Morgunblaðið - 17.08.2022, Side 28
Opið: 11-18 virka daga www.alno.is
Suðurlandsbraut 26 Sími 587 2700
Opið 11-18 virka daga innlifun.is
Verið velkomin í sýningarsalinn að
Suðurlandsbraut 26
innlifun.is
Við hönnum
DRAUMAELDHÚSIÐ
EFTIR ÞÍNU HÖFÐI
Frelsissveit Íslands kemur
ásamt finnska píanistanum
Kari Ikonen fram á Jazzhátíð
Reykjavíkur í kvöld í Norður-
ljósum Hörpu kl. 20. Frelsis-
sveitin var stofnuð 2010 af
Hauki Gröndal saxófónleik-
ara. Hún kom síðast fram á
Jazzhátíð Reykjavíkur 2020
og flutti þá verkið „Four ele-
ments“ eftir Hauk, sem hlaut
Íslensku tónlistarverðlaunin
2021 fyrir verkið, auk þess
sem sveitin var verðlaunuð
fyrir flutning sinn. Á efnisskrá kvöldsins verða ný verk
og útsetningar eftir Hauk. Auk Ikonen og Hauks koma
fram Snorri Sigurðarson á trompet, Samúel J. Samú-
elsson á básúnu, Guðmundur Pétursson á gítar, Pétur
Grétarsson á slagverk, Birgir Steinn Theódórsson á
bassa, Magnús Trygvason Elíassen á trommur og Sverr-
ir Guðjónsson raddlistamaður sem er sérstakur vernd-
ari Frelsissveitarinnar.
Frelsissveit Íslands í Hörpu í kvöld
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 229. DAGUR ÁRSINS 2022
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 776 kr.
Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr.
PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr.
Gunnar Ólafsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, er
genginn til liðs við sænska úrvalsdeildarfélagið Frys-
huset í Stokkhólmi eftir þrjú ár í herbúðum Stjörn-
unnar í Garðabæ. Gunnar, sem er 29 ára gamall, hefur
verið lykilmaður í liði Garðbæinga undanfarin tímabil.
Þetta er í annað sinn sem leikmaðurinn reynir fyrir sér í
atvinnumennsku.
Hann lék í skamman tíma með spænska B-deildar-
félaginu Oviedo árið 2019 en hann gekk til liðs við
spænska félagið frá Keflavík. »23
Gunnar í sænsku úrvalsdeildina
ÍÞRÓTTIR MENNING
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
„Best er að fara út í sveppamó þrem-
ur til fjórum dögum eftir góða rign-
ingu, því þá má búast við að sveppir
hafi sprottið upp og um að gera að
næla sér þannig í nýja og ferska upp-
skeru,“ segir Guðríður Gyða Eyjólfs-
dóttir, sveppafræðingur hjá
Náttúrufræðistofnun Íslands á Ak-
ureyri. Nú er sá árstími sem gott er
að tína og safna matsveppum en þeir
eru bæði hollir og góðir.
„Í raun dugar að þekkja eina eða
tvær tegundir matsveppa til að vera
vel settur með vetrarforða, hvort
sem fólk þurrkar eða frystir sveppi.
Þegar fólk fer í sveppamó þarf það
að vita hvað það er að gera, hafa
hugann við efnið og taka enga
áhættu. Ef maður veit ekki hvaða
svepp maður er með, þá er best að
sleppa því að borða hann. Eitraðir
sveppir geta farið illa með fólk, til
dæmis garðlumma, Paxillus involu-
tus, sem ber í sér tvenns konar eitur-
efni. Ég mæli með að fólk haldi sig
við það sem það þekkir og að hafa
hráefnið ungt og hresst, því það er
hægt að fá matareitrun af góðum
matsveppum ef þeir eru of gamlir og
fullir af bakteríum.“
Guðríður Gyða segir að sveppirnir
hafi verið lengi að þetta sumarið.
„Þeir byrjuðu snemma og komu
sumir upp strax fyrripart júlímán-
aðar, en það er ekkert of seint að
fara í sveppamó og tína sveppi til
matargerðar, svo lengi sem ekki
frýs. Auðveldast er að safna lerki-
sveppum og furusveppum, en þeir
eru pípusveppir með svampkennt
lag undir hattinum. Ég mæli með að
fólk fletti upp myndum af þessum
tveimur sveppum til að þekkja þá í
leit sinni. Til dæmis er lerkisveppur
með gult pípulag en furusveppur
með fölgult. Furusveppur er með
frekar súkkulaðibrúnan hatt, ef
hann er ungur. Hann vex með furu,
þannig að ef fólk finnur furu þá er
möguleiki að finna furusvepp eins
langt frá furunni og rótarkerfi henn-
ar nær, sem getur verið þó nokkrir
metrar. Líkami sveppsins er bund-
inn við ræturnar á trjánum en það
sem við köllum svepp er aldinið,“
segir Guðríður Gyða og bætir við að
eðli málsins samkvæmt sé lerki-
sveppur tengdur lerki.
„Mikið er af honum á Norður- og
Austurlandi, því þar hefur lerki verið
plantað, en minna hefur verið rækt-
að af lerki á Suður- og Vesturlandi.
Eitthvað af lerki ætti að finnast í
Heiðmörk, en auðvelt ætti að vera að
finna furusveppi á höfuðborgar-
svæðinu.“ Guðríður Gyða segir að í
blönduðum skógum geti allt verið í
hrærigraut, þar vaxi sambýlis-
sveppir margra trjáa á einu bretti.
„Sveppir vaxa líka í graslendi, til
dæmis alls konar gorkúlur sem eru
belgsveppir og þá má borða meðan
þeir eru hvítir að innan. Þegar þeir
skipta yfir í gorfasa þá er of seint að
tína þá, því þá eru þeir óætir og bún-
ir að þroska afkvæmin of mikið. Tún-
kempa vex líka á gömlu graslendi, en
hún er næsti bær við ræktuðu kemp-
una Flúðasvepp sem allir þekkja.
Einnig vex ullblekill á graslendi, en
hann er hár og myndarlegur sveppur
sem verður að klessu þegar hann
eldist, lekur niður sem svartur vökvi.
Meðan hann er ungur og hatturinn
fastur við stafinn, þá er hann klassa-
góður matsveppur,“ segir Guðríður
Gyða og bætir við að fólk þurfi að
gæta að því hvort umhverfið þar sem
sveppurinn vex hafi verið mengað.
„Forðast ber að tína sveppi við hrað-
brautir eða miklar umferðargötur,
því líkami sveppa er ofan í jörðinni
og það sem sígur ofan í hana getur
átt leið inn í þann líkama og birtist
síðan uppi á yfirborðinu þegar sá lík-
ami framleiðir afkomendur sína, sem
við tínum til matar,“ segir Guðríður
Gyða sem var með sveppanámskeið í
Hallormsstaðaskóla þegar í hana
náðist til spjalls, en þar hélt hún
fyrirlestur, fór út að tína sveppi og
kenndi verkun og matreiðslu.
„Smjörsteiktir og rjómalagaðir
sveppir ofan á brauð eru lostæti.“
Best að taka enga
áhættu við sveppatínslu
- Dugar að þekkja eina eða tvær tegundir matsveppa
Morgunblaðið/Golli
Sveppafræðingur Guðríður Gyða alsæl við sveppatínslu í skóglendi.
Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson
Lerkisveppir Góðir og auðþekktir.