Morgunblaðið - 07.12.2022, Blaðsíða 10
FRÉTTIR
Innlent10
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2022
Garðatorg 6 | Kringlan | sími 551 5021 | aprilskor.is
Audley Telma
39.990 kr.
Audley Lira
29.990 kr.
Audley Leia
37.990 kr.
Audley Leia
31.990 kr.
Audley Telma
41.990 kr.
Audley Sandy
28.990 kr.
Audley Leia
38.990 kr.
Audley Leia
31.990 kr.
Vefverslun | aprilskor.is
Fallegir skór
frá spænska merkinu Audley
er tilvalin jólagjöf
Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir
hefur birt á Evrópska efnahags-
svæðinu auglýsingar um forval á
arkitektahönnun byggingar fyrir
löggæslu- og viðbragðsaðila á höf-
uðborgarsvæðinu (HVH). Stefnt er
að því að byggja 26 þúsund fermetra
hús á 30 þúsund fermetra lóð ofan
Sundahafnar, milli Kleppsspítala og
verslunarmiðstöðvarinnar Holta-
garða.
Byggingin á að verða tilbúin til
notkunar í árslok 2027. Kostnaður er
áætlaður um 20 milljarðar króna og
er byggingin komin á fjárlög.
Óskað er eftir umsóknum frá
teymum arkitekta sem taka vilja
þátt í lokuðu samkeppnisútboði
verkefnisins. Fimm teymi verða valin
til þátttöku. Að því loknu tekur við
þrepaskipt ferli, sem lýst er í útboðs-
auglýsingu. Að loknum fyrsta hluta
samkeppninnar munu tvö teymi
keppa um að hanna bygginguna. Um-
sóknir um þátttöku þurfa að berast í
síðasta lagi 17. janúar næstkomandi.
Höfuðstöðvar löggæslu- og við-
bragðsaðila á höfuðborgarsvæðinu,
HVH, verður miðstöð þeirra sem gæta
að lögum, reglu, björgun og öryggi
almennings, segir í fréttabréfi, þar
sem verkefnið er kynnt. Í miðstöð-
inni muni þessir aðilar fá nútímalega
aðstöðu sem auðveldar til muna hina
mikilvægu þjónustu og vernd sem
veitt er almenningi.
Löggæslu- og viðbragðsaðilar sem
hafa munu samastað í byggingunni
verða: Landhelgisgæslan (LHG),
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
(LRH), Neyðarlínan (112), Ríkis-
lögreglustjóri (RLS), Tollgæslan,
Landsbjörg og Slökkvilið höfuð-
borgarsvæðisins (SHS) – skrifstofur.
Flestar þessar stofnanir eru nú að
hluta til með aðsetur í björgunarmið-
stöðinni í Skógarhlíð. Starfsmenn
í nýja húsinu verða allt að 1.300
talsins. Þar verður vakt allan sólar-
hringinn, alla daga ársins.
Unnið er að deiliskipulagi lóðar-
innar við Klepp að því marki sem
mögulegt er áður en hönnunar-
tillaga er tilbúin. Endanlegt
deiliskipulag mun taka tillit til
útlits, byggingarlína, fyrirkomu-
lags og skuggavarps. Unnið er að
forsögn með samgönguyfirvöldum
til að samræma tímasetningu á
framkvæmdum HVH- húsnæðisins
og fyrirhugaðra samgöngumann-
virkja í tengslum við Sæbraut, til
að tryggja m.a. að forgangsakstur
frá lóðinni gangi snurðulaust.
HVH, eða húsnæði viðbragðs-
aðila á höfuðborgarsvæðinu, er
ekki sérlega þjált, segir í frétta-
bréfinu, enda sé þetta vinnuheiti.
Þegar líður að lokum framkvæmda
verði haldin nafnasamkeppni um
bygginguna.
Húsið muni í framhaldinu fá nýtt
nafn sem verði þjált og fallegt, enda
verði þessa mikla bygging sameign
þjóðarinnar.
l Forval á arkitektahönnunbyggingar fyrir löggæslu- og viðbragðsaðila á höfuðborgarsvæðinu
hefur verið auglýstlAllt að 1.300mannsmunu vinna í 26 þúsund fermetra húsilRís viðKlepp
Hver vill teikna 20milljarða hús?
Morgunblaðið/Árni Sæberg
StaðsetninginHin nýja björgunarmiðstöð þjóðarinnar rís á lóð sunnan við Kleppsspítala. Í forgrunni má sjá þak verslunarmiðstöðvarinnar Holtagarða.
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is