Morgunblaðið - 14.11.2022, Blaðsíða 28
MENNING28
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2022
Enginn sem leggur leið sína til
Helsinki í Finnlandi ætti að láta
bókasafnið Oodi, sem á íslensku
merkir óður, fram hjá sér fara.
Finnska fyrirtækið ALA Architects
hannaði safnið eftir að hafa unnið
alþjóðlega samkeppni sem haldin
var 2013. Byggingin, sem kostaði
98 milljónir evra að reisa, var vígð
5. desember 2018, á síðasta degi
hátíðarhalda í tilefni þess að öld var
liðin frá því Finnland lýsti yfir sjálf-
stæði frá Rússlandi. Útgangspunkt-
ur hönnunarinnar var að byggingin
væri almenningsrými opið öllum að
kostnaðarlausu.
Byggingin, sem er á þremur
hæðum, stendur við Kansalaistori
andspænis finnska þinghúsinu. Hlýr
greniviður er áberandi á fyrstu
tveimur hæðunum, en gler og stál
leika aðalhlutverk á efstu hæð. Mild
lýsing skapar góða stemningu og
frábær hljóðhönnun gerir það að
verkum að þrátt fyrir að húsið iði
af lífi helst hljóðvistin ávallt góð.
Þegar undirrituð átti leið um húsið
kvöld eitt fyrir skemmstu mátti
m.a. sjá fólk að hönnunarstörfum,
unglinga sem spiluðu tölvuleiki í
margmiðlunarherbergjum og gesti
sem lásu nýjustu dagblöðin.
Oodi var reist sem hágæða-
bókasafn og hýsir um 100.000
bækur, tímarit, dagblöð, prentaðar
nótur, kvikmyndir og spil, en bækur
safnsins eru á um 20 tungumálum.
En Oodi er ekki aðeins bókasafn í
hefðbundnum skilningi, því þetta
er sannkallað félagsheimili eða
samfélagsmiðstöð. Á jarðhæðinni
má sem dæmi finna veitingastað,
bíósal, rými sem ætlað er yngstu
gestum hússins og úrval nýjustu og
vinsælustu bóka safnsins. Miðhæð-
in hýsir margvísleg vinnurými,
fjölda fundarherbergja og nokkur
hljóðver. Þar er einnig fullbúið eld-
hús þar sem hægt er að bjóða upp
á matreiðslunámskeið og nokkrar
saumavélar. Efsta hæðin er helguð
bókasafninu auk þess sem þar má
finna leikaðstöðu fyrir yngstu börn-
in innan um bókahillurnar, kaffihús,
lesaðstöðu og aragrúa borðspila
sem gestir geta nýtt sér.
Byggingin er opin virka daga
kl. 8-21 og um helgar kl. 10-20.
Bókasafnskortið er ókeypis fyrir
alla íbúa Helsinki, sem geta einnig
til dæmis bókað tíma í hljóðver-
um og fengið hljóðfæri lánuð án
greiðslu. Fundarrými hússins eru
öllum opin, líka þeim sem ekki eru
með bókasafnskort. Oodi er sann-
kallaður óður til samfélagsins.
l Bókasafnið Oodi hefur slegið í gegn eftir að það var vígt í Helsinki 5. desember 2018l Fyrsta
árið heimsóttu um þrjár milljónir manns byggingunal Lifandi tré innanhúss og góð hljóðhönnun
Óður til samfélagsins
Ljósmynd/Kuvio fyrir Oodi
Borgaratorgið Oodi stendur við torgið Kansalaistori skammt frá aðalbrautarstöðinni í Helsinki. Við sama torg
stendur einnig Kiasma-samtímalistasafnið og glæsilegt tónlistarhús borgarinnar sem hýsti í byrjun mánaðar
afhendingu verðlauna Norðurlandaráðs. Beint á móti Oodi stendur síðan finnska þinghúsið.
AFLISTUM
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Ljósmynd/Silja Björk Huldudóttir
Teflt á gangi Þegar blaðamaður átti leið um húsið mátti á jarðhæð Oodi
finna fjölda skákborða þar sem almenningur gat spreytt sig á að tefla.
Ljósmynd/Silja Björk Huldudóttir
Hljóðfæri til láns Þau sem eru með bókasafnskort hjá Oodi geta fengið
hljóðfæri lánuð endurgjaldslaust og nýtt í hljóðverum byggingarinnar.
Ljósmynd/Silja Björk Huldudóttir
Líf Níu lifandi tré eru í Oodi sem lífga upp á andrúmsloftið í byggingunni.
Ljósmynd/Silja Björk Huldudóttir
Stafn Endi hússins, er vísar í átt að aðaljárnbrautarstöðinni, minnir á skip.
Ljósmynd/Silja Björk Huldudóttir
Tileinkun Ferðast má milli hæða í Oodi með lyftu en einnig um tröppur
sem prýða listaverkið „Omistuskirjoitus“ eða Tileinkun eftir Otto Kar-
vonen frá árinu 2018. Þegar bókasafnið var opnað á sínum tíma gafst al-
menningi kostur á að nefna hver eða hverjir ættu skilið að fá safnið kennt
við sig. Alls barst 381 tillaga sem máluð er innan á stiganum.
Ljósmynd/Silja Björk Huldudóttir
Lesrými Á miðhæð Oodi láta gestir hússins fara vel um sig við lestur.
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf