Morgunblaðið - 16.08.2022, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 16.08.2022, Qupperneq 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 2022 Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Árskógum 4 Smíðastofa með leiðbeinanda kl. 9-16. Erlent hand- verksfólk kl. 10-12. Handavinna kl. 12-16. Pútthópur kl. 13. Fræðsla frá Alzheimersamtökunum kl. 13.45. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Kaffi- sala kl. 14.45-15.30. Allir velkomnir. Sími 411-2600. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.30-11. Prjónað til góðs kl. 8.30-12. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Myndlistar- hópurinn Kríur kl. 12.30-15.30. Heimaleikfimi á RÚV kl. 13-13.10. Síð- degiskaffi kl. 14.30-15.30. Garðabær Kl. 9 pool-hópur í Jónshúsi, kl. 10 gönguhópur frá Jónshúsi. Gerðuberg Opin vinnustofa í Búkollulaut frá kl. 8.30. Gönguhópur (leikfimi og ganga) frá kl. 10. Núvitund með Álfhildi frá kl. 11. Lista- spírur kl. 13. Allir velkomnir. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Námskeið í byltuvörnum kl. 10.30. Brids kl. 13. Hádegismatur kl. 11.30–12.30, panta þarf fyrir hádegi deginum áður. Samfélagshúsið Vitatorgi Heitt á könnunni. Opin handverksstofa kl. 9-12. Göngutúr um bæinn kl. 10.30-11. Opin handverksstofa kl. 13- 16 og síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30. Allar nánari upplýsingar í síma 411 9450. Allir hjartanlega velkomnir til okkar :) Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 7.10. Kaffikrókur á Skólabraut kl. 9. Pútt á flötinni við Skólabraut kl. 10.30. Nú er hafin skráning í sameignlega ferð í Skagafjörð 20.-21. september, leikhús þann 30. september á sýninguna Sem á himni og í Salinn í Kópavogi þann 29. október á lögin hennar Helenu Eyjólfs. Skráningarblöð liggja frammi á Skólabraut og Eiðismýri. Upplýsingar. og skráning einnig í síma 8939800. Vantar þig fagmann? FINNA.is Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning 21x125mm, panill 10x85mm, pallaefni 21x145mm, 21x140, 90x21mm, útihurðir 5,4cmx210cm (80,90 og 100cm) o.fl. Eurotec skrúfur, Penofin og Arms- trong Clark harðviðarolíur. NÝKOMIÐ BANKIRAI HARÐVIÐUR 21X145MM VERÐ 1.950 KR LENGDARMETERINN slétt beggja megin fasað og ofnþurrkað. Lengdir frá 2.44 metrar upp í 5,50 metrar. Upplýsingar hjá Magnúsi á magnus@vidur.is og í símum 6600230 og 5611122, og frá 10-14 á Indus ,Óseyrarbraut 2 Hafnarfirði. Málarar MÁLARAR Tökum að okkur alla almenna málningarvinnu. Unnið af fagmönnum með áratuga reynslu, sanngjarnir í verði. Upplýsingar í síma 782 4540 og loggildurmalari@gmail.com Ýmislegt Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Stærð 12 - 22 NETVERSLUN www.gina.is Sími 588 8050 - vertu vinur alltaf - alstaðar mbl.is ✝ Nanna Sigríð- ur Ragnars- dóttir fæddist á Höfn í Hornarfirði 27. desember 1938. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urlands 31. júlí 2022. Nanna Sigríður var dóttir Ragnars Halldórssonar bónda, f. 13. maí 1901, d. 28. nóv. 1980, og konu hans Guðbjargar Jónsdóttur, f. 11. feb. 1914, d. 13. ágúst 1994. Nanna ólst upp hjá Sigurjóni Jónsyni, f. 3. sept. 1911, d. 29. mars 1968, bróður Guðbjargar, og ömmu sinni Gróu Sigríði Ein- arsdóttur, f. 6. nóv. 1885, d. 27. mars 1956, og afa, Jóni Jóns- gerður Soffía, f. 16. jan. 1963. Maður hennar Gísli Hjálm- arsson, f. 25. okt. 1946. Börn þeirra: Gísli Jóhann, f. 9. júní 1983, stúlka, f. 4. des. 1984, d. 4. des. 1984, Halldór, f. 3. apríl 1986, Hjördís Sóley, f. 8. jan. 1990, og Oddþór Alexander, f. 6. apríl 1991. 4) Agnes Björk, f. 4. feb. 1964. Maður hennar Magn- ús Örn Stefánsson, f. 2. júlí 1951. Barn þeirra: Sigurjón Örn, f. 9. jan. 1997. 5) Guðbjörg Ragna. f. 18. júní 1968. Barn hennar: Jó- hann Jóels, f. 2. okt. 1990. Nanna Sigríður útskrifaðist úr námi frá Húsmæðraskól- anum í Reykjavík. Hún vann á leikskólum hjá Reykjavíkurborg lengst af og í gangavörslu í Fellaskóla. Hún var hannyrða- kona mikil og heklaði til að mynda stærðarinnar mynd af Síðustu máltíðinni. Hún hafði gaman af alls konar hannyrðum uns glákan kom í veg fyrir að hún gæti stundað það. Útför fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. syni, f. 15. apríl 1878, d. 9. okt. 1953. Systkini Nönnu eru stúlka, f. 12. maí 1932, d. 13. maí 1932; Þórunn Mar- grét, f. 22. sept. 1934; og Jón Þór- ólfur, f. 17. ágúst 1944. Nanna Sigríður giftist árið 1961 Jó- hanni Jóels Helgasyni, f. 7.1. 1937 í Hafnarfirði, d. 24.1. 2015. Börn þeirra: 1) Randý Arbjörg Sigrún, f. 21. ágúst 1959. 2) Sig- urjón, f. 1. júní 1961. Kona hans Katarzyna Maria Narloch, f. 21. maí 1978, börn þeirra: Sigurjón Arek, f. 22. mars 2004, og Helgi Hubert, f. 11. maí 2010. 3) Ás- Mamma var ljúf og góð kona en gat verið ákveðin þegar við átti. Ég á margar góðar minn- ingar sem sækja að eftir fráfall mömmu en við brölluðum mikið saman. Ég á góðar minningar um ferðalög sem við fórum í á hverju sumri þegar pabbi var ekki að keyra rútur. Mamma var alltaf með smurt brauð í ferð- unum og við fórum í lautarferðir hingað og þangað á ferðalögun- um. En hvað ég man eftir töfra- veskinu hennar mömmu en hún gat dregið ótrúlegustu hluti upp úr því. Þetta minnti á veski Mary Poppins, nema miklu minna. Ég man þegar hún og amma voru að spá í bolla og svo þegar hún var að kenna mér að lesa í bolla þeg- ar ég var orðin eldri. Við gátum varið góðum tíma í spálesturinn saman og hlegið mikið að lestr- inum sem samt kom oftast fram. En svo hætti þetta þegar mamma fékk glákuna og gat ekki lesið lengur í bollann. Hún hafði gaman af ferðalögum og fórum við með Sigrúnu frænku saman til London. Það var ákaflega skemmtileg ferð og varð mamma verulega upplífguð þegar við vor- um samferða leikara upp í lyft- unni á hótelinu sem við gistum á og var alveg hneyksluð á mér, sem þekkti ekki þennan fræga leikara, hvað þá að ég hefði tekið eftir manninum. En hvað hún gat hlegið að því í mörg ár á eftir. Mamma og pabbi komu til okkar Magnúsar, eiginmanns míns, til Lúxemborgar í boði Magnúsar og dvöldu hjá okkur í viku, þar sem við fórum í skoðunarferðir í kastalann Vianden og til Trier. Mamma hafði gaman af að rifja ýmsa hluti upp sem höfðu gerst. Eitt af því var þegar hún var úti að ganga með Randý, Sigurjón, Soffíu, mig og Guðbjörgu litla í kerru og mætir konu sem stopp- ar og segir við mömmu með mik- illi undrun: Áttu öll þessi börn og tvíburana líka? Átti konan þá við mig og Soffíu en það var bara árs millibil milli okkar tveggja og konugreyið gat engan veginn vit- að það. Mamma gat alltaf hlegið glatt að þessu. Eins gat hún endalaust talið upp hvað barna- börnin sögðu eða gerðu og átti hún oft til að tala um hann Sig- urjón minn, hvað hann hafði sagt þegar hann var í bíltúrum með þeim pabba. Eitt sinn höfðu þau skroppið til Keflavíkur og Sig- urjón spyr mömmu hvað þessi hlutur væri sem þau voru að keyra fram hjá. Mamma svarar að þetta sé listaverk, og þá kem- ur frá Sigurjóni með hneykslun- artón: En amma, þetta getur ekki verið listaverk, þetta er svo ljótt. Hún hló mikið að þessu svari Sigurjóns, alltaf þegar hún rifjaði þetta upp. Eins hafði hún gaman af því að segja mér frá því þegar hún og pabbi voru í kotinu og Sigurjón var með þeim. Allt í einu kemur Sigurjón á fullri ferð inn um dyrnar og spyr ömmu sína hvort hún ætti ekki net. Mamma varð undrandi og segir nei en hvað ætlaði hann að gera við netið? Hann svarar: Það eru 6 stykki af rjúpum þarna hjá kotinu og ég ætla að veiða þær í jólamatinn. Sigurjón var 6 ára þegar þetta skeði og þótti mömmu þetta alltaf fyndið atvik og glotti gjarnan við þegar hún rifjaði upp sjálfsbjargarviðleitni hans. Ég gæti endalaust skrifað um sögurnar sem hún rifjaði upp af börnunum og barnabörnunum en þetta var bara brotabrot af þeim sögum sem hún hafði gam- an af að segja. Hún var enda- laust stolt af því að Sigurjón minn fór í háskóla og gladdi það hana mikið að sjá hann útskrif- ast. Megi Guð og englarnir vera með þér. Ég veit þú ert búin að hitta pabba og fólkið þitt þarna í Sumarlandinu. Ég elska þig að eilífu. Hvíl í friði móðir mín kær. Ávallt þín dóttir, Agnes Björk Jóhannsdóttir. Elsku mamma, nú ertu farin í sumarlandið til pabba og eftir standa góðar minningar um ykk- ur. Ein af mörgum minningum er þegar þú hringdir í mig rétt fyrir jól og spurðir hvort ég væri búin að kaupa jólakjól handa Dísu minni. Ég segi nei, ég sé ekki búin að finna neinn kjól sem mér líkar, og þú segir að þú ætlir að fara og kaupa kjól. Daginn eftir birtust þið pabbi með kjól sem reyndust svo vera sjö kjólar! Ég spyr hvað ég eigi að gera við svona marga jólakjóla; jú þið gátuð ekki komið ykkur saman um hvaða kjóll væri fallegastur svo úr varð að þeir voru bara all- ir keyptir! Þetta þótti mér alltaf svo fyndið. Svo er það minning um Gísla J þegar hann bað þig um ostbita til að gefa karlinum í tunglinu og þú gafst honum bita sem hann setti í gluggann og þegar guttinn var sofnaður tókstu ostinn. Guttinn var svo glaður um morguninn þegar hann sá að karlinn í tunglinu hafði tekið ostinn og oft minntist þú á þennan brandara. Þær eru margar skemmtileg- ar minningarnar sem við eigum og varðveitum, ein er þó sú minning sem ég mun aldrei gleyma. Það var þegar ég var í skóla að læra handavinnu, hvað ég var búin að bölva kennaran- um, hún væri svo vitlaus og gæti bara ekki kennt mér að prjóna. Hún hélt því fram að ég væri örvhent. Svo kem ég heim með sokk sem ég prjónaði og þú seg- ir: „Hvað er nú þetta?“ „Nú þetta er sokkur!“ „Nei!“ Þú lést mig rekja sokkinn upp að stroffi og ég kvartaði undan heimskum kennara sem gæti ekki kennt mér. Svo set ég á prjónana og þú fylgist grannt með, svo fer ég að prjóna og þá segir þú: „Af hverju ertu að prjóna örvhent?“ og tek- ur prjónana af mér og segir: „Þú átt að halda svona á prjónunum.“ Þá átta ég mig á að ég hafði prjónað örvhent en með þinni hjálp varð úr þessi flotti sokkur enda varstu kröfuhörð um að við gerðum vel í handavinnu. Handavinnan þín var alveg ein- stök og falleg og eftir þig liggja falleg verk. Eitt það fallegasta er stóra myndin sem þú heklaðir, Síðasta kvöldmáltíðin, sem er eitt af mörgum meistaraverkum þínum, svo og fallegu skírnar- kjólarnir sem þið Randý systir saumuðuð, einn handa hverju barni, fjögur stykki takk, og öll eiga börnin mín kjól eftir þig. Elsku mamma hvíldu í friði. Soffía og fjölskylda. Nanna Sigríður Ragnarsdóttir ✝ Baldvin Leifs- son fæddist 19. október 1941 á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki en ólst upp í Ásbúð- um í Skagabyggð. Hann lést 20. maí 2022. Foreldrar hans voru Leifur Gísla- son, f. 22.10. 1919, d. 1998, og Pálína Ásmundsdóttir, f. 30.5. 1921, d. 11.5. 2009, búendur í Ásbúð- um. Baldvin var ógiftur og barnlaus. Yngri bróðir Bald- vins er Ásmundur, f. 15.12. 1942. Fyrri kona hans Kristín Ögmundsdóttir, f. 6.3. 1945. Börn: 1) Pálína Steinunn, f. 4.3. 1964. Hennar maður var Jón Ásmundur Pálmason. Börn a) Halldór, f. 10.8. 1982, b og c) tvíburarnir Arnar Pálmi og Björgvin Freyr, f. 24.3. 1993, d) Kristófer Már, f. 16.10. 1998. 2) Jónína, f. 12.12. 1965, d. 6.12. 2011. Hennar maður var Jón Tómas Sims. Dótt- ir þeirra Maríanna Sif, f. 3.11. 1993. 3) Bára Inga, f. 18.11. 1971. Maður hennar Jón Sveinn Björgvinsson. Börn a) Katrín María, f. 25.8. 1999, b) Sigurbjörg, f. 12.9. 2008. Ásmundur og Kristín skildu. Seinni kona Ásmundar er Petra Stefánsdóttir, f. 27.1. 1943. Ásmundur og Petra eru barnlaus. Baldvin var lærður vél- smiður, rennismiður og báta- smiður. Hann lærði í Héðni og vann þar í nokkur ár, var vél- stjóri á bátum í rúm 20 ár og vann í Slippnum í Njarðvíkum sem rennismiður. Útför hans var í kyrrþey. Skólabróðir minn úr barna- skóla, Baldvin Leifsson, lést 20. maí sl. Jarðarförin fór fram í kyrrþey. Andlátið kom mér ekki á óvart. Þegar ég heim- sótti síðast Baldvin á Kópa- vogsbraut 57 bar hann þess öll merki að hverju stefndi. Hann hafði gengið í gegnum tvö tíma- bil stórveikinda og síðustu árin verið á spítala löngum stund- um. Hann bar sig þó alltaf furðu vel og karlmannlega þótt hann stæði varla á fótunum. Farskóli var í Skagahreppi (nú Skagabyggð) á mínum barnaskólaárum. Þar sem Bald- vin var frá Ásbúðum á Skaga var löng leið þaðan til Kálfs- hamarsness þar sem kennt var í samkomuhúsinu. Var honum komið fyrir á Björgum hjá afa og ömmu sem bjuggu þar í tví- býli við mína foreldra. Yngri bróður Baldvins, Ásmundi, var komið fyrir á Sviðningi, mun nær skólanum. Samskipti okkar Baldvins þennan vetur urðu því með þeim hætti að ganga saman í skólann, klukkutíma tvisvar á dag. Að vísu var skólinn innar í hreppnum, á Hofi, hluta vetrar og þá var okkur nemendum sett fyrir að læra heima. Okkur Baldvini varð vel til vina. Þótti mér hann hraustmenni mikið og skemmtilegur félagi. Hann hafði dvalið lítils háttar á Skagaströnd og tekið þátt í leikjum drengjanna þar. Gerð- ust stundum vígaferli nokkur þar sem hlutur Baldvins var töluverður. Var ég fullur aðdá- unar og öfundar, sem vonlegt var. Faðir minn hafði gaman af því að ræða við Baldvin en þótti hann fullkvartsár um eigin heilsu, nokkuð sem síðar breyttist á ævi Baldvins. Bald- vin taldi sig einkum slæman fyrir brjósti og þóttist pabbi vita að það væri orðum aukið. Spurði pabbi eitt sinn Baldvin hvernig heilsan væri og hann svaraði um hæl: „Ekki fer hún batnandi.“ Ég man að pabbi hló mikið. Næstu árin vissi ég lítið um Baldvin nema hann hefði lært rennismíði og náð sér í vél- stjóraréttindi. Við vorum báðir á fertugsaldrinum þegar ég bauð honum vélstjórastarfið á línubátnum Framnesi ÍS 608 sem var í eigu Kaupfélags Dýr- firðinga á Þingeyri. Næstu vetrarvertíðir var Baldvin í þessu starfi og leit til með við- haldi skipsins þess á milli. Stóð hann sig mjög vel og varð vin- sæll á Þingeyri. Færði hann okkur hjónum og fjölskyldu marga ýsuna enda var hann í fæði hjá okkur þegar hann var ekki á sjó. Baldvin hafði þann kæk þeg- ar hann sat og spjallaði að hafa oft einhvern smáhlut milli handanna og velta honum stöð- ugt til og frá, alveg hugsunar- laust. Baldvin var drengur góð- ur, sagði hreint út skoðun sína á mönnum og málefnum, smakkaði aldrei vín eða tóbak eftir því sem ég best veit. Ég heimsótti hann nokkrum sinnum í Kópavoginn. Ég var glaður að sjá að hann átti tölvu og töluvert bókasafn og las mikið. Ég verð að minnast á það í lokin hvernig Baldvin heilsaði mér á þessum síðari árum: „Komið þér sælir!“ Ég vissi aldrei hvort hann var að gera grín að mér eða votta mér vinsemd og virðingu. Ég kýs að halda mig við það síðara. Nú þegar Baldvin er farinn vil ég samhryggjast Ásmundi bróður hans og frændfólki hans. Lifi minning Baldvins Leifssonar. Sigurður Kristjánsson. Baldvin Leifsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.