka með sömu vél, allt til að þóknast mér. Önnur sterk minning er þegar ég var nýkominn með bílpróf og var frekar svekktur að vera ekki bú- inn að kaupa mér bíl til að fara á rúntinn. Þá kom hún Sigurlaug inn í herbergi til mín og rétti mér lyklana að bílnum sem hún var nýbúin að kaupa sér og lánaði mér svo ég gæti farið á rúntinn með nýja ökuskírteinið. Sigurlaug reyndist fjölskyldu minni afar vel og var í góðum tengslum við móður mína og áttu þær fallegt og gott samband. Sig- urlaug átti stóran stað í hjarta mínu og héldum við góðu sam- bandi fram á síðasta dag. Það var alltaf jafn gott að finna hlýja faðm- inn hennar og þá væntumþykju sem hún hafði í minn garð. Hvíldu í friði elsku Sigurlaug og takk fyrir samfylgdina. Baldur Hauksson. Í dag kveðjum við kæra vin- konu okkar, hana Sigurlaugu Guð- mundsdóttur. Ég kynntist henni fyrst í orlofi eldri borgara í Skálholti og þá strax urðum við góðar vinkonur. Þannig vildi til að orlofshópurinn kom fyrir mistök einum degi of snemma í Skálholt og því var úr vöndu að ráða. Húsið var fullskip- að öðrum hópi og þarna stóðum við á hlaðinu. Við fengum inni á hóteli í nágrenni Skálholts fyrstu nóttina og þar hófust kynni okkar Sigurlaugar. Í hópnum voru margir einstak- lingar sem þurftu mikla aðstoð og þá kom í ljós hve lánsöm við vor- um að hafa svo ráðagóða og hjálp- sama konu með okkur. Þegar við höfðum komið okkur fyrir og mættum í kvöldmat, var Sigur- laug þar og var að búa til jafning. Þannig vildi til að á staðnum voru útlendingar sem höfðu soðið sér hangikjöt en vissu ekki hvernig ætti að búa til jafning sem þeir höfðu heyrt að ætti að borða með þessum mat. Þeir voru svo heppn- ir að hitta Sigurlaugu, sem að sjálfsögðu bjó til jafninginn fyrir þá. Þannig var hún. Þegar starf eldri borgara hófst í Grafarvogskirkju var hún í fyrsta hóp sem kom þar saman. Hópurinn var í fyrstu lítill en fór ört vaxandi og þá var gott að hafa Sigurlaugu í liðinu. Glaðlyndi hennar og þægilegt viðmót var mikilvægt og hjálpsemin alltaf hennar aðalsmerki. Hún fór í heimsóknir til þeirra sem ekki gátu komið í kirkjuna og einnig las hún fyrir fólkið á Eir og veit ég að það var mjög þakklátt starf sem hún vann þar. Þegar ég hvarf til annarra starfa innan öldrunarþjónustunn- ar tók Edda Jónsdóttir við af mér. Þær voru fulltrúar Grafarvogs- kirkju í Eldriborgararáði Reykja- víkurprófastsdæma, ásamt því að sjá um starfið í kirkjunni áfram. Einnig kom Sigurlaug með okkur Eddu í orlof eldri borgara á Löngumýri í Skagafirði. Þar, sem annars staðar, var mikill fengur í að hafa hana með í liði. Nú hefur þessi góða kona lokið sínu hlutverki hér á jörð. Við Edda og eldri hópurinn í Grafar- vogskirkju þökkum gott samstarf og vináttu á liðnum árum um leið og við vottum fjölskyldu hennar okkar dýpstu samúð. Valgerður Gísladóttir. Elsku Sigurlaug. Ég man vel eftir því og mun aldrei gleyma því þegar þú varst hjá mér allt kvöldið á spítalanum þegar ég fékk sykursýki og nem- endurnir á heimavistinni biðu eftir að þú kæmir heim en þú komst heim mjög seint það kvöld. Þórey passaði á meðan nemendurna á heimavistinni. Þú varst alltaf dug- leg að elda mat og gefa okkur kaffitíma. Nú ert þú ert búin að hitta Torfa eiginmann þinn i Sum- arlandinu og mun hann sýna þér svo margt fallegt þar. Ég veit að þú kíkir í heimsókn til okkar nemenda. Takk fyrir allt. Við hittumst aftur seinna þegar minn tími er kominn. Sjáumst Anna Friðriksdóttir. Sigurlaug Guðmundsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku amma. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og með mér. Þín verður sárt saknað, ég elska þig. Þín Tinna. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og afi, SIGURÐUR GEIRSSON, Akraseli 21, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni þriðjudaginn 9. ágúst. Útförin fer fram frá Seljakirkju þriðjudaginn 23. ágúst klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Guðlaug Jónína Aðalsteinsdóttir Geir Sigurðsson Aðalsteinn Sigurðsson Birgir Jarl Aðalsteinsson Amanda Brák Aðalsteinsdóttir Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför okkar elskulegu móður, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, GUÐRÚNAR VALDIMARSDÓTTUR, Sólvöllum, Eyrarbakka. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á dvalarheimilinu Sólvöllum fyrir góða umönnun. Valdimar Þorsteinsson Guðrún A. Sveinsdóttir Sjöfn Jónsdóttir Erlingur Þorsteinsson Hlín Daníelsdóttir Trausti Þorsteinsson Anna Bára Hjaltadóttir Guðfinna Þorsteinsdóttir Jens Uwe Friðriksson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HAUKUR BJÖRGVINSSON járnsmíðameistari, lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð föstudaginn 5. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Við þökkum auðsýnda samúð og hlýhug í okkar garð. Sigvaldi Hauksson Guðleif Jónsdóttir Björgvin Hauksson Birna G. Björnsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, AGNES JÓNSDÓTTIR, Vesturhópi 1, Grindavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi miðvikudaginn 10. ágúst. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju föstudaginn 19. ágúst klukkan 13. Jón Ólafsson Ingunn Jónsdóttir Helga Jakobsdóttir Jón Gunnar Ólafsson Hjördís Ólafsdóttir Brynjar Freyr Níelsson Eiríkur Ingi Ólafsson Sæunn Reynisdóttir Aron Smári Sæmundsson Ólafur Frosti Brynjarsson Huldís Brynjarsdóttir Brimdís Brynjarsdóttir Yndisleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, KATRÍN HENDRIKSDÓTTIR, sem lést föstudaginn 22. júlí, verður jarðsungin frá Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu fimmtudaginn 18. ágúst klukkan 13.00. Streymt er frá útförinni á filadelfia.is/live. Einnig má nálgast hlekk á streymi á mbl.is/andlat. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á ABC barnahjálp í Búrkína Fasó (merkja Bobó). Ásgerður M. Þorsteinsdóttir Jóhannes Óskarsson Hinrik Þorsteinsson Guðný Ragnhildur Jónasóttir Matthías Þorsteinsson Bryndís Brynjólfsdóttir Jóel Þorsteinsson Silja Þórisdóttir Anna Þorsteinsdóttir Guðmar Guðmundsson Elísabet Þorsteinsdóttir Detlef Guderian Katrín Katrínardóttir Theodór Francis Birgisson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.