Morgunblaðið - 16.08.2022, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.08.2022, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 2022 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is WEXIÖDISK, COMENDA OG HOBART UPPÞVOTTAVÉLAR ÖFLUGUR LIÐSAUKI Í ELDHÚSIÐ WEXIÖDISK Vandaðar og öflugar vélar fyrir þá sem vilja það besta COMENDA Ódýrari kostur - öflug og góð vél fyrir stærri eldhús HOBART Frábær fyrir minni eldhús, kaffistofur o.fl. Nánari upplýsingar veitir sölufólk okkar í síma 580 3900 „Það er einstaklega ánægjulegt að Gitta-Maria Sjöberg hafi ákveðið að Ísland yrði í brennipunkti í ár,“ segir Gunnar Guðbjörnsson óperusöngvari um tónlistarhátíðina Nordic Song Festival í Svíþjóð sem lauk með loka- tónleikum í gær. Hátíðin fór fram 7.- 15. ágúst og var þemað að þessu sinni íslensk tónlist. Hátíðarvikan bauð upp á fjölbreytta tónleikadagskrá, óperusýningar og meistaranámskeið. Listrænn stjórnandi og stofnandi Nordic Song Festival er hin þekkta sópransöngkona og kennari Gitta- Maria Sjöberg. Í ár tók hún á móti þátttakendum frá Íslandi, Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Finnlandi, Ítalíu og Bandaríkjunum, að því er fram kemur í tilkynningu. Helgi Rafn staðartónskáld „Ég er sjálfur svo heppinn að fá að taka þátt í hátíðinni í ár sem leiðbein- andi á meistaranámskeiðum, söngv- ari og fyrirlesari,“ segir Gunnar og heldur áfram: „Ég er búinn að þekkja listrænan stjórnanda, Gitte-Mariu, í mörg ár og það hefur oft komið til tals að ég kenndi meistaranámskeið á hátíðum hennar en aldrei orðið úr. Síðan hitti ég hana síðasta haust og sagði henni frá óperunni Music and the Brain eftir Helga Rafn Ingvars- son tónskáld, sem ég var þátttakandi í. Hún hafði heyrt af þessu verki áður og ákvað að finna leið til að koma því á hátíðina. Við Þórgunnur Anna Örn- ólfsdóttir ásamt tónskáldinu og fleir- um fluttum svo verkið á hátíðinni en það fjallar um hvernig heilaskaði hef- ur áhrif á söngkonu og rannsóknir á því. Óperuhöfundurinn, Helgi Rafn, var staðartónskáld hátíðarinnar og komu verk hans víð við sögu. Við það bættist svo að ég kenndi meistaranámskeið tengt norrænu sönglögunum með áherslu á íslensk sönglög. Ég skoðaði innihald texta og textaframburð en rétt eins og í öðrum tungumálum hefur þróast ákveðin hefð að syngja ekki alveg eins og maður ber orðin fram í talmáli, til þess að tónlistarlínan fái að halda sér. Maður þarf að geta þjónað bæði text- anum og laginu.“ Spurður hverjir það séu sem sækja þessi meistaranámskeið segir Gunn- ar: „Það eru nemendur frá öllum Norðurlöndunum, það var t.d. ein íslensk stúlka í hópnum. Þetta eru aðallega nemendur í tónlistarnámi á háskólastigi sem eru að feta braut ljóðasöngsins.“ Að sögn Gunnars héldu nemend- urnir tónleika í kjölfar námskeiðsins og einnig kennararnir: „Það er mjög gleðilegt að sjá hversu mikla vinnu þau lögðu í að flytja íslensku lögin vel.“ Fjöldi fyrirlestra var haldinn á hátíðinni. Mette Borg leikstjóri hélt fyrirlestraröð, Helgi Rafn sagði frá tónlist sinni og óperunni Music and the Brain og Maria Hansson og Jorge Alcaide sögðu frá „náttúruóperunni“ Mask and Man. Gunnar flutti einnig fyrirlestur sinn; Mikilvægi tónlistar og söngs fyrir börn og ungmenni. „Það er alltaf að koma betur og betur í ljós hvað söngur og tónlistarnám hef- ur gríðarlega góð áhrif á einstaklinga. Fólk fær ýmislegt út úr söngnum ann- að en ánægjuna af því að syngja. Sjálfsöryggi, náms- og samskipta- færni eru meðal þeirra jákvæðu áhrifa sem söngurinn og söngnámið geta haft á fólk. Það er kannski ekki skrýt- ið að velta þessu fyrir sér þegar mað- ur fæst við þetta alla daga,“ segir Gunnar. Vakning í ljóðlistinni á Íslandi Spurður af hverju lögð hafi verið áhersla á Ísland í þetta sinn segir Gunnar: „Hátíðin hefur átt sér sín áherslulönd hvert ár og líklegast hef- ur verið kominn tími á Ísland, sem á sér ekki langa tónlistarsögu á þessu sviði, en öfluga þegar hún hófst, seint á 19. öld. Sönglagið hefur undanfarið verið að koma mjög sterkt inn hjá ungum tónskáldum, sem er ánægju- legt. Maður finnur líka að það hefur orðið ákveðin vakning í ljóðlistinni á Íslandi og þá fylgir tónlistin oft með.“ -Einn viðburður tónlistarhátíðar- innar nefnist Poetry about the clim- ate. eða Ljóð um loftslagið. Hvað get- ur þú sagt mér um þann viðburð? „Guja Sandholt, listrænn stjórn- andi Óperudaga, var í sambandi við Gittu og þá kom upp þessi hugmynd. Poetry about the climate er s.s. syst- urverkefni við það sem hún gerði á Óperudögum. Þar voru ung börn fengin til að semja ljóð og norræn tónskáld til að semja svo lög við þau. Á tónleikum með barna- og unglinga- kór frá N3 í Trollhättan undir forystu Viktoríu Karlsson voru þau lög síðan sungin.“ Allar upplýsingar um Nordic Song Festival má nálgast á vef hátíðar- innar, nordicsongfestival.com. jonagreta@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Tónlistarhátíð Gunnar Guðbjörnsson óperusöngvari tók þátt í Nordic Song Festival sem lauk með lokatónleikum í gær. Gunnar hélt meistaranámskeið, flutti fyrirlestur og söng í óperunni Music and the Brain á hátíðinni. Íslensk tónlist í brennidepli - Nordic Song Festival lauk í Svíþjóð í gær - Þema tónlistarhátíðarinnar var íslensk tónlist - Gunnar Guðbjörnsson gegndi ýmsum hlutverkum á hátíðinni Spænska kvikmyndaleikkonan Rossy de Palma verður heiðursgestur RIFF, Alþjóðlegrar kvikmyndahátíð- ar í Reykjavík, í haust og verður sér- stök dagskrá helguð spænskri kvik- myndagerð á hátíðinni. De Palma fæddist árið 1965 í borginni Palma á Mallorca og hefur verið ein þekktasta leikkona Spánar síðustu áratugi og hluti af áhrifamikilli kvikmyndagerð sem kennd er við höfuðborg Spánar, Madríd. Hin nýja spænska bylgja, sem einkennir spænska kvikmynda- gerð í dag, mun fá sérstakt rými á dagskrá RIFF, að því er fram kemur í tilkynningu. „Átján ára flutti Rossy de Palma til Madridar þar sem hún tók fullan þátt í gagnmenningarkrossferð Madrídar- senunnar (La Movida Madrileña), á tímabili listræns frelsis sem ein- kenndi árin eftir dauða fasistaleið- togans Francos,“ segir í tilkynningu og að de Palma hafi verið ein meðlima popphljómsveitarinnar Verstu mögu- legu (Peor Imposible) og fyrir tilstilli hennar hafi leiðir þeirra Pedros Almodóvars legið fyrst saman en Almodóvar er þekktasti og virtasti kvikmyndaleikstjóri Spánar. Hefur de Palma leikið í fjölda kvikmynda hans og einnig leikstjóranna Alex de la Iglesia, Roberts Altmans, Mikes Figgis, Laure Charpentier, Terrys Gilliams og Mehdis Charefs. Hún hefur einnig átt farsælan feril sem tískufyrirsæta. Um Madrídarsenuna svokölluðu segir í tilkynningu að hún hafi lagt áherslu á fegurð og frjálsa tjáningu en þó verið langt í frá póli- tískt viðbragð við fráfalli fasistaleið- togans Francos. Hin nýja spænska bylgja í kvikmyndagerð leggi áherslu á að eyða mörkum skáldskapar og veruleika og endurspegli kvikmynda- gerðarþróun fyrri tíma og endur- spegli að mörgu leyti tíðaranda okkar tíma. AFP Heiðursgestur Rossy de Palma, ein þekktasta leikkona Spánar, á tísku- sýningu Jean-Paul Gaultiers 6. júlí. Rossy de Palma heiðursgestur RIFF Heimsfrumflutningurinn á verkinu Archora eftir Önnu Þorvaldsdóttur undir stjórn Evu Ollikainen á BBC Proms undir lok síðustu viku hlýtur fullt hús eða fimm stjörnur hjá Ivan Hewett og John Allison, gagnrýn- endum The Telegraph. „Archora mun rata víða og það er ekki aðeins af því að verkið var pantað af nokkrum af leiðandi hljómsveitum heims,“ skrifa rýnarnir og taka fram að „tilkomumikill og dular- fullur hljóðheimur verksins gæti sennilega aðeins komið frá íslensku tónskáldi, en virkar samt eins og það hafi verið hugsað sérstakega fyrir frumflutninginn á Proms enda nýtti verkið sérkennilegan hljóm- burð Royal Albert Hall til hins ýtrasta“. Hrósa þeir Ollikainen í hástert, sem þreytti frumraun sína sem stjórnandi á Proms. „Hún var sérstaklega áhrifamikil í verki Önnu sem var fyrsta verk kvölds- ins. Hún stýrði af festu með góðum hraðabreytingum, enda augljóslega með eyra fyrir smáatriðum.“ Andrew Clements, rýnir The Guardian, segir rannsókn Önnu á „miklum hljómi tilkomumikla og aðlaðandi“ og gefur tónleikunum fjórar af fimm stjörnum. Bendir hann á að tónlist Önnu henti ein- staklega vel fyrir sinfóníuhljóm- sveitir þar sem tónsköpun hennar snúist um „massa og þéttleika, hvernig ólík hljóð rekast á, samein- ast og þróast með tímanum“, skrif- ar Clements og tekur fram að fjöldi áhugaverðra verka Önnu á síðustu misserum hafi gert það að verkum að hún sé orðin ein af mest áber- andi röddunum í evrópskri tónlist nú um stundir. Archora er á efnisskrá upphafs- tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands 8. september. Morgunblaðið/Hari Tónskáld Anna Þorvaldsdóttir. Stjörnudómar fyrir flutning á Proms

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.