Morgunblaðið - 17.08.2022, Síða 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2022
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Viðskiptavinur bílaleigu var ósáttur
við vinnubrögð og gjaldtöku bílaleig-
unnar þegar hann lenti í hremming-
um á bílnum á ferðalagi sínu um Ís-
land í fyrrasumar. Viðskiptavinurinn
kvartaði undan viðskiptaháttum bíla-
leigunnar eftir að hann fékk sjö ára
gamlan bíl sem keyrður var um 200
þúsund kílómetra. Bíllinn bilaði þeg-
ar maðurinn hafði ekið honum 100
kílómetra og bílaleigan rukkaði hann
fyrir kostnaðinn sem hlaust af því að
láta draga bílinn.
Viðskiptavinur bílaleigunnar sendi
kvörtun til kærunefndar vöru- og
þjónustukaupa sem kvað nýverið
upp úrskurð í málinu. Málavextir
voru í stuttu máli þeir að viðkomandi
leigði bíl hjá Discover Car dagana
12.-18. júní 2021. Bíllinn sem hann
fékk var Hyundai i10, árgerð 2014,
sem keyrður var yfir 200 þúsund
kílómetra og bilaði eftir um 100 kíló-
metra akstur sem fyrr segir. Hann
fékk annan bíl frá bílaleigunni en var
rukkaður um 215.095 krónur fyrir
dráttinn á bilaða bílnum. Þá lenti
ferðamaðurinn í því að vindhviða
feykti upp hurð á síðari bílaleigubíln-
um. Bílaleigan mat tjónið vegna þess
á 444.278 krónur og gjaldfærði þá
upphæð á kreditkort viðskiptavinar-
ins. Sá taldi sig ekki eiga að þurfa að
borga fyrir dráttinn á bílnum og að
tjónamatið hefði verið allt of hátt.
Lýsti hann því yfir að sér hefði
blöskrað þegar hann sá hversu mikið
viðgerðin átti að kosta. Sú upphæð
væri sennilega hærri en virði bílsins.
Þá lét hann þess getið að hann og
ferðafélagar sínir væru reyndir
ferðamenn sem farið hefðu um allan
heim og aldrei fyrr hefðuþeir leigt bíl
sem keyrður hefði verið meira en 200
þúsund kílómetra.
Kærunefndin taldi sig ekki hafa
forsendur til að endurmeta fjárhæð-
ina sem ferðamaðurinn var krafinn
um vegna tjónsins og tók því ekki af-
stöðu til þeirrar beiðni. Ferðamað-
urinn fékk 3.100 evrur, jafnvirði um
435 þúsund króna, endurgreiddar út
á tryggingu sem hann keypti hjá
bílaleigunni. Nefndin taldi hins veg-
ar að bílaleigan hefði ekki lagt full-
nægjandi grundvöll að kröfu sinni
um að viðskiptavinurinn greiddi fyrir
dráttinn á bilaða bílnum og úrskurð-
aði að sú upphæð skyldi endur-
greidd.
Þetta er alls ekki eina dæmið um
ósátta viðskiptavini íslenskra bíla-
leiga. Kærunefnd vöru- og þjónustu-
kaupa felldi nýlega úrskurð í máli
þar sem erlendur ferðamaður leigði
bíl. Hann bókaði Toyota Yaris ár-
gerð 2016 en fékk afhentan Fiat
Panda sem ekinn var um 200 þúsund
kílómetra og var í „lélegu ástandi“.
Rétt eins og í fyrra tilvikinu fauk
framhurð bílsins upp og reyndist
ferðamanninum ómögulegt að loka
henni. Bílaleigan brást við með því að
skipta um hurð á bílnum og setja not-
aða hurð í stað þeirrar skemmdu.
Ferðamaðurinn fékk rukkun upp á
ríflega 700 þúsund krónur vegna
tjónsins. Sjálfstætt álit tveggja bif-
vélavirkja sem hann aflaði sér gaf til
kynna að bíllinn hefði þegar verið
skemmdur við afhendingu og að bíla-
leigan hafi „sennilega áður gert
þetta við fyrri viðskiptavini“. Ferða-
maðurinn lagði fram myndir af
ástandi bílsins þegar hann fékk hann
afhentan. Í úrskurði kærunefndar-
innar segir að ekki verði séð á hvaða
grundvelli bílaleigan krafði ferða-
manninn um 4.804 evrur og var henni
gert að endurgreiða þá upphæð.
Blöskraði viðgerðarkostnaðurinn
- Ferðamenn kvarta yfir viðskiptahátt-
um bílaleiga - Bílar keyrðir 200.000 km
Morgunblaðið/Eggert
Bílaleiga Mikill fjöldi ferðamanna sækir Ísland nú heim og þeir lenda sumir
hverjir í hremmingum á bílaleigubílum á ferðum sínum um landið.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Flúðasveppir eru að undirbúa aukna
framleiðslu sveppa í stöðinni á Flúð-
um. Jafnframt verður tekin í notkun
ný tækni við að tína sveppi og pakka
afurðunum sem draga á úr kostnaði.
Georg Ottósson garðyrkjubóndi
segir að verið sé að skoða lausnir
þessa dagana og meta hvenær
heppilegt sé að ráðast í framkvæmd-
ina. Hugsanlegt sé að hefjast handa
eftir um það bil ár.
Flúðasveppir eru eini framleið-
andi sveppa sem eitthvað kveður að
hér á landi. „Markaðurinn fyrir
sveppi er alltaf að stækka, í takti við
það sem gerist í Evrópu. Alltaf eru
að koma fram ný afbrigði og sveppir
eru tískuvara í matargerð í Evrópu.
Það skilar sér hingað, eins og ann-
að,“ segir Georg.
Allt að 70% markaðshlutdeild
Þrjár tegundir matarsveppa eru
ræktaðar á Flúðum, hvítir matar-
sveppir, kastaníusveppir og porto-
bello-sveppir. Framleidd eru um 11
tonn af sveppum á viku. Fyrirtækið
er með meira en helmingshlutdeild á
íslenskum sveppamarkaði, jafnvel
um 70%. Þar keppir fyrirtækið við
innflutta sveppi, meðal annars frá
Írlandi, Póllandi og Hollandi. Neysl-
an er aðeins breytileg á milli árstíða,
er mest á sumrin þegar ferðamenn
sækja veitingahúsin sem mest heim.
Segir Georg að sífellt sé að aukast
eftirspurn eftir niðursneiddum
sveppum fyrir veitingahús og pizza-
staði. Segir hann það koma sér vel.
Hægt sé að fullnýta hráefnið með
því móti og nota jafnframt sveppi
sem ekki þykja henta á almennan
markað vegna lögunar þeirra. Þetta
falli vel að stefnu fyrirtækisins um
að draga sem mest úr matarsóun.
Tínslan verði tæknivædd
Tilgangurinn með fyrirhugaðri
stækkun stöðvarinnar er ekki ein-
ungis sá að nýta stærri hluta inn-
lenda markaðarins, heldur einnig að
endurnýja rækunaraðstöðuna og
tæknivæða tínsluna. Reiknar Georg
með því að byggðir verði nýir rækt-
unarklefar og þeir gömlu notaðir til
ræktunar á veislusveppum sem
meira þurfi að nostra við. Áfram
verði unnið að þróun framleiðsl-
unnar og aukinni fjölbreytni.
Um 30 starfsmenn eru í sveppa-
verksmiðjunni og vinnur um helm-
ingur þeirra við að tína sveppi úr rækt-
unarhillum. Nú er komin fram ný
tækni við að tína sveppi í Hollandi sem
dregur úr kostnaði við þann þátt fram-
leiðslunnar. Ætlunin er að taka þessa
tækni í notkun í nýju aðstöðunni og
jafnvel einnig vélmenni við pökkun.
Þannig á að vera hægt að draga úr
kostnaði við starfsmannahald sem er
meiri hér en í samkeppnislöndunum.
Ekki þurfi að bæta við starfsfólki þótt
framleiðslan aukist.
Georg segir að endurnýjun og
tæknivæðing framleiðslunnar kosti
hundruð milljóna. Mikilvægt sé að
undirbúa hana vel og velja rétta tím-
ann til framkvæmda. Segir hann hugs-
anlegt að hefja framkvæmdir eftir um
það bil ár og taka nýja aðstöðu í gagn-
ið innan þriggja ára.
Sveppaframleiðsla
aukin og tæknivædd
- Neysla á sveppum eykst - Tískuafurð í matargerð
Svepparækt Tínsla sveppanna er mannaflsfrek. Því felst mikill vinnusparn-
aður og hagræðing í því að taka upp nýja tínslutækni.
Flúða-Jörfi þurfti að draga veru-
lega úr framleiðslu á papriku fyrr í
sumar vegna nýs lúsarafbrigðis
sem herjaði á plöntur í gróðurhúsi
fyrirtækisins. Náttúrulegar varnir
sem halda niðri meindýrum í gróð-
urhúsunum réðu ekki við þessa
pöddu.
Georg Ottósson garðyrkjubóndi
segir að ekki séu notuð eiturefni í
gróðurhúsunum og því hafi orðið
að rífa niður plönturnar og þrífa
húsið. Við það hafi framleiðslan
minnkað um 40-50%.
Flúða-Jörfi er stór framleiðandi
á papriku á íslenskan mælikvarða
og þess vegna hafði vandamálið á
Flúðum áhrif á innlenda markað-
num. Erfiðara var fyrir neytendur
að finna íslenska papriku. Inn-
lenda framleiðslan er þó aðeins
um 10-15% af markaðnum og hef-
ur verið fyllt í skörðin með aukn-
um innflutningi. Georg segir að
framleiðsla á papriku verði aukin á
ný eftir áramót.
Varnir réðu ekki við lúsina
DREGIÐ HEFUR ÚR FRAMLEIÐSLU Á PAPRIKU
Afurðir Georg Ottóson í paprikuhúsinu.
Karlotta Líf Sumarliðadóttir
karlottalif@mbl.is
„Menningarnótt hefur fallið niður
núna tvö ár í röð vegna Covid og ég
held að það sé mjög mikil uppsöfnuð
þörf fyrir að koma saman í borg-
inni,“ segir Einar
Þorsteinsson,
starfandi borg-
arstjóri, en hann
kynnti dagskrá
Menningarnætur
á blaðamanna-
fundi í gær.
Menningarnótt
verður haldin
laugardaginn 20.
ágúst. Einar telur
að hátíðin verði
enn fjölmennari en áður þar sem
hún hefur ekki farið fram síðustu
tvö ár.
„Þetta er viðburður þar sem vina-
hópar og fjölskyldur gera sér ferð
saman í borgina. Það er svo margt í
boði, öll söfnin, allir tónleikastaðir
og margir útiviðburðir þannig að
það verður mjög skemmtilegt að
gera sér ferð.“ Einar telur að þátt-
takan í ár verði mjög góð og bendir
á að gríðarlega mikil aðsókn hafi
verið í Gleðigönguna, sem var geng-
in fyrr í mánuðinum.
„Vonandi verður veðrið gott. Það
er dásamlegt veður í dag og vonandi
er það bara góðs viti. Það má ekki
heldur gleyma því að Menningarnótt
er afmælishátíð Reykjavíkurborgar
og verður núna haldin í 27. sinn.
Hún er orðin einn af lykilþáttunum í
menningarstarfi borgarinnar. Við
erum að fagna afmæli borgarinnar
og þegar maður hefur misst af af-
mælinu sínu tvö ár í röð þá er um að
gera að halda það með pompi og
prakt,“ segir Einar að lokum.
Verði jafnvel stærri en áður
„Við erum rosalega spennt og höf-
um fundið fyrir mikilli ánægju og
eftirvæntingu hjá fólki sem kemur
að hátíðinni,“ segir Guðmundur
Birgir Halldórsson, viðburðastjóri
Menningarnætur. „Ég myndi halda
að hún verði jafnvel stærri en áður
af því að dagskráin er mjög viða-
mikil, skemmtileg og fjölbreytt. Allir
sem hafa verið með í gegnum árin
virðast ætla að taka þátt núna. Eftir
þessa pásu virðist fólk vera til í smá
stuð.“
Nokkur hundruð atriði
Hann segir að mjög margar um-
sóknir um að vera með viðburð á
Menningarnótt hafi borist. „Mjög
margir taka þátt, þetta eru nokkur
hundruð atriði.“ Þá bendir hann á að
engin ástæða sé til að koma á bíl,
enda lokað fyrir akandi umferð auk
þess sem frítt verður í strætó. „Við
erum síðan búin að vinna með raf-
skútufyrirtækjunum og það verður
ekki hægt að keyra á rafskútum al-
veg miðsvæðis, en það verða sérstök
stæði hérna í útjaðrinum þar sem
fólk getur lagt rafskútunum. Þannig
að þú kemst ansi langt á rafskút-
unni.“
Morgunblaðið/Hákon
Skylmingar Víkingar í víkingahópnum Rimmugýgi munduðu skildi og
sverð þegar dagskrá Menningarnætur var kynnt í miðborginni í gær.
Uppsöfnuð þörf fyr-
ir að koma saman
- Hundruð atriða á Menningarnótt
Einar
Þorsteinsson