Morgunblaðið - 12.09.2022, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2022
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tv
ill
ur
.H
ei
m
sf
er
ði
rá
sk
ilj
a
sé
rr
ét
tt
il
le
ið
ré
tti
ng
a
á
sl
ík
u.
At
h.
að
ve
rð
ge
tu
rb
re
ys
tá
n
fy
rir
va
ra
ur
br
e
Róm
Ítalía
595 1000 www.heimsferdir.is
At
h.
að
ve
rð
et
rb
re
6. október í 4 nætur
129.850
Flug & hótel frá
4nætur
Morgunblaðið/Eggert
Gestir Erlendum ferðamönnum er
nú farið að fjölga hér á ný.
Tómas Arnar Þorláksson
tomasarnar@mbl.is
„Í mínum rekstri finnum við vel fyrir
því að bókanir berist fyrr og að fólk
sé að skipuleggja sig lengra fram í
tímann. Maður sá aldrei þennan
fjölda af bókunum stóru ferða-
mannaárin okkar 2018 og 2019.“
Þetta segir Unnur Svavarsdóttir,
framkvæmdastjóri ferðaskrifstof-
unnar GoNorth, sem sérhæfir sig í
pakkaferðum fyrir útlendinga, um
komandi ferðamannasumarið 2023.
Að sögn Unnar eru bókanir fyrir
næsta sumar strax farnar að berast í
þó nokkrum mæli. Þá segir hún að
bókanir með svona miklum fyrirvara
berist aðallega frá Mið-Evrópu og
þar séu Þjóðverjar fremstir í flokki.
„Ég hef það á tilfinningunni að það
sé alltaf að verða stærri hópur sem
planar svona langt fram í tímann en
við sjáum líka miklu meira af bók-
unum með stuttum fyrirvara en við
sáum til dæmis fyrir 20 árum,“ segir
Unnur sem bendir þó á að erfiðara
verði að taka skyndiákvörðun um að-
koma til Íslands með hverju árinu
sem líður.
„Það er framboð flugsæta sem
ræður því hve margir ferðamenn
koma hingað,“ segir hún en bendir á
að jafnvel þótt flugferðum til landsins
myndi fjölga þýði það ekki endilega
að fleiri ferðamenn komi til landsins
þar sem hótelgisting og bílaleigubílar
eru oft uppbókuð með dágóðum fyr-
irvara.
Sem dæmi um þetta nefnir hún
aukinn fjölda flugferða til og frá Ítal-
íu í sumar. Að hennar mati kom það í
veg fyrir að Ítalir ferðuðust til lands-
ins í stórum stíl hvað þeir eru oft sein-
ir að skipuleggja sig. „Ítalíumark-
aðurinn er frægur fyrir það að
ítalskir ferðamenn bóka mjög seint.
Ítalir lentu því í þeim vandræðum að
þegar þeir loksins bókuðu ferð til Ís-
lands þá var engin gisting laus.“
Hún segir því þróunina vera á þann
veg að fljótlega verði nær ómögulegt
að taka skyndiákvörðun um að
ferðast til Íslands.
Unnur býst við að sumarið 2022 og
2023 verði að minnsta kosti svipuð en
líklega verði sumarið 2023 stærra.
Hún bætir við að ferðamannasumarið
myndi án efa verða stærra ef bíla-
leigubílum og hótelherbergjum á
landinu fjölgaði.
Hún segist ekki búast við miklum
fjölda frá Asíu næsta sumar en að
hennar sögn lögðu ekki margir leið
sína frá Asíu til Íslands í sumar. „Mín
tilfinning er að Asíumarkaðurinn sé
ekki farinn að hreyfa sig. Hann er
enn þá á sínum heimaslóðum.
Kannski mun bætast í komur frá Asíu
en við sjáum það ekki í sama magni
og við sáum áður.“
Reiknar með Asíumarkaðnum
Arnheiður Jóhannsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Markaðsstofu Norður-
lands, tekur undir orð Unnar og segir
að bókanir fyrir sumarið 2023 hafi
verið fjölmargar undanfarið. „Sum-
arið 2023 lítur bara alveg rosalega vel
út,“ segir hún.
Hún segir að það eina sem vanti til
þess að sumarið 2023 verði án vafa
ennþá stærra en sumarið 2022 sé
meira af gistiplássi fyrir ferðamenn
hérlendis. Aðspurð segir hún það
vera í vinnslu að fjölga gistiplássum á
Norðurlandi.
„Það er verið að skoða stöðuna víðs
vegar og hvaða tækifæri séu fyrir
hendi. Við erum líka að láta vinna fyr-
ir okkur greiningu núna til að greina
hvar á Norðurlandinu mesta þörfin er
fyrir gistipláss.“
Arnheiður bindur þá miklar vonir
við að Asíubúar komi aftur til lands-
ins næsta sumar. Hún segist reikna
með að það gerist og bendir á að allt
sé að opnast aftur. Hún tekur þó fram
að erfitt sé að segja til um hvað gerist
í þessum efnum. Þá býst hún við enn
frekari fjölgun ferðamanna frá
Bandaríkjunum næsta sumar.
Að mati Arnheiðar er það alls ekki
rétt að landið sé sprungið hvað því
viðkemur að taka á móti ferðamönn-
um. Aðeins þurfi að auka framboð og
þjónustu.
Þegar mikið bókað fyrir næsta sumar
- Nær ómögulegt er að taka skyndiákvörðun og ferðast til Íslands - Stærra ferðamannasumar á
næsta ári en í ár - Skortur á gistiplássum og bílaleigubílum hamlar frekari stækkun
Ísak Gabríel Regal
isak@mbl.is
Líney Sigurðardóttir er ósátt við þá meðferð og þjón-
ustu sem hún fékk á Sjúkrahúsinu á Akureyri um
helgina. Hún er búsett á Þórshöfn ásamt eiginmanni
sínum og lenti í heilmiklum hrakförum í fyrradag. Hún
var þá nýkomin úr réttum með fjögurra ára gamlan
dótturson sinn, en þegar hún var að setja drenginn inn í
bíl á leiðinni heim skrikaði henni fótur og hún rann nið-
ur grýttan kant og lenti í mýrarbleytu. „Ég heyrði
smellinn og var strax viss um að ég hefði brotnað,“ seg-
ir Líney í samtali við Morgunblaðið. Líney hringdi þá í
vinkonu sína sem tók af skarið og hringdi á sjúkrabíl en
fólk í grenndinni sat með Líneyju þangað til hann kom.
Líneyju var gefið morfín í sjúkrabílnum sem flutti
hana á Kópasker þar sem læknir vísaði þeim áfram til
Akureyrar. Líney varð mjög veik á leiðinni og kastaði
ítrekað upp í bílnum. Hún segist hafa verið útæld og
illa á sig komin þegar hún mætti á spítalann á Akureyri
en þar byrjar hrakfallasagan fyrir alvöru.
„Ég kem inn á Sjúkrahúsið á Akureyri klukkan sjö
um kvöld, fer þá í röntgenmyndatöku og klukkan ellefu
er úrskurður kominn um að um beinbrot sé að ræða.
Mér er þá sagt að ég megi bara fara heim í ljósi þess að
ekki þurfi að skera eða gera neitt við,“ segir Líney en
þá runnu á hana tvær grímur. „Ég spurði starfsfólk
spítalans hvort það vissi að ég ætti heima á Þórshöfn,
sem er í þriggja tíma akstursfjarlægð, og útskýrði fyrir
þeim að maðurinn minn væri einn heima með barna-
barnið okkar og kæmist ekkert frá. Þau sögðu mér að
hringja á leigubíl og fara á hótel og bættu svo strax við
að ég gæti ekki farið á sjúkrahótelið því þar væri ekk-
ert starfsfólk og að ég þyrfti á þjónustu að halda.“
Líney kom því ekki heim og saman að hún þyrfti að
fá þjónustu en ætti samt að koma sér heim á eigin veg-
um. „Þá var mér sagt að ég gæti í það minnsta fengið
að borða á hótelinu en mér var ekki boðinn matur á
spítalanum. Ég átti sem sagt að fara þaðan um hálftólf
um kvöld, hringja á leigubíl sem ég hefði ekki komist
hjálparlaust út í og reyna að finna mér eitthvert hótel á
milli ælukastanna, yfirkomin af ógleði.“
Hún segir að sér hafi verið fullkomlega ofboðið. „Mín
mannlega reisn fauk út í veður og vind. Mér var ekið
fram í biðstofuna í hjólastól og ég átti bara að sjá um
framhaldið sjálf.“ Líney segist hafa setið í almennu bið-
stofunni í sundurklipptum buxum og berfætt, ælandi í
poka. „Þau höfðu þó fyrir því að segja mér að ég fengi
reikning í heimabanka, líklega einhverja tugi þúsunda
eftir röntgenmyndirnar og bráðakomu og svo sjúkra-
bíl,“ bætir Líney við.
Líney bað um að fá að liggja einhvers staðar frammi
á gangi á spítalanum en henni var tjáð að vinnuregl-
urnar væru á þann veg að þegar sjúklingur þyrfti ekki
á aðgerð að halda væri hann útskrifaður og sendur
heim. Líney var þá send heim með fjórar paratabs og
tvær bólgueyðandi töflur í farteskinu eftir að hafa verið
sett í teygjusokk því að brotið lá rétt, að sögn lækna, en
erfitt var að sjá það almennilega því það var svo mikið
blóð í kringum áverkana.
„Sálræn skyndihjálp og mannleg hlýja fyrirfannst
ekki þarna. Ég var bara eitthvert mál sem þurfti að
afgreiða og vinnureglurnar sendu mig burt.“
Líneyju tókst loks að ná í ættingja sína á Akureyri
sem voru fyrir tilviljun á leiðinni til Þórshafnar daginn
eftir og fékk hún að gista hjá þeim um nóttina. Segir
hún það hafa verið erfitt fyrir þau og hana sjálfa að
koma henni inn í bíl og inn í húsið þeirra, sem er á
þremur pöllum. Þegar þau voru svo komin tvo þriðju af
leiðinni aftur til Þórshafnar um morguninn fékk Líney
símtal frá Akureyri þar sem henni var tjáð að hún
þyrfti að mæta aftur upp á spítala í sneiðmyndatöku
vegna þess að læknarnir hefðu komið auga á annað
brot.
Þegar Morgunblaðið náði tali af Líneyju í gærkvöldi
hafði hún verið að íhuga hvort hún ætti hreinlega að
leita sér læknisaðstoðar í Reykjavík í staðinn. Hún
ákvað þó að lokum að fara til Akureyrar um kvöldið og
var komin með gistingu hjá ættingjum sínum þar.
Áætlað var að hún færi í sneiðmyndatöku í dag, mánu-
dag. Hún kveðst hafa áhyggjur af stöðunni og finnst
óvissan verst, þá hvað gerist í framhaldi af sneið-
myndatökunni, en það verður að koma betur í ljós.
Átti að koma sér sjálf
fótbrotin heim á Þórshöfn
- Segir starfsfólk Sjúkrahússins á Akureyri hafa brugðist sér
Brotin Líney Sigurðardóttir heima á Þórshöfn í gær
með barnabarnið í fanginu og tvíbrotinn fótlegg.
Sigurður Már köku-
gerðarmaður ársins
Inga Þóra Pálsdóttir
ingathora@mbl.is
Sigurður Már Guðjónsson, bakari
og konditor hjá Bernhöftsbakaríi,
var um helgina valinn kökugerðar-
maður ársins á heimsþingi Al-
þjóðasamtaka bakara og köku-
gerðarmanna (e. International
Union of Bakers and Confection-
ers). Heimsþingið fór fram á Ís-
landi.
„Ég tek bara auðmjúkur við
þessu en það eru margir hæfileika-
ríkir fagmenn úti og væntanlega
erfitt fyrir þá að velja hver eigi að
fá þetta hverju sinni,“ segir Sig-
urður Már.
Verðlaunarafhendingin fór fram
á laugardainn á Grand hóteli. Auk
þess að velja kökugerðarmann árs-
ins var bakari ársins einnig valinn.
Að þessu sinni var það Þjóðverjinn
Axel Schmitt sem hlaut þá viður-
kenningu. Viðurkenningarnar
tvær eru æðstu viðurkenningar
sem bökurum og kökugerðar-
mönnum geta hlotnast í heiminum.
Sigurður Már fékk að vita fyrir
fram að hann myndi hljóta viður-
kenninguna til þess að geta undir-
búið eftirrétt fyrir þinggesti.
Breytti köku í eftirrétt
„Fyrsta sem mér datt í hug var
að breyta köku ársins árið 2011,
sem var vinsælasta kakan hjá mér,
í eftirrétt. Úr varð sítrónu- og van-
illuskyrmús með hindberjakjarna,“
segir Sigurður Már.
Eins og áður segir héldu sam-
tökin heimsþing sitt á Íslandi og er
um að ræða stærsta viðburð sem
haldinn hefur verið í bakarastétt-
inni á Íslandi, en alls sækja 70 bak-
arar frá fimm heimsálfum þingið.
- Heimsþingið var á Íslandi um helgina
Morgunblaðið/Eggert
Bakari Sigurður Már Guðjónsson.