Morgunblaðið - 17.08.2022, Page 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2022
ÞÓR útiljós
Íslensk
fram
leiðsla
Þorsteinn Sæmundson stjörnu-
fræðingur stiklar á þremur
ólíkum en athyglisverðum atriðum
í grein í blaðinu í gær.
- - -
Hið þriðja vék að
loftslags-
málum og ofarlega í
umræðu „eru þær
ráðstafanir sem Ís-
lendingar eru að
gera til að draga úr
notkun jarðefna-
eldsneytis.
- - -
Þessar ráðstafanir eiga að vera
til mótvægis við hlýnun jarðar.
Ég hef áður bent á það í blaðagrein
(Mbl. 2. apríl) hversu fáránlegt það
er að við séum að leggja í þessar
kostnaðarsömu aðgerðir þegar
orkuframleiðsla hérlendis er að
mestu leyti (90%) vistvæn.
- - -
Á sama tíma eru Kínverjar að
auka við árlega kolanotkun
sína, og nemur aukningin allt að
hundraðfaldri árlegri orkufram-
leiðslu Íslendinga úr olíu og bens-
íni.
- - -
Litlar sem engar horfur eru á því
að hækkun hitastigs á jörðu
verði stöðvuð með mannlegu fram-
taki.
- - -
Skynsamlegast er því að búa sig
undir þá hlýnun sem fram und-
an er og hætta að sóa fjármunum í
ómarktækar aðgerðir.“
- - -
Þetta er satt og má bæta við Ind-
landi, Indónesíu, Afríku og
Suður-Ameríku sem ekki eru með
og Þýskaland aðeins í plati. Biden
skipaði John Kerry „loftslagskeis-
ara“. Sá er með 45 á skrifstofu og
hefur á 18 mánuðum blásið „300
tonnum af koltvísýringi“ úr einka-
þotu sinni í þágu réttlætisins.
Þorsteinn
Sæmundsson
Staðreyndir falla
illa í kramið
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Danska varðskipið Lauge Koch er nú
í Slippnum á Akureyri. Verið er að
gera við neðansjávarsiglingartæki
sem skemmdust þegar skipið var á
siglingu við Grænland.
Varðskipið, sem er tæpir 72 metrar
á lengd, heitir eftir þekktum dönskum
pólfara en það er sérstaklega búið til
siglinga á norðurslóðum þótt það sé
einnig nýtt til annarra verkefna. Að
sögn Davíðs Arnar Benediktssonar,
verkefnastjóra hjá Slippnum, er ekki
algengt að dönsk varðskip komi þang-
að til viðgerðar en það muni þó hafa
komið fyrir áður.
Davíð sagði, að verkefnastaðan hjá
Slippnum væri ágæt og nóg verkefni
væru þar fram undan næstu mánuði.
Danskt varðskip
í slipp á Akureyri
- Góð verkefnastaða hjá Slippnum
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Varðskip Lauge Koch var tekið í slipp á Akureyri á mánudag.
Sjúkratryggingar Íslands auglýstu ný-
lega eftir nýjum aðilum til að gera
augasteinsaðgerðir og bíða nú tilboða.
Á síðustu árum hafa Sjúkratryggingar
nokkrum sinnum leitað verðtilboða og
þannig hefur verið
hægt að kaupa
fleiri aðgerðir fyrir
sama fjármagn.
Þetta segir
María Heimis-
dóttir, forstjóri
Sjúkratrygginga
Íslands, vegna
umfjöllunar Morg-
unblaðsins í gær
um alvarlega
stöðu augnlækninga á Íslandi.
Þar ræðir Morgunblaðið við Jó-
hannes Kára Kristinsson augnlækni.
Fram kemur að samningar SÍ við
augnlækna hafi verið lausir í fjögur ár.
59% augnlækna á Íslandi eru komin
yfir sextugt og helmingur þeirra er
kominn yfir sjötugt. Biðlistar í auga-
steinsaðgerðir hafa lengst og eru nú
nærri tvö ár.
María segir Sjúkratryggingar taka
undir með Jóhannesi Kára Kristins-
syni augnlækni að æskilegt sé að lág-
marka bið eftir augasteinsaðgerðum. Í
gildi séu samningar um augasteins-
aðgerðir við augnskurðstofuna Lentis
og Sjúkrahúsið á Akureyri. Þar að
auki eru þessar aðgerðir gerðar á
grundvelli svokallaðra DRG-
samninga, (diagnostic related groups)
bæði á Landspítalanum og Sjúkrahús-
inu á Akureyri, þar sem fjármögnun er
framleiðslutengd.
„Sjúkratryggingar taka undir með
Jóhannesi Kára að nýliðun í hópi augn-
lækna sé mikilvæg og benda á að
samningar standa læknum sem vilja
snúa heim úr framhaldsnámi til boða,“
segir María.
Hún segir að Sjúkratryggingar taki
undir að það sé ekki æskilegt að með-
alaldur augnlækna sem starfa hér á
landi fari hækkandi en „sérgreina-
læknar mega þó starfa svo lengi sem
þeir uppfylla skilyrði þeirra leyfa sem
þeir starfa eftir“.
Samningar ríkisins við sér-
greinalækna hafa verið lausir frá árs-
byrjun 2019 og hafa viðræður átt sér
stað með hléum síðan.
María segir heilbrigðisráðuneytið
hafa endurskoðað samningsmarkmið
sín í vor. Í þeim felist í raun fyrirmæli
til SÍ um það hvernig skuli samið um
þjónustuna.
Hafa boðið út fleiri
augasteinsaðgerðir
María
Heimisdóttir
- Forstjóri SÍ tekur undir áhyggjur
af stöðu augnlækna hér á landi