Morgunblaðið - 12.09.2022, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2022
✝
Sigríður Þ.
Kolbeins fædd-
ist 6. janúar 1943 í
Meðalholtinu í
Reykjavík. Hún lést
á Landspítalanum
2. september 2022.
Foreldrar henn-
ar voru Hildur Þor-
steinsdóttir Kol-
beins, f. 12.5. 1910,
d. 13.8. 1982, og
Þorvaldur Kolbeins
Eyjólfsson prentari, f. 24.5.
1906, d. 5.2. 1959.
Systkini hennar eru Jóhanna,
f. 1930, d. 1992, maki Árni Jóns-
son (látinn), Hannes Bjarni, f.
1931, d. 2018, maki Guðrún B.
Kolbeins (látin), Þorsteinn, f.
1934, d. 2017, maki Rósa Þor-
láksdóttir, Pétur Emil Júlíus, f.
1936, d. 2020, Páll Hilmar, f.
1940, d. 1997, maki Helga Claes-
sen (látin), Þóra Katrín, f. 1940,
maki Magnús G. Erlendsson (lát-
inn), Þórey Ásthildur, f. 1941,
maki Jón K. Þorsteinsson (lát-
inn), Eyjólfur, f. 1946, maki
Guðrún Kolbeins, og Þuríður
Erla, f. 1950, maki Helgi Gísla-
son.
Fyrri maki Sigríðar var Frið-
rik Arnar Ásgrímsson sjómað-
ur, f. 4.10. 1940, sem lést af slys-
förum 16.7. 1962. Þeirra börn
og afkomendur eru:
1) Ásgrímur Ingibjartur, f.
24.9. 1960, maki Patti Fridriks-
syni, fv. rekstrarstjóra hjá
Reykjavíkurborg. Foreldrar
hans voru Þórdís Dagbjört Dav-
íðsdóttir, f. 7.10. 1903, d. 11.3.
1998, og Ágúst Benediktsson
vélstjóri, f. 25.8. 1897, d. 22.7.
1964. Systkini hans eru Guðrún
Dagný, f. 20.12. 1929, maki
Sverrir Júlíusson, Birgir, f. 24.5.
1931, d. 22.1. 2013, maki Edda
Kjartansdóttir, Einar Hafsteinn,
f. 14.9. 1934, d. 29.1. 2015, maki
Herdís Hergeirsdóttir (látin), og
Áslaug (Lollý), f. 18.3. 1937, d.
6.6. 2000.
Börn og afkomendur Sigríðar
og Gunnars eru:
3) Þórdís Dagbjört, f. 1.4.
1965, maki Jóhann Snæfeld
Guðmundsson, f. 25.9. 1960.
Börn þeirra eru a) Heiðar, f.
1989, sambýliskona Sigrún Lind
Sigurðardóttir, f. 1992. Þeirra
barn er Aron Elí. b) Daníel, f.
1992. c) Hildur Karen, f. 1995,
unnusti Snorri Sigurðarson, f.
1991, þeirra barn er Emilía
Dagbjört.
4) Berglind, f. 30.6. 1966,
hennar maki er Eggert Stefán
Kaldalóns Jónsson, f. 9.3. 1962.
Börn þeirra eru: a) Gunnar Em-
il, f. 1993, sambýliskona Anna
Lind Gunnarsdóttir, f. 1996,
þeirra barn er Kristín Embla. b)
Sigríður Sunneva, f. 1998. c)
Selma Karólína, f. 1999. d) Ísak
Atli, f. 2001, kærasta Alexandra
A. Kristinsdóttir.
Útförin fer fram frá Grafar-
vogskirkju í dag, 12. september
2022, klukkan 11.
Streymt verður frá útförinni
á: https://youtu.be/4Et2uSW7oww
Hlekkur á streymi:
www. mbl.is/andlat
son, f. 18.4. 1963.
Börn Ásgríms og
Þórkötlu Péturs-
dóttur fyrri konu
hans eru a) Friðrik
Arnar, f. 1981, hans
barn er Arnar Val-
ur. b) Sigmar Örn,
f. 1987, hans barn
er Anton Breki. c)
Magnús Veigar, f.
1993. Dætur Patti-
ar eru Alexandra
Copeland, maki Sarah Boyle, og
Roaxanne Lawrence, maki
Matthew Lawrence, þeirra börn
eru Alexandria, Diane og Per-
sephone.
2) María Þórunn, f. 22.9. 1961.
Hennar börn og Ásbjörns Ólafs-
sonar fv. maka eru a) Gunnar
Arnar, f. 1980, hans dætur eru
Klara Líf og Ísabella Sól. b)
Brynjar Már, f. 1983, hans dóttir
er Inga María. c) Bergur Ingi, f.
1986, sambýliskona Hanna Dís
Skúladóttir, f. 1984, þeirra börn
eru eru Marey Rán og Ásbjörn
Skúli. d) Sigurður Kári, f. 1988,
hans synir eru Víkingur Alex og
Benedikt Már. Með seinni manni
sínum Halldóri K. Her-
mannssyni (skilin) á María Guð-
mund Ágúst, f. 1996, kærasta
Oddný G. Guðmundsdóttir, f.
2000.
Sigríður giftist hinn 16. nóv-
ember 1963 eftirlifandi eigin-
manni sínum, Gunnari Ágústs-
Elsku mamma mín er fallin
frá 79 ára gömul. Búin að fá
hvíldina eftir erfið veikindi.
Mamma var einstök kona,
léttleiki einkenndi hana alla tíð
og fagurkeri var hún fram í fing-
urgóma. Hún kom úr stórum
systkinahópi og var þriðja
yngsta tíu systkina. Mikil sam-
heldni og gleði einkenndi þennan
hóp og mikil samskipti voru milli
þeirra systra.
Mamma elskaði að baka og
nutum við börnin góðs af því.
Öllum afmælisveislunum hennar
á síðasta degi jóla vildi enginn
missa af. Á sínum yngri árum
voru foreldrar mínir mikið í
dansi og við öll systkinin sett í
dansskóla um leið og aldur
leyfði. Oft var dansmúsík á fón-
inum og nokkur spor tekin.
Barnabörnin og langömmubörn-
in áttu stóran sess hjá mömmu,
hún elskaði að vera í kringum
þau.
Minningarnar eru svo marg-
ar, öll ferðalögin sem við fórum
innanlands. Oftar en ekki tjaldað
í Þjórsárdal eða á Þingvöllum,
það þurfti ekki að fara lengra.
Farið í Þórsmörk og gist í viku í
Skaftafelli. Þetta eru góðar
minningar. Ferðirnar erlendis
voru fjölmargar, oftast farið til
Kanarí en líka til Grikklands,
Taílands og Ísraels og fjölmarg-
ar borgar- og golfferðir farnar.
Og ekki má gleyma nánast ár-
vissum viðburði okkar Berg-
lindar með mömmu til Boston
þótt fyrsta ferðin okkar saman
til Bandaríkjanna hafi verið til
Baltimore. Eða þegar ég varð
fimmtug þegar við Berglind
systir ásamt fjölskyldum leigð-
um hús á Flórída og skemmtum
okkur konunglega með mömmu
og pabba. Síðasta utanlandsferð-
in okkar saman var 2019 þegar
við fórum til Alabama með við-
komu í Boston að heimsækja
Ása og Patti. Það er ógleym-
anleg ferð. En mamma átti þó
eftir að fara í fleiri ferðir eftir
það með pabba.
Golfið skipaði stóran sess hjá
mömmu síðustu árin. Ég dáðist
að henni þegar ég sá hana slá
því sveiflan var svo einstaklega
mjúk hjá henni og mér fannst
hún alltaf vera á miðri braut
meðan ég var út og suður. Eitt
sinn þegar við vorum að spila á
Flúðum á stuttbuxum og stutt-
ermabol kom hellidemba og eng-
inn með regnhlíf enda sól í heiði
þegar leikur hófst. Mamma dró
þá bara míníatúra upp úr golf-
pokanum til að koma í okkur
hita og svo var hringurinn bara
kláraður!
Mamma var mjög hreinskilin
kona og sagði hlutina bara eins
og þeir voru. Samkennd hafði
hún mikla og mátti aldrei neitt
aumt sjá.
Mikið á ég eftir að sakna
hennar.
Elsku pabbi, megi góður Guð
styrkja þig í sorg þinni því þið
mamma voruð alveg einstök
saman.
Að lokum vil ég þakka starfs-
mönnum á B-2 á Landspítalan-
um fyrir umönnun mömmu síð-
ustu vikurnar.
Elsku mamma, takk fyrir alla
ástina og kærleikann.
Þín dóttir,
Þórdís Dagbjört.
Elskuleg tengdamóðir mín
hefur kvatt þennan heim. Sigga,
eins og hún var alltaf kölluð, var
mjög lífsglöð kona, létt og
skemmtileg. Hún elskaði að
halda veislur enda meistara-
kokkur og bakari mikill.
Tengdaforeldrar mínir voru dug-
leg að ferðast og búin að fara út
um allan heim. Við fórum saman
í nokkrar ógleymanlegar ferðir
þar sem hún lék á als oddi.
Við tókum oft golfhringi sam-
an á Korpunni og víðar. Þau
tengdapabbi byrjuðu frekar
seint að spila golf en kolféllu fyr-
ir þeirri íþrótt og voru í GR í þó
nokkur ár. Ekki fannst henni
leiðinlegt að fara holu í höggi á
Korpu. Mér fannst nú stundum
gaman að stríða henni og það
sem hún gat hlegið. Eitt sinn
þegar við vorum að spila golf á
Glanna átti hún í basli með að
klára síðustu brautina þar sem
hún hló svo mikið en þá var ég
eitthvað að fíflast í henni. Eða
þegar hún sló boltanum í síls á
bíl sem keyrði fram hjá á Flúð-
um. Ökumaðurinn hafði stoppað
og Sigga sá það en svo þegar
hún stillti sér upp og tók upp-
hafshöggið fór hann af stað og
auðvitað hitti hún bílinn. Hún lét
hann nú aðeins heyra það en hló
nú samt að þessu eftir á þar sem
ekki fór verr.
Sigga var alltaf glæsileg og
smart og heimilið bar þess líka
merki og hún var alveg í essinu
sínu við að innrétta og breyta
heima hjá sér.
Síðustu ár tengdamömmu
hafa verið erfið heilsufarslega
séð og mikið frá henni tekið þeg-
ar hún gat ekki lengur spilað
golf eða farið í gönguferðirnar
sínar. En samt var hún alltaf já-
kvæð.
Elsku tengdapabbi, missir
þinn er mikill enda vart hægt að
finna samrýndari hjón. Megi
Guð styrkja þig í sorg þinni.
Ég kveð að sinni og seinna
munum við taka golfhring sam-
an.
Blessuð sé minning Sigríðar
Kolbeins.
Þinn tengdasonur,
Jóhann Snæfeld
Guðmundsson.
Glaðværð og dugnaður. Ef ég
ætti að lýsa Sigríði tengdamóður
minni með tveimur orðum væru
þetta orðin sem smellpössuðu
við hana. Frá því ég kom fyrst
inn á heimili hennar, sem var
raunar í afmæli hennar, nánast
nötraði húsið því fjörið var svo
mikið í henni og systrum henn-
ar. Þannig hefur það alltaf verið
sama hvort það voru systur
hennar eða barnabörnin sem
voru í heimsókn, alltaf var líf og
fjör í kringum hana. Boðin voru
líka ótalmörg og alltaf voru veit-
ingarnar sem hún bjó til af bestu
sort og heimilið skínandi hreint
og flott. Það var heldur ekki
ónýtt að fá hana í heimsókn því
að hún kom gjarnan með stóran
hluta af veitingunum með sér og
tók til hendinni til að tryggja að
allt gengi vel fyrir sig. Mér er
minnisstætt þegar systurdóttir
mín frá Noregi ákvað að láta
skíra barnið sitt með dags fyr-
irvara þar sem hún var stödd
hér á landi, að tengdó gat á einu
kvöldi töfrað fram einhverja
flottustu skírnartertu sem ég hef
séð, auk annarra veitinga.
Tengdamamma ferðaðist mik-
ið en aldrei gleymdi hún barna-
börnunum og alltaf fengu þau
pakka við heimkomuna og á öll-
um heimilum sem tengjast henni
eru til ótal dúkar og fínerí sem
hún bar heim með sér.
Tengdamamma hafði gaman
af að skoða íbúðir og flutti
nokkrum sinnum en í öll skiptin
hefðu heimili hennar getað verið
á forsíðum tímarita því svo flott,
smekklegt og vandað var alltaf
hjá henni.
Tengdamamma lá ekki á
skoðunum sínum. Henni fannst
við hjónin vera frekar sein í
gang með barneignir en þegar
börnin voru orðin fjögur og sr.
Vigfús Þór, presturinn okkar,
var farinn að segja í lok skírnar
„sjáumst að ári“ þá sagði hún
glaðhlakkalega en ákveðið: „Nú
hættir þú, Vigfús!“
Tengdamamma var flott kona
sem þótti vænt um sitt fólk og
barnabörnin elskuðu að vera hjá.
Hennar verður sárt saknað.
Mestur er missir Gunnars
manns hennar, elskulegs
tengdaföður míns. Samband
þeirra var sérlega náið og gott
alla tíð og þau afar samhent í
umhyggju sinni fyrir niðjunum.
Ég kveð Sigríði tengdamóður
mína með orðum sálmaskáldsins
Valdimars Briem:
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Eggert Stefán
Kaldalóns Jónsson.
Elsku amma mín. Hjartahlý,
skemmtileg og ótrúlega sterk
kona. Amma var algjör gleði-
pinni og mesta stuðkonan enda
alltaf stutt í hláturinn hjá henni
þrátt fyrir að hafa gengið í gegn-
um meira í þessu lífi en við flest.
Við eigum öll eftir að sakna
ömmu svo mikið og tómarúmið
sem hún skilur eftir verður erfitt
að fylla. Ég er svo þakklát fyrir
elsku ömmu mína, tímann okkar
saman og allar minningarnar
sem lifa áfram. Ég vona að
ömmu líði betur þar sem hún er
nú stödd, eflaust að gæða sér á
einhverjum sætindum en samt í
megrun auðvitað. Ég elska þig
amma mín og við sjáumst síðar.
Hildur Karen
Jóhannsdóttir.
Við vorum svo heppnar að
eiga heimsins bestu ömmu.
Amma var búin að eignast heilt
fótboltalið af ömmustrákum þeg-
ar við stelpurnar, Hildur, Sunn-
eva og Selma, komum loksins.
Þá fékk amma að kaupa kjóla og
prjóna í bleiku. Hún sá okkur al-
farið fyrir peysum, húfum, ull-
arsokkum og vettlingum enda
snillingur í öllu handverki. Við
áttum bara eina ömmu þar sem
föðuramma og -afi voru dáin
áður en við fæddumst. Amma
var okkur mjög náin, svo hlý og
full af umhyggju. Það var alltaf
fjör í kringum ömmu. Hún var
svo skemmtileg og fyndin. Hún
elskaði að syngja og dansa með
okkur. Skemmtilegustu sum-
arfríin voru þegar við fórum öll
saman í Munaðarnes. Þar var
okkar ævintýraheimur, amma
gat legið í sólbaði allan daginn á
meðan við vorum að leika okkur.
Svo klæddum við okkur í kjóla
og fórum á harmonikuball og
dönsuðum.
Amma og afi pössuðu okkur
oft þegar við vorum litlar. Þá
kom amma alltaf með eitthvað
gómsætt, nýbakað úr ofninum.
Hún var alltaf að hjálpa til með
þvottinn á okkar stóra heimili,
stóð þá gjarnan fyrir framan
sjónvarpið, straujaði og horfði á
Leiðarljós og var stundum að
leiðbeina fólkinu í sjónvarpinu.
Það fannst okkur fyndið.
Amma og afi buðu okkur oft í
matarboð, þá var ávallt dúkað
borð og dekkað upp eftir kúnst-
arinnar reglum, amma klæddi
sig í einn af sínum mörgu litríku
síðu kjólum sem hún keypti
gjarnan á Kanarí. Hún var lista-
kokkur og gerði allt svo fallega.
Terturnar hennar og eftirrétt-
irnir voru ávallt vandlega
skreytt, sérstaklega sítrónufró-
masinn sem hún kom með í eft-
irrétt á aðfangadag. Við erum
svo heppnar að hafa alltaf verið
með ömmu og afa á jólunum.
Þurfti mamma oft að róa ömmu
niður fyrir pakkana, þeir yrðu
ekki opnaðir fyrr en búið væri
að vaska upp. Hún suðaði mest
fyrir okkar hönd.
Ein af okkar kærustu minn-
ingum um ömmu var í Flórída-
ferð fjölskyldunnar árið 2015.
Þar stóðu mamma, Þórdís og
amma við eldavélina að vinna í
sósu kvöldsins og dilluðu sér í
takt við tónana í hátalaranum.
Við enduðum síðan öll á því að
taka þátt í listrænum tilþrifum
mæðgnanna í eldhúsinu þar sem
mikið var hlegið og hamingjan í
hámarki.
Amma var mikill spjallari.
Eitt sinn fórum við að ræða um
himnaríki og dauðann. Það var
þegar við systur vorum að upp-
götva að við værum ekki eilífar
og myndum deyja eins og allir
aðrir. Við spurðum ömmu hvort
hún væri ekki líka hrædd við til-
hugsunina um hvað tæki við eftir
dauðann. Þá svaraði hún: „Nei
elskurnar, þegar ég fer úr þess-
um heimi skuluð þið ekkert vera
að gráta, frekar skuluð þið halda
veislu og gleðjast yfir þeim
stundum sem við höfum fengið
að eiga saman.“
Við vitum að þú verður alltaf
hjá okkur elsku amma, yndisleg-
ust allra. Þangað til næst, þínar
ömmustelpur,
Sigríður Sunneva
og Selma Karólína.
Jæja Sigga mín, þá ertu farin
í ferðina löngu, í blómabrekkuna
til hans Nonna míns. Nú getið
þið sungið saman Þýtur í laufi og
Spænsku augun. Söknuðurinn er
mikill en minningin um yndis-
lega systur lifir. Hér sit ég og
rifja upp öll árin okkar saman.
Manstu þegar við vorum á
gömlu dönsunum í Breiðfirð-
ingabúð, þar sem við kynntumst
körlunum okkar? Allar útileg-
urnar okkar þar sem við ferð-
uðumst um allt með börnin og
svo þegar við vorum búnar að
skila krökkunum út í þjóðfélagið
þá tóku utanlandsferðirnar okk-
ar við. Frægu Benidormferðirn-
ar þar sem dansað var fram á
rauða nótt á Kótilettunni. En við
fórum ekki bara til Benidorm,
við tóku ferðir til Kanarí en þá
var ég nú orðin ein og þið tókuð
mig alltaf með. Manstu eftir
appelsínuöndinni á Slow Boat,
hvað þér þótti hún góð? Eftir
Kanarí var það Tenerife og
borgarferðirnar. Það er óhætt að
segja að okkur hafi þótt gaman
að ferðast saman.
Nú, ekki má gleyma franska
teboðinu þar sem við sátum og
sötruðum „franskt te“ og end-
uðum svo á því að sofna saman í
hjónarúminu eins og þegar við
vorum litlar stelpur í Meðalholt-
inu.
Við unnum saman í yfir tutt-
ugu ár á Póstinum, að vinna
svona saman hlið við hlið, póst-
ferðirnar sem við fórum í með
þeim félagsskap, þetta var svo
eftirminnilegur og skemmtilegur
tími. Við vorum alltaf svo mikið
saman, í einu og öllu, minning-
arnar gætu fyllt heila bók. Síð-
ustu vikur hafa verið erfiðar, og
ég á eftir að sakna þín að eilífu.
Ég elska þig, elsku Sigga systir
mín.
Gunnar, Ási, Maja, Þórdís,
Berglind og fjölskyldur, ég votta
ykkur innilega samúð á þessum
erfiðu tímum.
Hvíldu í friði.
Þín systir,
Þórey.
Við fráfall Sigríðar Kolbeins
er mér efst í huga þakklæti fyrir
þær fjölmörgu skemmtilegu og
innihaldsríku samverustundir
sem við áttum í gegn um tíðina.
Ég kynntist Sigríði fyrst fyrir
um þrjátíu og fimm árum er
bróðir minn Eggert bauð mér
systur sinni og föður sínum að
hitta tilvonandi tengdaforeldra
sína, þau Sigríði Kolbeins og
Gunnar Ágústsson. Tekið var
höfðinglega á móti okkur á fal-
legu og einstaklega smekklegu
heimili þeirra hjóna. En það sem
vakti kannski mesta athygli
mína var einstaklega glæsilegt
kökuborð. Þetta fyrsta kaffiboð
var síðan upphafið að mörgum
slíkum boðum, en Sigríður var
snillingur í köku- og matargerð-
arlist.
Sigríður var glæsileg kona
með mikla útgeislun og var alltaf
mjög smekklega klædd sam-
kvæmt nýjustu tísku. Hún var
einstaklega skemmtileg og
hnyttin og með næman skilning
á lífið og mannlegt eðli. Sigríður
hafði sterkan persónuleika og
skoðanir á mönnum og málefn-
um. En það sem einkenndi hana
öðru fremur var dugnaðurinn og
athafnasemin. Sigríður undi sér
hvergi betur en í skemmtilegu
fjölskylduboði og lék hún þá á
als oddi.
Hún var mikil fjölskyldukona
enda komin úr stórum systkina-
hópi og bar þess merki að hafa
þurft að taka til hendinni. Sigríð-
ur eignaðist sjálf fjögur börn og
bar hún mikla umhyggju fyrir
þeim og barnabörnunum. Líf
hennar hafði ekki alltaf verið létt
þar sem hún missti ung fyrri
mann sinn sem hún hafði eignast
tvö börn með, þau Ásgrím og
Maríu. Síðar giftist hún Gunnari
Ágústssyni hverfisstjóra hjá
Reykjavíkurborg til fjölda ára
og eignuðust þau tvær dætur,
Þórdísi og Berglindi. Sigríður
vann lengst af hjá Pósti og síma
og hefur örugglega skilað þar
góðu dagsverki ef ég þekki hana
rétt.
Samband þeirra Sigríðar og
Gunnars var mjög hamingjuríkt.
Þau voru samtaka um það sem
mestu máli skipti. Velferð barna
og annarra afkomenda var alltaf
í fyrsta sæti. Þau bjuggu sér fal-
leg heimili, áttu stóran vinahóp
og fóru margar ferðir utan, m.a.
í golfferðir.
Ég kveð Sigríði Kolbeins með
hlýju og söknuði og er þakklát
fyrir allar minningarnar um
hana.
Ég votta Gunnari, Maríu, Ás-
grími, Þórdísi og Berglindi og
öðrum aðstandendum mína
dýpstu samúð.
Margrét
Kaldalóns.
Sigríður Þ.
Kolbeins
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í
öðrum miðlum nema að fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur.
Minningargreinar