Morgunblaðið - 26.08.2022, Síða 4
Jarðlitir og pasteltónar
Eftir litríkt sumar koma jarðlitir og ljósir pasteltónar sterkt inn í bland við ein-
staka skærari liti og mynstur. Einfaldleiki virðist vera allsráðandi í hönnun íþrótta-
fatnaðar ef marka má nýjustu línur íþróttarisanna.
Pastellitir, sérstaklega blár, grænn og fjólublár, virðast einnig koma sterkir inn í
haustið.
Sett í stíl
Það hefur verið gríðarlega vinsælt að klæðast íþróttatopp og buxum í stíl er-
lendis, en þessi tíska virðist vera á hraðri leið hingað á klakann. Í sumar snerist
allt um skæra liti eins og bleikan, appelsínugulan og bláan, en með haustinu virð-
ast brúnir, rauðir og grænir tónar koma sterkt inn í settunum.
Rifflaðir íþróttatoppar
Þegar velja á íþróttatopp þurfa þægindin alltaf að vera í fyrirrúmi. Rifflað
efni hefur verið afar vinsælt í íþróttatoppum, en það hefur þann eiginleika að
veita góðan stuðning án þess að
vera of stíft.
Víðir bolir
Víðir bolir, hvort sem er lang-
erma eða stutterma, virðast
einnig ætla að vera vinsælir í
haust, enda bæði þægilegir og
smart. Það er nauðsynlegt að
eiga hið minnsta einn slíkan til
að henda yfir sig á kaldari dög-
um.
Buxur í lit
Þótt svartar íþróttabuxur séu klass-
ískar og innan þægindarammans virðast
buxur í öðrum litum vera að koma sterkt
inn, og þá helst í pastelfjólubláu, her-
mannagrænu eða rauðu. Það er hollt að
fara út fyrir þægindarammann annað
slagið og tilvalið að bæta smá lit í fataskáp-
inn í haust.
Buxurnar fást í
H verslun og
kosta 8.995 kr.
Jakkinn fæst í
Sportvörum
og kostar
16.990 kr.
Eftir sumarmánuðina er fátt betra en að koma sér í
góða rútínu á ný. Með haustinu virðist aukinn metn-
aður færast í landann, ekki síður hvað viðkemur
hreyfingu. Eins og flestum er kunnugt er hreyfing
ein af grunnstoðum heilsu okkar og því afar mikil-
vægt að fólk finni hreyfingu sem veitir því ánægju, hvort
sem hún finnst í hóptímum, líkamsræktarsal, sundlauginni eða
úti í náttúrunni.
Irja Gröndal | irja@mbl.is
Bolurinn fæst í
Mfitness og
kostar 7.490 kr.
Toppurinn fæst í
Wodbúð og
kostar 5.990 kr.
Samfesting-
urinn fæst í
Ethic og
kostar
15.900 kr.
Settið fæst í Wodbúð. Bux-
urnar kosta 9.500 kr. og
toppurinn kostar 5.900 kr.
Jakkinn fæst
í Sportvörum
og kostar
15.900 kr.
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2022
Lækjargata 34a / 220 Hafnarfjörður
- Við erum hér til að aðstoða þig! -
Stoðtækni er með samning við
Sjúkratryggingar Íslands og nú einnig varðandi
sölu á ökklaspelkum og bjóðum við með stolti
uppá 5 mismunandi gerðir.
Sérhæfum okkur í göngugreiningum,
sérsmíðuðum skóm, innleggjasmíði
og skóbreytingum
Skóviðgerðir - Komdu með skóna þína
í yfirhalningu
Tímapantanir
í síma
533 1314
Göngugreiningar • Sérsmíðaðir skór • Spelkur
Hlýrabolurinn
fæst hjá Wod-
búð og kostar
5.790 kr.
Hlaupaskórnir fást hjá Sport-
vörum og kosta 24.990 kr.
Tryllt íþróttaföt
fyrir veturinn
Jakkinn fæst
hjá Sportvör-
um og kostar
36.990 kr.
Stutterma-
bolurinn fæst
hjá H Verslun
og kostar
5.495 kr.