Morgunblaðið - 17.08.2022, Page 24

Morgunblaðið - 17.08.2022, Page 24
24 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2022 DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is GÆÐI OG ÞÆGINDI SÍÐAN 1926 DUX 1001 - VÍÐÞEKKT ÞÆGINDI Byggt á fyrsta DUX rúminu sem var framleitt árið 1926, þetta er sannarlega það sem draumar eru byggðir á. DAGMÁL Árni Matthíasson arnim@mbl.is Fyrir rúmum áratug kynntust þær Marta Hlín Magnadóttir og Birgitta Elín Hassell í kennaranámi. Ekki leið á löngu þar til þær voru búnar að skrifa saman tvær skáldsögur til að auka lestur ungmenna og stofna bókaforlag. Marta rekur söguna svo að eftir námið vorið 2011 hafi þær Birgitta verið sannfærðar um það að það vantaði bækur, spennandi bækur, fyrir krakka. „Við vorum búnar að skrifa svo mikið saman og höfðum báðar gaman af fantasíum svo við sköpuðum Rökkurhæðir,“ segir Marta, en Rökkurhæðir eru út- hverfi borgarinnar Sunnuvíkur á hæð fyrir ofan bæinn þar sem ekk- ert er lengur nema sundurtætt fjölbýlishúsalengja. Hvorug þeirra hafði þá skrifað annað en námsverk- efni og ritgerðir, en þær settust nið- ur og skrifuðu tvær skáldsögur um sumarið sem voru fyrstu bækurnar í söguflokknum um Rökkurhæðir. „Þá vaknaði spurningin hvað við ætluðum að gera við bækurnar, hvert við ætluðum að fara með þær. Það endaði svo með því að við ákváðum að fara alla leið með að stofna útgáfu og gefa þær út sjálfar og þannig vað Bókabeitan til.“ Marta segir að þær hafi aldrei ætlað sér að gefa út annað en sínar eigin bækur, en svo barst þeim handrit og þær ákváðu að fara alla leið; gefa líka út bækur eftir aðra, frumsamdar og þýddar. Aðspurð hversu margar bækur þær stöllur hafa gefið út segir Marta að þær séu alltaf að telja, en þær séu komn- ar á þriðja hundraðið. Marta segir að þær brenni fyrir barnabókum, en slík útgáfa sé mjög dýr og markaðurinn lítill. Því hafa þær gefið út ýmislegt annað til að freista þess að láta útgáfuna standa undir sér. Að því sögðu þá segir Marta að útgáfuumhverfið hafi batnað til muna vegna aðgerða sem Lilja Al- freðsdóttir hafi beitt sér fyrir varð- andi annars vegar Auð, barna- og ungmennabókasjóð, sem styrkir út- gáfu barna- og ungmennabóka sem skrifaðar eru á íslensku, og hins vegar endurgreiðslu á hluta kostn- aðar við bókaútgáfu. „Þetta hefur skipt okkur miklu máli, rosalega miklu. Það er gríðarlega mikilvægt að til séu bækur á íslensku, ef við ætlum að eiga íslensku sem tungumál. Við lifum í rosalega enskumiðuðu um- hverfi og ef það eru ekki til góðar bækur á íslensku lesa börn og ung- menni á ensku. Það er í sjálfu sér fínt ef þau halda áfram að lesa, en maður heyrir það oft á talsmáta ungs fólks hve setningafræðin hefur mikið bragð af ensku. Orðaforðinn er líka minni, þau grípa mjög mikið til enskra orða, oft orða sem eru ekki almennt í talmáli, orð sem mað- ur lærir þegar maður les.“ – Það var mikil umræða á netinu fyrir stuttu um lestrarkennslu og þar kom fram að fólki fannst ekki nóg áhersla á að láta börnin fá eitt- hvað skemmtilegt að lesa. „Það var einmitt ástæðan fyrir því að við fórum að skrifa Rökkur- hæðir. Mjög mikið af því sem við höfðum verið að lesa þá byggðist á því að það átti að kenna börnum eitthvað, og það eimir alltaf eftir af þeirri gömlu hugsun að bækur eigi að hafa tilgang. Barnabækur eiga ekki að hafa neinn annan tilgang en að fá börnin til að lesa.“ Morgunblaðið/Hallur Már Tilgangur Marta Hlín Magnadóttir og Birgitta Elín Hassell stofnuðu bóka- forlag til að auka lestur ungmenna og hafa gefið út á þriðja hundrað bóka. Það vantar spennandi bækur fyrir krakka - Stofnuðu bókaforlag af hugsjón - Barnabækur eiga ekki að hafa neinn annan tilgang en að fá börnin til að lesa O fbeldi getur verið með ýms- um hætti og Freida McFadden tekur andlegt ofbeldi eða gaslýsingu fyr- ir í spennusögunni Undir yfirborðinu. Umfjöllunarefnið er geðröskun á háu stigi, frásögnin er spennandi, við- bjóðsleg á köflum en tilgangurinn helgar meðalið. Stéttaskiptingin leynir sér ekki. Ríka fjölskyldan er æðri vinnufólkinu og húshjálpin á skil- orði, nýkomin úr langri fangelsisvist, virðist vera komin í aðra og enn verri innilokun. Í stað þess að upplifa frelsi með nýju lífi þrengir stöðugt að henni samfara aukinni siðlausri samskiptatækni fjöl- skyldunnar. Viðfangsefninu hæfa sérstakar persónur og sköpun þeirra er óborg- anleg. Þær eru ólíkar en eiga það sameiginlegt að koma ekki fram eins og þær eru klæddar, eiga sín leyndar- mál. Húshjálpin Millie er brotin og fyrir henni er allt betra en ekkert. Hún er í raun tilbúin að gefa allt sem hún á til að fá ekki nema örlítið brot til baka. Hún kyngir mótlætinu en er með óbragð í munni. Nina virkar strax á mann sem flagð undir fögru skinni. Skapsveiflur hennar eru miklar og ómögulegt að átta sig á hvar maður hefur hana. Hreint út sagt óþolandi kona. Andrew kemur vel fyrir, er mynd- arlegur og reynir að vera almennileg- ur. Millie vorkennir honum vegna Ninu en snemma gerir hann lítið úr konu sinni í áheyrn Millie og það bendir til þess að hann telji sig konu sinni æðri enda njóti hún auðæfa hans að vild. Umhyggja hans fyrir Millie leynir sér samt ekki. Cecelia, níu ára dóttirin á heimil- inu, er lík móður sinni í háttum. Frek, spillt og fráhrindandi. Í öðrum hluta bókarinnar er sem allt snúist á hvolf. Þegar spilin eru lögð á borðið leynir mannvonskan sér ekki og ráðskast hefur verið með fólk fram og aftur. Geðraskanir koma æ betur upp á yfirborðið, lýsingar á ill- skeyttum refsingum rista inn að beini og skýringar á ranghugmyndum og sjálfsásökunum eru hryllilegri en orð fá lýst. Engu að síður glittir í kerskni, þegar öll sund virðast lokuð. „En það er rigning,“ á þar sennilega vinning- inn, orð sem falla á ögurstundu (bls. 178). Snilldin er kórónuð í þriðja hlut- anum, þegar allir þræðir koma sam- an. Sumt má fyrirgefa en annað ekki. Hálfnað er verk þá hafið er og ljóst að haldi menn sig ekki á mottunni má búast við að frábær leikur verði end- urtekinn. Ofbeldissaga Freida McFadden, höfundur bókarinnar Undir yfirborðinu. Lexía fyrir lífstíð Glæpasaga Undir yfirborðinu bbbbm Eftir Freidu McFadden. Ingunn Snædal þýddi. Kilja. 335 bls. Drápa 2022. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Breski leikarinn Tom Holland er hættur á sam- félagsmiðlum, að því er fram kem- ur á vef CNN. Segist Holland ætla að einbeita sér að andlegri heilsu sinni. Eftir nokkurra vikna fjarveru á slíkum miðlum birti Hol- land á sunnudaginn var myndband þessa efnis á Instagram. Sagðist hann búinn að fjarlægja bæði Insta- gram og Twitter úr tækjum sínum, þ.e. tölvum og símum. Leikarinn sagði samfélagsmiðla hafa skaðað andlega heilsu sína og að henni hefði hrakað sérstaklega við lestur færslna um hann sjálfan. Holland segir í myndbandinu að hann telji samfélagsmiðla of örv- andi og yfirþyrmandi. Þess má geta að 67,7 milljónir manna fylgja Hol- land á samfélagsmiðlunum fyrr- nefndu og hefur þessi yfirlýsing hans og ákvörðun því eðlilega vakið mikla athygli. Holland sagðist vilja nýta tækifærið og styðja bresku góðgerðarsamtökin Stem4 sem styðja táninga sem glíma við geðsjúkdóma. Sagði Holland slík veikindi mæta miklum fordómum og minnti á að þau væru ekkert til að skammast sín fyrir. Holland hættur að nota samfélagsmiðla Tom Holland Bandaríska leik- konan Bryce Dallas Howard greinir frá því í viðtali við vefinn Insider að hún hafi fengið miklu lægri laun fyrir Jurassic World- kvikmyndirnar þrjár en mótleik- ari hennar Chris Pratt en bæði eru þau þó í jafnmik- ilvægum hlutverkum. Fyrir fjórum árum birti Variety frétt um að Howard hefði fengið tveimur milljónum dollara lægri laun en Pratt fyrir aðra myndina í syrpunni, átta milljónir en Pratt tíu. Nú er komið í ljós að munurinn var mun meiri. Segist Howard hafa rætt þennan mun við Pratt og hann í kjölfarið óskað eftir því að laun hennar yrðu hækkuð og þau fengju sömu laun fyrir sömu vinnu. Launin eru ekki aðeins fólgin í leik í kvik- myndum heldur afurðum þeirra einnig, m.a. tölvuleikjum og tækj- um í skemmtigörðum og segist Howard þakklát Pratt fyrir að hafa látið til sín taka í þessum málum. Launamunur leikara í Hollywood hefur verið allnokkuð til umræðu hin síðustu ár og því miður berast enn fréttir af slíkum mun og kynja- misrétti. Howard með mun lægri laun en Pratt Bryce Dallas Howard

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.