Morgunblaðið - 17.08.2022, Page 20

Morgunblaðið - 17.08.2022, Page 20
20 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2022 70 ÁRA Erla Elín er Reykvíkingur og ólst upp á Laugavegi 56. Hún er stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og lauk BA-námi í dönsku og bókmenntafræði. Hún var dönsku- kennari í Kvennaskólanum frá 1977 til 2016. Hún kenndi einnig stærð- fræði og var bæði áfangastjóri og brautarstjóri á tungumálabraut. „Á námsárunum í MH og háskól- anum vann ég mörg ár á hóteli í Dan- mörku og svo hef ég verið á löngum og stuttum námskeiðum þar. Ég er búin að keyra um stóran hluta Evr- ópu, ekki samt á Spáni eða Ítalíu, bæði á mínum eigin bíl með Norrænu og líka í bílaleigubíl. Ég hef þá heim- sótt vini og kunningja. Ég á stóran vinahóp í útlöndum og hef reglulega sam- band við þau. Þeim hef ég kynnst m.a. í gegnum starf mitt í Hallgrímskirkju, t.d. organistum sem hafa haldið tónleika þar, og í gegnum skátastarfið.“ Erla Elín var tónleikastjóri í Hallgrímskirkju í 30 ár og er heiðursfélagi Listvinafélagsins. Hún söng í Mótettukórnum frá 1982 til 2008. „Síðan hef ég ekki sungið í kór, en hef sungið mikið áfram mér til skemmtunar.“ Erla Elín er einnig mikil hannyrðakona. „Ég er búin að framleiða ógnar býsn t.d. af vettlingum á litlu krakkana í fjölskyldunni og börn vina minna. Ég hef prjón- að allt millli himins og jarðar, t.d. sjöl og peysur. Árið 2019 fékk Erla Elín heilablóðfall og hefur búið á Droplaugarstöðum síðan þá. „Ég get því miður ekki unnið neina handavinnu lengur, en ég horfi á sjónvarpið, mest á dönsku og þýsku sjónvarpsstöðvarnar, og fer eins oft á tónleika og ég get. Síðast fór ég á laugardaginn í Hallgrímskirkju með Eyþóri Inga Jónssyni. Ég er bundin við hjólastól en kollurinn er í lagi. Það skiptir aðalmáli.“ FJÖLSKYLDA „Ég á engin börn og ólst upp hjá móður minni, en frændsystkini mín og börn vina minna hafa verið mín börn.“ Foreldrar Erlu Elínar voru Brynhild- ur Kjartansdóttir, f. 1920, d. 2007, stærðfræðikennari í Vogaskóla, og Hans Andes Þorsteinsson, f. 1918, d. 2005, bifreiðarstjóri. Erla Elín Hansdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Hikaðu ekki við að tjá vini þínum skoðanir þínar á því sem hann leitar til þín með. Þú ert fínn einn á báti – og frábær í hóp. 20. apríl - 20. maí + Naut Ekki hika við að tjá þín innstu leynd- armál. Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Sjálfsagi þinn og skipulagning vekja aðdáun annarra. Reyndu að einbeita þér að þeim verkefnum sem þú þarft að leysa. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Það er ástæðulaust að troða öðrum um tær þegar hægt er að ná takmarkinu öðruvísi. Forðastu að dragast inn í deilur annarra. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þú getur lært eitthvað mikilvægt af einhverjum í dag. Mundu að þolinmæðin skiptir miklu máli og þú færð hana endur- goldna þegar þér hentar. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Láttu ekki aðfinnslur samstarfs- manna þinna draga úr þér kjarkinn. Einhver sem truflar þig stöðugt þarf virkilega að ná til þín. 23. sept. - 22. okt. k Vog Láttu einskis ófreistað til þess að koma skoðunum þínum á framfæri við yfirmenn þína. Reyni einhver að ráðskast með þig í dag muntu taka það óstinnt upp. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Vertu óhræddur við að láta óskir þínar uppi því eitt er að biðja fallega og annað að heimta með frekju. Einhver gæti gefið þér gjöf eða boðið þér eitthvað að láni. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Nú ferðu að uppskera árangur erfiðis þíns bæði í einkalífi og starfi. Vertu miskunnarlaus í mati þínu á því hvað henti þér best og hlutirnir munu komast á hreint. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Flutningar eða breytingar á starfshögum eru líklegar á næstunni. Hlut- irnir eru fljótir að breytast og það kemur sér vel að þú hefur mikla aðlögunarhæfni. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Láttu ekki undan minnstu löng- un til lausungar í fjármálum því allt slíkt hefnir sín grimmilega. Verkefni á heimilinu gætu krafist athygli þinnar. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Það er einhver óreiða á hugsunum þínum. Allt er breytingum háð og því skaltu ekki blekkja sjálfan þig með því að þú sért búinn að skipa málum til eilífðar. í Stokkhólmi, og þá var nýbúið að segja upp samningi mínum í Borgar- leikhúsinu og ég ákvað að láta slag standa. Ef ég kæmist ekki að í sænsku leikhúsi þá fyndi ég mér eitt- hvað annað að gera. En ég komst að í leikhúsi hjá þessum leikstjóra sem ég vann með hér heima. mann í Fjandmanni fólksins, Arkadi Nikolajvits í Feðrum og sonum, Pilat- us í Jesus Christ Superstar, Solyoni í Þremur systrum, Tinkarlinn í Galdrakarlinum i Oz ásamt fjölda annarra hlutverka í íslenskum leik- ritum. Á þessum árum starfaði hann einnig með Íslenska dansflokknum og tók þátt í fjölmörgum dansleikhús- uppfærslum, auk þess að starfa með spunahópnum Follow the Fun í 7 ár. „Ég hafði aldrei lært dans en var frekar fýsískur, örugglega út af allri íþróttaiðkuninni, og mér fannst þetta skemmtilegt svo að ég var í mörgum dansleikhúsuppfærslum.“ Lék í Svíþjóð Björn Ingi starfaði í Svíþjóð 2010- 2015 og lék í yfir 600 sýningum á sænsku, aðallega hjá Teater Pero í Stokkhólmi, auk þess að leika í sjón- varpsþáttunum Äkta människor sem framleiddir voru af sænska ríkissjón- varpinu (SVT). „Ég hafði unnið með sænskum leikstjóra hér heima en kunni ekkert meira í sænsku en hver annar Íslendingur. Konan mín fékk starf við að kenna í Listaháskólanum B jörn Ingi Hilmarsson er fæddur 17. ágúst 1962 á Dalvík. Hann ólst þar upp og bjó þar þangað til hann fluttist til Reykjavíkur árið 1986. Hann dvaldi oft á sumrin hjá föðurafa sínum og -ömmu í Saurbæ í Eyjafjarðarsveit. „Ég byrjaði að vinna í frystihúsi á Dalvík 12 ára og var kominn í bygg- ingavinnu 14 ára. Ég var mikið í íþróttum og æfði aðallega fótbolta og handbolta,“ segir Björn Ingi. Hann var aðeins 16 ára þegar hann fór að spila í meistaraflokki með Leiftri og síðan Dalvík og í handboltanum spil- aði hann með KA í meistaraflokki. Björn Ingi lauk grunnskólanámi í Dalvíkurskóla, fór í eitt ár í fram- haldsskóla, sem var undirbúnings- nám fyrir Íþróttakennaraskóla Ís- lands, í Héraðsskólanum á Laugar- vatni en hætti eftir þann vetur. Hann fór á samning í bakaríinu á Dalvík og lauk sveinsprófi í bakaraiðn frá Iðn- skólanum á Akureyri árið 1983. Hann hóf leikaranám 1986 og útskrifaðist sem leikari frá Leiklistarskóla Ís- lands árið 1990. „Ég ætlaði alltaf að verða íþróttakennari en var kominn með námsleiða þegar ég var í undir- búningsnáminu. Svo benti mamma mér á að prófa bakarann og ég ákvað bara að gera það. Þegar ég var að klára það nám var ég byrjaður að leika í áhugaleikfélaginu á Dalvík og þá var ljóst hvert hugurinn stefndi. Ég vann samt í þrjú ár sem bakari, ætlaði fyrr í inntökuprófið í leiklist- arskólann en hálsbrotnaði á skíðum.“ Eftir útskrift starfaði Björn Ingi sjálfstætt sem leikari í sex ár, bæði í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu og á fleiri stöðum. „Á þessum árum lék ég m.a. Loka sögumann í heims- uppfærslu Íslensku óperunnar á Nifl- ungahringnum á Listahátíð 1994.“ Björn Ingi var fastráðinn við Borgarleikhúsið 1996-2008, en var sjálfstætt starfandi næstu tvö árin, þ.e. til ársins 2010. Á þessu tímabili lék hann yfir 70 hlutverk á sviði. Með- al þeirra eru: Richard Hannay í 39 þrepum, Biff í Sölumaður deyr, Stan- ley í A Streetcar Named Desire, Pozzo í Beðið eftir Godot, Bill Calho- un í Kysstu mig Kata, Pétur Stokk- Svo vorum við konan mín stödd í sumarbústað hjá tengdaforeldrum mínum í Borgarfirði. Það var dæmi- gerð falleg íslensk sumarnótt og við vorum bæði að hugsa það sama án þess að tala um það, hvað það væru mikil lífsgæði að vera á Íslandi. Svo kom í ljós nokkrum dögum seinna að við höfðum verið að hugsa um það sama þegar við fórum að tala um það. Það var annað hvort að setjast að úti og kaupa okkur íbúð eða koma heim, og við ákváðum að koma heim.“ Fyrsta verkefni Björns Inga eftir heimkomuna var í uppfærslu Annars sviðs og Norræna hússins á danska verðlaunaleikritinu Enginn hittir ein- hvern, sem sýnt var á Akureyri, í Reykjavík og Færeyjum, en leikið var á færeysku. „Ég ætlaði ekkert í leikhúsin aftur, hafði verið í lausa- mennsku, en þetta verkefni kveikti svo mikið í mér að ég ákvað að reyna að komast inn í leikhúsin. Ég kom með ákveðna hugmynd frá Svíþjóð og langaði að búa til leiksýningar fyrir börn til að fara með í leikferðalög og kynnti þá hugmynd fyrir Ara Matt- híassyni, þáverandi Þjóðleikhús- stjóra.“ Vorið 2016 hóf Björn Ingi svo störf við Þjóðleikhúsið að nýju. Hann starf- aði sem forstöðumaður barna- og fræðslustarfs Þjóðleikhússins þar til það starf var lagt niður árið 2022, auk þess að leika og leikstýra. Á þessu tímabili leikstýrði hann eftirfarandi leiksýningum: Lofthræddi örninn hann Örvar, Oddur og Siggi, sem var tilnefnd til Grímuverðlauna, Ég get, sem var einnig tilnefnd til Grímu- verðlauna, Ómar orðabelgur og Vloggið. Þá leikstýrði hann einnig Ronju ræningjadóttur í Þjóðleikhús- inu í Nuuk á Grænlandi. Auk þess vann Björn Ingi sem leikari á þessu tímabili í eftirtöldum sýningum: Ronju ræningjadóttur, Sjeikspír verður ástfanginn, Meistaranum og Margarítu og Kafbátnum, sem var nýtt íslenskt barnaleikrit. Að auki hefur Björn Ingi leikið í yfir 20 sjónvarpsþáttum og kvik- myndum, m.a. sjónvarpsþáttunum: Katla, Ófærð 2, Stella Blómkvist, Fangar, Mannasiðir, Sigla himinfley; Kvikmyndir: Hvítur, hvítur dagur, Björn Ingi Hilmarsson leikari og leikstjóri – 60 ára Strákarnir Björn Ingi ásamt sonum sínum og barnabarni. Fallega íslenska sumarnóttin Morgunblaðið/Kristinn Í Borgarleikhúsinu Eggert Þor- leifsson og Björn Ingi sem feðgar árið 1998 í verkinu Feður og synir. Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.