Morgunblaðið - 19.10.2022, Page 8

Morgunblaðið - 19.10.2022, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2022SJÓNARHÓLL EGGERT D eilur um landamerki hafa verið mjög tíðar hjer á landi, bæði að fornu og nýju. Hafa mörg dómsmál út af þeim risið og oft jafnvel fjandskapur einstakra manna á meðal.“ Svo segir í greinargerð með frumvarpi því sem varð að núgildandi landamerkjalögum sem eru frá árinu 1919. Núna, 103 árum síðar, er enn mikið um landamerkjadeilur, dómsmál og jafnvel fjandskap því tengdan. Um merki jarða og annarra fasteigna hefur verið fjallað með ýmsum hætti í gegnum tíðina í íslenskri löggjöf. Í fornöld voru takmörkuð ákvæði um landa- merki í Grágás, fyrstu lög- bók Íslendinga, m.a. um löggarða og einnig voru takmörkuð ákvæði um landamerki í Jónsbók sem tók gildi síðar. Árið 1882 voru sett landamerkjalög og fyrst mælt fyrir um það að landeigendur skyldu gera landamerkjaskrár og í kjölfarið voru gerðar slíkar skrár fyrir margar jarðir en þó alls ekki allar. Einnig var misjafnt hversu vel var vandað til landamerkja- lýsinganna og hvort nauð- synlegra undirskrifta var aflað. Vegna slíkra ann- marka voru núgildandi lög sett. Nú hafa enn á ný verið samþykktar á Alþingi nýjar lagareglur um landamerki. Lögin frá 1919 verða felld úr gildi og í stað þeirra kemur nýr kafli í lög um skráningu og mat fasteigna sem mun heita „I. kafli A, Merki fasteigna“. Þessar breytingar öðlast gildi 1. janúar 2024. Enn á að reyna að koma þessum málum í betra horf. Þegar lögin hafa öðlast gildi verður eig- endum fasteigna gert skylt að gera merkjalýsingu um fasteignir sínar og láta draga merkin upp með hnitum enda liggi ekki fyrir þinglýst og glögg af- mörkun. Þá er mælt fyrir um að gefin verði út sér- stök leyfi til þeirra sem einir mega gera merkja- lýsingar og nokkuð ítarleg ákvæði um skilyrði sem þessir menn þurfa að uppfylla og hvernig merkja- lýsingar skuli úr garði gerðar. Eins og í núgildandi landamerkjalögum verður áfram mælt fyrir um að ef upp kemur ágreiningur milli eigenda um merki milli fasteigna geti þeir leitað sátta fyrir milligöngu sýslumanns. Það sem breytist er að framvegis verður slík sáttameðferð nauðsyn- legur undanfari þess að höfðað verði mál fyrir dómi um merki fasteigna. Þess vegna má velta fyrir sér hvort landeigendur sem eiga í deilum vegna landa- merkja og einkum ef milli þeirra ríkir fjandskapur og þeir sjá ekki fram á að nokkur leið sé að sætta þær deilur eigi að drífa sig og höfða mál fyrir dómi fyrir 1. janúar 2024 áður en lögin öðlast gildi. Þannig væri hægt að losna við kostnað og tíma sem færi í sátta- meðferð hjá sýslumanni en mælt er fyrir um það að um þau mál sem hafin eru hjá dómstólum fyr- ir gildistöku nýju laganna skuli fara samkvæmt fyrirmælum laga fyrir gildistökuna. Þó það sé alltaf eftirsjá að lögum sem eru orðin meira en hundrað ára gömul þá er þessi lagasetning líklega til bóta. Í dag er farið að bera á dæmum um að nákvæm landamerki geti skipt máli vegna mikils ferðamanna- straums og framkvæmda á ferða- mannastöðum. Hnitasetning ná- kvæmari og tryggari leið til að setja niður merki en hinar fornu aðferðir. Skylda til hnitasetningar og skráningar landa- merkja kann að koma mörgum að gagni. Sérstaklega þeim sem eiga löndin og það má spyrja sig hvort nauðsynlegt sé að skylda nágranna til að láta hnita- setja landamerki sín á milli. Það eru þeir sjálfir sem bera hallann af mögulegri ónákvæmni eða skorti á skráningu. Svarið er þó líklega að skráningin þjónar einnig þeim tilgangi að auðvelda skráningu á stærð og þar með skattheimtu, eftirlit, framkvæmd reglna um meðferð lands og ýmis önnur afskipti hins opin- bera. LÖGFRÆÐI Magnús Óskarsson Lögmaður með málflutningsréttindi í New York-ríki og hæstaréttarlögmaður hjá Lögmáli ehf. Nýjar reglur um landamerki ” Þess vegna má velta fyrir sér hvort landeig- endur sem eiga í deilum vegna landamerkja og einkum ef milli þeirra ríkir fjandskapur og þeir sjá ekki fram á að nokk- ur leið sé að sætta þær deilur eigi að drífa sig og höfða mál fyrir dómi fyrir 1. janúar 2024 Það má ekki segja það upphátt, en allir vita að karlmenn nota fín úr til að sýna hvar þeir standa í goggunar- röðinni. Dýrt og vandað úr segir heilmikið um smekk eigandans og hvar hann er staddur í lífinu og ekki skrítið að margir ungir menn láta sig dreyma um að eignast góðan Rólex einmitt til að geta sýnt heiminum að þeir hafi náð að klofa yfir tiltekinn fjárhagslegan þröskuld og séu á leið upp metorðastigann. Þeir myndu seint fást til að játa það en þegar jakkafataklæddir áhrifamenn setjast niður við fundarborð gjóta þeir augum á úlnliði sessunautanna og mæla hver annan út byggt á því hver skartar veglegum Hublot, rándýrum Audemars Piguet eða fágætum Patek Philippe. Því miður áttu konur – lengst af – erfitt með að taka þátt í þessum leik og voru kvenúrin frá þekktustu framleiðendunum lítið annað en minni útgáfur af karlúrunum og þess vegna ekkert sérstaklega kven- leg. Franska tískuhúsið Chanel hristi því rækilega upp í mark- aðinum, og úrasamfélaginu, árið 1987 þegar hulunni var svipt af Première-úrinu. Première sló heldur betur í gegn og varð strax ómissandi aukahlutur, enda einkar fágað, fjölhæft og fal- legt úr sem konur gátu borið við öll tækifæri. Chanel hefur núna endur- vakið þetta merkilega úr, með upp- runalega útlitinu, og bendir allt til að viðtökurnar verði engu lakari nú en fyrir 35 árum. Úr fyrir öll tilefni Première er mun líkara armbandi en úri. Skífan sjálf er smá, stílhrein og laus við allar tölur en ólin er vegleg, gerð úr gullhúðaðri stál- keðju sem búið er að þræða með svartri leðuról. Allar konur sem fylgjast vel með tískunni vita hvaðan útlit ólarinnar er fengið, því margar handtöskur frá Chanel skarta sams konar keðju. Skífan er áttstrendingur í sömu hlutföllum og tappinn á sígildum ilmvatnsflöskum Chanel, en sagan segir að Coco Chanel hafi fengið hugmyndinna að lögun tappanna að láni frá útlínum torgsins Place Kvenleg klassík mætir aftur á svæðið HIÐ LJÚFA LÍF Sími 587 1717 www.sulatravel.is Stangarhyl 1 , 110 Reykjavík MIÐJARÐARHAF 12.-26. maí 2023 ALLT INNIFALIÐ Í ÖLLUM SIGLINGUM EKKI BORGA MEIRA EN ÞÚ ÞARFT Free at Sea YFIR ATLANDSHAF FRÁ NEW YORK 19. apríl til 9. maí 2023 MIÐJARÐARHAFIÐ 17.-29. nóvember 2022 RÓM OG GRÍSKA EYJAHAFIÐ 11.-23. ágúst 2023 JÓLASIGLING Í KARÍBAHAF 14.-26. desember 2023 MIÐJARÐARHAF 14.-26. maí 2023 GRÍSKA EYJAHAFIÐ FRÁ FENEYJUM 1.-14. ágúst 2023 LONDON REYKJAVÍK 3.-15. júní 2023 Gerum tilboð fyrir hópa og einstaklinga Nánar á www.sulatravel.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.