Morgunblaðið - 07.12.2022, Page 28
Í lausasölu 822 kr.
Áskrift 8.880 kr. Helgaráskrift 5.550 kr.
PDF á mbl.is 7.730 kr. iPad-áskrift 7.730 kr.
Sími 569 1100
Ritstjórn ritstjorn@mbl.is Auglýsingar augl@mbl.is
Áskrift askrift@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is
MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 341. DAGUR ÁRSINS 2022
MENNING
Kammerkór Seltjarnarneskirkju
heldur jólatónleika í kvöld
Hinir árlegu jólatónleikar Kammerkórs Seltjarnarnes-
kirkju verða haldnir í kirkjunni í kvöld kl. 20.
Á efnisskrá verða jólalög úr ýmsum áttum, íslensk
jafnt sem erlend. Einsöngvarar og hljóðfæraleikarar
eru úr röðum kórfélaga og munu kórfélagar einnig
koma fram sem dúettar, tríó og kvartettar.
Stjórnandi kórsins er Friðrik Vignir Stefánsson og
leikur hann einnig undir á píanó.
ÍÞRÓTTIR
Valsmenn misstu niður forskotið
Annan leikinn í röð fóru Valsmenn illa að ráði sínu á
lokakaflanum í útileik í B-riðli Evrópudeildar karla í
handbolta er Íslands- og bikarmeistararnir heimsóttu
Ferencváros til Búdapest, höfuðborgar Ungverjalands,
í gærkvöldi.» 23
Casa Skeifan 8 | casa.is
Láttu ekki
veturinn
stoppa þig
Trausti Hafsteinsson gaf út spurn-
ingaspilið „Gettu betur“ árið 2002
og nú hefur hann sent frá sér 20
ára afmælisútgáfu með 2.100 nýjum
spurningum eftir Illuga Jökulsson.
Nýja skemmtispilið „Hrærigrautur“
er jafnframt á hans vegum og
spurningar og þrautir eftir Illuga,
en Trausti var honum innan handar
og hannaði bæði spilin.
„Hrærigrautur“ er hugsað fyrir
þá sem hafa gaman af íslenskri
tungu og fjörugri keppni. „Spil-
ið er skemmtilegur hræringur
úr vinsælum þáttum, spilum og
orðaleikjum, þar sem þátttakendur
etja kappi í fjölbreyttum þrautum,“
segir Trausti. Úr stafaruglinu
NÁAAMETDSÐ BEÁPTLUIRN
HSLÁUNTSRI eigi til dæmis að
reyna að búa til sem lengst orð.
Árið 1986 hófst Gettu betur,
spurningakeppni íslenskra fram-
haldsskóla, í Ríkisútvarpinu og er
samnefnda spilið byggt á dagskrár-
liðnum. „Ég gef spilið út með leyfi
og í samstarfi við RÚV,“ leggur
Trausti áherslu á, en spurningarn-
ar eru í fimm flokkum; hraða-,
staðreyndavillu-, bjöllu- og vís-
bendingaspurningar auk þríþrautar.
„Spilið er ekki aðeins hugsað fyrir
snillingana heldur eru spurningarn-
ar þess eðlis að allir geta verið með
og því geta landsmenn allir látið ljós
sitt skína.“
Ferðir og fararstjórn
Ferðir og fararstjórn hafa lengi
átt hug Trausta og skömmu eftir
að „Gettu betur“ kom fyrst út flutti
hann til útlanda, þar sem hann
starfaði við áhugamálið. Á þeim
tíma gaf hann út tónlistargetrauna-
spilið „Popppunktinn“, sem hann
byggði á samnefndum sjónvarps-
þætti dr. Gunna. „Það var erfitt að
fjarstýra útgáfunni og því setti ég
frekari spilaútgáfuhugmyndir í bið,
þar til við fluttum aftur heim vegna
Covid,“ segir Trausti, sem er reynd-
ar nýkominn frá því að leiðsegja
fólki í Marokkó. Hann segir senni-
legt að vinna í ferðaþjónustunni
aukist á ný á komandi ári og hann
hlakki til nýrra ævintýra.
Spil af ýmsu tagi hafa hins vegar
fylgt Trausta frá barnæsku. „Í
grunninn er ég mikill spilakarl og
hef haft gaman af því að spila frá
því ég man eftir mér,“ upplýsir
hann. Hann hafi notað hvert tæki-
færi til þess að spila, hvort sem er
með fjölskyldunni eða vinum. „Ég
verð aldrei leiður á því.“
Trausti segir að útgáfan á fyrsta
spilinu hafi í raun verið eðlilegt
framhald af þessu áhugamáli. „Það
má segja að „Gettu betur“ hafi verið
eins og fyrsta barnið, fæðing sem
beðið var eftir og gekk vel.“ Hann
segir alla vinnuna frá hugmynd
til útgáfu mjög skemmtilega og
upplifunin sé líklega svipuð og hjá
rithöfundum. „Það er gaman að
vita til þess að fólk kaupi hugverk
manns og að þau séu til á heimilum,
þar sem þau gleðji fólk í mörg ár.“
lTraustiHafsteinssonmeð spurninga- og skemmtispil
Spurt og svarað
í fjörugri keppni
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Spilakóngur Trausti Hafsteinsson hefur gefið út tvö ný spil, Hrærigraut og Gettu betur.