Morgunblaðið - 19.10.2022, Síða 12

Morgunblaðið - 19.10.2022, Síða 12
Skeifan 3 • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is • rafver@rafver.is K 7 Premium Smart Control Háþrýstidæla VIÐSKIPTA Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Gísli Freyr Valdórsson fréttastjóri, gislifreyr@mbl.is Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. INNHERJI RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON Mörgum gestum Smáralindar brá í brún nú í upphafi vikunnar þegar viðskiptavinir Ísey Skyrbars gripu í tómt. Veitingahúsinu hefur verið lokað í kjölfar þess að endi var bund- inn á leigusamning milli rekstrar- aðila staðarins og Hagkaups, sem hefur forræði á rýminu. Sömu sögu má segja um samninga fyrirtækj- anna í Kringlunni og Skeifunni. Fyrirtækið Skyrboozt ehf., sem er m.a. í eigu Kristins Sigurjónssonar og Sigrúnar Magnúsdóttur, hefur rekið staðina þrjá undir merkjum Íseyjar skyrbars. Heimildir ViðskiptaMoggans herma að þau muni einnig hafa með höndum rekstur samnefnds staðar í nýju mathallarrými í Kringlunni. Athygli vekur að staðirnir sem nú hefur verið lokað hafa aðeins verið starf- ræktir frá því á fyrri hluta árs 2020. Heimildir Morgunblaðsins herma að það hafi verið ákvörðun Haga, móðurfélags Hagkaups, að binda enda á leigusamningana, enda hafi náið samstarf komist á milli Íseyjar skyrbars um mitt ár 2020 þegar N1, dótturfélag Festar, helsta keppi- nautar Haga, festi kaup á rekstri Ís- eyjar skyrbars á þjónustustöðvum sínum. Seljandi var Skyrboozt ehf. Ekki vitað hvað kemur í staðinn Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvað Hagkaup ætlast fyrir með veit- ingarýmið sem losnar, nú þegar Ísey skyrbar hefur lokað dyrum sínum í Hagkaupsverslununum þremur. Ársreikningur Skyrboozt ehf. fyrir árið 2021 hefur ekki verið birtur á heimasíðu Skattsins. Fyrir- tækið hagnaðist hins vegar um 33 milljónir króna á árinu 2020 og vöru- sala nam 408 milljónum króna. Skyrbarirnar sem reknir eru í tengslum við starfsemi N1- stöðvanna eru orðnir sjö talsins, fjórir í Reykjavík, einn í Hafnarfirði, í Borgarnesi og Hveragerði. Þá er Ísey skyrbar einnig í rekstri í Vest- mannaeyjum og í mathöllinni á Sel- fossi, þar sem skyrsafnið er einnig starfrækt. ViðskiptaMogginn leitaði til Sig- ríðar Steinunnar Jónsdóttur, fram- kvæmdastjóra Íseyjar skyrbars, sem á vörumerkið sem staðirnir eru reknir undir og spurði hvort ákveðið hefði verið með nýjar staðsetningar í stað þeirra sem nú hefur verið lokað í Smáralind og Skeifunni. Segir hún að það liggi ekki fyrir. Hún nefnir hins vegar að fyrirtækið sé í sókn, m.a. í Hollandi þar sem búið er að opna stað undir merkjum þess og að stefnan sé sett á að opna fleiri þar í landi innan skamms. Ísey skyrbar hverfur úr verslunum Hagkaups í Kringlunni og Skeifunni. Ísey skyrbar segir skilið við Hagkaup Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Hagkaup hefur sagt upp leigusamningi við rekstrar- aðila Ísey Skyrbars í þrem- ur verslunum fyrirtækisins. Ámorgun verður kosið í stjórn Sýnar í þriðja og líklega síð- asta sinn á þessu ári. Atburðarásin í kringum ítrekuð stjórnarkjör hefur verið óvenjuleg og óheppileg fyrir félagið en ekki endilega fyrir hluta- bréfamarkaðinn í heild sinni. Fyrir félagið hefur þetta þýtt óvissu sem aldrei er æskileg en út af fyrir sig er skiljanlegt að nýir stórir hluthafar vilji hafa meira að segja um hvert félagið stefnir. Ítrekaðir hluthafa- fundir og stjórnarkjör eru þó ekki til marks um að yfirtaka eigi ekki að vera „óvinveitt“ eins og fram kom í aðdraganda síðasta hluthafafundar, þó að vissulega megi deila um hvernig skilja eigi það hugtak í þessu sambandi. Hún er í það minnsta til marks um að nýir hlut- hafar ætla sér að taka stjórnina, hvernig svo sem til tekst á morgun. Aðalatriðið fyrir hluthafa er þó að á fundinum fáist botn í það hver eða hverjir stjórna félaginu í raun því að niðurstaðan í ágúst og það sem síðar hefur gerst er ekki endilega sannfærandi fyrir þá sem á horfa af markaðnum og tæplega til að auðvelda þeim sem stýra félaginu dagleg störf. Ýmislegt er umhugsunarvert í því sem á undan er gengið, til að mynda sú staðreynd að tveir stjórn- armanna, þar með talinn stjórnar- formaðurinn, voru kosnir með sára- litlu atkvæðamagni sem byggðist á kynjakvóta og klækjum lífeyrissjóð- anna sem vekur spurningar um hvort þeir hafi haft samráð sín á milli í stjórnarkjörinu. Þetta dregur fram þá staðreynd að kynjakvótar eru ekki mjög lýðræðislegir, en mikilvægt er að í almenningshluta- félögum fái atkvæðavægi að ráða. Stjórnun almenningshlutafélaga hefur verið umdeilanleg á síð- ustu árum. Lífeyrissjóðir eiga stóra hluti en hafa lítið beitt sér þar til ný- lega í einstaka tilvikum og aðrir hafa því getað stýrt félögum í krafti lítils eignarhlutar. Það er út af fyrir sig ekki heppilegt. Þá er ekki heldur heppilegt hve lítið er um að raun- verulegir eigendur eða fulltrúar þeirra sitji í stjórnum en mikið um „óháða“ stjórnarmenn. Átökin um stjórn Sýnar geta haft jákvæð áhrif á þessi atriði og orðið til þess að hlutabréfa- markaðurinn hér verði virkari og raunverulegir eigendur hafi meira um eignir sínar að segja. Verði það niðurstaðan getur þessi undarlega atburðarás þrátt fyrir allt orðið til góðs. Endurtekið efni hjá Sýn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.