Morgunblaðið - 12.09.2022, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.09.2022, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2022 ✝ Kolbrún Dýr- leif Pálmadótt- ir fæddist í Reykja- vík 12. apríl 1953. Hún lést á Land- spítalanum Hring- braut 24. ágúst 2022 eftir stutta sjúkrahúslegu. Foreldrar henn- ar voru Brynhildur Sigtryggsdóttir, f. 21.9. 1932, d. 30.9. 2000, og Jón Pálmi Stein- grímsson, f. 22.6. 1934, d. 16.6. 2001. Kolbrún Dýrleif var elst fjög- urra systkina, hin eru: Jón Pálmi, f. 8.3. 1958; Aðalsteinn Leví, f. 11.3. 1959, kvæntur Kristínu Þorsteinsdóttur; Helga Ingibjörg, f. 16.5. 1964, sam- býlismaður Örn Felixson. Edvardsdóttir, f. 6.12. 2000, unnusti hennar Olaf Forberg. 4) Sóldís Jóna Sigurðardóttir, f. 5.6. 2005. Kolbrún fæddist með hjarta- galla og fór mjög ung í hjarta- aðgerð til Danmerkur. Mörk- uðu þessi veikindi allt hennar líf. Kolbrún vann til fjölda ára við afgreiðslustörf, saumaskap hjá Sportveri, Fasa og öðrum saumastofum og síðustu árin sem hún var á vinnumark- aðnum vann hún við þrif hjá Securitas sem varð svo að ISS. Kolbrún var mikil listakona í höndunum og fór á fjölda leir- og bastnámskeiða og var snill- ingur með prjónana. Liggur eft- ir hana fjöldinn allur af peys- um, húfum, vettlingum og sokkum, að ógleymdum dúkum, hjá ættingjum og vinum úti um allt. Útsaumur var líka í mikl- um metum hjá henni og saum- aði hún ógrynni af alls konar myndum í gegnum árin. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að hennar ósk. Hún ólst upp í Kópavoginum og bjó þar stærsta hluta ævi sinnar, en síðasta árið bjó hún í Reykjavík. Kolbrún eign- aðist eina dóttur, Brynhildi Hrund Jónsdóttur, faðir hennar er Jón Norðmann Eng- ilbertsson, eigin- kona hans er Guðbjörg Vall- aðsdóttir. Eiginmaður Bryn- hildar er Sigurður Bjarni Guðlaugsson, f. 28.9. 1974. Börn þeirra eru: 1) Guðrún Þórdís Edvardsdóttir, f. 9.2. 1991, maki Þráinn Orri Jónsson, son- ur þeirra er Theodór Breki, f. 29.6. 2018 2) Bjarni Sigurðsson, f. 12.1. 1999. 3) Kolbrún Hulda Kolbrún Dýrleif Pálmadóttir er látin. Hún náði mun lengra en henni var spáð og getur verið stolt af sínu. Hún fæddist með hjarta- galla 12. apríl 1953 og það var ekki margt til bjargar þá. Sennilega bara best að leyfa henni að deyja ungri. En svo fór ekki, fjölskyldan frétti af stúlku í Danmörku sem hafði sams konar galla í hjarta og Kolbrún hafði, og var skorin þar og það gekk vel. Foreldrar Kollu vildu að hún fengi það sama en það var ekki auðfengið, og sjúkra- samlagið neitaði að taka þátt í þessari vitleysu, að eyða pening- um í þetta. Svo fór að Loftleiðir sköffuðu þeim ferð til Danmerkur, á meðan vorum við, ég og bróðir minn, hjá afa og seinni konu hans, við gott atlæti, fengum skeið fulla af mysingi og sagt að fara út að sleikja þetta þar. Svo við höfðum það gott á meðan systir okkar barðist fyrir lífi sínu. En þetta gekk allt og hún varð fullorðin snemma og reyndi að stjórna okkur yngri systkinum sínum. Það gekk misjafnlega vel. Hún varð fullorðin og eignaðist dóttur sem var eins og sólargeisli á heimili mömmu og pabba, og allt snerist um hana. Hún var alltaf dugleg til vinnu sem henni líkaði, en síðustu ár hafa ekki verið eins og til var ætl- ast og þessi sjúkdómur ásamt öðr- um varð verri og verri og lyfin virkuðu ekki eins og skyldi lengur. Hún orðin amma tveggja ynd- islegra stelpna svo henni fannst nóg komið. Nei nei, ekki misskilja mig, hún bara datt heima hjá sér og braut mjaðmagrindina. Það þarf ekki alltaf stóra gusu til að fylla mælinn, það þurfti bara síð- asta dropann. Hún yfirgefur þetta jarðlíf bara sátt, svo að ég held að þetta sé bara gott hjá henni. Ég kveð hana bara eins og allt- af, hún er kannski ekki búin að átta sig á að hún sé dáin, en það getur tekið smá tíma. Kolla mín, ég kveð þig og vona að það sé ekki meira heilsuströggl þar sem þú ert nú og ég bið að heilsa þeim sem ég þekki þarna þó að það séu kannski ekki margir. Þinn bróðir, Jón Pálmi Pálmason. Elsku Kolla mín. Nú ertu búin að fá langþráðu hvíldina þína og við búin að kveðja þig og mamma þín komin með þig í fangið aftur og Keli köttur kominn til þín aft- ur. Þegar ég kom inn í fjölskylduna fyrir 45 árum vissi ég ekki alveg hvar ég hefði þig og tók mig smá- tíma að komast inn fyrir skelina hjá þér. Þú varst nefnilega ekki allra. Eftir það vorum við mjög góðar vinkonur og þú kallaðir mig alltaf langbestu mágkonuna þína og eftir að foreldrar þínir fóru í sumarlandið sagðir þú að ég væri límið í fjölskyldunni og þykir mér alltaf mjög vænt um þessi orð. Við unnum saman í nokkur ár og gerðum ýmislegt saman eins og gerist og gengur. Þú varst mjög hvatvís og bein- skeytt í samskiptum við fólk og áttu sumir mjög erfitt með það. En þú vildir alltaf vel og vinahóp- urinn þinn sýnir þess merki. Þú varst dugleg að halda sambandi við ættingja, vini og kunningja. Sem dæmi fannst þér ekkert til- tökumál að keyra í þrjá klukku- tíma norður í land að heimsækja okkur í bústaðinn og til baka aftur um kvöldið því þú gast ekki sofið neins staðar nema heima hjá þér og varst dugleg að sækja ýmsa viðburði eins og prjónakaffi hjá Sjálfsbjörg enda varstu snillingur með prjónana í höndunum og ligg- ur eftir þig ógrynni af peysum, húfum, vettlingum, dúkum og skírnarkjólum. Þú fékkst ástríðu fyrir ýmsu sem þú gast gert með höndunum og fórst á ýmis nám- skeið til að læra handverk eins og t.d. körfugerð úr basti, leirnám- skeið og keramiknámskeið svo eitthvað sé nefnt. Að ógleymdum öllum myndunum og ýmsu sem þú saumaðir út og prýða veggi hjá ættingjum og vinum. Ekki varstu langskólagengin en þú fórst í Kvennaskólann á Blönduósi og lifðir á þeim lær- dómi alla ævi. Ein saga af þér var rifjuð upp, þegar foreldrar ykkar fóru utan og þú varst heima að passa systk- ini þín. Þú áttir að sjá um að gefa þeim að borða og kunnáttan í eldamennskunni var ekki alveg upp á hundrað og þú gafst þeim að borða kjöt með súpu út á sem sósu og sósu sem súpu í eftirrétt! Minnug varstu og mundir alla afmælisdaga hjá öllum í kringum þig. Lífshlaup þitt var ekki alltaf auðvelt og á þessi vísa eftir Stein Steinar mjög vel við líf þitt: Að sigra heiminn er eins og að spila á spil með spekingslegum svip og taka í nefið. Og þótt þú tapir, það gerir ekkert til, því það er nefnilega vitlaust gefið. Elsku Kolla, hvíl í friði, minn- ing þín lifir í hjörtum okkar. Meira á www.mbl.is/andlat Þín mágkona og bróðir, Kristín Þorsteins- dóttir og Aðalsteinn Leví Pálmason. Kolla var frábær og yndisleg kona sem ég kynntist fyrir 17 ár- um þegar ég hitti Brynhildi dóttur hennar á skemmtistað. Ég var að vísu búinn að hitta hana oft áður þegar ég þurfti að ná tali af frænda mínum sem var að vinna með henni. Mér er alltaf minnisstætt þegar við vorum búin að búa saman í nokkra mánuði og ég spurði Kollu hvort ég mætti giftast dóttur hennar. Hún svaraði: „Já ætli það ekki, þú verður líklega að fá leyfi hjá pabba hennar líka!“ Kolla, þú varst frábær tengda- móðir og amma barna okkar og fósturamma, þú varst líka frábær langamma. Takk fyrir allar góðu stundirn- ar; Danmerkurferðina fyrir nokkrum árum og svo má ekki gleyma Tenerifeferðinni í sumar sem var frábær. Takk fyrir allt elsku Kolla, þín verður ávallt minnst og saknað. Þinn tengdasonur, Sigurður Bjarni Guðlaugsson. Mig langaði að minnast Kol- brúnar D. Pálmadóttur, sem lést á hjartadeild Landspítala þann 24 ágúst s.l., með nokkrum orðum. Við kynntumst fljótlega eftir að ég flutti í íbúð á móti hennar á Ný- býlaveginum og vorum nágrannar í 15 ár. Eftir að hún flutti úr hús- inu fyrir þrem árum héldum við sambandi. Kolbrún var góð og umhyggju- söm kona. Hún elskaði fjölskyldu sína ofurheitt og bar hag hennar allrar mjög fyrir brjósti. Hún var amma allra barna sem bættust í fjölskylduna, sama þótt þau væru ekkert skyld henni. Kolbrún var glaðsinna og opin, hún var ófeimin að gefa sig að fólki og spjalla, hún var opinská um skoðanir sínar og ófeimin að segja álit sitt. Hún var lengi vel í prjónahópi og þar hafði hún aðgang að alls kyns græn- meti. Eftir prjónahittinginn hékk yfirleitt poki með ýmiss konar grænmeti á hurðarhúninum þeg- ar ég kom heim. Svona hugsaði Kolbrún alltaf um aðra. Það var Kolbrún sem sá um að allt væri hreint og snyrtilegt í og kringum húsið okkar. Hún beið ekki eftir að einhver annar gerði hlutina, heldur gekk sjálf í verkið. Hún tíndi upp rusl, þvoði sorp- geymsluna og tunnurnar, sópaði stéttina og þreif tröppurnar og innganginn. Hún tók niður gard- ínurnar í stigaganginum, þvoði þær og hengdi síðan aftur upp. Hún keypti blóm og setti í pott við innganginn, gróðursetti tré í garðinum og ræktaði jarðarber í pottum á svölunum. Kolbrún hafði yndi af fallegum blómum. Hún komst varla sjálf um svalirnar sín- ar fyrir blómapottum þar sem alls kyns blóm brostu mót sólu. Gull- regnið, sem blómstrar á hverju sumri fyrir utan eldhúsgluggana okkar, er tréð hennar Kolbrúnar. Þegar ég horfi á það hugsa ég allt- af til hennar. Kolbrún var góður nágranni og ég og við hin í húsinu vorum hepp- in að eiga hana fyrir nágranna. Hún tók með glöðu geði að sér að hugsa um mín blóm þegar ég fór í ferðalög. Ég hefði vilja hitta hana oftar en aðstæður undanfarin ár buðu oft ekki upp á hitting. Við hringdum hvor í aðra reglulega og hittumst núna í sumar þegar ég heimsótti hana. Hún var á leið til Tenerife með fjölskyldu sinni og hlakkaði mikið til. Nú er Kolbrún farin í ferðina miklu í sumarlandið og að fara þangað var tilhlökkunarefni hjá henni. Það er gott til þess að hugsa að nú er hún orðin heilbrigð og sátt og örugglega búin að hitta köttinn sinn aftur. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst og þekkt Kol- brúnu Dýrleif Pálmadóttur. Guð blessi minningu hennar. Sigurbjörg. Kolbrún Dýrleif Pálmadóttir Minningarvefur á mbl.is Minningar og andlát Á minningar- og andlátsvef mbl.is getur þú lesið minningargreinar, fengið upplýsingar úr þjónustuskrá auk þess að fá greiðari aðgang að þeirri þjónustu sem Morgunblaðið hefur veitt í áratugi þegar andlát ber að höndum. Andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar eru aðgengilegar öllum. www.mbl.is/andlát Minningargreinar Hægt er að lesa minningargreinar, skrifa minningargrein og æviágrip. Þjónustuskrá Listi yfir aðila og fyrirtæki sem aðstoða þegar andlát ber að höndum. Gagnlegar upplýsingar Upplýsingar og gátlisti fyrir aðstandendur við fráfall ástvina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.