Morgunblaðið - 14.11.2022, Blaðsíða 10
FRÉTTIR
Innlent10
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2022
Dalvegur 30
www.ithaka.is • Lyngháls 4 • s: 595 7800
Verslunar- skrifstofu- og
þjónustuhúsnæði í uppbyggingu
Nokkur laus rými
Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is
HAGBLIKK
Álþakrennur
& niðurföll
Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi
Þær eru einfaldar í uppsetningu
HAGBLIKK
Ryðga ekki
Brotna ekki
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt
silfurgrátt og dökkgrátt
fólks vinnur við þetta verkefni
þar semmilljarðar króna eru
undir. Endurgreiðsla ríkisins á
ríflega þriðjungi þess kostnaðar
sem til fellur við kvikmynda-
gerðina er að sögn kunnugra
mikilvægt atriði svo verkefni
sem þessi séu unnin hér. Hitt
skiptir þó ekki síður máli, segir
Börkur Gunnarsson, að hér á
landi fyrirfinnst mannskapur
með kunnáttu og hæfileika á
þessu sviði. Að því leyti sé starf-
semi Kvikmyndaskóla Íslands
þýðingarmikil undirstaða og
geti talist til mikilvægra inn-
viða, eins og gjarnan er komist
að orði.
„Hér við skólann eru jafnan
um 100 nemendur í tveggja ára
námi. Eftir því sem við best
vitum fer flest af þessu fólki
beint til kvikmyndafyrirtækanna
í vinnu – og flest er þar komið
í framtíðarstörf,“ segir Börk-
ur. Hann áætlar að jafnan sé á
Íslandi yfirstandandi vinna við
10-20 kvikmyndaverkefni sem öll
krefjast fjölda starfsmanna. Þá
sé ótalin umfangsmikil fram-
leiðsla á ýmiskonar myndskeiðum
sem sýnd séu í sjónvarpi og á
myndbandsrásum. Einnig þurfi
kunnáttufólk til að annast mynd
og hljóð til dæmis frá alls konar
fundum ogmannamótum, sem
gjarnan séu í streymi og beinni
útsendingu yfir netið. Slíkt hafi
raunar færst mjög í vöxt á siðustu
misserum.
„Við fáum jafnan mikinn fjölda
umsókna um skólavist. Þar met-
um við hvern og einn umsækj-
anda með tilliti til verkefna og
bakgrunns og hvað viðkomandi
hafi fram að færa til skólans. Í
náminu á fólk svo að geta komið
sér upp verkfæratösku til að
geta ráðið við að segja söguna í
myndmáli með sómasamlegum
hætti,“ segir Börkur.
Gæðaefni skálda
Á yfirstandandi skólaári, það
er síðan í september, hafa alls
84 myndir – langar og stuttar –
verið framleiddar í Kvikmynda-
skóla Íslands. Í því sambandi
tiltekur Börkur að í skólanum
séu framleiddar meira en
þúsund mínútur af gæðaefni frá
efnilegustu kvikmyndaskáldun-
um, eins og hann kemst að orði.
Á venjulegu ári fylli útskrifaðir
nemendur úr skólanum um
þriðjung starfsheita á kreditlist-
um íslenskra bíómynda.
„Nú í haust hefur í alþjóðlegri
deild skólans verið framleidd-
ur fjöldi mynda af nemendum
sem koma frá öðrum löndum;
Kína, Mexíkó, Svíþjóð, Hong
Kong, Nepal og Indlandi. Ég
hef farið yfir handrit flestra
framleiddra mynda hér og séð
margar þeirra. Margt af þessu
efni er prýðilega gott og borg-
arlíf er alltaf vinsælt söguefni.
Einnig ástir, átök og kynorkan
í einhverri mynd en svo koma
önnur efni, eins og að gera mynd
með vísan í boðskap Hávamála.
Af þessu sést hve framarlega
við stöndum, en hér tökum við
gjarnan mið af starfi bestu kvik-
myndaskóla heimsins, s.s í Prag,
Berlín og London.“
„Úr þessum skóla kemur á ári
hverju fjöldinn allur af ungu og
hæfileikaríku fólki sem lætur
til sín taka. Mjög munar um
framlag þess og sá alþjóðlegi
iðnaður að búa til bíó þrifist
tæplega hér á landi nema af því
að hér er fólk sem kann til verka
í faginu,“ segir Börkur Gunnars-
son, rektor Kvikmyndaskóla
Íslands. Um þessar mundir er
Kvikmyndaskóli Íslands 30 ára
og verður þeim tímamótum
fagnað næstkomandi föstudag,
18. nóvemer. Starfið í skólanum
er á góðri siglingu um þessar
mundir og þar má nefna að á
síðustu tveimur mánuðum hafa
nemendur skólans, sem eru um
100, framleitt alls 84 kvikmynd-
ir.
Á þremur áratugum gerist
margt, ekki síst þegar horft er
til þess að í gerð kvikmynda
er framvindan hröð. Listræn
viðmið eru í sífelldri þróun og
sömuleiðis tæknin sem starfað
er með. Mikilvægt er að kunna
skil á framleiðsluaðferðum,
enda þótt stóri galdurinn sé
alltaf sá að geta sagt sögu.
„Sérhver saga byggist á sterk-
um þræði og spennan þarf að
vera fyrir hendi. Persónurnar í
stykkinu þurfa að vera trúverð-
ugar svo áhorfandinn fyllist
von og hafi einhvern til að halda
með. Sviðsmyndir í umhverfinu
þurfa sömuleiðis að vera sterkar
og til staðar þurfa sömuleiðis að
vera tákn og skilaboð. Þetta er
alvörubíó,“ segir Börkur.
Kunnátta og hæfileikar
Mikið er umleikis í íslenskri
kvikmyndagerð um þessar
mundir. Eins og sagði frá í
Morgunblaðinu á dögunum eru
nú hafnar hér á landi tökur á
fjórðu röð sjónvarpsþáttanna
True Detective, framleiddir af
bandarísku sjónvarpsstöðinni
HBO. Vinna við þetta verkefni
stendur fram á vor. Mikill fjöldi
Geti sagt sögunameðmyndmálinu
Tökur Stórleikarar hér í upptökum við Lækinn í Hafnarfirði.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Rektor Borgarlífið er alltaf vinsælt söguefni, segir Börkur Gunnarsson ummyndir nemenda skólans.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Mikil aðsókn er í Kvikmyndaskóla Íslands, sem tekur mið af því besta í bíómyndaframleiðslu heimsins
Hver er hann?
•Börkur Gunnarsson fæddist
árið 1970. Hann lærði kvik-
myndaleikstjórn í FAMU í Prag
í Tékklandi og þar gerði hann
myndina Silný kafe, sem fór víða
um heim og vann til alþjóðlegra
og íslenskra verðlauna. Seinna
gerði hann íslensku bíómyndina
Þetta reddast.
•Hann hefur skrifað níu bækur;
skáldsögur, nóvellur og eitt smá-
sagnasafn. Tvö leikrita hans voru
sett á svið. Hann var í fjögur ár
í stjórn Menningarráðs Reykja-
víkur og sat um skeið í stjórn
Rithöfundasambands Íslands.
Hefur og verið blaðamaður á
Morgunblaðinu.
Nú finnur þú það
sem þú leitar að
á FINNA.is