Morgunblaðið - 16.08.2022, Síða 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 2022
Í Bestu deild kvenna í knatt-
spyrnu mættust Þróttur og Sel-
foss um daginn í leik sem fór
gjörsamlega úr böndunum undir
lokin. Dómgæsla í deildinni hefur
verið vægast sagt slök.
Í ensku deildinni var talað um
það fyrir tímabilið að dómarar
ættu að láta leikina ganga meira.
Ef lið héldi boltanum eftir brot
ætti að láta leikinn flæða, í deild
þar sem sumir af bestu dóm-
urum í heimi eru. Mögulega
fannst dómara leiksins í Laugar-
dalnum það sniðugt að taka inn í
leik þar sem tvö hörðustu lið
Bestu deildarinnar mættust en
það endaði allavega með ósköp-
um.
Dómarinn byrjaði á því að
leyfa nokkrum brotum að sleppa
í upphafi leiks en svo þegar 10
mínútur voru til leiksloka var allt
komið í háaloft. Einn leikmaður
sýndi til dæmis mögnuð glímu-
tök á vellinum og kastaði leik-
manni Þróttar niður en uppskar
ekki gult spjald.
Bæði liðin voru farin að tak-
ast á og endaði svo að fyrirliði
Þróttar, Álfhildur Rósa Kjart-
ansdóttir, fór af vellinum í
sjúkrabíl.
Það er ekkert gaman að horfa
á fótboltaleik þegar helming-
urinn af honum fer í tafir og
aukaspyrnur en það er fáránlegt
að horfa upp á það að endalaust
sé sparkað í nokkra af bestu leik-
mönnum sem Ísland á í deildinni.
Þessi leikur var bara eitt
dæmi af mörgum í Bestu deild á
Íslandi þar sem dómgæslan er
skammarleg. Þetta er ekki mjög
eftirsótt starf og launin eru lík-
legast partur af því en eitthvað
róttækt þarf að gera til þess að
bæta dómgæslu í landinu. Hvort
sem það er með launum, prófum
eða sjónmælingu.
BAKVÖRÐUR
Ásta Hind
Ómarsdóttir
astahind@mbl.isHildur Maja Guðmundsdóttir og
Thelma Aðalsteinsdóttir keppa á
heimsmeistaramótinu í áhaldafim-
leikum sem fram fer í Liverpool á
Englandi í lok nóvember á þessu
ári. Þær Hildur Maja og Thelma
unnu sér inn keppnisrétt á HM með
góðum árangri í fjölþraut á EM í
München í Þýskalandi. Thelma end-
aði í 42. sæti á EM í greininni og var
áttundi fjölþrautarkeppandinn til
þess að tryggja sér sæti á HM á
meðan Hildur Maja hafnaði í 63.
sæti og var 23. keppandinn inn á
HM.
Tryggðu sér
sæti á HM
Ljósmynd/Fimleikasamband ÍSlan
HM Hildur Maja Guðmundsdóttir og
Thelma Aðalsteinsdóttir í München.
Birkir Valur Jónsson, varnarmaður
HK í knattspyrnu, missir af öllum
líkindum af lokaleikjum liðsins í 1.
deildinni eftir að hafa viðbeins-
brotnað í 0:2-tapi liðsins gegn Þór
frá Akureyri í 17. umferð deild-
arinnar á SaltPay-vellinum á Ak-
ureyri á sunnudaginn. Birkir fór
meiddur af velli strax á 13. mínútu
en hann hefur leikið alla 17 leiki
liðsins í deildinni í sumar og skorað
í þeim eitt mark. HK er með 37 stig
í efsta sæti deildarinnar og hefur
eins stigs forskot á Fylki þegar
fimm umferðum er ólokið.
Morgunblaðið/Eggert
Meiddur Birkir Valur Jónsson leik-
ur líklegast ekki meira á tímabilinu.
Áfall fyrir
HK-inga
Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðs-
markvörður Íslands í knattspyrnu
og leikmaður Arsenal á Englandi,
mun leika með
tyrkneska úr-
valsdeildarfélag-
inu Alanyaspor á
komandi keppn-
istímabili.
Það er ítalski
félagaskiptasér-
fræðingurinn,
Fabrizio Romano,
sem greinir frá
þessu á Twitter-
síðu sinni en í
færslu hans kemur fram að Rúnar
Alex sé búinn að skrifa undir eins
árs lánssamning í Tyrklandi.
Rúnar Alex, sem er 27 ára gamall,
gekk til liðs við Arsenal frá franska
1. deildarfélaginu Dijon sumarið
2020 en hann hefur einungis komið
við sögu í sex leikjum með enska fé-
laginu.
Hann eyddi síðasta tímabili á láni
hjá OH Leuven í belgísku A-
deildinni en Alanyaspor hafnaði í
fimmta sæti tyrknesku deildarinnar
á síðustu leiktíð.
Liðið er sem stendur í þriðja sæti
deildarinnar, með 4 stig eftir fyrstu
tvær umferðirnar, en samkvæmt
fréttamiðlum í Tyrklandi verður til-
kynnt um félagaskiptin á næsta sól-
arhringnum.
Rúnar Alex er uppalinn hjá KR í
Vesturbænum en alls á hann að baki
17 A-landsleiki fyrir Ísland.
Rúnar á leið
til Tyrklands
Rúnar Alex
Rúnarsson
EM Í SUNDI
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
„Maður vill alltaf meira en eftir að
hafa rýnt betur í úrslitasundið er
ég ótrúlega sáttur við árangurinn,“
sagði sundmaðurinn Anton Sveinn
Mckee í samtali við Morgunblaðið.
Anton, sem er 28 ára gamall,
hafnaði í sjötta sæti í 200 metra
bringusundi á Evrópumótinu í 50
metra laug í Róm á Ítalíu um
helgina.
Hann kom í mark á tímanum
2:10,96 mínútum en hans besti tími
í greininni er 2:08,74 mínútur. Þeim
tíma náði Anton á heimsmeistara-
mótinu í Búdapest í Ungverjalandi í
júní á þessu ári þar sem hann hafn-
aði einnig í 6. sæti í 200 metra
bringusundi.
Fór þetta á hörkunni
„Ég hefði mjög auðveldlega get-
að dregið mig úr keppni eftir að
hafa fallið í yfirlið vegna matareitr-
unar sem ég nældi mér í á Spáni í
aðdraganda Evrópumótsins. Ég
ákvað hins vegar að taka slaginn og
ég er mjög stoltur af sjálfum mér.
Ég fór þetta fyrst og fremst á
hörkunni, meðal annars vegna þess
að ég vildi klára tímabilið með stæl.
Ég gaf allt í þetta en á sama tíma
synti ég á mínum eigin forsendum.
Í gegnum tíðina hef ég kannski
verið að reyna of mikið eða þá í
ákveðinni tilraunastarfsemi á þess-
um stærstu mótum. Til dæmis í
úrslitasundinu á HM í Ungverja-
landi í sumar þar sem eina mark-
miðið mitt fyrir sundið var að synda
eins hratt og ég gæti, allan tímann.
Um helgina ákvað ég að synda
fyrst og fremst á mínum styrk-
leikum. Því miður dugði það ekki til
þess að ná í verðlaun í þetta skiptið
og kannski er hægt að skrifa það að
einhverju leyti á matareitrunina
sem ég fékk,“ sagði Anton Sveinn.
Síðasta ár reyndist Antoni Sveini
erfitt en hann missti föður sinn í að-
draganda Ólympíuleikanna í Tókýó
2021 og þá hafði kórónuveiran einn-
ig mikil áhrif á allan hans undirbún-
ing fyrir stærstu mótin.
„Taktíkin mín í Róm snerist fyrst
og fremst um það að vera rólegur
og synda á mínum hraða. Það er al-
veg ljóst að ef ég ætla mér að vinna
til verðlauna á stórmóti í framtíð-
inni þarf ég að synda eins og ég
gerði í úrslitasundinu um nýliðna
helgi.
Það má því segja að þetta sé allt
á réttri leið hjá mér eins og staðan
er í dag. Það er fyndið að hugsa til
þess að í desember á síðasta ári
settist ég niður með forsvars-
mönnum sundsambandsins þar sem
við ræddum meðal annars áfram-
haldið hjá mér í sundinu.
Ég velti því alvarlega fyrir mér á
þessum tímapunkti að leggja sund-
hettuna á hilluna eftir erfiða tíma
en ég get með sanni sagt að ég er
virkilega ánægður með þá ákvörðun
að halda áfram í íþróttinni. Ég hef
bætt mig mikið á þessu ári og tel
mig eiga mikið inni þannig að fram-
tíðin er svo sannarlega björt.“
Mikill fórnarkostnaður
Eins og áður hefur komið fram
hefur Anton Sveinn náð frábærum
árangri á keppnistímabilinu og
stimplað sig rækilega inn á meðal
þeirra bestu í sinni grein.
„Fórnarkostnaðurinn sem fylgir
því að standa í þessu og stunda
sundið er gífurlegur svo ég segi það
nú bara eins og það er. Á sama
tíma er sundið það skemmtilegasta
sem ég geri og ekkert sem toppar
það að standa á ráslínunni og keppa
við sjálfan sig og aðra.
Ég er alltaf að reyna vera besta
útgáfan af sjálfum mér og ég er á
ákveðinni vegferð. Næstu skref hjá
mér snúa að því að reyna að eyða
minni orku í undanrásum þannig að
ég sé með meiri orku í sjálfu úr-
slitasundinu.
Þetta snýst um að taka eitt skref
í einu en á sama tíma er ég ótrú-
lega ánægður með þann stað sem
ég er kominn á. Ég er á topp 8 í
heiminum í 200 metra baksundi og
topp 8 líka í Evrópu, sem er magn-
að. Mig dreymdi um það þegar ég
var ungur strákur að synda til úr-
slita á bæði HM og EM og mér hef-
ur svo sannarlega tekist það og af
því er ég ótrúlega stoltur.“
Anton fékk matareitrun eftir að
hafa borðað sushi í Barcelona í að-
draganda Evrópumótsins en hann
ætlar að einbeita sér að öðru fæði í
framtíðinni.
„Ég mun ekki leyfa mér neitt
hráfæði rétt fyrir mót í framtíðinni.
Það verða bara hrísgrjón og þurr
kjúklingur þegar þar að kemur!“
bætti Anton við á léttu nótunum.
Íhugaði alvarlega að
leggja sundhettunni
- Anton Sveinn Mckee hefur stimplað sig inn sem einn af þeim allra bestu í ár
Ljósmynd/Szilvia Micheller
Sjötti Anton Sveinn McKee hafnaði í 6. sæti í 200 metra bringusundi á Evrópumótinu í Róm um nýliðna helgi.
Luis Díaz bjargaði stigi fyrir Liver-
pool með frábæru einstaklingsfram-
taki þegar liðið tók á móti Crystal
Palace í ensku úrvalsdeildinni í
knattspyrnu á Anfield í Liverpool í
2. umferð deildarinnar í gær.
Díaz jafnaði metin fyrir Liverpool
í 1:1 á 61. mínútu eftir að Wilfried
Zaha hafði komið Crystal Palace yfir
á 32. mínútu. Darwin Núnez, fram-
herji Liverpool, fékk að líta beint
rautt spjald á 57. mínútu fyrir að
skalla Joachim Andersen, varnar-
mann Crystal Palace. Núnez er ein-
ungis annar leikmaðurinn í sögu
Liverpool sem fær að líta rauða
spjaldið í fraumraun sinni í ensku
úrvalsdeildinni á Anfield en Joe Cole
gerði slíkt hið sama gegn Arsenal
hinn 15. ágúst árið 2010.
Liverpool hefur ekki farið vel af
stað í deildinni. Liðið er án sigurs í
fyrstu tveimur leikjum sínum með 2
stig í 12. sætinu.
Liverpool án sigurs í
ensku úrvalsdeildinni
AFP/Paul Ellis
Rautt Darwin Núnez lék reka sig af velli í frumrauninni á Anfield í gær.