Morgunblaðið - 14.11.2022, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.11.2022, Blaðsíða 6
FRÉTTIR Innlent6 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2022 Velkomin í okkar hóp! jsb.is E FL IR / H N O TS KÓ G U R Vertu í Toppformi með okkur í vetur Alltaf hægt að byrja Komdu í frían prufutíma FYRIR ALLAR KONUR JSBrækt alltaf! Fjölmargar athugasemdir bárust eftir kynningu skipulagslýsingar fyrir lóðirnar Bræðraborgarstíg 1-5, sem fram fór í sumar. Borgarfulltrúar eru efins um áformin. Þannig bóka fulltrúar meirihlutaflokkanna í umhverfis- og skipulagsráði að drög að skipulags- lýsingu fyrir Bræðraborgarstíg 1, 3 og 5 sýni mikið byggingarmagn á þröngum reit. Umhverfi reitsins einkennist af fínofnu byggðamynstri við eina elstu götu borgarinnar. „Við teljum nauðsynlegt að skipulagslýs- ingin samræmist betur því mynstri sem fyrir er.“ Fulltrúar Sjálfstæð- isflokksins tóku í sama streng. Í bókun þeirra segir að taka eigi ríkt tillit til ríkjandi byggingarstíls í ná- grenninu. Sérstaklega þurfi að gæta þess að byggingarmagn verði ekki of mikið eins og nýleg dæmi eru um úr hverfinu. Horn Bræðraborgarstígs og Vesturgötu sé mikilvægt fyrir ásýnd hverfisins en við umrædd- ar götur sé ein heillegasta byggð gamalla húsa í Reykjavík. Tekið er undir athugasemdir nágranna um að skipulag reitsins verði að byggjast á virðingu fyrir sögunni og menningararfi höfuðborgarinn- ar. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins hvatti til þess í bókun að skipulags- yfirvöld hlustuðu á athugasemir nágranna. Ná þyrfti sátt í málinu. Eins og mönnum er í fersku minni varð mannskæður bruni á Bræðarborgarstíg 1 sumarið 2020. Húsið gjöreyðilagðist og var rifið. Þorpið vistfélag eignaðist lóðirnar á Bræðraborgarstíg 1-5 árið 2021. Hyggst félagið reisa á lóðunum 26 tveggja herbergja íbúðir fyrir eldri femínista. Í byrjun árs 2022 sendu Yrki arki- tektar fyrir hönd Þorps vistfélags beiðni til Reykjavíkurborgar um að unnið yrði deiliskupulag fyrir lóðirn- ar Bræðraborgarstíg 1-5. Umrædd- ar lóðir afmarkast af Vesturgötu, Bræðabrogarstíg og Ránargötu. Lóð númer 1 stendur auð eftir brunann. Á lóð nr. 2 er tveggja hæða hús með risi, byggt árið 1911 og þarfnast viðhalds. Áformað er að endurbyggja húsið, enda friðað, og færa það til á reitnum. Á lóð nr. 5 er þriggja hæða hús með risi. Við kynningu á deiliskipulags- lýsingu síðastliðið sumar bárust fjölmargar athugasemdir frá íbú- um í nágrenni Bræðraborgarstígs. Í sameiginlegri yfirlýsingu, sem 55 einstaklingar rita undir, segir að skipulagslýsingin uppfylli ekki þau skilyrði sem ráð er fyrir gert í aðal- skipulagi Reykjavíkur. Hvorki stað- setning, saga staðarins né ákvæði í aðalskipulagi um borgarvernd leyfi það sem farið er fram á. Lýs- ingin geti alls ekki verið forsenda deiliskipulags. „Við erum hörð á þessu,“ segja íbúarnir og kvarta jafnframt yfir samráðsleysi og að erindum þeirra og athugasemdum hafi ekki verið svarað af borginni. lFjölmargar athugasemdir bárust frá nágrönnum vegna áforma um uppbyggingu á reitnum Bræðraborgarstíg 1-5lBorgarfulltrúar vilja draga úr byggingarmagni Ofmikið byggt á brunareit Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Morgunblaðið/sisi ByggingarreiturHúsið Bærðraborgarstígur 1 gjöreyðilagðist í bruna og var rifið. Þarna verða byggðar íbúðir. ReiturinnHúsin tvö sem verða lagfærð og endurbyggð. Neðra húsið er byggt árið 1911 og er því friðað. Áformað er að færa það til á reitnum. Skýr af- staða til stríðsins lNATO-þingið hefst á föstudag „Ég held að það sé mjög mikil- vægt að innan NATO-þingsins sé ekki bara einhver kór jábræðra heldur rúm fyrir fleiri og jafnvel gagnrýnni sjón- arhorn,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og vara- formaður sendinefndar Íslands. Ár- legt NATO-þing fer fram í Madríd á Spáni dagana 18.-21. nóvember en þingið er samræðu- og samráðs- vettvangur þingmanna aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins. Á NATO- þinginu eiga sæti 248 þingmenn frá aðildarríkjunum 26, auk þingmanna aukaaðildarríkja. Alls á Ísland þrjá fulltrúa á þinginu. Úkraína í brennidepli Andrés tók sæti í nefndinni í upp- hafi kjörtímabils en hann er sjálfur hernaðarandstæðingur. Þótt hann sé ekki kominn með mikla reynslu af nefndarsetunni segir hann athyglisvert að fá innsýn í hvernig önnur ríki nálgast aðild sína að bandalaginu. „Það er kannski pínu skakkt því mér sýnist oft veljast svona herskáustu þingmenn hvers ríkis inn í nefndirnar gagnvart NATO. Þannig að þetta verða kannski aðeins harðari umræður en við eigum að venjast,“ segir Andrés, sem verður reynslunni ríkari eftir þetta þing, en hingað til hefur hann setið eitt milliþing og nefndarfund. Innrás Rússa í Úkraínu verður í brennidepli á þinginu og segir Andrés afstöðu Íslands til stríðsins skýra. „Afstaða að mér sýnist allrar Evrópu er mjög skýr; að þetta stríð Rússa gegn Úkraínu eigi ekki að líð- ast. Ég hef ekki heyrt einn einasta halda öðru fram, til dæmis inni á Alþingi,“ segir Andrés. sonja@mbl.is Andrés Ingi Jónsson „Driftað“ á hring- torgum í bænum lStöðvaðir í „drifti“ úti áGranda Lögreglan var kölluð til í Vestur- bæ Reykjavíkur í fyrrinótt vegna bíla sem voru í svonefndu „drifti“ á hringtorginu úti á Granda við Tryggvagötu. Talsmenn umferðar- deildar lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu segja algengt að fjöldi fólks hittist og fylgist með „bílahitting- um“, þar sem ýmist er driftað eða keppt í kappakstri. „Þessi hópur hefur verið að spóla á hinum og þessum plönum. Það hafa verið settar upp hraðahindr- anir víða til þess að sporna við þess- um gjörningum en þá færa þeir sig bara á næsta stað,“ segir Hörður Lillendahl, varðstjóri hjá umferðar- deild lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu. Fólk safnast gjarnan saman á 20 til 30 bílum til þess að fylgjast með viðburðum sem þessum en Hörður segir ekki auðvelt að hafa auga með slíkum hópum. Komi lögregla á vettvang eftir kvartanir íbúa og vegfarenda séu þeir sem standa að hittingunum oft á bak og burt eftir að spurst hefur út að lögregla sé á leið á staðinn. „Það er erfitt að ná þeim því við getum ekki verið alls staðar. Yfirleitt eru menn að spyrna eða spóla, síðan komum við og þá eru allir farnir,“ segir hann. Hittingar sem þessir hafi lengi tíðkast vestur á Granda en síðan hafi verið settar upp hindranir á svæðinu sem gerðu ökumönnum erfiðara fyrir. „Þetta er auðvitað stórhættulegt og við erum ekkert hrifnir af þessu. En það er erfitt að ná þeim því þeir eru síðan með bíla í kringum sig sem skanna og sjá hvort lögreglan er á leiðinni. Ef við sjáum hittinginn þá kannski stillum við okkur upp á planinu og þá nenna þeir þessu ekki lengur og láta sig hverfa,“ segir Hörður. Lögreglan reyni þó alltaf að fara á vettvang þegar íbúar og vegfarendur hafa samband. Morgunblaðið/sisi „Drift“Oft kemur fólk saman í 20 til 30 bílum til að fylgjast með.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.