Morgunblaðið - 19.10.2022, Qupperneq 1
VONANDI AÐVEXTIR LÆKKIHEILBRIGÐMÖRK
Chanel endurvekur klassík frá níunda áratugnum. 8
Vinnuveitendur víða um heim standa
núna frammi fyrir því að starfsfólkið
neitar að þræla sér út. 10
VIÐSKIPTA
11
Elvar Orri segir það boða gott að stjórnvöld hyggist
stórauka framboð á húsnæði en háir stýri-
vextir eru atvinnulífinu til trafala.
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2022
Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is
Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton
endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir
viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant
Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í.
Fá 35 milljónir aukalega fyrir úttekt
Samkeppniseftirlitið (SKE) mun, að eigin
frumkvæði og með viðbótargreiðslu frá mat-
vælaráðuneytinu, ráðast í sérstaka athugun á
stjórnar- og eignartengslum í sjávarútvegi.
Tilkynnt var um úttektina á vef ráðuneytisins
í upphafi mánaðarins og að gerður hefði verið
samningur milli ráðuneytisins og SKE.
Í samningnum, sem ViðskiptaMoggi fékk
afhentan frá ráðuneytinu, kemur þó fram að
athugunin nær út fyrir eignarhald í sjávar-
útvegi. Til stendur að kanna eignarhald þeirra
aðlila sem eiga hlut í sjávarúvegsfyrirtækjum
í öðrum fyrirtækjum hér á landi, án tillits til
þess á hvaða sviði þau starfa.
Ákvörðun um að ráðast í athugunina var
tekin af SKE. Það kemur fram í svari ráðu-
neytisins við spurningum ViðskiptaMogga um
málið.
Í byrjun þessa mánaðar tilkynnti ráðu-
neytið að ráðist yrði í kortlagningu stjórn-
unar- og eignatengsla í sjávarútvegi og að
gerður hefði verið samningur við SKE um að
tryggja „fjárhagslegt svigrúm“ til að
stofnunin gæti ráðist í úttektina. Fyrir þessa
vinnu greiðir ráðuneytið 35 milljónir króna til
SKE, sem ber að skila niðurstöðunni í
sérstakri skýrslu sem verði afhent ráðu-
neytinu í lok næsta árs.
Í samningi ráðuneytisins og SKE kemur
fram að SKE og aðrar stofnanir taki sjálf-
stæða ákvörðun um það hvort og hvernig gögn
sem aflað verður verði í framhaldinu nýtt til
frekari rannsókna eða íhlutunar eftirlits-
stofnunarinnar.
Í tilkynningu ráðuneytisins, þegar tilkynnt
var um úttektina, kom fram að vinna við kort-
lagningu stjórnunar- og eignatengsla í sjávar-
útvegi væri liður í heildarstefnumótun ráðu-
neytisins og í „samræmi við stjórnarsáttmála
og áherslur Svandísar Svavarsdóttur
matvælaráðherra“. ViðskiptaMoggi spurði því
hvort túlka mætti það sem svo að ráðherrann
væri með áherslur í málaflokknum sem ekki
væri að finna í stjórnarsáttmálanum. Í svari
ráðuneytisins kemur fram að svo sé ekki.
Gísli Freyr Valdórsson
gislifreyr@mbl.is
Samkeppniseftirlitið fær greiddar
35 milljónir króna til að ráðast í
úttekt sem stofnunin hafði frum-
kvæði að.
Morgunblaðið/Ómar
Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Stofnunin tekur sjálf ákvörðun um það
hvort og hvernig gögn sem aflað verður verði nýtt til frekari rannsókna eða íhlutunar.
EUR/ISK
18.4.'22 18.10.'22
150
145
140
135
130
125
140,25
141,35
Úrvalsvísitalan
3.300
3.100
2.900
2.700
2.500
2.300
18.4.'22 18.10.'22
3.119,90
2.503,84
Athafnahjónin Ingibjörg Jónsdóttir
og Friðrik Steinn Kristjánsson
munu á laugardaginn kemur taka í
notkun nýjan sýningarsal í galleríi
sínu, Bergi Contemporary, við
Klapparstíg í Reykjavík.
Sigurður Guðjónsson, fulltrúi Ís-
lands á Feneyjatvíæringnum í ár,
mun þar sýna verk sitt.
Þar höfðu hjónin þegar endurgert
gamla glerverksmiðju og komið
fyrir sýningarsal á jarðhæð og á efri
hæðum skrifstofum og vinnuað-
stöðu. Nýi sýningarsalurinn er í við-
byggingu Smiðjustígsmegin og þar
eru jafnframt gestaíbúðir fyrir lista-
menn og aðstaða fyrir píanóleikara.
Kostnaðurinn er trúnaðarmál
Ingibjörg segir trúnaðarmál
hversu mikið fé uppbyggingin hafi
kostað en þau hjónin styrkja per-
sónulega útflutning á íslenskri
myndlist með því að taka þátt í
sýningarhaldi erlendis.
Ingibjörg ræðir í ítarlegu viðtali
við ViðskiptaMoggann um sölu gall-
erísins og hvernig verðmyndun er
háttað á listmunum á Íslandi og í
öðrum norrænum ríkjum. Það sé af
og frá að sala listaverkanna standi
undir rekstri Bergs Contemporary.
„Það má segja að hér búi að baki
ástríða og áhugi okkar mannsins
míns. Þess vegna erum við að
þessu,“ segir Ingibjörg en þau hjón
hafa þegar boðið erlendum gestum
til dvalar í nýju íbúðunum.
Ingibjörg gagnrýnir fast-
eignagjöld á galleríið sem séu úr
tengslum við starfsemina
og forsendur hennar.
Styrkja útflutning á íslenskri myndlist
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Ingibjörg Jónsdóttir, annar tveggja
stofnenda Bergs Contempory.
Annar stofnenda Bergs
Contemporary segir list-
markaðinn á Íslandi að
þroskast. Margir safni list.
6