Morgunblaðið - 17.08.2022, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.08.2022, Blaðsíða 2
Morgunblaðið/Eggert Krot Skemmdarverkið er ekki einsdæmi. Regnbogafánar hafa einnig verið skemmdir. Skemmdarverk voru unnin á skilt- um Hinsegin daga, sem staðsett eru á bílastæðum við Austurvöll, í gær. Á sum skilti hefur verið sérstak- lega krotað með spreybrúsa yfir teiknaðar skreytimyndir skiltanna sem flestar sýna manneskjur sem tákna ást hinsegin fólks. Á önnur skilti hafa tölustafirnir 1488 verið krotaðir. Tölustafirnir eru gjarnan notaðir af samtökum sem kenna sig við þjóðernishyggju eða jafnvel ný- nasisma. Merki nýnasista á skiltum Hinsegin daga 2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2022 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Skipulagsstofnun hefur óskað eftir að Vegagerðin veiti umsögn um um- hverfismatsskýrslu vegna umfangs- mikils vikurnáms á Mýrdalssandi og flutninga efnisins til Þorlákshafnar en þaðan verður það flutt út með skipum. G. Pétur Matthíasson upp- lýsingafulltrúi segir að verið sé að skoða áhrif flutninganna á umferð og vegi og undirbúa umsögnina. Í umhverfismatsskýrslunni kemur fram að flutningabílar muni fara um vegina á milli Víkur og Þorlákshafnar á 7-8 mínútna fresti. Mikil umferð er nú þegar um Suðurlandsveg. Hafa forsvarsmenn Mýrdalshrepps og ferðaþjónustunnar lýst áhyggjum af þessum miklu flutningum og áhrifum þeirra á ferðaþjónustu og vegina sjálfa. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Háalda Vikurinn verður tekinn úr námu austan við Hafursey á Mýrdals- sandi og fluttur með stórum bílum til Þorlákshafnar. Skoða áhrif flutninga á umferð og vegi Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Meiri ágallar reyndust vera á nýrri brú sem verið er að byggja yfir Jök- ulsá á Sólheimasandi en upphaflega leit út fyrir þegar steypumót voru fjarlægð. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni hefur verið unnið að lagfæringum en einnig hafa farið fram rannsóknir á umfangi vandans. Verið er að vinna úr þeim rannsókn- um. Vegna þessa hefur tafist að brúin verði tekin í notkun. Brúin nánast tilbúin ÞG Verk byggir brúna fyrir Vega- gerðina. Er hún 163 metra löng eft- irspennt bitabrú í fimm höfum. Hún var reist á sama stað og sú gamla en umferðin hefur á meðan farið um bráðabirgðabrú. Byggingu Jökulsárbrúarinnar er að mestu lokið. Vandinn sem upp kom er í grunninn sá að steypan fór ekki nægjanlega vel út í öll rúm mótanna í steyptum kanti sem á að bera upp handrið brúarinnar. G. Pétur Matt- híasson upplýsingafulltrúi segir að meta þurfi nákvæmlega áhrif þessa á mannvirkið og lagfæra kantinn að fullu áður en hægt verður að hleypa umferð á brúna. Í notkun á næstu vikum Í útboðsgögnum var gert ráð fyrir að skilatími væri miður nóvember 2021. Sá frestur var framlengdur vegna þess að framkvæmdatíminn þótti knappur. Framkvæmdum hefur þegar seinkað verulega vegna steypu- skemmdanna en Vegagerðin vonast til að hægt verði að taka brúna í notk- un á næstu vikum. Gallar á brúnni rannsakaðir - Enn tefst að nýja brúin yfir Jökulsá á Sólheimasandi komist í gagnið Morgunblaðið/Sigurður Bogi Framkvæmd Múrarar voru um miðjan júlí að lagfæra steyptan kant. Nýbúið er að steypa undirgöng á Bústaðavegi í Reykjavík og framkvæmdir ganga vel, segir Árni Geir Eyþórsson hjá verktakafyrirtækinu Jarðvali. Unnið er að gerð nýrrar götu og færslu á hluta Bústaða- vegar með hringtorgi og undirgöngum, ásamt nýjum göngu- og hjólastígum. Árni segir að á föstudaginn verði Bústaðavegi lokað inn á Reykjanesbraut. Framkvæmdin sé flókin vegna hæðarbreytinga á veginum. „Þetta er svolítið mikið inngrip en er engu að síður tal- inn langvænlegasti kosturinn í stað þess að gera hjáleiðir að ljósunum, sem gæti tekið á annan mánuð,“ segir Árni. „Við erum með lokunarplan sem er tíu dagar en ég vonast til að þetta muni ganga hraðar. Svo þarf fyrirtækið að bretta upp ermarnar og við sjáum hvað við getum verið snöggir.“ Bústaðavegur verður lokaður við Reykjanesbraut í tíu daga Morgunblaðið/Árni Sæberg Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur- borgar, Marta Guðjónsdóttir og Helgi Áss Grétarsson, leggja fram tillögur í fimm liðum á aukafundi ráðsins í dag. Kallað var til aukafundarins að beiðni Mörtu til að ræða slæmt ástand á innritun í leikskóla borgar- innar í haust. Fyrsta aðgerðin sem fulltrúarnir leggja til er að komið verði á fót bak- varðasveit til að tryggja nægilega mönnun leikskólanna. „Um yrði að ræða bakvarðasveit, leikskólakennara, leikskólakennara- nema, tómstundafræðinga og ann- arra uppeldismenntaðra einstaklinga auk almennra starfsmanna sem leik- skólar geti leitað til tímabundið með- an verið er að tryggja mönnun leik- skólanna til frambúðar,“ segir í tillögunni. Marta og Helgi leggja einnig til að leitað verði samstarfs við menntamálaráðuneytið um að bjóða starfsnám fyrir leikskólaliðanema. Nýta starfskrafta í frístund Í þriðja lagi er lagt til að starfs- kröftum frístundar verði boðin heils- dags- og heilsársstörf svo að kraftar þeirra megi nýtast innan leikskól- anna fyrri hluta dags. Fjórða tillagan snýr að rýmkun rekstrarheimilda. Lagt er til að skóla- og frístundasvið leiti eftir und- anþágu fyrir rekstrarleyfi nýrra leik- skóla þar sem húsnæðið er fullbúið þótt lóðin sé ekki fullfrágengin. Í millitíðinni yrðu nærliggjandi útivist- arsvæði notuð til útivistar barnanna. Síðast er lagt til að komið verði fyr- ir færanlegum kennslustofum á lóð- um þeirra leikskóla þar sem aðstæð- ur leyfa. karitas@mbl.is Leggja til bakvarðasveit og starfsnám fyrir leikskóla - Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja til fimm aðgerðir Morgunblaðið/Eggert Leikskóli Dæmi eru um 20 mánaða börn sem ekki hafa fengið vist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.