Morgunblaðið - 26.08.2022, Side 17

Morgunblaðið - 26.08.2022, Side 17
FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2022 MORGUNBLAÐIÐ 17 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is Vörur sem hjálpa til við að auka liðleika og draga úr bólgum og verkjum. Nuddrúllur | Nuddboltar | Teygjur o.fl. skóna. Ég þurfti að fara úr þeim á milli ferða en gerði það þannig að enginn gæti séð að eitthvað væri að – faldi mig á bak við einhvers staðar. Eitt sinn leið yfir mig í brekkunni á æfingu, og í annað skipti tognaði ég og var sett í gifs en ég komst ekki í myndatöku vegna æfinga og var talið að ég væri handleggsbrotin. Samt fór ég í æfingabúðir og var á sama tíma að læra fyrir lokapróf.“ Merkilegt nokk tókst Söndru Líf að klára námið og út- skrifaðist af sjúkraliðabraut, ásamt stúdentsprófi norska menntaskólans, með meðaleinkunnina 9,8. Hún flutti aftur til Íslands með fjölskyldu sinni og byrjaði strax að vinna í 100% starfi. „Eftir þriggja ára búsetu á Íslandi var ég búin að ganga á tómum tanki í sjö eða átta ár, og farin að finna miklu meira fyrir einkennunum. Svo sagði líkaminn endanlega stopp í jan- úar síðastliðnum. Mér fannst mér versna eftir flutn- ingana til Íslands. Áður hafði ég æft að jafnaði einu sinni eða tvisvar á dag en gat allt í einu varla lengur reynt á líkamann án þess að þurfa að hvíla mig í tvær vikur á eftir. Ég svaf ótrú- lega mikið og var örmagna af þreytu. Í janúar fæ ég taugaáfall í tvígang, með stuttu millibili. Ég hafði áður fengið kvíðaköst en þetta var eitthvað miklu meira, og ég lenti að lokum á spítala af því að meltingin, stoðkerfið og taugakerfið hrundu.“ Líkaminn þarf að ráða ferðinni Bataferlið hefur verið langt og strembið og er Sandra Líf þakklát fyrir hversu vel læknirinn hennar hefur haldið utan um hana. „Á stofunni bugaði álagið mig loksins og ég brotn- aði niður. Ég man að læknirinn sagði við mig að ég fengi ekki að fara heim öðruvísi en að tryggt væri að ég tæki mér að minnsta kosti tveggja mánaða veikindaleyfi frá öllum störfum, en leyfið varð á endanum sex mánuðir.“ Loksins gaf Sandra Líf sér tíma til að hvílast, en hún var svo örþreytt á líkama á sál að fyrst um sinn gat hún varla bifast úr stað. „Ég man hvað mér fannst mér ég mikill aum- ingi, og löt, að geta ekki æft og ekki unnið. Ég var lengi að fást við minn eigin haus um hvað hefði gerst, og átta mig á að nú þyrfti ég að finna nýja leið fyrir sjálfa mig.“ Smám saman kom þrótturinn til baka og hefur Sandra Líf m.a. fengið aðstoð markþjálfa sem hjálpar henni að skilja sjálfa sig og vinna að áframhaldandi uppbyggingu. Hún byrjaði líka að stunda jóga, stunda æfingar byggðar á kerfi Wims Hofs og vinna í hálfu starfi á meðan hún byggir sig upp. Sandra Líf áttaði sig líka á að hún mætti ekki láta metn- aðinn hlaupa með sig í gönur í bataferlinu. Líkaminn verður að ráða ferðinni og það verður margra ára verkefni að ná aftur jafnvægi: „Ég þarf að gæta þess að fara rólega af stað, og þegar ég t.d. geri Wim Hof-æfingar er ég ekki að keppast við að halda sem lengst í mér andanum eða vera eins lengi og ég mögulega get í ísbaði, og í jógatímum er ég ekki að reyna að komast í erfiðustu stellingarnar þó svo að ein- hverjir aðrir í tímanum geti það. Ég þarf að passa mig á því að leyfa sjálfri mér að vera einfaldlega manneskja,“ segir hún. „Ég er búin að keyra á tómum tanki í mörg ár og það mun taka jafnlangan tíma fyrir líkamann að safna aftur orku.“ Ofurkraftur sem þarf að beisla Ekki er þar með sagt að Sandra Líf ætli að leggja metnaðinn á hilluna. Hún segist hafa áttað sig á, með tíð og tíma, að það sé nokkurs konar of- urkraftur að geta lagt eins hart að sér og hún gerði. „Eftir að ég lenti á vegg bölvaði ég því að vera eins og ég er – að ég geti ekki verið venjuleg og sett axlirnar aðeis niður – en núna lít ég á þetta sem minn ofur- kraft og ákveðna guðsgjöf að vera með svona haus eins og ég. Mig langar að nota þennan ofurkraft, en bara í betra jafnvægi. Ég viðurkenni að ég er hrædd alla daga við að falla aftur í sama farið en ég veit að fólkið í kringum mig mun hjálpa mér að hægja ferðina ef ég verð of kappsöm.“ Langar Söndru Líf til að nota eigin reynslu til að hjálpa öðrum og hún hefur verið dugleg að segja sögu sína á sam- félagsmiðlum, en hana má finna á Instagram undir notanda- nafninu „Sandralifasmunds“. „Fólk má endilega heyra í mér og ég vil gjarnan hjálpa, og langar mig sérstaklega til að lið- sinna þeim sem eru undir miklu álagi í íþróttastarfi. Eftir að ég lenti í þessu öllu hefur áhugi minn færst yfir á andlega heilsu og hvernig líkaminn og hausinn vinna saman, og ég stefni núna á að læra íþróttasálfræði.“Ljósmynd/Guðmundur Karl Sigurd Það kom ekki til greina að gera eitthvað eins og að sitja í rólegheitum og horfa á sjónvarpið eða eignast vinkonur, hvað þá að hitta stráka. Ég fór ekki einu sinni með fjölskyldu minni í frí því ég varð að halda áfram að vinna, æfa og læra og ætlaði mér að komast ógeðslega langt. Sandra Líf vill nota eigin reynslu til að hjálpa öðrum og hún stefnir núna á að læra íþróttasálfræði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.