Morgunblaðið - 17.08.2022, Side 15
MINNINGAR 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2022
✝
Óli Theódór
Hermannsson
matreiðslumeistari
fæddist á Látrum í
Aðalvík 24. júní
1943. Hann lést 8.
ágúst 2022 á Land-
spítalanum, Foss-
vogi.
Foreldrar hans
voru Sigurlaug
Herdís Friðriks-
dóttir frá Látrum í
Aðalvík, f. 14. ágúst 1909, d. 20.
ágúst 1989, og Hermann Árna-
son frá Leiru í Grunnavík-
urhreppi, f. 21. nóvember 1905,
d. 10. júlí 1989.
Systkini Óla eru: Árni Stefán
Helgi, f. 1929, d. 2013, Friðrik
Svavar, f. 1931, Þórunn Herborg,
f. 1932, Þorgerður Kristín, f.
1934, d. 2015, Gunnar Jóhann, f.
1935, Jónína Margrét, f. 1937,
Guðný Eygló, f. 1941, Ingi Karl,
f. 1944, Bárður Gísli, f. 1946,
Ingibjörg Steinunn, f. 1948, og
Heiðar, f. 1951.
Óli kvæntist 28. febrúar 1971
Guðríði Hannibalsdóttur frá
Hanhóli Bolungarvík, f. 3. mars
1938, d. 9. október 2009. For-
eldrar hennar voru Þorsteina
Kristjana Jónsdóttir frá Birnu-
dóttur, f. 27. febrúar 1973.
Þeirra börn eru: a) Þórdís Arna,
f. 23. febrúar 1996, b) Olgeir Þór,
f. 23. júlí 2002, í sambúð með Sig-
ríði Viktoríu Líndal. Þau eiga
einn son. c) Eyþór Ingi, f. 26.
september 2007. 3) Hrund Ýr, f.
12. ágúst 1976, gift Sigurði Árna
Magnússyni, f. 9. febrúar 1977.
Þeirra börn eru a) Unnur Ýr, f.
26. júlí 2008, b) Árni Theódór, f.
23. desember 2010.
Óli bjó á Látrum í Aðalvík til
fimm ára aldurs. Þá flutti hann
með fjölskyldu sinni í Hnífsdal,
þar sem hann bjó til 14 ára ald-
urs. Hann flutti þá til Keflavíkur
til móðursystur sinnar og lauk
þar gagnfræðaskóla og vann sem
hjólasendill sér til framfærslu.
Hann vann ýmis störf til sjós og
lands, m.a. sem messagutti á
Gullfossi, á síld á Siglufirði og í
Kassagerðinni. Óli lauk sveins-
prófi í matreiðslu 21. apríl 1970
frá Hressingarskálanum og
meistaraprófi frá Hótel Borg 3.
febrúar 1974.
Óli og Guðríður bjuggu mest-
an sinn búskap í Mosfellsbæ. Óli
rak félagsheimilið Hlégarð og
veitingastaðinn Áningu þar í bæ.
Hann starfaði við sína iðngrein
til starfsloka, síðast í Fjölskyldu-
og húsdýragarðinum. Óli var
lengi virkur í Kiwanisklúbbnum
Geysi og Skógræktarfélagi Mos-
fellsbæjar.
Útför Óla fer fram frá Lang-
holtskirkju í dag, 17. ágúst 2022,
klukkan 13.
stöðum Laugardal,
f. 16. nóvember
1914, d. 27. nóv-
ember 2004, og
Hannibal Jóhannes
Guðmundsson frá
Bolungarvík, f. 24.
apríl 1907, d. 9. des-
ember 1984. Guð-
ríður átti áður son-
inn Gunnar Þór
Hilmarsson, f. 9.
september 1963.
Sonur hans og Jóhönnu Jóhanns-
dóttur, f. 7. júlí 1961, er a) Frosti
Örn, f. 29. desember 1986, kvænt-
ur Erlu Hlín Hilmarsdóttur, þau
eiga tvo syni. Gunnar er kvæntur
Brendu Sjoberg, f. 13. ágúst
1959. Þeirra synir eru: b) Uggi, f.
30. desember 1991, í sambúð með
Lykke Buus Kastrup, c) Loki, f.
23. ágúst 1994, í sambúð með
Emilie Skoffer. Börn Óla og Guð-
ríðar: 1) Ágústa, f. 4. janúar 1971,
í sambúð með Páli Bryngeirssyni,
f. 11. september 1978. Þeirra syn-
ir eru: a) Huginn Óli, f. 8. febrúar
1999, hann á tvo syni með Kam-
illu Knudsen Pedersen, b) Goði
Páll, f. 18. febrúar 2003, c) Ágúst
Freyr, f. 18. september 2006. 2)
Bjarkar Þór, f. 29. febrúar 1972,
kvæntur Olgu Hrönn Olgeirs-
Með þakklæti og sorg í hjarta
kveð ég tengdapabba.
Þvílíkur karakter sem hann
var. Þegar ég loka augunum sé ég
hann fyrir mér brosandi og ég
heyri hann skella upp úr segjandi
einhver vel valin orð. Sá kunni að
komast að orði. Óli ritskoðaði
sjaldnast hugsanir sínar áður en
hann færði þær í orð heldur fengu
þær byr undir báða vængi og
sumar hverjar næstum eilíft líf.
Fyrir vikið kom hann okkur svo
oft til að hlæja. Eftir sitja einmitt
minningar sem vekja bæði gleði
og hlátur en þannig mildast sorg-
in og þakklæti fyrir það liðna vex.
Að minnast Óla er erfitt án þess
að geta Gurrýjar um leið. Mikið
sem ég var heppin að eignast þau
fyrir tengdaforeldra og börnin
mín að eiga þau fyrir ömmu og
afa. Ég hef oft í gegnum tíðina
þakkað fyrir að hafa fengið akk-
úrat þau í líf mitt. Óli og Gurrý
sem komu til dyranna eins og þau
voru klædd, harðdugleg með risa-
stórt hjarta. Óla og Gurrý er hægt
að taka sér til fyrirmyndar fyrir
svo margt en ekki síst fyrir að þau
voru manneskjur sem gátu alltaf
gefið af sér, voru fjölskyldu- og
vinarækin og kunnu að gleðjast.
Gvendargeislinn verður af-
skaplega tómlegur án Óla sem
hefur verið svo stór hluti af dag-
legu lífi okkar Bjarkars og
barnanna til margra ára. Það hef-
ur alltaf verið auðvelt að gera
tengdapabba til geðs, ekki síst
þegar kom að því að kalla á hann í
kvöldmat. Ég er viss um að hann
hefur oft hrist höfuðið yfir metn-
aðarleysi og ófrumleika í matar-
gerðinni á efri hæðinni en aldrei
lét hann á því bera heldur fengum
við ekki að finna neitt annað frá
honum en þakklæti.
Guð blessi minningu bæði Óla
og Gurrýjar. Ég er viss um að þau
eru þegar búin að taka dansinn
saman í Sumarlandinu og munu
líta eftir okkur hinum þangað til
við hittumst aftur.
Hjartans þakkir fyrir dýrmæta
samveru.
Þín tengdadóttir,
Olga.
Nú er því miður komið að því að
kveðja einstakan mann.
Elsku Óli frændi, við erum svo
lánsöm að hafa átt þig að, það er
óendanlega sárt að kveðja þig.
Það er erfitt að finna réttu orð-
in til að lýsa því hve mikilvægur
hluti af lífi okkar þú varst alla tíð,
en þó einkum í uppvextinum, í
raun varstu verndarengill okkar.
Þú varst svo ekta, aldrei neitt að
draga dul á skoðanir þínar, oft
svolítið hávær og á stundum dálít-
ið orðljótur, en alltaf einstakt góð-
menni, með hús og hjartarými til
að deila.
Þegar þú hlóst þá hlóstu hátt
og innilega og það fór ekki á milli
mála að þér var skemmt, það átti
líka við um þegar þér þótti eitt-
hvað óviðunandi, þá heyrðust
mótmælin vel. Þú stóðst með þín-
um og reyndist fólkinu þínu afar
vel, dyrnar stóðu ávallt opnar,
gestir velkomnir í styttri eða svo-
lítið lengri stopp, þú áttir alltaf
kaffi á könnunni og gjarnan eitt-
hvað að bíta í með, enginn fór
svangur úr heimsókn til þín.
Lífsgleði þín, þrautseigja og
húmor munu alltaf fylgja okkur.
Við vitum fyrir víst að við missum
aldrei alveg fólkið sem við elskum,
jafnvel ekki í dauðanum. Ást
þeirra skilur eftir sig óafmáanleg
spor í hjörtum okkar og minning
þeirra lifir eins lengi og við lifum.
Í minningum okkar býrð þú núna,
elsku besti Óli frændi, og verður
þar alla tíð.
Takk fyrir samfylgdina.
Birna, Grímur, Eva
Rós, Silfá, Herdís
og Elísabet.
Hvað er svo glatt sem góðra
vina fundur, var það fyrsta sem
mér datt í hug þegar ég hvarf á vit
minninga er mér barst andláts-
fregn um að hann Óli, svili minn,
væri farinn á fund feðra vorra.
Það er nefnilega fátt betra en að
eiga fund með góðum vinum og
það var hann Óli svo sannarlega.
Alltaf var glatt á hjalla þar sem
Óli var. Hann var selskapsmaður
af Guðs náð og naut þess að vera í
félagskap með öðrum. Við hin
sóttumst eftir að vera í návist
hans, umvafin glettni og gleði og
góðum veitingum, enda lét kokk-
urinn ekki sitt eftir liggja þegar
matur var annars vegar. Óli var
Vestfirðingur í húð og hár og bar
sterkar taugar til Vestfjarða og
æskuslóðanna að Látrum í Aðal-
vík. Þegar hann féll frá var hann
einmitt að undirbúa vesturför.
Hann ætlaði að dvelja með systk-
inum sínum í fáeina daga í Djúp-
inu og kannski kíkja á ber og aðr-
ar nytjajurtir en varð fyrir því
óhappi að lærbrotna. Fáeinum
dögum síðar kom kallið. Óli hafði
þó komið með okkur vestur fyrr í
sumar og við átt góðar stundir
með honum, m.a. á afmælinu hans
þar sem við forum út að borða í
Neðstakaupsstað og í eftirpartý
hjá Inga Karli bróður hans. Það
voru miklir kærleikar á milli
heimlisfólksins á Hanhóli og Óla,
sem hafði kvænst elstu systurinni
á Hanhóli, Guðríði. Ekki leið vika
án þess að Óli hringdi til að spjalla
og öll sumur sótti hann okkur
heim. Segja má að hann hafi verið
límið í fjölskyldunni, alltaf að
stefna fólki saman og efna til
mannfagnaða. Hann var höfðingi
heim að sækja og heimili hans og
þeirra hjóna stóð ávallt opið fyrir
gestum og gangandi, enda hjónin
vinmörg. Þau voru samhent,
greiðvikin, fjölskyldurækin og
nutu lífsins ævintýra, stórra og
smárra. Ferðuðust víða um landið
sitt og heiminn og bjuggu tvisar
erlendis um skeið, m.a. í Noregi
þar sem ég heimsótti þau er Gurrí
greindist með sjúkdóm sinn. Það
var mikil sorg er Óli missti Gurrí
sína frá sér eftir margra ára bar-
áttu við krabbamein, sem hún
hafði tekist á við af æðruleysi og
þrautseigju, en aldrei rofnuðu
tengslin við tengdafjölskylduna.
Við minnumst hugulseminnar og
hlýjunnar sem fylgdi jólagjafa-
sendingum til okkar. Þá kom hann
gjarnan með bakkelsi og smákök-
ur sem Óli hafði bakað og send-
ingin yljaði heimilisfólkinu um
hjartarætur. Í henni fólst hinn
sanni jólaandi, kærleikurinn. Í
sumar kom hann einnig á Hanhól
og sólskinið ljómaði um bæinn,
eins og eitt uppáhaldssönglagið
okkar sagði, klyfjaður af bakkelsi
og nutum við þess í marga daga.
Við vorum engan veginn búin
undir það að hann Óli væri á för-
um. Að kokkurinn hætti að sækja
okkur heim, hringja, spjalla, segja
fréttir og reka upp fáein hlátra-
sköll. Söknuðurinn er mikill en
einnig þakklætið fyrir að hafa ver-
ið samferðamaður hans um stund.
Elsku Gunnar, Ágústa, Bjarkar
og Hrund, makar, börn, barna-
börn og aðrir ástvinir, mínar
dýpstu samúðarkveðjur til ykkar.
Guðrún Stella Giss-
urardóttir, Hanhóli.
Okkur langar í fáeinum orðum
að minnast Óla, tengdaföður Olgu
systur okkar. Kynni okkar af hon-
um spanna hátt í þrjá áratugi. Frá
fyrstu stundu var okkur mætt af
hlýju, gleði, kærleika og vináttu.
Hann var mjög fjölskyldurækinn,
sýndi öllu samferðafólki sínu ein-
lægan áhuga og fylgdist vel með
því sem fólk tók sér fyrir hendur.
Heimili þeirra hjóna stóð okkur
ávallt opið og þar fengum við
kennslu í að taka slátur, sulta,
prjóna o.fl. Óli lá ekki á skoðunum
sínum og lá hátt rómur og hlát-
urinn hár og smitandi. Hann sagði
oft frá æsku sinni fyrir vestan og
greinilegt var að sú æska var ekki
alltaf auðveld en lánsamur var
hann með hana Gurrý sína og
stóran og samheldinn systkina-
hóp. Við vorum lánsöm að fá að
ferðast með honum vestur í Að-
alvík á æskuslóðirnar og dvelja
þar í viku. Þar naut hann sín og
stússaði í kringum okkur eins og
honum einum var lagið, enda mik-
ill matgæðingur.
Fjársjóður Óla lá í börnum
hans, tengdabörnum, barnabörn-
um og barnabarnabörnum sem
hann var óendanlega stoltur af.
Við þökkum Óla fyrir sam-
fylgdina og vináttuna í gegnum
árin og vottum fjölskyldu hans
okkar dýpstu samúð. Blessuð sé
minning um góðan mann.
Guðmundur
Jóhann, Bína,
Þórhildur, Gyða
og fjölskyldur.
Lífshlaup móðurbróður míns
Óla Hermanns er á enda, lífs-
klukkan hans hefur stöðvast og nú
skilur leiðir um sinn.
Við Óli frændi vorum vinir,
nokkur ár skildu okkur að, og ég á
margar fallegar og skemmtilegar
minningar og minningabrot frá
samverustundum með honum í
gegnum árin. Af mörgu er að taka
en hér skal fátt eitt nefnt.
Ég minnist með mikilli ánægju
dúkkulísuleiks sem við Óli fórum í
í eldhúsinu heima í Álfheimum
fyrir margt löngu þegar mamma
þurfti að bregða sér eitthvað frá.
Þá voru dúkkulísurnar teknar
fram og með þeim spunnum við
upp og lékum heilu leikritin og
þættina þar sem þær voru að
sjálfsögðu í aðalhlutverkunum.
Ég minnist einnig ógleyman-
legrar réttarferðar og smala-
mennsku sem ég fór með þeim
bræðrum Óla og Heiðari í Heydal.
Þar var nú aldeilis líf og fjör þar
sem Óli var í aðalhlutverki, lék við
hvern sinn fingur og var í essinu
sínu eins og alltaf.
Á árum áður hjálpaði ég Óla og
Gurrý stundum um helgar í Án-
ingu í Mosfellsbæ. Þar kenndi Óli
mér eitt og annað í matseld, meðal
annars réttu handtökin í ham-
borgarasteikingu. Sú reynsla kom
að sjálfsögðu að góðum notum síð-
ar á lífsleiðinni eins og margt ann-
að sem Óli kenndi mér þótt svo ég
sé nú ekki þekkt fyrir slíka mat-
reiðslu nú seinni árin – en það er
önnur saga. Ég minnist enn gleð-
innar sem ríkti á þeim vinnustað,
alltaf kátína og fjör.
Seinni árin höfum við Óli svo
margoft hist á Gran Canaria en
þar dvaldi hann oftar en ekki með
systrum sínum, mömmu Dódó og
Guðnýju. Allar hafa þær stundir
verið gleðilegar og ánægjulegar
líkt og sumarbústaðaferðirnar
þeirra. Þar hittumst við oftar en
ekki, þar var alltaf glatt á hjalla og
allir nutu góðra samverustunda
við spil, spjall og prjónaskap.
Óli frændi gekk ekki alltaf heill
til skógar, oftar en ekki glímdi
hann við heilsuleysi en nú er því
stríði lokið. Upp úr stendur hins
vegar hversu mikinn styrk Óli
sýndi alltaf í sínum veikindum.
Aldrei barmaði hann sér, tók öll-
um áföllum með mikilli þraut-
seigju, bjartsýni, jákvæðni og fá-
dæma lífsgleði og lífsvilja sem er
til mikillar eftirbreytni.
Að leiðarlokum vil ég þakka
Óla mínum samfylgdina sem og
fyrir allar samveru- og fjölskyldu-
stundir sem við höfum átt og ég
veit að Gurrý tekur á móti honum
með útbreiddan faðminn í sumar-
landinu.
Við Kalli sendum Ágústu,
Bjarkari, Hrund, Gunnari og fjöl-
skyldum þeirra okkar innilegustu
samúðarkveðjur með þakklæti
fyrir allt og allt.
Minningin um góðan mann, Óla
frænda, lifir í hjörtum okkar allra.
Svanhildur
Davíðsdóttir –
Hildur frænka.
Óli Theódór
Hermannsson ✝
Einar Pálsson
fæddist á
Ekkjufelli í Fell-
um 26. desember
1943. Hann lést á
heimili sínu 19.
mars 2022. Hann
ólst upp á Aðalbóli
í Hrafnkelsdal.
Foreldrar hans
voru Ingunn Ein-
arsdóttir frá
Fjallsseli og Páll
Gíslason frá Skógargerði.
Einar giftist 5. maí 1977
Ragnhildi I. Benediktsdóttur.
Börn þeirra eru: Ingunn
Bylgja, f. 13.10. 1979, Hrafnd-
ís Bára, f. 18.7. 1983, Hafrún
Brynja, f. 29.8.
1984, og Húni
Hlér, f. 21.6. 1991.
Einar var sjó-
maður framan af
ævi, gerist svo
bóndi og bjó fyrst
á Aðalbóli en
lengst af á Arn-
órsstöðum á Jök-
uldal. Síðustu
starfsár sín vann
hann sem bílstjóri
auk almennrar verkamanna-
vinnu. Þá voru þau hjón flutt
til Egilsstaða. Seinna fluttu
þau til Akureyrar þar sem
Einar lést á heimili sínu 19.
mars 2022.
Minningarljóð
Eftir strangan erilsaman dag
innir hugur svars við margri spurn,
nóttin bíður, þreytt er hönd og þvöl,
aftanbjarmi roðar skýjarönd
rósum slær um blámans hvel;
brátt er allt sem okkur fyrr var kært
efa slegið, horfið, týnt og gleymt,
senn að baki langt og skrautlegt líf,
tíminn vorum dáðum eyðir út,
iðjar hljótt hans mulningsvél;
við sem gátum önn og andbyr deilt
inn við dalsins móa, holt og lind,
nutum lífsins, supum sæta veig,
ungir menn með ráð í hverri raun,
rammt var þó vort hanastél;
mér svo stefnir allt í sömu átt,
inn á skuggans duldu vonarslóð,
nær við sjáumst nótt af himni fer,
nóg er kveðið – farðu vel.
Ragnar Ingi
Aðalsteinsson
frá Vaðbrekku.
Einar Pálsson
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÞORVALDUR SIGURJÓN HELGASON,
Hraunbraut 2,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð
föstudaginn 29. júlí. Útför hans fer fram frá
Kópavogskirkju föstudaginn 19. ágúst klukkan 15.
Helga Ingvarsdóttir
Bjarni Þór Þorvaldsson
Ingvar S. Þorvaldsson Anna María Bjarnadóttir
Helgi B. Þorvaldsson Elín H. Ragnarsdóttir
Rúnar Sólberg Þorvaldsson Helga J. Karlsdóttir
Valdimar T. Þorvaldsson Adrian Estorgio
Sólveig Þ. Þorvaldsdóttir Reynir Þór Valgarðsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og systir,
HALLA BJARNADÓTTIR,
Víkurbraut 30,
Höfn,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði
sunnudaginn 14. ágúst.
Útförin verður frá Hafnarkirkju laugardaginn
20. ágúst klukkan 13.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð
Skjólgarðs.
Lucia Óskarsdóttir Sigurður Þ. Karlsson
Birna Óskarsdóttir Kristján Snæbjörnsson
barnabörn, barnabarnabarn, systkini
og fjölskyldur hinnar látnu
Sonur minn,
JÓN KJARTANSSON,
lést á sjúkrastofnun í Sviss mánudaginn 15. ágúst.
Fyrir hönd aðstandenda,
Þorbjörg Pétursdóttir
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í
öðrum miðlum nema að fengnu samþykki.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Minningargreinar