Morgunblaðið - 07.12.2022, Side 22
ÍÞRÓTTIR22
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2022
Viktor ekki alvar-
legameiddur
Viktor Gísli Hallgrímsson,
markvörður Nantes í Frakklandi
og íslenska karlalandsliðsins í
handknattleik, er ekki alvarlega
meiddur. Þetta staðfesti hann í
samtali við Morgunblaðið í gær
en Viktor Gísli þurfti að fara af
velli í leik Nantes og Sélestat
í frönsku 1. deildinni á sunnu-
daginn vegna meiðsla á olnboga.
„Ég þarf að hvíla þangað til verk-
urinn fer en þetta ætti ekki að
vera neitt alvarlegt,“ sagði Viktor
meðal annars.
Morgunblaðið/Eggert
NantesViktor Gísli Hallgrímsson
hefur leikið afar vel í Frakklandi.
Bestur hjá
Oakland
Knattspyrnumaðurinn Óttar
Magnús Karlsson er leikmaður
ársins hjá bandaríska félaginu
Oakland Roots.
Óttar lék með Oakland-liðinu í
B-deild Bandaríkjanna á síðustu
leiktíð og skoraði 19 mörk í 30
leikjum. Var hann á meðal marka-
hæstu manna deildarinnar.
Sóknarmaðurinn er samnings-
bundinn Venezia á Ítalíu en hefur
lítið fengið að spreyta sig hjá
félaginu. Verður hann samnings-
laus eftir yfirstandandi tímabil.
Ljósmynd/@oaklandrootssc
FramherjiÓttar Magnús Karlsson
hefur spilað vel í Bandaríkjunum.
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild kvenna, Subway-deildin:
Origo-höll: Valur – Grindavík................. 18.15
Smárinn: Breiðablik – Njarðvík ............ 19.15
Skógarsel: ÍR – Keflavík.......................... 19.15
Ásvellir: Haukar – Fjölnir...................... 20.15
1. deild kvenna:
Kennarahásk.: Ármann – Snæfell ......... 19.15
Höllin: Þór Ak. – Aþena .......................... 19.15
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin:
Úlfarsárdalur: Fram – Valur ...................... 20
1. deild kvenna
KR – Stjarnan ......................................... 83:86
Staðan:
Stjarnan 11 11 0 953:726 22
Snæfell 12 10 2 858:627 20
Þór Ak. 12 9 3 902:768 18
KR 12 6 6 930:850 12
Hamar-Þór 12 6 6 918:858 12
Ármann 11 5 6 774:741 10
Aþena/LU 11 4 7 825:771 8
Tindastóll 12 2 10 852:932 4
Breiðablik B 13 0 13 497:1236 0
Spánn
B-deild:
Oviedo – Real Valladolid .................... 64:81
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson skoraði 2
stig, tók tvö fráköst og stal einum bolta á 17
mínútum hjá Oviedo.
Belgía/Holland
Yoast Utd – Aris Leeuwarden........... 74:93
Kristinn Pálsson skoraði 11 stig, tók 5 fráköst
og gaf 4 stoðsendingar á 32mínútumhjá Aris.
NBA-deildin
Charlotte – LA Clippers....................... 117:119
Orlando – Milwaukee.......................... 102:109
Atlanta – Oklahoma City ..................... 114:121
Toronto – Boston.................................. 110:116
Houston – Philadelphia ....................... 132:123
Memphis – Miami.................................. 101:93
Dallas – Phoenix .................................... 130:111
Golden State – Indiana........................ 104:112
Evrópudeild karla
B-RIÐILL:
Ferencváros – Valur ............................ 33:33
Aix – Ystad IF ........................................ 34:36
Kristján Örn Kristjánsson skoraði ekki
fyrir Aix.
Benidorm – Flensburg ........................ 32:38
Teitur Örn Einarsson skoraði eitt mark
fyrir Flensburg.
Flensburg 8 stig, Aix 6, Ystad IF 6, Valur
5, Ferencváros 3, Benidorm 2.
A-RIÐILL:
Göppingen – Kadetten......................... 24:25
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði þrjú
mörk fyrir Kadetten. Aðalsteinn Eyjólfsson
þjálfar liðið.
Benfica – Montpellier ............................. 24:26
Veszprémi KKFT – Tatran Presov ..... 30:28
Montpellier 10 stig, Kadetten 8, Göppingen
6, Benfica 4, Veszprémi KKFT 2, Tatran
Presov 0.
C-RIÐILL:
Alpla Hard – Balatonfüredi ............. 30:30
Hannes Jón Jónsson þjálfar Alpla Hard.
Skjern – Sporting Lissabon ............... 28:30
Sveinn Jóhannsson skoraði ekki fyrir
Skjern.
Nexe – Granollers.................................... 39:36
Nexe 10 stig, Granollers 6, Skjern 6, Sporting
Lissabon 6, Balatonfüredi 1, Alpla Hard 1.
D-RIÐILL:
Bidasoa – Pelister.................................... 32:20
Aguas Santas – Motor Zaporozhye ..... 26:26
Füchse Berlin – Skandeburg................ 30:24
Füchse Berlín 10 stig, Skandeborg 8, Bida-
soa 6, Pelister 4, Motor Zaporozhye 1, Aguas
Santas 1.
HM í Katar
16-LIÐAÚRSLIT:
Marokkó – Spánn ........................ (0:0) 3:0
Marokkó sigraði 3:0 í vítaspyrnukeppni.
Portúgal – Sviss..................................... 6:1
Goncalo Ramos 17., 51., 67., Pepe 33., Raph-
ael Guerreiro 55., Rafael Leao 90. – Manuel
Akanji 58.
8-LIÐAÚRSLIT:
9.12. Króatía – Brasilía.................................. 15
9.12. Holland – Argentína ............................. 19
10.12. Marokkó – Portúgal.............................15
10.12. England – Frakkland.......................... 19
MARKAHÆSTIRÁHM:
Kylian Mbappé, Frakklandi.......................... 5
Goncalo Ramos, Portúgal ............................. 3
Álvaro Morata, Spáni .................................... 3
Lionel Messi, Argentínu................................ 3
Marcus Rashford, Englandi ......................... 3
Bukayo Saka, Englandi ................................. 3
Olivier Giroud, Frakklandi ........................... 3
Richarlison, Brasilíu ...................................... 3
Enner Valencia, Ekvador .............................. 3
Cody Gakpo, Hollandi.................................... 3
Liðstyrkur í Laugardal
Knattspyrnudeild Þróttar úr
Reykjavík hefur gengið frá
samningi við bandaríska leik-
manninn Katie Cousins. Kemur
hún til Þróttar frá Angel City í
heimalandinu en þar lék hún í at-
vinnudeildinni, NWSL, á síðasta
tímabili.
Cousins lék afar vel með Þrótti
sumarið 2021 og skoraði sjö mörk
í 17 leikjum í efstu deild en liðið
endaði þá í þriðja sæti deildarinn-
ar á eftir Val og Breiðabliki. Þá
átti Cousins sinn þátt í að Þróttur
fór alla leið í bikarúrslit þar sem
liðið tapaði fyrir Breiðabliki.
Þróttur hefur einnig gengið frá
samningi við Ingunni Haralds-
dóttur til tveggja ára. Hún lék
síðast með PAOK í Grikklandi, en
hefur leikið með Val, HK/Víkingi
og KR hér á landi, alls 69 leiki í
efstu deild.
Þá hafa þær Sæunn Björns-
dóttir, Jelena Tinna Kujundzic
og markvörðurinn Íris Dögg
Gunnarsdóttir framlengt samn-
ing sinn við félagið en þær hafa
allar verið lykilmenn í liði Þrótt-
ar undanfarin keppnistímabil.
Morgunblaðið/Eggert
SóknKatie Cousins leikur með Þrótturum á nýjan leik í sumar.
Magnaðir Marokkóbúar
AFP/Fabrice Coffrini
Þrenna Sóknarmaðurinn Goncalo Ramos stal senunni í 6:1-stórsigri Portú-
gals á Sviss er hann skoraði þrennu og lagði upp mark til viðbótar.
l Í 8-liða úrslit HM í fyrsta sinnlBono hetjan í vítaspyrnukeppnilSpánn
klúðraði þremur vítaspyrnumlRamos kom inn fyrir Ronaldo og skoraði þrennu
Marokkó skráði sig á spjöld
sögunnar þegar liðið hafði betur
gegn Spáni, 3:0, eftir vítaspyrn-
ukeppni í 16-liða úrslitum HM í
fótbolta karla í Katar í gær. Bono
í marki Marokkós varði tvær
vítaspyrnur Spánverja og tryggði
liðinu þannig sæti í 8-liða úrslitum
heimsmeistaramóts í fyrsta sinn í
sögunni.
Markalaust var eftir venjulegan
leiktíma og sömuleiðis að lokinni
framlengingu. Marokkó var síst lak-
ari aðilinn í leiknum, fékk nokkur
prýðisfæri og varðist stórkostlega.
Varamaðurinn Pablo Sarabia komst
nálægt því að tryggja Spáni sigur á
þriðju mínútu uppbótartíma í fram-
lengingunni en skot hans á lofti úr
þröngu færi hafnaði í stönginni.
Því þurfti vítaspyrnukeppni til
þess að knýja fram úrslit. Í víta-
spyrnukeppninni sýndu Marokkó-
búar sannkallaðar stáltaugar
og skoruðu úr þremur af fjórum
spyrnum sínum; það gerðu þeir
Abdelhamid Sabiri, Hakim Ziyech
og Achraf Hakimi, sem er fæddur
og uppalinn á Spáni. Spánverjar
klúðruðu hins vegar öllum þremur
spyrnum sínum; Sarabia skaut í
stöng og Bono varði spyrnur Carlos
Solers og Sergios Busquets.
Eina Afríkuþjóðin
Marokkó er því eina Afríkuþjóðin
í 8-liða úrslitum HM í ár, þar sem
liðið mun mæta Portúgal og freista
þess að verða fyrsta Afríkuþjóðin til
þess að tryggja sér sæti í undan-
úrslitum heimsmeistaramóts í
sögunni.
Marokkó kom flestum á óvart
með því að vinna F-riðil, þar sem
Króatía hafnaði í öðru sæti og
Belgía komst ekki upp úr riðlinum.
Skipulag frábærrar liðsheildar
undir stjórn landsliðsþjálfarans
Walids Regraguis, sem tók aðeins
við Marokkó fyrir þremur mánuð-
um, hefur reynst gulls ígildi enda
velti hann því fyrir sér á blaða-
mannafundi á dögunum af hverju
Marokkóbúar ættu ekki að láta sig
dreyma um heimsmeistaratitilinn.
Spánverjar fara hins vegar heim
með skottið á milli lappanna þar
sem uppskeran var að lokum aðeins
einn sigur í fjórum leikjum, 7:0 gegn
Kosta Ríku í 1. umferð E-riðils. Eftir
þann sigur virtust Spáni allir vegir
færir á mótinu en annað kom svo
sannarlega á daginn.
Óvæntur senuþjófur
Portúgal lenti ekki í nokkrum
vandræðum með Sviss í síðasta leik
16-liða úrslitanna í gærkvöldi og
vann öruggan 6:1-sigur.
Goncalo Ramos sóknarmaður
Benfica fékk tækifærið í fremstu
víglínu Portúgals á kostnað
Cristianos Ronaldos, sem byrjaði á
varamannabekknum og lék síðasta
stundarfjórðunginn. Ramos þakk-
aði kærlega fyrir sig með því að
skora þrennu og leggja upp annað
mark. Pepe, Raphael Guerreiro og
Rafael Leao komust einnig á blað
hjá Portúgal. Manuel Akanji skoraði
mark Sviss.
Hinn 39 ára gamli Pepe er elsti
leikmaðurinn til að skora í út-
sláttarkeppni heimsmeistaramóts
og næstelsti markaskorari HM
í sögunni á eftir Kamerúnanum
Roger Milla, sem var 42 ára þegar
hann skoraði í riðlakeppni HM 1994.
Marokkó og Portúgal eigast við
í fjórðungsúrslitunum klukkan 15
næstkomandi laugardag.
HM Í KATAR
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
AFP/Glyn Kirk
Gleði LeikmennMarokkós fagna eftir að Achraf Hakimi tryggði 3:0-sigur
á Spáni í vítaspyrnukeppni í 16-liða úrslitumHM í fótbolta í gær.