Morgunblaðið - 03.11.2022, Side 5

Morgunblaðið - 03.11.2022, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2022 5 Fyrirtækið rekur nú rúmlega 200 hleðslustöðvar um allt land. ON rekur Jarðhitagarð við Hellisheiðarvirkjun og nýsköpunarfyrirtæki hafa sprottið upp í samstarfi við fyrirtækið, t.d. Carbfix, Vaxa og Orca. Orka náttúrunnar beitir sér fyrir fræðslu um orkuskipti, auðlindir og orkumál. Gildi Orku náttúrunnar eru framsýni, hagsýni og heiðarleiki. Viltu leiða fyrirtæki í fararbroddi í loftslagsmálum og orkuskiptum? Orka náttúrunnar leitar að leiðtoga sem býr yfir færni og reynslu til að leiða hóp úrvals fagfólks með brennandi áhuga á umhverfisvænum lausnum, ábyrgri nýtingu náttúruauðlinda og er í fararbroddi í loftslagsmálum og orkuskiptum. Orka náttúrunnar framleiðir og selur rafmagn frá Nesjavallavirkjun, Hellisheiðarvirkjun og Andakílsárvirkjun. Frá Nesjavalla- og Hellisheiðarvirkjunum kemur líka um helmingurinn af heita vatninu í hitaveituna á höfuðborgarsvæðinu. Við sölu heits vatns og rafmagns ermarkmiðið að gæta auðlinda landsins og viðskiptavinameð sjálfbærni að leiðarljósi. Við styðjum við nýsköpun, sýnum ábyrgð í loftslagsmálum og nýtingu auðlindarinnar og flýtum fyrir orkuskiptum með minna vistspori, samfélaginu öllu til heilla. Orka náttúrunnar er hluti af samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur. Heildareignir ON nema 148milljörðum króna, velta er um 22 milljarðar og eigið fé um 79 milljarðar. Nánari upplýsingar um Orku náttúrunnar má finna á on.is, en þar er einnig sótt um starfið. Nánari upplýsingar um starfið veita: Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastýra mannauðs og menningar OR; ellenyr@or.is, Hilmar G. Hjaltason; hilmar@vinnvinn.is og Auður Bjarnadóttir; audur@vinnvinn.is. Umsóknarfrestur er til og með 13. nóvember 2022.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.