Morgunblaðið - 17.08.2022, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2022
Litirnir eru fjölmargir
og hægt að fá
sérblandaða hjá okkur.
HÁGÆÐA
VIÐARVÖRN FRÁ
SLIPPFÉLAGINU
Opið:
8-18 virka daga
10-14 laugardaga
Sími 588 8000
slippfelagid.is
Evrópusambandið lýsti því yfir í gær
að það væri að rannsaka svar Írana
um „lokauppkast“ samkomulags, sem
ætlað er að vekja aftur til lífsins
kjarnorkusamninginn milli Írana og
alþjóðasamfélagsins frá árinu 2015.
Josep Borrell, utanríkismálastjóri
Evrópusambandsins, hefur síðustu
vikur reynt að finna málamiðlun á
milli Bandaríkjanna og Írans, sem
myndi gera báðum þjóðum kleift að
snúa aftur að samningaborðinu. Hef-
ur Bandaríkjastjórn þegar sent Bor-
rell sínar athugasemdir við upp-
kastið.
Talsmaður Borrells sagði í gær að
vangaveltur um hvort og þá hvenær
slík niðurstaða gæti fengist væru
ekki tímabærar.
Ríkisfréttastofa Írans, IRNA,
sagði í gær að hægt yrði að ná sam-
komulagi ef Bandaríkjastjórn sýndi
„raunsæi og sveigjanleika“ gagnvart
svörum Írana. Sögðu heimildarmenn
IRNA að Íransstjórn byggist við
svari á næstu sólarhringum.
Fréttastofan hafði áður getið þess,
og vísað í heimildir innan stjórnkerfis
Írans, að tillögur ESB væru aðgengi-
legar, svo fremi sem Íranar gætu
fengið tryggingar um nokkur álita-
mál sem út af stæðu. Voru þau sögð
þrjú talsins í frétt IRNA, og sagði
heimildarmaðurinn að Bandaríkja-
stjórn hefði sýnt sveigjanleika gagn-
vart tveimur af þremur atriðum en að
finna þyrfti leið til að skrifa þau inn í
samkomulagið.
Þriðja atriðið snerist svo um trygg-
ingar fyrir því að samkomulagið yrði
virt af hálfu Bandaríkjanna og að
refsiaðgerðum þeirra gagnvart Íran
yrði virkilega aflétt í kjölfar sam-
komulagsins.
AFP/Alex Halada
Samkomulag Ali Bagheri Kani, að-
alsamningamaður Írana eftir lok
viðræðna í Vín fyrr í mánuðinum.
ESB kynnir sér
tillögur Írana
- Þrennt sagt standa út af borðinu
Raila Odinga,
forsetaframbjóð-
andi í Keníu, hét
því í gær að hann
myndi leita allra
löglegra leiða til
þess að hnekkja
niðurstöðum for-
setakosninganna
þar í landi, en
samkvæmt þeim
bar mótframbjóðandi hans, William
Ruto, nauman sigur úr býtum.
Sagði Odinga að niðurstaðan
væri „skrípaleikur“ og andstæð
stjórnlögum landsins, en ákvað að
segja ekki fullum fetum að hann
myndi leita til hæstaréttar landsins.
Samkvæmt niðurstöðum kosn-
inganna munaði um 230.000 at-
kvæðum á Ruto og Odinga, þrátt
fyrir að Odinga hefði tryggt sér
stuðning fráfarandi forseta og fyrr-
um erkifjanda, Uhuru Kenyatta.
Allar forsetakosningar í Keníu
frá árinu 2002 hafa leitt til deilna
um niðurstöðuna og jafnvel blóðs-
úthellinga. Odinga þurfti áður að
bíða lægri hlut árin 2007, 2013 og
2017 og sagði hann í öll skiptin að
brögð hefðu verið í tafli.
KENÍA
Odinga segir kosn-
inguna skrípaleik
Raila Odinga
Ellefu manns féllu í gær í loftárásum
Tyrkja á landamærastöð, sem var á
valdi sýrlenska stjórnarhersins.
Loftárásirnar komu í kjölfar skæra
á milli Tyrkjahers og kúrdískra
vígamanna sem ráða yfir nærliggj-
andi svæðum.
Sögðu talsmenn sýrlenskra Kúrda
að Tyrkir hefðu gert tólf loftárásir á
stöður stjórnarhersins við Kobane,
sem er bær á valdi Kúrda. Sýrlensk
stjórnvöld tóku yfir vörslu landa-
mæranna á sínum tíma til þess að
koma í veg fyrir áhlaup Tyrkja á
Kúrda innan landamæra Sýrlands.
Ekki var búið að staðfesta í gær
að þeir sem féllu hefðu verið stjórn-
arhermenn. Ef svo er, er um að ræða
mesta árekstur milli Tyrklands og
Sýrlands frá því að 33 tyrkneskir
hermenn féllu í árásum stjórnar-
hersins í febrúar 2020.
SÝRLAND
Loftárásir á landa-
mærastöð fella 11
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Varnarmálaráðuneyti Rússlands
sakaði í gær Úkraínumenn um að
hafa unnið skemmdarverk á Krím-
skaga, en stór skotfærageymsla ná-
lægt þorpinu Dsjankoí var þá
sprengd í loft upp.
Af myndum sem birtust á rúss-
neskum samfélagsmiðlum að dæma
leiddi eldur við geymsluna til þess að
skotfæri og sprengiefni fuðruðu upp
með tilheyrandi sprengingum.
Sagði varnarmálaráðuneytið að
sprengingarnar hefðu valdið skaða á
rafmagnslínum, orkuveri og lestar-
teinum í nágrenninu, auk íbúðar-
bygginga.
Þetta er önnur sprengingin á inn-
an við viku á Krímskaga, en einn lést
og nokkrir særðust í árás á herflug-
völlinn í Sakí á miðvikudaginn í síð-
ustu viku, auk þess sem fjöldi her-
þotna eyðilagðist.
Úkraínumenn hafa lýst yfir að
þeir beri á hvorugu atvikinu ábyrgð,
en háttsettir embættismenn innan
Úkraínuhers hafa gefið til kynna að
þeir beri ábyrgðina. Þeir hafa hins
vegar ekkert vilja gefa upp um
hvernig staðið var að árásunum, en
óstaðfestar getgátur voru uppi í gær
um að sérsveitarteymi hefði staðið
að árásinni á skotfærageymsluna í
gær. Þá hefur einnig verið nefndur
sá möguleiki að um andspyrnuhreyf-
ingu á Krímskaga sé að ræða.
Þriðji möguleikinn er sá að Úkra-
ínumenn hafi beitt langdrægari eld-
flaugum en þeir hafa hingað til ráðið
yfir, til dæmis úr HIMARS-eld-
flaugakerfinu, en Bandaríkjastjórn
hefur neitað því að hún hafi gefið
þeim langdræg skotfæri í HIMARS-
kerfið.
Bandaríkin ýti undir átökin
Vladimír Pútín Rússlandsforseti
sakaði í gær Bandaríkjastjórn um að
vilja draga stríðið í Úkraínu á lang-
inn, sem og að Bandaríkin væru að
ýta undir átök annars staðar í heim-
inum, þar á meðal á Taívan-sundi.
„Ástandið í Úkraínu sýnir að
Bandaríkin eru að reyna að draga
þetta stríð á langinn. Og þeir hegða
sér nákvæmlega eins, og ýta undir
átök í Asíu, Afríku og rómönsku Am-
eríku,“ sagði Pútín í sjónvörpuðu
ávarpi, sem flutt var í tilefni af opn-
unarhátíð öryggisráðstefnu í
Moskvu.
Pútín var sérstaklega harðorður í
garð heimsóknar Nancy Pelosi, for-
seta fulltrúadeildar Bandaríkja-
þings, til Taívans í síðustu viku, sem
hann sagði hluta af meðvitaðri áætl-
un Bandaríkjanna um að ýta undir
óstöðugleika í Asíu og heiminum.
Rússar og Kínverjar hafa tengst
sífellt nánari böndum á undanförn-
um árum, ekki síst á hernaðarsvið-
inu. Pútín fundaði með Xi við upphaf
vetrarólympíuleikanna í febrúar,
skömmu áður en innrásin í Úkraínu
hófst, þar sem forsetarnir undirrit-
uðu samstarfsyfirlýsingu sín á milli.
Minnismerkin fari niður
Kaja Kallas, forsætisráðherra
Eistlands, tilkynnti í fyrradag á twit-
tersíðu sinni að Eistar hygðust taka
niður öll minnismerki frá tímum
Sovétríkjanna. „Sem tákn kúgunar
og hersetu Sovétmanna eru þau orð-
in að uppsprettu vaxandi spennu í
samfélaginu,“ sagði Kallas og bætti
við að minnismerkjum sem hefðu
sögulegt gildi yrði komið fyrir á
safni.
Finnar tilkynntu í gær að þeir ætl-
uðu sér að takmarka fjölda vega-
bréfsáritana til rússneskra ferða-
manna við 10% af því sem nú er veitt,
en nokkrar deilur hafa verið innan
Evrópusambandsins síðustu daga
um hvort rétt sé að veita Rússum
slíkar áritanir meðan stríðið geisar
eða hvort rétt sé að banna þær.
Ákvörðun Finna kom í kjölfar
þess að Olaf Scholz Þýskalands-
kanslari lýsti því yfir að Þjóðverjar
legðust gegn slíku banni, þar sem
það gæti komið niður á venjulegum
Rússum sem vildu flýja undan rúss-
neskum stjórnvöldum.
Sanna Marin, forsætisráðherra
Finnlands, sagði hins vegar að það
væri ekki réttlátt að rússneskir rík-
isborgarar gætu farið til Evrópu og
Schengen-svæðisins sem ferðamenn
meðan Rússland myrti almenna
borgara í Úkraínu.
Ætla Finnar sér nú að setja í for-
gang vegabréfsáritanir frá Rúss-
landi sem snerti vinnu, fjölskyldu
eða nám frekar en ferðalög.
Önnur árás á Krímskaga
- Rússar saka Úkraínumenn um skemmdarverk - Pútín sakar Bandaríkjamenn
um að ýta undir óstöðugleika - Finnar ætla að takmarka ferðamannaáritanir
AFP/Anatolii Stepanov
Við víglínuna Úkraínskur skriðdreki í Donetsk-héraði á leiðinni að víglínunni í austurhluta landsins.