Morgunblaðið - 07.12.2022, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
Innlent6
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2022
skartgripirogur.is
Bankastræti 9 | Sími 551 4007 Bankastræti 6 | 551 8588
„Verjum heimilisbókhaldið“ og
„Vinnum gegn verðbólgu“ kallast
tveir flokkar breytingatillagna Sam-
fylkingarinnar við fjárlög næsta árs
þar sem meðal annars er lagt til að
vaxtabætur til millitekjufólks hækki
um 50 prósent, 17 milljörðum verði
varið til mótvægisaðgerða gegn
verðbólgu, barnabætur hækki og
eins fjármagnstekjuskattur.
Kynnti Kristrún Frostadóttir, nýr
formaður flokksins, tillögurnar á
blaðamannafundi í höfuðstöðvum
flokksins í gær, en formaðurinn
segir Samfylkinguna vilja færa
aðhaldið af almenningi og þangað
sem þenslan sé í raun.
„ehf.-gatinu“ verði lokað
„Allt aðhald ríkisstjórnarinnar
er lagt á almenning. Ríkisstjórn
Katrínar Jakobsdóttur hækkar
skatta með hækkun krónutölu-
gjalda sem falla þyngra á fólk eftir
því sem það hefur lægri tekjur.
Samfylkingin vill sýna að það er
hægt að fara aðra leið í þessum
efnum,“ sagði Kristrún á fundinum
í gær.
Kvað hún Samfylkinguna vilja
verja heimilisbókhald fólksins í
landinu auk þess að vinna gegn
verðbólgunni með mótvægis-
aðgerðum. Af öðrum tillögum
en þeim, sem þegar er getið, má
nefna að stofnframlög til íbúða-
uppbyggingar verði ekki helminguð
á komandi ári heldur tvöfölduð,
„ehf.-gatinu“ svokallaða verði
lokað, það er að möguleikar á
að telja launatekjur fram sem
fjármagnstekjur verði takmarkaðir,
álag verði lagt á veiðigjöld stór-
útgerða, lækkun bankaskatts verði
afturkölluð að hluta og húsnæðis-
bætur til leigjenda hækkaðar tíma-
bundið um tíu prósent.
lKynnti tillögur um 17ma. aðgerðir
Aðhald stjórnarinn-
ar lagt á almenning
Morgunblaðið/Árni Sæberg
FormaðurinnKristrún Frostadóttir
kynnti tillögur flokks síns í gær.
myndavélaeftirlit fór fram í níu
aðgerðum skv. dómsúrskurðum.
Þetta eru nokkuð færri aðgerðir
en á árunum á undan
Gögnum í raun ekki verið eytt
Heimildir lögreglu við rannsókn
mála til símahlustunar og skyldra
aðgerða s.s. með myndavélaeftirliti
og eftirfararbúnaði eru í 80.-82.
grein sakamálalaganna og á ríkis-
saksóknari að hafa eftirlit með því
að þessum gögnum hafi verið eytt
þegar þeirra er ekki lengur þörf,
tilkynnt hafi verið um aðgerðirn-
ar o.s.frv. Í fyrirmælum ríkissak-
sóknara árið 2017 segir að lögregla
skuli skrá þessar aðgerðir í LÖKE
með tilteknum hætti. Í skýrslunni
segir aftur á móti að eftirgrennslan
ríkissaksóknara hafi leitt í ljós „að
veruleg vanhöld hafa verið á að
skráðar séu í LÖKE tilkynningar
um aðgerðir og að gögnum hafi
verið eytt“ eins og lög kveða á um.
„Á þetta við um verulegan hluta
allra þessara rannsóknarúrræða.
Ástæða er til að ætla að skortur
á skráningum um tilkynningar í
LÖKE sé að einhverju leyti vegna
hirðuleysis um að skrá í kerfið þrátt
fyrir að slíkar tilkynningar hafi ver-
ið gerðar í einhverjum tilfellum, t.d.
í lögregluskýrslum af sakborning-
um. Um þetta verður þó ekki fullyrt
þar sem forsenda ríkissaksóknara
fyrir eftirlitinu byggist á skráningu
í LÖKE. Skortur á skráningum um
eyðingu virðist þó, samkvæmt frek-
ari eftirgrennslan ríkissaksóknara,
að stórum hluta tilkomin vegna
þess að gögnum hafi í raun ekki
verið eytt,“ segir í skýrslunni.
Hlustanir í úreltu kerfi
Einnig er fjallað um skort á upp-
lýsingum um hver eða hverjir hafa
haft aðgang að upplýsingum sem
aflað er með símahlustunum og
skyldum aðgerðum. Staðið hef-
ur til að tryggja með breytingum
á LÖKE að hægt verði að rekja
hverjir hafi haft aðgang að þess-
um upplýsingum. Fram kemur
að nýverið tók ríkislögreglustjóri
upp nýtt kerfi tengt símahlustun-
um sem kallast Pandion. Það býð-
ur upp á möguleika á að koma að
nokkru til móts við kröfur laga um
vörslu upplýsinga sem aflað er með
símahlustun.
„Því miður er reyndin sú að
einungis eitt símafyrirtæki, sem
býður upp á farsímasamband, er
með innra kerfi hjá sér sem er
tæknilega tilbúið til tengingar á
stöðluðum máta í samræmi við
Evrópustaðla, eins og Pandion-kerf-
ið krefst. Þetta er með þessum
hætti þrátt fyrir að öll nútíma-
kerfi til símahlustunar noti þessa
staðla í samskiptum við fjarskipta-
fyrirtækin enda er um vottaðar og
þaulprófaðar lausnir að ræða. Bæði
virðist vera um að ræða áhugaleysi
Ríkissaksóknari setur fram þunga
gagnrýni á lögregluembættin og yf-
irstjórn lögreglunnar fyrir meðferð
og vörslu upplýsinga sem aflað er
með símahlustunum og skyldum
aðgerðum, meint hirðuleysi um
að skrá slíkar aðgerðir í LÖKE,
málaskrárkerfi lögreglunnar, og að
virða fyrirmæli ríkissaksóknara að
vettugi. Þetta kemur fram í ítar-
legri umfjöllun ríkissaksóknara í
nýrri skýrslu embættisins um eft-
irlit með símahlustun og skyldum
úrræðum á seinasta ári.
Hefur eftirlit ríkissaksóknara
leitt í ljós „að verulega skortir á
að lögreglustjórar og héraðssak-
sóknari fylgi lögum og fyrirmælum
ríkissaksóknara um tilkynningar til
sakborninga, eyðingu hlustunar-
gagna og að halda skrá um þá sem
hafa haft aðgang að upplýsingum
sem aflað hefur verið með aðgerð
skv. 80.-82. gr. [laganna ummeðferð
sakamála]. Að sama skapi hefur
ríkislögreglustjóri ekki brugðist við
í samræmi við það sem áformað var
samkvæmt greinargerð með lögum
nr. 103/2016, sem er forsenda fyrir
því að ríkissaksóknari geti upplýst
eftir á hver eða hverjir hafi haft
aðgang að upplýsingunum. Þá hafa
fyrirmæli ríkissaksóknara um það
fyrirkomulag sem fjallað er um í 4.
gr. tilmæla RS: 12/2017 verið virt að
vettugi,“ segir m.a. í skýrslu ríkis-
saksóknara.
Segir ríkissaksóknari ennfremur
að hver sem ástæðan er þá gæti
tómlætis innan yfirstjórnar lög-
reglunnar gagnvart því hlutverki
sem ríkissaksóknara var falið um
eftirlit með símahlustunum og
skyldum aðgerðum með lögum
árið 2016.
Á yfirlitinu kemur fram að lög-
regla og héraðssaksóknari gripu
304 sinnum til símahlustunar eða
skyldra úrræða við rannsóknir
mála með dómsúrskurðum á sein-
asta ári. Símahleranir voru 61 og
og skort á tæknilegri getu sem kem-
ur í veg fyrir þetta hjá hinum fjar-
skiptafyrirtækjunum. Hlustanir og
móttaka gagna er því að miklu leyti
óbreytt og í gömlu úreltu kerfi enn
sem komið er,“ segir í umfjöllun rík-
issaksóknara, sem segir þetta girða
fyrir að hann geti með nokkurri
vissu fullyrt hvort meðferð gagn-
anna sé forsvaranleg, hverjir hafi
aðgang að þeim, engin skráðning
eða loggar séu til um hverjir hafi
haft aðgang og hverjir skoðað eða
hlustað á umrædd gögn.
Vegna þessa hefur lögreglustjór-
um og héraðssaksóknara verið gert
að skrá málin á pappír. Það er ekki
óskafyrirkomulag, segir í skýrsl-
unni, en það eina sem nú er í boði.
Sendi ríkissaksóknari öllum lög-
reglustjórum og héraðssaksóknara
bréf 2017 og bað um sýnishorn af
pappírsskrám en við þeim tilmæl-
um var ekki orðið. Fæstir hafa
brugðist við.
lVanhöld á skráningu tilkynninga um aðgerðir í LÖKE og eyðingu gagnalYfir 60 símahleranir
Gagnrýnir yfirstjórn lögreglu
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Aðgerðir
» Í flestum tilvikum eða 178
var gripið til símahlerana,
eftirfararbúnaðar, útskrift á
notkun farsíma o.fl. aðgerða
hjá lögreglustjóranum á höfuð-
borgarsvæðinu.
»Yfir landið allt var eftir-
fararbúnaður notaður í 48
aðgerðum lögreglu.
»Símahlustun og skyldum úr-
ræðum var beitt í 193 tilvikum
vegna fíkniefnabrota.
» Í 27 skipti fóru aðgerðirnar
fram vegna auðgunarbrota eða
peningaþvættis.
» Í sex tilvikum vegna kynferð-
isbrota.
» Í ellefu skipti vegna
ærumeiðingar og friðhelgi
einkalífs.
» Í 36 skipti vegna ofbeldis-
brota og frelsissviptingar.
Kynferðisbrot6
Önnur sérrefsilagabrot 7
Ærumeiðingar og friðhelgi einkalífs 11
Auðgunarbrot / peningaþvætti 27
Ofbeldisbrot/frelsissvipting 36
Fíkniefnabrot 193
Annað 24
Aðgerðir eftir tegund brots
Fjöldi aðgerða
Símahlustun og skyld úrræði árið 2021 *Staðsetning
farsíma.
**Herbergi
o.þ.h.
***Staðsetn-
ingarbúnaður.
Embætti
Upplýsingar
um rétthafa
Mynda-
vélaeftirlit
IMEI-
leit*
Hlustunar-
búnaður**
Eftirfarar-
búnaður***
Útskrift á gagna-
notkun farsíma
Hlustun
síma
Útskrift á
farsímanotkun Alls
Héraðssaksóknari 1 1 8 5 9 14 38
Höfuðborgarsvæði 2 6 6 16 38 30 27 53 178
Suðurnes 2 1 1 2 9 18 25 58
Önnur embætti 2 1 5 7 15 30
Samtals 4 9 9 17 48 49 61 107 304
4
9 9
17
48 49
61
107
Heimild: Ríkissaksóknari
Samtals
304