Morgunblaðið - 07.12.2022, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.12.2022, Blaðsíða 2
FRÉTTIR Innlent2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2022 Endurmenntun atvinnu- bílstjóra á íslensku Nánari upplýsingar: www.okuland.is Alltaf í boði Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.isMenning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.ismbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is SmartlandMarta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningarmbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Örn Jóhannsson, fyrrverandi skrif- stofustjóri Árvakurs, lést að kvöldi sl. mánudags, 83 ára að aldri. Örn fæddist 7. apríl 1939. Foreldrar hans voru hjónin Sigurbjörg Siggeirsdótt- ir húsmóðir og Jóhann Á. Jóhannesson bankafulltrúi. Örn lauk verslunarprófi frá Verzlunar- skóla Íslands 1957 og stundaði síðan nám við verslunarskóla á Englandi. Hann hóf störf hjá Morgunblaðinu árið 1951 með námi og var fastráðinn þar 1958. Hann var ráðinn aðalgjaldkeri blaðsins árið 1959, þá tvítugur að aldri. Örn sagði í samtali við Morgunblaðið árið 2006, þegar hann rifjaði upp starfsferil sinn á blaðinu, að hann hefði gefið út og framselt allar ávísanir fyrir fyrirtækið en hafði ekki ávísanahefti sjálfur, því á þeim tíma urðu menn ekki fjárráða fyrr en 21 árs. Árið 1966 var Örn ráðinn skrifstofustjóri Árvakurs hf. og gegndi því starfi til ársins 2006. Örn sat í stjórn Félags íslenska prentiðnaðarins um árabil og var formaður 1987 til 1993. Hann sat í stjórn Samtaka iðnaðarins frá stofnun 1994 til 2001, þar af vara- formaður fjögur síðustu árin. Hann sat í framkvæmdastjórn VSÍ frá 1987 til 1997, í stjórn Lífeyrissjóðs bókagerðar- manna 1988 til 1996. Þá sat hann í stjórn Nordisk Grafisk Råd 1985 til 2001 og var formaður þess 1988. Hann var í stjórn Norrænna blaðaútgefenda frá 1984, þar af þrisvar formaður; í stjórn IFRA Nord- ic frá 1996 til 2006, þar af formaður um tíma. Þá sat hann í stjórn Iðnlánasjóðs 1995 til 1997, var varaformaður Nýsköp- unarsjóðs atvinnulífsins 1998 til 2004 og sat í stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins. Þá var hann lengi formaður stjórnar Minningarsjóðs Jean-Pierres Jacquillats. Eftirlifandi eiginkona Arnar er Edda Jónsdóttir, mynd- listarmaður og stofnandi i8 gallerís. Synir þeirra eru Örn Þór og Börkur. Við leiðarlok þakkar Morgunblaðið Erni langa samfylgd og sendir ástvinum hans innilegar samúðarkveðjur. Örn Jóhannsson, fv. skrifstofustjóri Andlát Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár var tekin fyrir á borg- arstjórnarfundi í gær. Fundahöld stóðu yfir þegar Morgunblaðið fór í prentun og því ekki ljóst hvernig afgreiðslu mála lyktaði. Borgarstjórn ræddi hallarekstur Reykjavíkur og hvar skera ætti niður, en rekstrar- niðurstaða A-hluta borgarinnar var mun verri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ríkið beri ábyrgð „Þetta eru verðbólguáhrifin inn í ársreikninga allra sveitarfélaga sem leiða til þessara breytinga á þessu ári,“ segir Dagur B. Eggertsson borg- arstjóri í samtali við Morgunblaðið, spurður hvort ekki megi gefa borginni falleinkunn í rekstri. „Við bregðumst við þeim aðstæð- um. Við erum að rifa seglin, alveg eins og við brugðumst við aðstæð- um í faraldrinum og héldum þá bæði kúrs og bættum í til þess að tryggja atvinnustigið. Núna hins vegar hef- ur atvinnuleysið farið niður og þá bregðumst við við með eðlilegri hag- ræðingu,“ segir hann. Dagur segir að ríkið hafi með auknum lagaskyldum á sveitarfélög skilið eftir gat í efna- hagsreikningi sveitarfélaganna þar sem ekki hafi fylgt fjármagn til þess að sinna þeim skyldum, og nefnir þar sérstaklega málaflokk fatlaðs fólks. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til í gær á borgarstjórnarfundi breytingar á fjárhagsáætlun Reykja- víkurborgar fyrir næsta ár, sem spari að minnsta kosti rúmlega sjö milljarða króna, í stað milljarðs hag- ræðingar semmeirihlutinn leggur til. „Algjört óraunsæi“ „Tillögur Sjálfstæðisflokksins eru sýndarmennska. Þar er látið að því liggja að það sé hægt að fækka starfs- fólki borgarinnar um 5%, án þess að það bitni á þjónustu við fatlað fólk, leikskólabörn og grunnskólabörn. Það er bara algjört óraunsæi, algjört óraunsæi,“ segir Dagur en í tillög- um Sjálfstæðisflokksins er lagt til að skera niður launakostnað með því að fækka fólki í yfirbyggingunni. Þar á meðal borgarfulltrúum. „Við höfum þvert á móti sagt að við séum að fara í þessar aðgerðir án þess að hækka gjaldskrár á fólk og fjölskyldur, án þess að skera nið- ur í grunnþjónustunni og án þess að hætta að þróa þjónustunameð fjölgun leikskólaplássa og þjónustu við fatlað fólk.“ Hildur Björnsdóttir tók illa í ummæli borgarstjóra og kallaði þau dæmigert lýðskrum. Hildur segir að aðalatriðið sé að skera niður í yfir- byggingunni. „Þar eru rúm tækifæri og 5% er ekki einu sinni ríflegt í því tilliti. Staðreyndin er sú að síðastliðin fimm ár hefur borgarstarfsmönnum fjölgað um 25% meðan íbúum hefur aðeins fjölgað um 10%. Samhliða hefur Reykjavíkurborg leitt launahækkanir í landinu síðustu ár. Þetta er óæskileg og ósjálfbær þróun. Tillögur okkar miða að því að verja framlínustörf og grunnþjónustu borgarinnar, það er algjörlega skýrt. Tækifærin liggja í yfirbyggingunni.“ Einar Þorsteinsson, oddviti Fram- sóknarflokksins og formaður borg- arráðs, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar og forseti borg- arstjórnar, og Heiða Björg Hilmis- dóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og formaður velferð- arráðs Reykjavíkurborgar, sátu ekki fund borgarstjórnar í gær. Fyrir fundinn stóðu fyrrver- andi starfsmenn siglingaklúbbsins Sigluness í Nauthólsvík fyrir tákn- rænum mótmælum en þau voru komin til vegna hagræðingaraðgerða meirihlutans, en það til stóð að loka starfseminni. Dagur sagði fyrir fund- inn að lokunin yrði endurskoðuð og send til íþrótta- og tómstundaráðs. lÆtla ekki að skerða grunnþjónustulBorgarstjóri neikvæður í garð tillagna Sjálfstæðisflokksins l„Tillögur Sjálfstæðisflokksins eru sýndarmennska“lEndurskoða lokun siglingaklúbbsins Sigluness Tekist áum fjárhagborgarinnar Urður Egilsdóttir Logi Sigurðarson Morgunblaðið/Eggert Mótmæli Fyrrverandi starfsmenn siglingaklúbbsins Sigluness stóðu fyrir táknrænummótmælum fyrir fund borgarstjórnar í Ráðhúsinu. Fyrsta glæpakvöldið eftir faraldurinn Höfund- ar ræddu krimma Glæpakvöld Hins íslenska glæpa- félags var haldið í gærkvöldi í fyrsta skipti í tvö ár en þeim var aflýst í faraldrinum. Tólf höfund- ar brakandi ferskra gæðakrimma mættu á staðinn og ræddu bækur sínar og glæpasögur almennt út frá ýmsum sjónarhornum. Viðburðinum var skipt í þrjú pall- borð. Á myndinni má sjá Guðrúnu Guðlaugsdóttur (Mannsyndin) og Óskar Magnússon (Leyniviðauki 4). Einnig var rætt við rithöf- undana Ragnheiði Gestsdóttur (Blinda), Skúla Sigurðsson (Stóri bróðir), Yrsu Sigurðardóttur (Gættu þinna handa), Evu Björgu Ægisdóttur (Strákar semmeiða), Snæbjörn Arngrímsson (Eitt satt orð), Ármann Jakobsson (Reim- leikar), Emil Hjörvar Petersen (Dauðaleit), Önnu Ólafsdóttur Björnsson (Óvissa), Kára Val- týsson (Kverkatak) og Jón Atla Jónasson (Brotin). Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.