Morgunblaðið - 07.12.2022, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.12.2022, Blaðsíða 14
14 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2022 www.z.is 525 8200 Faxafeni 14, 108 Rvk GJAFAVÖRUR FRÁ STONEGLOW ER TILVALIN JÓLAGJÖF LÁTTU FAGFÓLK SELJA ÞÍNA EIGN FAGLEG RÁÐGJÖF VIÐ KAUPOG SÖLU HLÍÐASMÁRA 4 KÓPAVOGI - AUSTURVEGI 6 SELFOSSI & ESJUBRAUT 49 AKRANESI - SÍMI 527 1717 - WWW.DOMUSNOVA.IS Ekki vera gamaldags! HR Monitor rauntíma starfsánægjumælingar er nútíminn endurnýjanlegum orkugjöfum. Hvað gera stærstu losendur heims? Kína losar mest allra ríkja heims eða tæp 25% af heildinni. Kín- verjar fjárfesta jafn- framt mest allra þjóða í endurnýjanlegri orku. Í ár bættust við 165 gíga- vött (GW) af orku sem framleidd er með vind- eða sólarorku, sem er fjórðungsaukning frá 2021. Talið er að aukningin muni nema um 870 GW á árabilinu 2021-2025. Til viðmiðun- ar er afl íslenskra virkjana 3 GW. Sala á rafmagnsbílum í Kína er talin verða um sex milljónir nýrra bíla á þessu ári, tvöfalt fleiri en sala hefð- bundinna bíla í fyrra. Losun heldur áfram að aukast í Kína en nú er talið að hún nái há- marki árið 2025 en ekki 2030 eins og samkomulag varð um milli Kína og Bandaríkjanna í aðdraganda París- arráðstefnunnar árið 2015. Nýjustu gögn benda til að losun í Kína minnki um 0,9% á þessu ári. Bandaríkin Hlutur Bandaríkjanna í heimslos- uninni er nú 12 prósent. Í sumar leið voru samþykkt lög að frumkvæði Bi- dens forseta sem fela í sér gríðar- lega miklar fjárfestingar í hreinum orkugjöfum, samtals 500 milljarða dollara. Biden á þó við erfiðleika að etja sökum andstöðu repúblikana við loftslagsvísindi en repúblikanar náðu meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í kosningunum í nóvember. Næst á eftir Kína er nýting sólar- og vindorku mest í Bandaríkjunum. Talið er að árið 2030 verði 85% orku í Bandaríkjunum framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum. Jafn- framt er talið að rafbílar verði helm- ingur allra nýrra bíla sem seljast árið 2030. Talið er að landsmarkmið Banda- ríkjanna fari nærri því að standast við markmið Sameinuðu þjóðanna um takmörkun hlýnunar við 1,5°C. Evrópusambandið Evrópusambandið og aðildarríki þess hafa sett sér ný markmið um losun og nýtingu endurnýjanlegrar orku. Losun ESB er nú 6,8% af heimslosuninni, og hefur aukist nokkuð, ekki síst vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Stefna Evrópu- sambandsins nær til orkunýtni, end- urnýjanlegrar orku, rafknúinna samgangna, húshitunar og vetnis. Lögð er áhersla á að auka metnað Evrópusambandsins og efla þær stoðir sem loftslagsstefna þess byggist á. Þótt stríðið í Úkraínu hafi tafið aðgerðir Evrópusambandsins er niðurstaðan engu að síður sú að hraða á aðgerðum til að komast hjá Þorsteinn Sæmundsson stjörnu- fræðingur hélt því fram í Morgun- blaðinu nýverið að þær þjóðir sem losa mest af gróðurhúsalofttegund- um geri lítið sem ekkert til að draga úr losun þeirra. Þar af leiðandi séu „mannlegar aðgerðir til að hamla gegn hitahækkuninni dæmdar til að mistakast“. Því sé beinlínis heimskulegt fyrir Íslendinga að leggja mikið á sig til þess arna enda sé raforka hér á landi nær eingöngu framleidd með því að sambandsríkin verði háð Rússlandi um olíu og gas. Indland Losun í Indlandi er sjö prósent af heims- losuninni. Indversk stjórnvöld leggja nú mikla áherslu á upp- byggingu orkufram- leiðslu með endurnýj- anlegum orkugjöfum. Markmið indverskra stjórnvalda er að árið 2030 verði helmingur orkuframleiðslu landsins með endurnýjanlegum orkugjöfum. Jafnframt er stefnt að kolefnishlut- leysi árið 2070. Á COP26-ráðstefnunni í Glasgow var samþykkt að fasa skyldi út bruna kola. Á COP27 í Sharm El- Sheik lagði Indland til að útvíkka samþykktina frá Glasgow og mæla með útfösun jarðefnaeldsneytis, þ.e.a.s. kola, olíu og gass. Sú tillaga fékkst ekki samþykkt, einkum vegna andstöðu olíuríkja á borð við Sádi-Arabíu og Rússland. Rússland Eina ríkið meðal stórlosenda sem ekki hefur uppi trúverðug áform um minni losun er Rússland. Raunar má halda því fram að árás Rússlands á Úkraínu helgist af hagsmunum Rússa af sölu á olíu og gasi. Heildarmyndin Að Rússlandi fráskildu eru þau ríki sem losa mest öll á réttri leið. Þó verður að setja spurningarmerki við Bandaríkin í ljósi forsetakosninga eftir tvö ár. Á COP26 í Glasgow og á COP27 í Sharm El-Sheik mátti heyra áhyggjuraddir þar sem hætta væri á að Trump yrði forseti á ný eða einhver annar repúblikani al- gjörlega andvígur aðgerðum til að draga úr losun gróðurhúsaloftteg- unda. Engu að síður, þau ríki sem losa mest af gróðurhúsalofttegund- um – samtals um 50% – hafa öll grip- ið til aðgerða til að minnka losun sína. Munu þær aðgerðir duga? Tæpast, en fullyrðing Þorsteins Sæmundssonar um að þessi ríki taki ekki virkan þátt í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum lýsir kunn- áttuleysi hans og vanþekkingu. COP27 og þróun loftslagsmála Árni Finnsson Árni Finnsson » Sú fullyrðing Þor- steins að þessi ríki taki ekki virkan þátt í aðgerðum gegn lofts- lagsbreytingum lýsir kunnáttuleysi hans og vanþekkingu. Höfundur er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. arni@natturuvernd.is Hrafn heitinn Jökulsson bróðir minn lét sig lítil- magnann varða, hann kom reglulega við á Barnaspítala Hringsins og Aflagranda, allt í sjálfboðavinnu árum saman, hann barðist líka fyrir Vin batasetri og lagði á sig á sín- um tíma að stofna þar góða stjórn með valinkunnu liði. Í Vin batasetri koma saman viðkvæm- ustu blómin, en þau koma þangað, tefla, tálga og ýmislegt. Hrafn og Róbert Lagerman ráku þar venju- lega skákmót alveg einsog inni á Kleppi. Þegar sverfur að kemur gildismatið í ljós, það viðkvæmasta verður fyr- ir hnífnum, einsog á að fækka sýningum á listasöfn- um. Listin er það sem lyftir okkar andans sál. Ég skora á borgaryfirvöld að endurskoða afstöðu sína til Vinjar bataseturs. Eins má hugsa sér að þannig sé óþrjótandi sjálfboðavinna og góðvild Hrafns höfð í hávegum. Verndum Vin Elísabet Jökulsdóttir Höfundur er skáld. Elísabet Jökulsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.