Morgunblaðið - 17.08.2022, Síða 25

Morgunblaðið - 17.08.2022, Síða 25
MENNING 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ chicaco sun times New york times Bráðfyndin og skemmtileg gamanmynd fyrir alla fjölskylduna með uppistandaranum Jo Koy í aðalhlutverki Ari Páll Karlsson ari@mbl.is Í gömlu kartöflugeymslunum í Ár- túnsbrekku lifir sumarið góðu lífi en einnig veturinn, vorið og haustið. Þar hefur myndlistarmaðurinn Pét- ur Geir Magnússon opnað sína aðra sýningu með lágmyndum, Annars konar Annaspann sem saman- stendur af 40 verkum. Eru lágmynd- irnar nokkurs konar upplifun Péturs á árstíðunum eftir að hann fékk óvæntan áhuga á trjám, blómum og öðrum gróðri þegar hann flutti til Stokkhólms síðasta haust. Pétur kveðst hafa nýtt sér sænska skóglendið mikið og það komið hon- um skemmtilega á óvart hversu langt haustið er í Svíþjóð. „Það eru ekki bara gul lauf fyrir hádegi og síð- an stormur eftir hádegi eins og hér heima,“ gantast Pétur. Gul, brún og rauð lauf hafi umvafið hann vikum saman, enda Stokkhólmur nokkurs konar „borg í skógi“ og haustlitirnir áberandi fram í seinni hluta október. Áhugaverð lágmynd Sigurjóns Pétur sýnir blaðamanni tvö verk sem svipuð eru ásýndum, hið fyrra í haustlitum með sporöskjulaga lauf- blöðum á víð og dreif en í hinu eru litirnir breyttir: Fyrsti snjórinn. „Hérna er veturinn kominn.“ Spurður hvers vegna unnið sé með lágmyndir segir Pétur söguna langa bak við þann áhuga. „Föðurbróðir minn bjó í Engi- hjalla 11 og á blokkinni var stór lág- mynd eftir Sigurjón Ólafsson. Þegar ég sá hana sem krakki þá fannst mér hún svo áhugaverð og skildi ekki af hverju þetta væri ekki á fleiri hús- um. Svo fór ég að taka eftir lág- myndum á fleiri húsum og þetta æxl- aðist hálfpartinn þannig að ég fór í feluleik við sjálfan mig. Fór að koma auga á þær hér og þar.“ Þegar Pétur fékk myndavélasíma byrjaði hann að taka myndir af þeim og mörgum árum síðar, í grafískri hönnun í LHÍ, fór hann að kafa í sögu steinsteypulágmynda á Íslandi og gerði sína eigin lágmynd sem út- skriftarverkefni. „Ég vildi fá þessa dýpt inn í verkin. Ég færði mig úr steypunni yfir í viðinn til að gera þetta listform aðgengilegra,“ segir Pétur. Tré beint í æð Tré voru Pétri hugleikin þegar hann flutti og það sést. „Maður upp- lifir ekki tré alveg á sama skala hér heima. Þetta eru bara skógar og skógar og skógar þarna úti. Þetta er alveg nýtt fyrir mér.“ Pétur segir veturinn einnig frá- brugðinn hinum stormasama ís- lenska. „Það er bara snjókoma í logni. Þetta fellur og sest og það get- ur verið snjólag á trjánum í þrjá, fjóra daga.“ Eitt vetrarverk er þó óður til gulra viðvarana hér heima. „Hérna ertu kominn í hvössu trjáhríslurnar sem eru hér á fullu,“ segir Pétur og ber hið litla hvassa íslenska tré sam- an við hin mjúku og stóru sænsku. Pétur bendir því næst á fyrstu vor- verkin þar sem sjónarhornið er fært úr skógunum og inn fyrir. „Farfugl- inn við Frihamnen er fyrsta vorverk- ið. Þar eru seglbátar og alls konar ys og þys og ég horfi oft þar yfir meðan ég vinn.“ Pétur bendir á hvítt, kunn- uglegt form. „Hér er kría, þær eru ekki í Svíþjóð,“ segir hann og ber verkið því vott af heimþrá. Pétur heldur áfram með vorið. „Maður var byrjaður að kaupa blóm, setja nátt- úruna á borðstofuborðið þegar mað- ur var orðinn spenntur fyrir gróðr- inum.“ Verkið Gluggaveður sýnir sól úti í glugga, þótt enn sé kalt. „Maður er enn þá á Norðurlöndunum,“ segir hann og hlær. „Maður þarf alveg enn þá að vera í jakka þegar maður fer út.“ Vorið heldur áfram og myndirnar taka að blómstra á ný. „Þessi heitir Vorið ilmar. Maður finnur að það er lykt í loftinu.“ -Og hér er enn þá vetur heima, ekki satt? „Jú, nákvæmlega. Það sem við köllum íslenskt sumar er bara sænskt vor. En hérna kom ég heim,“ segir hann og gengur inn í hið ís- lenska sumar. Illgresið sumarið „Það mætti eiginlega segja að þetta sé eitt stærsta pólitíska verk sem ég hef gert sem listamaður. Annað hvort elskar fólk þetta eða gjörsamlega hatar þetta,“ segir Pét- ur um lúpínuna, fyrsta íslenska sum- arverkið. Myndin er fjólublá með grænum fræbelgum. „Það sem gerir íslenskt sumar fyrir mér er í raun- inni illgresið.“ Gengið er frá fjólubláu verkinu og að öðru illgresi, gulu og sumarlegu. „Fífillinn er bara geggjaður. Hann gerir Ísland gult og sumarlegt. Hann er smá svona „icon“. Pétur segir erf- itt að finna íslenskara blóm en fífil- inn, enda sé hann þrjóskur og harður af sér. „Hann er á einhverju bíla- stæði og ætlar bara að vaxa. Alveg sama þótt það sé ógeðslega kalt og blautt, hann ætlar að vaxa þótt það sé einhver búinn að keyra á hann. Al- vöru Íslendingur. Það ætti klárlega að upphefja hann.“ Pétur staldrar við. „Við mættum jafnvel setja hann á frímerki.“ Síðasta myndin er tileinkuð skjálftahrinunni sem reið yfir Reykjanesið í aðdraganda gossins. „Ég er búinn að vera dauðhræddur heima hjá mér útaf öllum þessum skjálftum,“ segir Pétur um skjálf- andi myndina og hlær. „Ég er bara með ógeðslega mörg listaverk og mæti heim til mín og þori varla inn.“ Svo hræddur hafi hann verið um verkin. Íslenska sumrinu lýkur og jafn- framt hringnum í kringum sólina. „Ég vil að fólk komi á sýninguna og upplifi eitt ár. Og hér erum við kom- in hringinn,“ segir hann og minnir á fyrstu myndina: Síðla sumars. Sýningin er opin frá kl. 14 til 20 alla daga fram á sunnudag. Pétur fer aftur til Stokkhólms í haust þar sem hann stefnir á að halda sýningu að ári liðnu. Lágmyndasmiður Pétur við nokkur verka sinna á sýningunni. Með lágmyndir á heilanum - Önnur sýning Péturs Geirs Magnússonar með lágmyndum - Með gróður á heilanum - Árstíðir í kartöflugeymslum - Verkin unnin í tveimur löndum Kvartett Barkar Hrafns Birgis- sonar heldur tón- leika á Jazzhátíð Reykjavíkur í dag kl. 17 í Ráð- húsi Reykjavík- ur. Hljómsveitin mun flytja frum- samda tónlist af væntanlegri plötu sem nefnist Bara blús. sem er fyrsta frumsamda djassplata Bark- ar Hrafns og væntanleg á vínil og á streymisveitur í haust. Uppistaðan á plötunni er blúsformið. „Meiri- hluti dægurtónlistar frá upphafi á uppsprettu sína úr brunni blústón- listar,“ segir í tilkynningu og að tímabilið sem höfundur sé sérstak- lega að skoða séu gítar- eða hljóð- færaleikarar 6. og 7. áratugarins sem að mati hans hafi verið ein- staklega smekklegir í samruna blúss og djass. Ásamt Berki eru í kvartettinum Daði Birgisson, Scott McLemore og Kjartan Hákonarson. Börkur Hrafn Birgisson Bara blús á tón- leikum Jazzhátíðar Bandaríska kvikmyndaaka- demían, sem hefur umsjón með og veitir Óskarsverðlaun- in, bað í vikunni Sacheen Little- feather form- lega afsökunar á þeim árásum sem hún varð fyrir eftir að hafa flutt fræga ræðu sína á verðlaunaathöfninni árið 1973. Þá afþakkaði hún verð- laun fyrir hönd leikarans Marlons Brandos. Vildi Brando með því sýna réttindabaráttu frumbyggja Norður-Ameríku stuðning. Í ræðu sinni sagði Littlefeather illa farið með afkomendur frumbyggja við gerð kvikmynda og sjónvarpsefnis í Bandaríkjunum og vakti um leið athygli á fjöldamorðum á slíku fólki í sögu landsins. Varð Little- feather fyrir miklu aðkasti í kjöl- farið. Hefur akademían nú beðið hana afsökunar og hrósað henni fyrir hugrekkið sem hún sýndi fyrir um hálfri öld. Afsökunarbeiðni 50 árum síðar Sacheen Little- feather árið 2010.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.