Morgunblaðið - 17.08.2022, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2022
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Olaf Scholz
Þýska-
lands-
kanslari var gest-
ur forsætisráð-
herra Norður-
landanna á árleg-
um sumarfundi þeirra í Osló í
fyrradag. Scholz nýtti þar
tímann meðal annars til að
kynna sér orkuframleiðslu
Norðmanna, en Þjóðverjar
leita nú sem kunnugt er leiða
til þess að losa sig undan því
sjálfskaparvíti, sem þeir hafa
skapað sér með því að verða
háðir orku frá Rússlandi. Þó
hafa þeir ekki, enn sem kom-
ið er að minnsta kosti, stigið
það skref sem augljóst er,
sem er að hætta við að loka
síðustu kjarnorkuverum sín-
um og ræsa að nýju þau sem
hægt er til að losa um það
tak sem rússnesk stjórnvöld
hafa á Þýskalandi og mun að
óbreyttu fara vaxandi á
næstu mánuðum.
Hitt vakti þó meiri athygli
utan Norðurlandanna eftir
fundinn, að Scholz sagði þar
á blaðamannafundi, að Þjóð-
verjar myndu ekki styðja til-
lögur um að lokað yrði á út-
gáfu vegabréfsáritana til
rússneskra ferðamanna, sem
vildu ferðast til Evrópusam-
bandsins. Sagði Scholz að
það væri mikilvægt að gera
greinarmun á almennum
Rússum, sem vildu yfirgefa
landið, og rússneskum
stjórnvöldum.
Það er svo sem rétt út af
fyrir sig en þær refsiaðgerðir
sem lagðar hafa verið á
Rússland beinast vitaskuld
ekki aðeins að stjórnvöldum.
Að svo miklu leyti sem þær á
annað borð virka þá er það
að stórum hluta í gegnum
skort sem þær eiga að valda.
Þeir sem finna fyrir þeim
skorti eru ekki síst almennir
Rússar, þó hluti aðgerðanna
eigi að draga úr getu stjórn-
valda til þess meðal annars
að framleiða hergögn.
Það gengur þess vegna
ekki vel upp fyrir Scholz að
halda því fram að refsiað-
gerðunum sé aðeins beint
gegn stjórnvöldum í Rúss-
landi og háfleygar yfirlýs-
ingar af því tagi breyta ekki
því, að á síðustu vikum hefur
rússneskum ferðamönnum
fjölgað mjög í Evrópu, en
álagið lendir allt á nágranna-
ríkjunum, þar sem flugbann
er í gildi frá Rússlandi. Rúss-
ar leita því til Finnlands,
Lettlands og Eistlands og
fljúga þaðan til áfangastaða
sunnar í álfunni
án þess að hafa
miklar áhyggjur
af þeim refsiað-
gerðum sem eiga
að bíta á Rúss-
land. Flugbannið
er einmitt dæmi um refsiað-
gerð sem almenningur í
Rússlandi finnur óhjákvæmi-
lega fyrir.
Þá hafa einnig verið brögð
að því að sumir af „ferða-
mönnunum“ sem lagt hafa
leið sína til Finnlands hafi
reynt að fara þaðan aftur
heim til Rússlands með
gamla tölvuíhluti og annað
slíkt, sem nú er bannað að
flytja til landsins vegna
stríðsins. Það, að veita áfram
ferðamannaávísanir fyrir allt
Schengen-svæðið, er því bara
enn ein leiðin sem Rússar
geta reynt að nýta sér, á
margvíslega vegu, til þess að
fara í kringum áhrif refsiað-
gerðanna. Með því má ætla
að áþján Úkraínu lengist að
óþörfu, hafi menn á annað
borð trú á að refsiaðgerðir
geti virkað, sem þeir sem
þeim beita hljóta að gera.
Sanna Marin, forsætisráð-
herra Finnlands, benti á
sama blaðamannafundi á að
þrátt fyrir að almennir Rúss-
ar hefðu ekki hafið Úkraínu-
stríðið væru þeir flestallir
enn þá hlynntir innrásinni í
Úkraínu. Það væri því rang-
látt að rússneskir ríkisborg-
arar gætu ferðast um Evr-
ópu líkt og hverjir aðrir
ferðamenn á meðan sam-
landar þeirra myrtu fólk í
Úkraínu.
Finnar hafa enda ákveðið
einhliða að þeir muni af-
greiða mun færri vegabréfs-
áritanir til rússneskra ferða-
manna og Eistar hafa alfarið
hætt að gefa út slíkar árit-
anir, en ekki er gert ráð fyrir
að málið verði rætt á vett-
vangi ESB fyrr en í lok þessa
mánaðar. Þar má vænta
harðra átaka, enda hefur
áritanamálið rekið fleyg á
milli ríkjanna sem vilja
ganga sem styst og svo aftur
hinna, sem hafa frá upphafi
leitast við að stíga þau skref
sem hugsanlega gætu fært
Úkraínu sigur.
Þær aðgerðir sem Finnar
og Eistar hafa gripið til eru
til þess fallnar að auka þrýst-
inginn á Rússland, en hætt
er við að þær muni hrökkva
skammt á meðan önnur ríki
ESB telja sig hafa ávinning
af því að fá viðskipti rúss-
neskra ferðamanna.
Eiga Rússar að
geta skroppið í
innkaupaferðir
til Evrópu?}
Götóttar
refsiaðgerðir
B
orgarstjórinn í Reykjavík, sem
Framsóknarflokkurinn tryggði
aftur í sinn stól að loknum síð-
ustu kosningum, lofaði yngstu
borgarbúunum leikskólaplássi
við 12 mánaða aldur í aðdraganda kosninga.
Þetta hefur hann reyndar gert áður en aldrei
staðið við loforðið. Kjósendur áttuðu sig á því
og kusu breytingar í borginni – nokkuð sem
Framsóknarflokkurinn lofaði að gera og upp-
skar mikinn kosningasigur. En gamli vinnu-
staður nýs oddvita Framsóknarflokksins var
varla búinn að lesa lokatölur kosninganna
þegar oddvitinn snerist á hæli, gaf skít í boð-
aðar breytingar og gerði Dag B. Eggertsson
aftur að borgarstjóra og sjálfan sig að enn
einu varadekki þess manns.
En nú er svo komið að foreldrar barna í
Reykjavík eru komnir með nóg. Það dugði ekki að tryggja
öðrum flokkum kosningasigur, fólk sat aftur uppi með
Samfylkinguna og Dag og því eru foreldrarnir mættir í
Ráðhúsið að mótmæla stöðunni.
Þessar mæður og feður komast ekki til vinnu því börnin
þeirra fá ekki daggæsluna sem þau eiga rétt á hjá borg-
inni. Þessir foreldrar komast ekki til þess að skapa verð-
mæti fyrir íslenskt samfélag, leggja til samneyslunnar og
haga sínum degi eins og þau helst kjósa með tilliti til þess
hvað þau telja best fyrir sína fjölskyldu. Aftur er vegið að
frelsi fólks hér á landi, í boði Framsóknarflokks og gamla
meirihlutans. Jafnréttið á einnig undir högg að sækja
vegna þessarar stöðu en í mörgum tilfellum eru
mæður heima með börnin löngu eftir að fæðing-
arorlofi sleppir með augljósum áhrifum á þátt-
töku þeirra í atvinnulífinu. Eru þetta kannski
breytingarnar sem Framsóknarflokkurinn boð-
aði – afturför í jafnréttismálum?
Einar Þorsteinsson virðist týndur í nýju starfi
því aðspurður á mótmælum foreldranna hvort
staðan væri boðleg, sagði hann svo vissulega ekki
vera – en hafði engar lausnir, enga breytingatil-
lögu eða til dæmis nægan dug til að setja saman
annan meirihluta sem væri líklegur til verka.
Borgarstjórinn hafði það að segja við örvænt-
ingarfulla foreldrana að það væri „gaman að sjá
fólk í Ráðhúsinu“ – er til maður í minni tengslum
við raunveruleika venjulegs fólks?
Svo skal ekki gleyma því að Alexandra Briem,
borgarfulltrúi Pírata, hafði þetta að segja um
leikskólamálin í aðdraganda kosninganna á Twitter, af
sinni alkunnu hógværð: „Ok, fyndið. Var Sjálfstæðisflokk-
urinn virkilega að kynna það sem kosningaáherslu sína að
bjóða börnum frá 12 mánaða aldri leikskólapláss? Þegar
það er nýbúið að tilkynna að með þeim plássum sem klár-
ast á árinu, þá verði öllum börnum boðið pláss frá 12 mán-
aða aldri nú í haust? … Vá, segi ég nú bara. Þetta er ein-
hvers konar met í óheiðarleika og tækifærismennsku.“
Það blasir hins vegar við hver á metið og það er á kostn-
að borgarbúa. bergthorola@althingi.is
Bergþór
Ólason
Pistill
Leikskólabörn og pólitísk óheilindi
Höfundur er þingflokksformaður Miðflokksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BRENNIDEPILL
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Þ
ýsk stjórnvöld fyrirhuga að
fresta fyrri ákvörðun um að
loka öllum kjarnorkuverum
í landinu í von um að halda
ljósum og hita á heimilum landsins í
vetur. Rússar hafa sem kunnugt er
nánast skrúfað fyrir allan gasútflutn-
ing sinn til Þýskalands og margir
ganga út frá því að þeir muni loka al-
gerlega fyrir gasið í vetur þegar verst
stendur. Með því vilja þeir knýja
Þjóðverja til þess að falla frá refsiað-
gerðum vegna Úkraínustríðsins og
rjúfa þannig samstöðu Vesturlanda,
sem kann að vera veikari en hún sýn-
ist. Þar er Þýskaland vafalaust veik-
asti hlekkurinn, enda gerði landið sig
ákaflega háð rússnesku jarðefnaelds-
neyti um leiðslur að austan og á
óhægt með að flytja inn sambærilega
orkugjafa til notkunar inn á lands-
kerfið í bráð. Orkuskorturinn er þeg-
ar tekinn að sverfa verulega að, bæði
á heimilum en þó ekki síður í iðnaði
og öðru atvinnulífi. Það hefur mikil
áhrif á efnahagslífið, sem til þessa
hefur verið hið öflugasta á megin-
landi Evrópu.
Nýverið sögðu Norðmenn að
þeir yrðu ekki frekar aflögufærir í
vetur, þrátt fyrir að gasframleiðslan
þar hefði verið aukin um 10% frá því
Úkraínustríðið hófst.
Þessar ráðagerðir um kjarn-
orkuverin koma ekki upp úr engu,
þrýstingur um þær hefur aukist jafnt
og þétt að undanförnu en allnokkrar
vikur eru síðan embættismenn og eft-
irlitsstofnanir létu uppskátt um að
ekkert væri því til fyrirstöðu að halda
kjarnorkuverunum opnum og kynda
að nýju þau, sem þegar hefur verið
lokað. Þau uppfylltu áfram öll örygg-
isskilyrði.
Bráðræði Merkel
Angela Merkel, fyrrverandi
Þýskalandskanslari, hét því að loka
öllum kjarnorkuverum landsins eftir
slysið í Fukushima-orkuverinu í Jap-
an árið 2011.
Ýmsum þótti það bráðræði að
taka slíka stórákvörðun nánast upp á
eindæmi kanslarans og án þess að
leiða hugann að mögulegum afleið-
ingum. Urðu þó ýmsir til þess að vara
við því að landið yrði Rússlandi háð
um orku, þó aðallega kæmu ábend-
ingar um það frá öðrum Vestur-
löndum.
Í Berlín var því öllu vísað á bug
og jafnvel hent gaman að slíkum
kaldastríðshugsunarhætti, sem ekki
mætti undir neinum kringumstæðum
trufla þýska viðskiptahagsmuni. Upp
á síðkastið hafa menn þó staldrað
meira við hagsmunagæslu ýmissa
þýskra stjórnmálamanna, sem hafa
verið á mála hjá Rússum. Þar hafa
spjótin einkum staðið á sósíaldemó-
kratanum Gerhard Schröder, fv.
kanslara, sem sumum þykir nánast
landráðamaður, en hann er langt í frá
sá eini. Trú Þjóðverja á stjórn-
málastéttina hefur veikst mikið eftir
því sem betur hefur komið í ljós
hvernig landið var ofurselt rúss-
neskri orku án þess að nokkur virtist
gefa þjóðaröryggi Þýskaland minnsta
gaum.
Þá voru kjarnorkuverin ekki
óumdeild fyrir. Græningjar hafa tals-
verð áhrif í Þýskalandi, þó þeir hafi
raunar sumir verið að snúast í af-
stöðu sinni til kjarnorku, sem er
„hreinni“ orkugjafi með tillliti
til loftslagsáhrifa en jarðefna-
eldsneyti.
Búið er að loka nokkrum
kjarnorkuverum en þrjú þeirra
eru enn starfrækt og stóð til
að loka þeim í lok þessa
árs. Þau framleiða nú
um 6% rafmagns í
Þýskalandi og munar
um minna. En betur
má ef duga skal.
Þjóðverjar fara í
kjarnorkugírinn
Hagfræðingar telja efnahags-
samdrátt í Þýskalandi óhjá-
kvæmilegan, en orkukreppan
hefur nú ekki aðeins dregið
mátt úr atvinnulífinu, heldur
einnig landsmönnum og vænt-
ingum þeirra. Það kemur skýrt
fram í mánaðarlegri könnun
meðal forystumanna í fjár-
mála- og atvinnulífi. Miklir hit-
ar og þurrkar í Þýskalandi hafa
ekki heldur aukið bjartsýni, en
Rín er orðin svo vatnslítil að
flutningar eftir henni hafa
raskast. Er talið að lands-
framleiðslan muni dragast
saman næstu þrjá ársfjórð-
unga hið minnsta. Olaf
Scholz Þýskalandskanslari
hefur heitið aukinni fé-
lagslegri aðstoð til þess að
lina kreppuna fyrir þá
sem veikast standa
en hann hefur fá ef
nokkur ráð til þess
að koma í veg fyr-
ir hana.
Kreppa óhjá-
kvæmileg
ÞÝSKALAND
Olaf Scholz
AFP/Christof Stache
Þýskaland Kæliturninn í Isar-kjarnorkuverinu í Essenbach nærri Landshut
í Bæjaralandi speglast í ánni Isar, en upp liðast vatnsgufa úr hverflunum.