Morgunblaðið - 17.08.2022, Side 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2022
✝
Jón Már Guð-
mundsson
fæddist á Hvoli,
Innri-Njarðvík, 16.
ágúst 1943. Hann
lést á hjúkrunar-
heimilinu Skjóli 5.
ágúst 2022.
Foreldrar hans
voru Guðmundur
Alfreð Finn-
bogason frá Tjarn-
arkoti, Innri-Njarð-
vík, f. 8.11. 1912, d. 19.4. 1987,
og Guðlaug Ingveldur Berg-
þórsdóttir frá Suðurgarði í
Vestmannaeyjum, f. 18.11. 1908,
d. 4.4. 1985. Systkini Jóns:
Karvelsdótttir sjúkraliði, f.
15.11. 1942. Börn þeirra:
1) Karvel Aðalsteinn, f. 19.8.
1977. Eiginkona: Rhea-Mee Gilza
Panadero, f. 21.7. 1980. Börn:
Hjördís Silja, f. 23.6. 2004, Áróra
Svala Panadero, f. 28.2. 2017. 2)
Guðlaug Stella, f. 30.1. 1980,
sambýlismaður Ólafur Odd-
björnsson, f. 31.3. 1980. Börn:
Sóley Lóa, f. 26.8. 2017, Álfrún
Mjöll, f. 24.10. 2021. 3) Finnbogi
Þorkell, f. 29.12. 1981 Barn:
Heiður Ísafold, f. 10.11. 2011.
Jón ólst upp á Hvoli í Innri-
Njarðvík á heimili foreldra
sinna. Hann var í sveit sem
drengur á Bessastöðum og í
Borgarfirði og fór svo ungur til
sjós og vinnu. Hann stundaði
nám í Flensborg en lauk fiski-
mannaprófi frá Stýrimannaskól-
anum í Reykjavík árið 1967 og
farmannaprófi frá sama skóla
1968. Árið 2006 lauk hann svo
stúdentsprófi frá öldungadeild
MH.
Um árabil var hann stýrimað-
ur á millilandaskipum/far-
skipum hjá SÍS, Eimskip og fleiri
skipafélögum. Hann lauk einnig
námi í útgerðartækni við Tækni-
skóla Íslands 1979 á milli þess
sem hann var í siglingum, vinnu í
landi eða á sjó.
Árið 1982 gerðist hann kaup-
maður í versluninni Öldunni í
Reykjavík og árið 1984 tók hann
við rekstri verslunarinnar Arn-
arhrauns í Hafnarfirði sem hann
rak fram til ársins 1998. Jón bjó
mestallan sinn tíma í Hafnarfirði
og Reykjavík.
Síðastliðin ár hafði heilsu
hans hrakað og dvaldist hann á
hjúkrunarheimilinu Skjóli frá
árinu 2017.
Útför hans fer fram frá Njarð-
víkurkirkju í dag, 17. ágúst 2022,
og hefst athöfnin klukkan 13.
Óskírður drengur,
f. 22.11. 1933, d.
27.3. 1934, Guð-
björg Edda, f. 20.1.
1936, d. 24.5. 2019,
Finnbogi Geir, f.
4.10. 1937, Laufey
Ósk Guðmunds-
dóttir, f. 10.9. 1940,
d. 30.10. 2019, Jón
Björgvin Guð-
mundsson, f. 16.12.
1941, d. 27.4. 1942.
Eiginkona Jóns er Julieta
Birao Arante, f. 19.12. 1959.
Sonur hennar er Juno John Ar-
ante f. 5.6. 2000. Fyrrverandi
sambýliskona Jóns er Hjördís
Elsku pabbi.
Þá er kallið komið en ég veit
að þú ert með systrum þínum og
afa og ömmu þar sem það er
örugglega glatt á hjalla. Það rifj-
ast upp ótal minningar og þá
fyrst frá Háaleitisbrautinni í
kringum árið 1981 en ekki síst
frá ferðalögunum í gamla daga
þegar við fjölskyldan ásamt
Stellu og Boga fórum hringinn í
kringum landið – og fleiri eft-
irminnilegar ferðir. Ávallt var
Vegahandbókin við hönd og oft-
ar en ekki harmónikkutónlist í
bílnum og auðvitað var farið í
sund. Þá var svo eftirminnilegt
þegar við horfðum á HM í hand-
bolta og fótbolta, fylgdumst með
öllum fréttum og skemmtum
okkur yfir Spaugstofunni. Marg-
ar minningar eru úr Arnar-
hrauni, sem var eins og okkar
annað heimili í fjórtán ár. Þá
lagðir þú svo mikla áherslu á við
okkur systkinin að sinna námi
okkar af metnaði enda varstu
einstaklega metnaðarfullur
námsmaður sjálfur og fróðleiks-
fús. Þú hlýddir okkur gjarnan
yfir fyrir próf og hættir ekki fyrr
en allt var á hreinu. Þú varst líka
svo trúaður og kenndir okkur
bænirnar. Með þessu öllu gafstu
okkur veganesti sem við búum
að alla tíð. Þú hafðir líka yndi af
góðum söng og tónlist og gaman
var að taka lagið saman.
Síðustu árin fór aðeins að gefa
á bátinn en þú fylgdist þó alltaf
með eins og hægt var.
Undanfarin misseri spjölluð-
um við gjarnan um gömlu dag-
ana og eitt og annað sem þú
hafðir gaman af að rifja upp og
hlæja að. Stutt er síðan við rifj-
uðum upp og ég skrásetti þær
borgir og lönd sem þú sigldir til
meðan þú varst í siglingunum.
Við hlustuðum líka á harmón-
ikkutónlist í bílnum og það var
svo gaman að sjá hvað það
gladdi þig og þú raulaðir með.
Þá færðist ávallt bros yfir þig
þegar þú hittir afastelpurnar
þínar.
Elsku pabbi minn.
Söknuðurinn er mikill. Ég
mun aldrei gleyma þér og ég
veit að þú verður ávallt með okk-
ur. Minningarnar um þig eru
óteljandi og þær verða sannar-
lega vel varðveittar.
Ljósin á ströndu skína skær
skipið það færist nær og nær
og þessi sjóferð endi fær.
Ég búinn er að puða og púla
pokann að hífa og dekkin spúla.
Reifur ég stend í stafni hér
strax og að landi komið er
bý ég mig upp og burt ég fer.
Ég fer í fríið. Ég fer í fríið.
Ég fer í fríið. Ég fer í fríið.
Ég fer í fríið. Ég fer í fríið.
(Iðunn Steinsdóttir)
Hvíldu í friði elsku pabbi.
Karvel Aðalsteinn
Jónsson.
Elsku pabbi minn, nú ertu bú-
inn að kveðja okkur. Það rifjast
upp fyrir mér orðalag sem þú
notaðir svo oft þegar einhver
kvaddi sem var búinn að glíma
við þrautir þessa heims: „Hann
var sæll að fá að fara.“
Ég velti þessi orðalagi oft fyr-
ir mér, það er svo mikil fegurð í
því.
Það endurspeglar lífssýnina
sem þú kenndir mér, að það er
einhver staður og einhver mátt-
ur sem er æðri okkur mann-
inum.
Þú kenndir okkur systkinun-
um bænir og hvernig þú gerðir
það er mér svo minnisstætt. Það
var aldrei nein predikun, bara
mýkt og þetta djúpa mannlega
innsæi og skilningur á lífinu sem
ekki er öllum gefinn. Hvað þá að
geta miðlað honum á þennan
einlæga hátt.
Ég man að oftar en einu sinni
þegar við vorum farin í háttinn
útskýrðirðu fyrir mér faðirvorið
og hvað það þýddi. Ég, lítill
strákurinn, vildi hlusta aftur og
aftur. Ég held að ég hafi ekkert
verið að pæla í útskýringunni,
ég vildi bara finna fyrir einlægn-
inni, ástríðunni hjá þér fyrir að
vera pabbi minn, hlýjunni og ör-
ygginu.
Á mínum allra erfiðustu
stundum er það nákvæmlega
þessi lífssýn sem ég hef reynt að
tileinka mér betur. Hún er
stundum eins og líflína þegar
illa gengur. Og hún hefur aldrei
klikkað.
Að venja sig betur á að
treysta mætti okkur æðri eins
og hver og einn skilgreinir hann
virðist á einhver ótrúlegan hátt
gera allt auðveldara.
Og þú bentir mér líka á að
þessi máttur sem við oftast köll-
um Guð gleymir manni aldrei
þótt maður eigi það til að gleyma
honum sjálfur.
Góðu stundirnar okkar rifjast
nú upp sem og skemmtilegt
orðalag sem þú notaðir gjarnan.
„Elsku drengurinn minn, bless-
aður ættarsóminn,“ sagðirðu oft.
Ég man að 7-8 ára spurði ég þig
loksins að því hvað ættarsómi
þýddi!
Þú varst í essinu þínu sem
góður pabbi í útilegunum sem
við fjölskyldan fórum í. Þú áttir
oftast jeppa og við áttum tjald-
vagn. Mér litlum stráknum
fannst þetta svo flott! Svo var
líka gaman þegar Stella og Bogi,
systkini þín, voru með.
En burtséð frá jeppa og tjald-
vagni skynjaði maður ástríðu-
fullan föður sem naut þess að
ferðast með fjölskyldunni! Og
það er það sem situr eftir í minn-
ingunni.
Þau voru líka mörg jólin þar
sem indæll faðir barna sinna
naut sín, rólegur í tíðinni en
samt hnyttinn og skemmtilegur.
Svo eru það auðvitað sundferð-
irnar. Stundum fórstu í laugina
fyrir vinnu, klukkan sjö að
morgni, og svo aftur um kvöldið
þegar ég var að suða í þér að
fara í sund!
Við Heiður dóttir mín og afa-
barnið þitt fórum í göngutúr í
Elliðaárdalnum daginn sem við
fréttum að þú værir farinn og
þegar ég var að lýsa góða indæla
pabba frá því þegar ég var lítill,
þá benti hún mér á að á margan
hátt væri ég að lýsa sjálfum mér.
Mögulega var ég að lýsa öllu því
góða sem ég lærði af þér pabbi
minn.
Þegar ég var orðinn fullorðin
auðnaðist okkur einstaka sinnum
að eiga samtal um hverfulleika
lífsins og þau kenndu mér ekki
síður mikið. Þegar samtölunum
lauk varð þér gjarnan að orði:
„Guð blessi okkur báða Finnbogi
minn, já og auðvitað alla hina
líka.“ Elsku pabbi minn, ég veit
að Guð mun svo sannarlega gera
það.
Takk fyrir allt elsku pabbi!
Finnbogi Þorkell
Jónsson.
Elsku pabbi minn. Sofðu rótt,
ég mun sakna þín.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson)
Guðlaug Stella.
Nú hefur það því miður gerst
að vond frétt til manns berst
Kær vinur er horfinn okkur frá
því lífsklukkan hans hætti að slá
Rita vil ég niður hvað hann var mér
kær
afi minn góði sem guð nú fær
Hann gerði svo mikið, hann gerði svo
margt
og því miður get ég ekki nefnt það allt
Að tala við hann var svo gaman
á þeim stundum sem við eyddum
saman
Hann var svo góður, hann var svo klár
æ, hvað þessi söknuður er svo sár
En eitt er þó víst
og það á við mig ekki síst
að ég sakna hans svo mikið, ég sakna
hans svo sárt
hann var mér góður afi, það er klárt
En alltaf í huga mínum verður hann
afi minn góði sem ég ann
í himnaríki fer hann nú
þar verður hann glaður, það er mín
trú
Því þar getur hann vakað yfir okkur
dag og nótt
svo við getum sofið vært og rótt
hann mun ávallt okkur vernda
vináttu og hlýju mun hann okkur
senda
Elsku afi, guð mun þig geyma
yfir okkur muntu sveima
en eitt vil ég þó að þú vitir nú
minn allra besti afi, það varst þú
(Katrín Ruth Þ.)
Hvíldu í friði elsku afi okkar.
Hördís Silja og
Áróra Svala.
Góður fjölskylduvinur er fall-
inn frá eftir erfið veikindi síð-
ustu ára. Jóni Má kynntist ég
árið 1984 er ég sóttist eftir
kvöld- og helgarvinnu í Versl-
uninni Arnarhrauni, Hafnar-
firði sem hann rak ásamt Hjör-
dísi, þáverandi konu sinni.
Jón var ekki harður hús-
bóndi, hann var glettinn og
glaðsinna og gaman var að
vinna með honum og eftir stutt
kynni treysti hann okkur hjón-
um fyrir bókhaldi og kassaupp-
gjörum verslunarinnar.
Jón og Hjördís eignuðust
þrjú börn, hvert öðru yndis-
legra, og eftir því sem þau
stækkuðu voru þau farin að
hjálpa til í búðinni. Þetta voru
góðir tímar og þarna mynduð-
ust sterk vináttubönd milli fjöl-
skyldna okkar sem styrktust
með hverju árinu sem leið.
Jón var góður maður sem
gott var að tala við, því hann
var bæði greindur og úrræða-
góður. Ég mun minnast hans
sem góðs félaga sem hafði
þannig áhrif á okkur samstarfs-
fólkið að okkur leið vel í kring-
um hann. Hann styrkti sjálfs-
mynd mína með því að sýna
mér traust og vináttu strax í
upphafi kynna okkar.
Jón var góður pabbi
barnanna sinna og var stoltur
af þeim öllum og veit ég að
hann vakir yfir þeim og fjöl-
skyldum þeirra, en Jón eign-
aðist fimm barnabörn.
Elsku hjartans Karvel, Guð-
laug, Finnbogi, Hjördís og Júl-
ía. Við minnumst Jóns með hlý-
hug og blessum minningu hans.
Guð styrki ykkur og blessi.
Hvíl í friði elsku Jón og takk
fyrir allt og allt.
Soffía K.
Kristjánsdóttir.
Jón Már
Guðmundsson
Við kynntumst
Hildi þegar Hauk-
ur og hún fóru að
stinga saman nefj-
um eftir að hafa kynnst í Þórs-
mörk. Okkar fyrstu kynni voru
ansi minnisstæð þar sem við
höfðum tekið að okkur að
„trússa“ fyrir vinahóp þeirra
sem ætlaði að labba Laugaveg-
inn. Seinni daginn kom Hildur
með okkur í bílinn og var með
okkur allan daginn þar sem við
keyrðum inn í Þórsmörk. Hún
heillaði okkur strax með sinni
jákvæðu og skemmtilegu
framkomu. Einnig er minnis-
stæð heimsókn þeirra Hauks
til okkar í Svíþjóð þar sem við
áttum skemmtilegar stundir
saman. Það var sama hvað
Hildur gerði, hún var alltaf
eins og stormsveipur sem lét
hendur standa fram úr ermum
þannig að eftir var tekið. Okk-
ur er minnisstætt þegar dætur
Hildur
Halldórsdóttir
✝
Hildur Hall-
dórsdóttir
fæddist 21. desem-
ber 1968. Hún lést
23. júlí 2022. Útför
hennar fór fram í
kyrrþey.
okkar fóru með
kór að syngja fyrir
vistmenn á Sóltúni
þar sem Hildur
vann. Þar hljóp
hún nánast á milli
vistmanna til að
passa að öllum liði
vel og allir væru
með kaffi og teppi.
Það sást langar
leiðir að vistmenn
voru mjög ánægðir
með hana. Hún hafði svo mikla
þjónustulund að hún var alltaf
komin að hjálpa öllum hvar
sem hún var. Ef það voru
veislur þá var hún alltaf komin
í eldhúsið að hjálpa og hún var
á við þrjá því hún var svo
rösk. Þegar amma Kristín var
komin á hjúkrunarheimili var
Hildur ansi oft þar að hugsa
um ömmu. Það er sárara en
orð fá lýst að hún skuli falla
frá núna þegar þau Haukur
voru nýbúin að gifta sig og
innrétta nýja húsið sitt algjör-
lega eftir Hildar ósk. Hún
hafði einstaka hæfileika í að
skreyta í kringum sig og húsið
þeirra orðið ótrúlega fallegt.
Hildur og Haukur voru á fullu
að skipuleggja brúðkaupsferð
til Bandaríkjanna í haust þeg-
ar þessi hörmulegu tíðindi um
veikindin bárust. Það er að-
dáunarvert hvernig Hildur
tókst á við veikindin með
æðruleysi og húmor. Þótt hún
ætti erfitt með að tjá sig und-
ir lokin var alltaf stutt í húm-
orinn hennar og það komu
ýmis skondin skot á við-
stadda. Hildar verður sárt
saknað enda hrókur alls fagn-
aðar hvar sem hún kom og
var ekkert að liggja á skoð-
unum sínum og óhrædd að
skjóta létt á alla viðstadda.
Við sendum Hauki og Helen
Maríu innilegar samúðar-
kveðjur á þessum erfiðu tím-
um.
Bjarni og
Guðbjörg (Gugga).
Hjartans vinur. Eins og
eldibrandur varstu hrifin á
brott. Maður var ekki fyrr
búinn að heyra að þú værir
alvarlega veik þar til þú varst
dáin. Og þú komst á svip-
uðum hraða inn í líf mitt fyrir
mörgum árum. „Ertu ekki
dóttir hennar Gerðar?“ Sindr-
andi bláu augun hennar
horfðu ákveðin á mig. Konan
á bensínstöðinni. Það var
Hildur og frá þeirri stundu
urðum við vinir fyrir lífstíð.
Skemmtileg, hávær og rösk
til allra verka en fyrst og
fremst stafaði af henni hlýjan
og góðvildin. Traust, gjafmild
og fyndin. Og við áttum ófá
hlátursköstin. Góðar minning-
ar.
Ég gat aldrei skilið al-
mennilega vinnuhraðann
hennar. Hún var eldfljót. Og
einu sinni sem oftar kom hún
við heima í Bæjarási eftir
vinnu í kaffibolla áður en hún
færi heim og ég var þar að
brytja rabarbara. Hún brosir
og spyr hvort hún eigi ekki að
hjálpa mér og áður en mér
tókst að stynja upp jáinu var
hún búin að ýta mér frá, ná af
mér hnífnum og brytja allan
rabarbarann. Ég hef oft reynt
að ná þessari kung fu-sveiflu
en aldrei tekist.
Hún var svo dásamleg
manneskja. Hún var minn
klettur þegar ég þurfti á styrk
að halda og bar mig uppi þeg-
ar ég þurfti þess með. Hún
vildi allt fyrir alla gera en þó
elskaði hún börnin sín og
barnabörn meira en allt ann-
að. Þau voru gullin hennar.
Svo var það einn fallegan
dag, rétt þegar vorið var að
gægjast fram, að við hittumst
á förnum vegi. Þá urðu nú
fagnaðarfundir. En við vissum
hvorug að við værum að hitt-
ast í hinsta sinn. Skrýtnast
var að faðmlagið var óvenju
langt og þétt og það er svo
dýrmætt núna. Far vel minn
elskaði vinur. Við sjáumst síð-
ar.
Þín vinkona,
Brynja
Magnúsdóttir.
Það var gæfa
Domino’s að fá
Aðalstein til starfa
snemma árs 2014.
Þar komu styrkar hendur
og reynsla í hóp þar sem kapp-
semi bar stundum skynsemi
ofurliði. Þetta var góð blanda
og Aðalsteinn var vandanum
vaxinn og leiddi mikla upp-
byggingu og fjölgun á búðum
Domino’s á skömmum tíma. Á
sama tíma var vaxandi krafa
um viðhald og að halda öllu í
toppstandi sem var líka í hans
verkahring.
Hann ávann sér traust og
virðingu. Það er oft áskorun
að vinna með stórum hópi með
alls konar þarfir og vandamál
en hann leysti úr þeim með
jafnaðargeði og léttur í lund.
Oft til í spjall um lífið og til-
veruna.
Hann var sannkallaður þús-
undþjalasmiður sem kallaði
Aðalsteinn Árna-
son Guðmundsson
✝
Aðalsteinn
Árnason Guð-
mundsson fæddist
12. júní 1950. Hann
lést 25. júlí 2022.
Útför fór fram 2.
ágúst 2022.
ekki allt ömmu
sína, ljúfur í sam-
starfi og sam-
skiptum og alltaf
var stutt í húm-
orinn.
Hann var vin-
sæll og var valinn
starfsmaður árs-
ins 2015 og fékk í
verðlaun ferð til
Las Vegas árið
eftir en þar er
haldin annað hvert ár alheims-
ráðstefna Domino’s með ná-
lægt 10.000 þátttakendum.
Hann fékk þann heiður að
bera íslenska fánann upp á
sviðið við opnun ráðstefnunn-
ar sem hann gerði með sóma.
Aðalsteinn starfaði hjá
Domino’s þar til Covid tók frá
honum heilsu og kraft. Hans
verður sárt saknað en við
hugsum til hans með miklu
þakklæti og hlýju.
Aðalsteinn var fjölskyldu-
maður af bestu gerð, missir
þeirra er mikill. Við sendum
ykkur hugheilar samúðar-
kveðjur.
F.h. Domino’s,
Birgir Örn
Birgisson og
Magnús Hafliðason.