Morgunblaðið - 19.10.2022, Blaðsíða 7
jafn alþjóðlegar tengingar og þið hjá Bergi Con-
temporary hafið byggt upp síðustu ár?
„Það eru i8, Hverfisgallerí og við. Þessi þrjú
gallerí. Það er auðvitað heilbrigð samkeppni en
góður vinskapur líka. Árið 2020 var listamessan
Chart í Kaupmannahöfn, sem við tökum þátt í
árlega, ekki haldin í þeirri mynd sem hún hefur
verið haldin heldur var henni dreift um mörg
sýningarrými. Þá hafði verið lokað hjá okkur um
sumarið vegna faraldursins og svo þegar færi
gafst komu hin tvö galleríin hingað og settu upp
sína bása, þannig að við vorum öll hér saman.
Þetta þótti mjög jákvætt á hinum Norður-
löndunum og segir sitt um gagnkvæma velvild á
milli okkar [hjá galleríunum þremur].“
Aðflutningsgjöldin eru misjafnlega há
– Hvaða áhrif hefur fjölgun erlendra ferða-
manna haft á íslenskan listamarkað?
„Það er töluvert um erlenda ferðamenn sem
koma að skoða sýningar en salan til þeirra er
ekki mikil. Þegar ferðamenn flytja listaverk úr
landi, eða fá send héðan, fer það eftir viðkom-
andi landi hversu mikið er greitt í aðflutnings-
gjöld. Munur á skattaprósentunni getur verið
merkilega mikill. Ef listaverk eru til dæmis send
að utan til Íslands þarf að borga hefðbundna
virðisaukaskattsprósentu en ef listaverkið er
sent til Danmerkur þarf ekki að greiða nema 5%
skatt og í Sviss er hlutfallið 8%. Svona er hlut-
fallið misjafnt eftir löndum. Ég sé því í fljótu
bragði ekki hvað skatturinn gæti gert til að örva
sölu til ferðamanna. Hins vegar mætti vel huga
að því að fella alfarið niður virðisaukaskatt á
þann hluta sem galleríið fær í sinn hlut [af sölu-
andvirði listaverks] en við þurfum að borga full-
an skatt af því. Svo mætti auðvitað huga að því
að listaverkakaup yrðu frádráttarbær frá skatti.
Þá til dæmis hjá fyrirtækjum,“ segir Ingibjörg
Jónsdóttir að lokum.
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hluti af nýja húsnæðinu við galleríið. Þar verða meðal annars tvær gestaíbúðir.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2022 7VIÐTAL
– Þið vandið bersýnilega til verka. Hvað hefur
þetta kostað ykkur, með leyfi að spyrja?
„Það er trúnaðarmál. Við höfum lagt mikið
af mörkum – og ég ætla að vona að fólk líti
einnig svo á – en þetta hefur líka veitt okkur
mikla gleði og ánægju. Það koma stök ár hjá
galleríum þegar þau eru rekin með hagnaði
en yfirleitt standa sýningar engan veginn und-
ir sér. Til að koma til móts við rekstur slíkra
gallería mætti til dæmis endurskoða fast-
eignagjöld en það er umhugsunarefni að það
skuli ekki vera til fleiri flokkar af þeim.
Lítill hluti fer undir sölu
Með rekstri gallerís af þessu tagi er verið að
auðga menningu landsins og styrkja listina í
landinu. Ef maður flettir í orðabók telst at-
vinnuhúsnæði vera húsnæði sem er hugsað
til þess að afla tekna og ég get sagt að lítill
hluti af þessu húsnæði fer undir sölu. Hinn
hlutinn fer undir sýningar sem standa yfirleitt
á engan hátt undir sér og aðgangur er ókeyp-
is og öllum heimill. Það er vel hægt að reka lítil
gallerí með hagnaði – slík gallerí má finna út
um allan bæ – en þau eru þá rekin á allt öðrum
forsendum. Það er ekki verið að kynna lista-
mennina, eða verið að byggja upp feril þeirra
á þann hátt sem er verið að gera hér. Þar eru
gjarnan til sölu lítil verk á lægra verði og þau
gallerí minna meira á gjafavöruverslun.
Eru ekki að biðja um styrki
Við erum ekki að biðja um styrki en það
mætti vera meiri skilningur á því að hér sé
verið að leggja rækt við listina. Við viljum
styðja listamenn sem við teljum að sé grund-
völlur fyrir að kynna erlendis og eru að vinna
alvarlega að sínum hlutum. Við horfum nú á
Sigurð [Guðjónsson] en þar liggur mikil vinna
að baki. Fyrir listamennina fylgir þessu yfirleitt
ákveðin fórn, af lífsgæðum og öðru, og við
reynum að búa til ramma sem styður við þá.
Það væri ekki verra ef það væri meiri skiln-
ingur á því,“ segir Ingibjörg.
Fasteignagjöldin umhugsunarefni