Morgunblaðið - 17.08.2022, Side 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2022
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Málarar
MÁLARAR
Tökum að okkur alla
almenna málningarvinnu.
Unnið af fagmönnum með
áratuga reynslu,
sanngjarnir í verði.
Upplýsingar í síma
782 4540 og
loggildurmalari@gmail.com
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
alltaf - alstaðar
mbl.is
Hótel Flúðir ehf.
Auglýsing fyrir hluthafafund
31. ágúst 2022
Stjórn Hótel Flúða ehf. kt. 631194-2449,
boðar hér með til aðalfundar félagsins 2022.
Fundurinn veður haldinn miðvikudaginn
31. ágúst 2022 á Hótel Flúðum á Flúðum.
Auk venjulegra aðalfundarstarfa skal taka
fyrir sölu á öllum hlutum í félaginu undir
liðnum önnur mál.
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar 4 Smíðastofa með leiðbeinanda kl. 9-14. Útileikfimi kl. 10.
Pílukast kl. 13. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Kaffisala kl. 14.45-15.30.
Allir velkomnir. Sími 411-2600.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.30-11.
Morgunleikfimi með Halldóru á RÚV kl. 9.45-10. Línudans kl. 10-11.
Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Heimaleikfimi á RÚV kl. 13-13.10. Síð-
degiskaffi kl. 14.30-15.30.
Garðabær Kl. 9 pool-hópur í Jónshúsi, kl. 10 gönguhópur frá Jóns-
húsi, kl. 13 Gönguhópur frá Smiðju.
Gerðuberg Opin vinnustofa í Búkollulaut frá kl. 8.30, heitt á könn-
unni. Félagsvist frá kl. 13. Döff frá kl. 13.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Fram-
haldssaga kl. 10.30. Handavinna, opin vinnustofa kl. 13-16. Brids kl.
13. Styttri ganga kl. 14. Hádegismatur kl. 11.30–12.30, panta þarf fyrir
hádegi deginum áður.
Korpúlfar Borgum Gönguhópar frá Borgum og inni í Egilshöll kl. 10,
tveir styrkleikaflokkar svo að allir finna göngu við sitt hæfi. Brids kl.
12.30. Borðspil spiluð, hægt að koma með sín eigin eða fá lánuð.
Leiðbeinandi verður á staðnum kl. 13. Hittumst í sumarskapi, gleðin
býr í Borgum.
Samfélagshúsið Vitatorgi Heitt á könnunni, opin handverksstofa
kl. 9-12. Opin handverksstofa kl. 13-16. Dansleikurinn með Vitatorgs-
bandinu hefst svo aftur í dag með pomp og prakt kl. 14-15 og síð-de-
giskaffið er svo á sínum stað frá kl. 14.30-15.30. Allar nánari upplýs-
ingar í síma 411 9450. Allir hjartanlega velkomnir til okkar :)
Seltjarnarnes Kaffikrókur á Skólabraut kl. 9. Botsía Skólabraut
kl. 10. Handavinna, samvera og kaffi í salnum milli kl. 13 og 16.
Skráning er hafin á námskeið vetrarins. Hægt er að setja sig beint í
samband við leiðbeinendur eða skrá sig í aðstöðu félagsstarfsins að
Skólabraut 3-5.
Fundir/Mannfagnaðir
Elsku tengda-
mamma, eða amma
Anna eins og hún
var ætíð nefnd í
fjölskyldu okkar,
var borin til hinstu hvíldar hinn
5. ágúst síðastliðinn frá Norð-
fjarðarkirkju á fögrum sólskins-
degi.
Minningarnar hrannast upp.
Það eru komin rétt um fjörutíu
ár síðan ég kynntist þér þegar
leiðir okkar elsta sonar þíns
lágu saman. Ég minnist þess
hve vel þú tókst ævinlega á móti
okkur er við komum til þín á
Gilsbakkann, sem oftast var á
sumrin því þá var best að
ferðast um langan veg yfir öræfi
Anna Guðlaug
Sigurjónsdóttir
✝
Anna Guðlaug
Sigurjónsdóttir
fæddist 25. febrúar
1927. Hún andaðist
28. júlí 2022.
Útför hennar fór
fram 5. ágúst 2022.
og stundum erfiðan
veg þar sem veðra-
brigði voru algeng.
Ég fann fljótt
hve sterkan per-
sónuleika þú hafðir
að geyma og fann
fyrir kraftinum og
dugnaðinum sem
einkenndi þig. Það
var alltaf litið upp
til ömmu Önnu og
oft í hana vitnað.
Eitt sinn er við vorum að ræða
einhvern hlut hjá þér og mér
varð á orði „að það tæki enga
stund“ að gera man ég að þú
sagðir að engin stund væri ekki
til. Ég hef sjálf staðið mig að því
að segja þetta þegar þannig ber
undir og verður alltaf hugsað til
þín. Engin stund er nefnilega
ekki til. Allt tekur tíma og allar
stundir eru mikilvægar.
Við höfum oft minnst þess
þegar þið Sissa voruð hjá okkur
í Brúnagerðinu er við hjónin
fórum í nokkurra daga ferðalag
og þið gættuð sona okkar með
miklum sóma og kennduð þeim
meðal annars leiki sem enn er
minnst og ég lærði í minni
æsku. „Í grænni lautu þar
geymi ég hringinn“ þótti þeim
sá skemmtilegasti og eftirminni-
legasti. Slíkar minningar eru
dýrmætar.
Elsku Anna, hjartans þakkir
fyrir allt sem þú gafst okkur í
formi ástar og kærleika, allar
gönguferðirnar og ferðalögin,
allt fallega handverkið þitt, allar
heimsóknirnar og hlýju móttök-
urnar þínar. Þú tókst okkur öll í
þinn mjúka faðm er við hitt-
umst. Þá eru einnig minnisstæð-
ar heimsóknirnar til þín í
Breiðablik og einnig á hjúkr-
unardeildina og allt góða spjallið
yfir kaffi og konfekti.
Við minnumst þín með trega
og söknuði en vitum að nú ert
þú komin á betri stað hjá ástvin-
um þínum í Sumarlandinu. Þú
ert sannarlega góð fyrirmynd
okkar allra. Megi þér líða vel og
þú njóta alls hins besta. Guð
geymi þig.
Elín Björk
Hartmannsdóttir
og fjölskylda.
✝
Bryndís Arnar-
dóttir (Billa)
fæddist á Akureyri
25. júní 1960 og ólst
þar upp. Hún var
dóttir Arnheiðar
Kristinsdóttur tann-
smiðs, f. 21. maí 1940,
og Arnars Ragn-
arssonar, brautryðj-
anda, f. 17. febrúar
1932, d. 20. janúar
2001. Billa var elst
þriggja systkina. Hin eru Birgir
Örn Arnarson, f. 1961, og Ragnar
Arnarson, f. 1964. Billa giftist
Cees van de Ven og eiga þau þrjú
börn, þau Össu Cornelisdóttur
van de Ven, f. 1981, Henrik Cor-
nelisson van de Ven, f. 1986 og
og M.Ed. 2009 frá sama skóla.
Billa helgaði sig myndlist og
myndlistarkennslu. Hún kenndi
við Hrafnagilsskóla 1982 til 1986,
við Brekkuskóla 1987 til 1989 og
færði sig svo um set til Verk-
menntaskólans á Akureyri það
sama ár. VMA varð hennar helsti
starfsvettvangur þar sem hún
starfaði sem listgreina- og lista-
sögukennari til 2013 og kennslu-
stjóri listnámsbrautar 2007 til
2010. Billa starfaði svo sem að-
júnkt við University of Central
Florida 2010 til 2018 þar sem hún
kenndi kennslufræði listgreina.
Hún starfaði einnig við gerð raun-
færnimats hjá Símennt-
unarmiðstöð Eyjafjarðar frá 2006
til 2020, sem forfallakennari við
Naustaskóla 2018 til 2022 og sem
framkvæmdastýra og kennari við
Listfræðsluna frá 2013 til 2022.
Sem listakona hélt Billa yfir 20
einka- og samsýningar.
Útför hennar fór fram í kyrr-
þey.
Kristian Cornelis-
son van de Ven, f.
1987. Billa átti tvö
barnabörn, þau
Ronju Axelsdóttur
van de Ven, f. 2004,
og Odin Lucas Cor-
nelisson van de
Ven, f. 2021.
Billa lærði við
Koninklijke Aka-
demi voor Beel-
ende Kunsten í
Mechelen í Belgíu frá 1978 til
1979 og lauk eftir það B.Fa. frá
málaradeild Myndlistaskólans á
Akureyri árið 1986. Síðan lauk
Billa B.Ed. í uppeldis og kennslu-
fræði við KHÍ 1992, diplómanámi
í kennslufræði frá HA 2007 sem
Billa systir kvaddi okkur eftir
baráttu við illvígan sjúkdóm, sem
staðið hafði yfir lengur en nokk-
urn óraði fyrir. Henni var margt
til lista lagt, þó áttu myndlistin og
listasagan hug hennar allan fram-
an af. Var hún óþreytandi að
miðla af reynslu sinni og þekk-
ingu við kennslustörf, bæði hér
heima og erlendis.
Betri frænku er vart hægt að
hugsa sér fyrir börnin okkar. Er
mér ofarlega í huga þegar hún
bauð öllum frændsystkinum
norður til að halda öskudaginn
hátíðlegan. Veglegar voru mót-
tökurnar að vanda, en einnig
hafði hún saumað öskudagsbún-
inga á allt liðið eins og henni einni
var lagið.
Það verður erfitt um næstu jól
að geta ekki tekið upp símann og
hringt í Billu til að leita ráða í
glímunni við myndagáturnar,
eins og undanfarin ár.
Elsku Billa mín, þín verður
sárt saknað.
Birgir Örn
Arnarson.
Hvern hefði grunað að Billa
systir myndi kveðja okkur minna
en tveimur vikum frá því að við
sátum saman í fallegu veðri í Sel-
landi í afmæli Ragnars hennar.
Við sátum úti og drukkum kaffi
og borðuðum kökur, spjölluðum
saman. Aðeins tveimur dögum
eftir þennan yndislega dag var
allt breytt. Billa var lögð inn á
sjúkrahús og greind með krabba-
mein stuttu síðar, baráttan tók
enda á örfáum dögum sem er svo
sorglegt. Eftir sitjum við sem
elskuðum Billu systur og reynum
að ná utan um að hún sé farin.
Það var alltaf gott að leita til
þín, þú varst alltaf tilbúin að
hjálpa stelpunum mínum og eng-
inn betri að fást við unglinga-
gelgju en þú og leiðbeina þeim í
öllum þessu erfiðu stelpumálum.
Það sem þú skilur eftir þig fyr-
ir utan góðmennsku eru öll
fallegu listaverkin sem þú skap-
aðir og við öll fengum að njóta,
hæfileikar þínir voru ómetanleg-
ir, allar þessar fallegu myndir
sem þú málaðir, litavalið og sam-
setningin einstök. Nú hafa allir
þessi fallegu litir runnið saman
og myndað einn dökkan jarðlit
sem minnir okkur á hvaðan við
komum og hvert við förum aftur
þegar lífinu lýkur. Hvíldu í friði
elsku Billa mín.
Þinn litli bróðir,
Ragnar Arnarson.
Elsku Billa, uppáhaldsfrænka
okkar, féll frá eftir stutt veikindi
hinn 1. ágúst síðastliðinn. Billa
var föðursystir okkar sem var
alltaf til staðar fyrir okkur. Þegar
við vorum yngri fórum við stund-
um í heimsókn til hennar til Ak-
ureyrar. Þar voru haldin stelpna-
kvöld þar sem hún dekraði við
okkur stelpurnar. Hún var með
einstaka nærveru, jákvæð og allt-
af ráðagóð, það var gott að leita til
hennar þegar við lentum í stelpu-
drama. Billa var húmoristi og gaf
hún til dæmis Hugrúnu og Bryn-
dísi Stellu naflahringi til að hefna
sín á bræðrum sínum því að þeir
höfðu gefið Rik og Kris box-
hanska þegar þeir voru yngri.
Billa var mikill fagurkeri og lista-
kona, hún hjálpaði okkur öllum
þegar mikið stóð til, til dæmis
saumaði hún á okkur öskudags-
búninga og hannaði fermingar-
kort og servíettur fyrir ferming-
arnar okkar. Þegar við vorum
yngri var alveg sama hvað við
teiknuðum; Billa hrósaði okkur
alltaf og hvatti. Við vorum öll
stórkostlegir listamenn í hennar
augum. Billa fylgdist vel með því
sem við tókum okkur fyrir hend-
ur þegar við fórum að mennta
okkur. Hún studdi okkur til dæm-
is með því að aðstoða við að lesa
yfir verkefni. Heimsóknirnar til
Billu á Flórída voru dýrmætar.
Þar var verslað, borðað, hlegið og
notið í sólinni.
Við munum geyma minning-
arnar áfram í hjarta okkar, bless-
uð sé minning Billu frænku okk-
ar.
Jónatan Birgisson,
Kristrún Heiða
Ragnarsdóttir,
Bryndís Stella
Birgisdóttir,
Hugrún Lilja Ragn-
arsdóttir,
Guðrún Rebekka
Ragnarsdóttir.
Ljúf þú varst og listfeng sál
leist á jákvæð gildi.
Af þér gafstu, göfga sál
gleði, kærleik, mildi.
(EH)
Elsku Billa mín. Þessi fáu orð
lýsa þeirri einstöku manneskju
sem þú varst. Þetta er sárt og
sorglegt og veit ég ekki hvar ég á
að byrja úr minningabankanum.
Við höfum þekkst síðan við
vorum sex ára, gengum saman í
skóla og vorum í svokölluðum
„gáfnabekk“ af því við vorum
læsar. Leiðir okkar skildi í nokk-
ur ár, en svo árið 2016 var ég svo
lánsöm að fá þig til sumarstarfa
sem leiðsögumaður í fyrirtækinu
okkar. Þar varst þú miðjan í
starfi okkar, alltaf samkvæm
sjálfri þér, jákvæð, gerðir gott úr
öllu og tilbúin í hvaða verkefni
sem fyrir þig var lagt. Ferðirnar
okkar voru alls konar; stundum
stuttar en líka langar landshorna
á milli, en alltaf varst þú í sama
jákvæða jafnvæginu og tilbúin í
allt.
Á ferðum okkar ræddum við
allt milli himins og jarðar og þá
helst rifjuðum við upp gamla
tíma, sem var ekki leiðinlegt, þeg-
ar enginn annar heyrði til. Eftir
samveru okkar síðustu ár á ég
eftir að sakna þín elsku vinkona
og allra myndanna sem við tókum
af okkur saman.
Billa mín, góða ferð í sumar-
landið. Minnumst Billu sem
sterkrar og yndislegrar konu sem
aldrei mátti aumt sjá og talaði
fallega um allt og alla. Ég votta
öllum aðstandendum og vinum
samúð mína og bið Guð að styrkja
alla í sinni miklu sorg og söknuði.
Þín vinkona,
Anna Halla.
Elsku Billa vinkona mín. Ég
kveð þig og þakka þér fyrir allt
sem þú gerðir fyrir mig og kennd-
ir mér. Þú varst mér dýrmætur
vinur.
Allt frá því að við eignuðumst
okkar fyrstu börn árið 1981 tókst
strax á milli okkar mikil og góð
vinátta.
Í gegnum árin og áratugina
brölluðum við margt saman og
áttum ansi margar stundir þar
sem við skröfluðum fram á nótt
og drukkum kaffi og reyktum.
Við héldum áfram þessari spila-
áráttu sem okkur fannst báðum
skemmtileg enda vorum við
komnar í fyrsta bridshópinn sam-
an aðeins rúmlega tvítugar og
vorum enn að í dag. Kannski aldr-
ei bestar en skemmtum okkur
konunglega.
Vinnuferðirnar okkar saman
erlendis í innkaup fyrir mig voru
óborganlegar og ég mun ávallt
geta yljað mér við þær góðu
minningar. Að sama skapi var
samvera okkar í Hollandi ásamt
ungum dætrum okkar mér mikils
virði og góð minning til að eiga.
Billa, þú varst mér traustur
vinur og ég reyndi ávallt að vera
þér góð og traust vinkona. Þú
stóðst alltaf við bakið á mér, sama
á hverju gekk í mínu lífi, og hvatt-
ir mig áfram með hjartahlýju og
jákvæðum orðum.
Hvatning þín leiddi mig áfram
í myndlistina og án hennar hefði
ég tæpast verið stödd þar sem ég
er í dag. Fyrir það verð ég þér
ætíð þakklát elsku Billa mín.
Þú fékkst mig til að mála mitt
fyrsta málverk fyrir einum 30 ár-
um. Mynd sem enn hangir uppi
hjá mér og verður um ókomna tíð,
minning um þig. Myndlistarnám-
skeiðið sem ég sótti hjá þér var
mér mikill innblástur og sá ég þá
hvað þú varst góður og skemmti-
legur kennari. Sú samvera okkar
gaf mér mikið, takk fyrir það
Billa mín.
Þín verður sárt saknað úr golf-
hópnum okkar og þó svo við höf-
um aldrei verið bestar, þá komum
við alltaf glaðar í hús eftir erfiðan
hring.
Ég hafði stundum orð á því við
vini okkar hvað mér fyndist þú
vera gáfuð og dáðist að því í hvert
skipti hvernig þú barst þig í hópi.
Þú gast talað um alla hluti og
hafðir kunnáttu um alla hluti.
Þegar ég nefndi þetta við þig
fórstu að hlæja og sagðir við mig:
„Guja mín, ég veit smá um allt.“
Og þetta var svo líkt þér, þú
gerðir aldrei of mikið úr sjálfri
þér, alltaf hæversk.
Ég mun sakna þín mikið elsku
vinkona en við munum sjást síðar.
Hvers vegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði)
Þín vinkona,
Guðrún Jóhanns-
dóttir (Guja Nóa).
Bryndís
Arnardóttir