Morgunblaðið - 16.08.2022, Síða 32
ELDRI BORGARAR:
Aðventurferðir til
Kaupmannahafnar 2022
Innifalið eru flug með Icelandair, skattar, gisting,
m/morgunverði á Hotel Skt. Petri 5*, rútuferðir,
kvöldverðir og annað samkvæmt dagskrá.
Fagþegar fá vildarpunkta fyrir ferðina, einnig er
hægt að greiða hluta ferðar með punktum
! ! ! ! !
1. ferð: 20.-23. nóvember
2. ferð: 27.-30. nóvember
3. ferð: 4.-7. desember – fá sæti laus
Verð: 179.000 kr. á mann í tvíbýli.
Aukagjald v/gistingar í einbýli er 34.900 kr.
Niko ehf | Austurvegi 6 | 800 Selfoss | kt. 590110-1750
Nánari upplýsingar eru veittar hjá Ferðaskrifstofu
eldri borgara í símum 783-9300 og 783-9301,
einnig með tölvupósti í gegnum netfangið
hotel@hotelbokanir.is og á
www.ferdaskrifstofaeldriborgara.is
Gist er á hinu glæsilega Hotel Skt. Petri 5* sem er staðsett í miðborg
Kaupmannahafnar.
Skemmtileg og fjölbreytt dagskrá
Sunnudagur: Flogið með Icelandair snemma morguns og lent í
Kaupmannahöfn á hádegi. Gisting á hinu glæsilega Hotel Skt.
Petri í miðborg Kaupmannahafnar. Um kvöldið er snæddur ekta
danskur matur á veitingastaðnum Karla sem er í göngufæri frá
hótelinu.
Mánudagur: Skoðunarferð um gamla bæinn með Ástu Stefáns-
dóttur leiðsögumanni sem gengur um slóðir Fjölnismanna og
fræðir farþega um sögu Kaupmannahafnar.
Þriðjudagur: Heimsókn í Jónshús, þar sem staðarhaldarinn Halla
Benediktsdóttir tekur á móti hópnum og fræðir um sögu hússins.
Um kvöldið er snæddur „Julefrokost“ í Tivoli á veitingastaðnum
Grøften. Eftir kvöldverðinn er hægt að skoða sig um í Tivoli sem
hefur verið breytt í „Juleland“ á Aðventunni.
Miðvikudagur: Sigling um síkin og Christianshavn meðan
hljómsveit Michael Bøving og félaga leikur jazztónlist og vana-
lega ríkir mikil stemning í þessum ferðum. Brottför frá hóteli á
Kastrup flugvöll síðdegis og flug til Íslands um kvöldið.
Fararstjóri: Sigurður K. Kolbeinsson
Hollenski rithöfundurinn og
listamaðurinn Simon(e) van
Saarloos veltir fyrir sér spurn-
ingunum um hver ákveði hvers
sé minnst og hvers vegna í
tengslum við bók sína Take
’Em Down í Borgarbókasafninu
Grófinni í dag kl. 17. Í bókinni
sækir hán innblástur í líf hin-
segin fólks sem sagan hefur
þurrkað út, að því er fram
kemur í tilkynningu og hug-
leiðir hvort og hvernig hægt sé
að lifa án fortíðar. Að spjalli van Saarloos loknu flytur
Inga Dóra Björnsdóttir mannfræðingur erindi með yfir-
skriftinni Minnisvarðar: Tákn saklauss stolts eða valds
og yfirráða? og einnig verður sýnt brot úr myndband-
inu Sögulegur andlegur titringur – geimferðaáætlun
sem kemur úr smiðju samvinnuhópsins Herring, Iron,
Gunpowder, Humans & Sugar (HIGHS).
Hver ákveður hvers er minnst og
hvers vegna, spyr van Saarloos
ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 228. DAGUR ÁRSINS 2022
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 776 kr.
Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr.
PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr.
Anton Sveinn McKee náði frábærum árangri á EM í 50
metra laug í Róm á Ítalíu um nýliðna helgi þar sem
hann hafnaði í 6. sæti í 200 metra bringusundi. Hann
íhugaði að leggja sundhettuna á hilluna í desember á
síðasta ári eftir erfitt tímabil. »27
Á meðal fremstu sundmanna heims
ÍÞRÓTTIR MENNING
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
„Ég var með það markmið að safna
200 þúsund krónum fyrir Ljósið, end-
urhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyr-
ir fólk sem hefur fengið krabbamein
og aðstandendur þess, en ég hef nú
þegar safnað 217 þúsundum og enn
er að bætast við, sem er frábært. Ég
vil auðvitað safna sem mestu fyrir
Ljósið. Mamma fór oft þangað þegar
hún var veik og var mjög ánægð með
starfið þar,“ segir Ásgeir Skarphéð-
inn Andrason, 14 ára piltur sem ætlar
næstkomandi laugardag að hlaupa í
Reykjavíkurmaraþoninu til minningar
um mömmu sína, Ingveldi Geirs-
dóttur, en hún lést úr krabbameini
fyrir þremur árum, vorið 2019.
„Við Kiddi ætlum að hlaupa tíu
kílómetra saman og þetta verður ekki
mikið mál fyrir mig. Ég er í ágætu
formi enda æfi ég fótbolta hjá Fylki
og hef ekkert verið að æfa mig neitt
sérstaklega fyrir þetta hlaup. Ég veit
aftur á móti ekki með Kidda, hann er
orðinn gamall og lúinn, svo ég veit
ekki hvort hann getur hlaupið tíu
kílómetra. Það kemur í ljós á laugar-
daginn hvernig þetta fer,“ segir Ás-
geir og hlær og á þar við pabba sinn,
Kristin Þór Sigurjónsson.
„Kiddi átti þessa hugmynd, að ég
myndi líka hlaupa og safna peningum
fyrir Ljósið, eins og hann ætlar að
gera, og ég sló til,“ segir Ásgeir, sem
er mjög þakklátur öllum þeim sem
hafa heitið á hann með því að leggja
inn hlaupastyrk í hans nafni hjá Ljós-
inu.
Ásgeir segist hugsa til Ingveldar
mömmu sinnar á hverjum degi, en
hann var aðeins tíu ára þegar hún
lést.
„Hún var sterkasta manneskja sem
ég þekki. Hún var geggjað góð
mamma, skemmtileg og góð fyrir-
mynd, mjög þrautseig og svo var hún
mikil íþróttamanneskja, fyrrverandi
glímudrottning.“
Þeir sem vilja heita á Ásgeir og
styðja Ljósið í leiðinni geta farið inn
á slóðina hlaupastyrkur.is og flett
upp nafninu Ásgeir Skarphéðinn
Andrason, undir flipanum hlauparar.
Hleypur í minningu
mömmu sinnar
- „Hún var sterkasta manneskja sem ég þekki“
Mæðgin Ásgeir og Ingveldur móðir hans á góðum degi árið 2012.
xxx
Fylkismaður Ásgeir fagnar hér marki sem hann skoraði á Rey Cup
núna í sumar þegar hann keppti þar fyrir sitt lið, Fylki, í fótboltaleik.