Morgunblaðið - 17.08.2022, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2022
Smíðavinklar
Verð frá 4.570 kr.
Hágæða útskurðarjárn og
handverkfæri frá Austurríki
6 stk sett
25 980 kr
14 stk sett
66.980 kr.
Gott úrval af
stökum járnum
Verð frá 4.280 kr.
Tangir
k
Vefverslun brynja.is
Kju l r
Ver
l u
ð frá 4.630 kr.
Útskurðahnífar gott úrval
Verð frá 2.320 kr.
Sporjárn 4 - 40mm
Verð frá 3.530 kr.
Hallamál 0,5mm/m nákvæmni 3 lengdir
Verð frá 2.850 kr.
. .
Opið
virka
daga
frá 9-18
lau frá 11-17
Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is
Húljárn
Verð frá 5.590 kr.
Verð frá 3.200 r.
Útskurðajárnataska
Verð 9.270 kr.
Útskurðarhnífasett
15.980 kr.
DAGMÁL
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Efnahagsástandið á Íslandi er um
margt ákjósanlegt og ekki ástæða til
svartsýni, segir Sigurður Hannes-
son, framkvæmdastjóri Samtaka
iðnaðarins. Hins vegar sé mjög undir
okkur sjálfum komið hvernig úr spil-
ast, auðsýna þurfi bæði gætni og
skynsemi. Það eigi ekki síst við í
komandi kjarasamningum í haust.
Þetta er meðal þess sem fram
kemur í viðtali Dagmála, streymi
Morgunblaðsins á netinu, sem ein-
ungis er aðgengilegt áskrifendum
blaðsins.
Sigurður segir vissulega ýmsan
vanda steðja að hagkerfi heimsins,
þar sem bæði faraldur og stríð hafi
veruleg áhrif. Hins vegar megi ekki
mikla vandann hér á landi. Hann
minnir á að þegar horft sé til verð-
bólgu án húsnæðisliðar, eins og víð-
ast tíðkist, þá sé næstlægsta verð-
bólga í Evrópu hér á landi. Hér ríki
ekki sama orkukreppa og víða, ís-
lenskir útflutningsatvinnuvegir hafi
næga eftirspurn og þar fram eftir
götum.
Heimatilbúinn vandi
og tækifæri mörg
Þetta sýni að heimatilbúin hús-
næðiskreppa sé óleystur vandi hér á
landi en að flest annað sé lands-
mönnum tiltölulega hagfellt. Þar
komi sér vel að stoðum atvinnulífsins
hafi fjölgað og þær séu sterkar en til
þess þurfi þá líka að taka tillit á
vinnumarkaði. Þar geti enginn at-
vinnuvegur gengið fyrir öðrum, líkt
og þekktist í efnahagsólgu liðinnar
aldar.
„Eftirspurn er sterk, hagkerfið er
á leið upp og verðmætasköpun er
þrátt fyrir allt býsna sterk hjá okk-
ur,“ segir Sigurður og telur mörg
tækifæri blasa við í atvinnulífinu,
bæði hjá hefðbundum burðar-
greinum þess og hjá nýjum greinum.
Það eigi hins vegar við hér á landi
sem víða annars staðar, að það sé
orðin talsverð áskorun að manna
laus störf. Þar vinni smæðin með Ís-
lendingum, en eins er raungengi út
frá launum mjög sterkt og það ætti
að laða að dugandi fólk frá öðrum
löndum, gefi það sig ekki fram í næg-
um mæli hér.
Fleiri vandamál steðja þó að at-
vinnulífinu og þar á meðal er mikil
ólga í verkalýðshreyfingunni, einmitt
í aðdraganda kjarasamninga, þar
sem forseti ASÍ hrökklaðist frá. Sig-
urður tekur undir áhyggjur af því.
„Það segir sig sjálft að það er
slæm staða fyrir atvinnulífið að
verkalýðshreyfingin sé svona veik,
nú þegar samningar eru að losna.
Það er engin óskastaða.“
Hann hefur þó ekki áhyggjur af
því að ekki sé talsamband yfir í laun-
þegahreyfinguna þótt ASÍ vanti for-
seta.
Fólkið vill stöðugleika
„Sem betur fer er verkalýðshreyf-
ingin annað og meira en einn maður,
þannig að það eru margir viðmæl-
endur,“ segir Sigurður. „En það er
mjög slæmt hvernig er komið fyrir
forystunni og ég vona svo sannarlega
að þau finni út úr sínum málum,
mjög hratt. Þau hafa í rauninni að-
eins örfáar vikur til þess.“
Þrátt fyrir snörp orð um svigrúm
til launahækkana og óbilgirni ein-
stakra verkalýðsforkólfa er Sigurður
vongóður um unnt sé að semja þó
mikið virðist bera á milli.
„Við verðum að hafa þá trú að það
sé hægt. Og ég myndi nú halda það
að flestir af forystumönnum í verka-
lýðshreyfingunni vilji ná samn-
ingum. Vilji gera vel fyrir sitt fólk án
þess að það kosti of mikið.“
Vera kunni að einhverjir verka-
lýðsforingjar kjósi frekar átök, en
hann telur þá einangraða. „Ég held
að þeirra umbjóðendur, launafólk í
landinu, sé ekkert endilega til í verk-
föll eða átök. Ég held að fólk vilji
stöðugleika, sérstaklega eftir það
sem á undan er gengið síðustu ár."
Fólkið vill stöðugleika, ekki verkföll
- Sigurður Hannesson hjá SI í viðtali - Bjartsýnn á horfur í íslensku hagkerfi - Okkar að leysa
heimatilbúinn vanda - Upplausn í verkalýðshreyfingu ekki gott veganesti inn í kjarasamninga
Morgunblaðið/Ágúst Óliver
Dagmál Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins er vongóður um aukna hagsæld á næstunni.