Morgunblaðið - 26.08.2022, Qupperneq 21
H
afi maður viðað að sér þekkingu á
blóðsykri og hvaða matvæli hreyfa
hvað mest við blóðsykrinum er ekki
flókið að sjá að hefðbundnir þeytingar eru
síður en svo góðir fyrir blóðsykurinn. Í stað
þess að einblína á ferska ávexti er betra að
einblína á að koma sem mestu próteini og
hollri fitu í þeytinginn. Próteinið getum við
fengið úr skyri eða grískri jógúrt eða bara sett
nokkrar skeiðar af góðu próteindufti í þeyting-
inn. Avocado er líka hið fullkomna innihalds-
efni í þeyting, stútfullt af hollri fitu. Einnig er
gott að nota chia-fræ til að bæta við próteini,
eins og í þessum þeytingi. Í þessum þeytingi
fáum við fituna úr kókosmjólk, en best er að
nota eins feita kókosmjólk og þú getur.
Blóðsykursvænn þeytingur
280 ml af feitri kókosmjólk
2 matskeiðar af chia-fræjum
Væn lúka af spínati
1-2 skeiðar af próteindufti með vanillubragði
2 ísmolar
Öllu blandað saman í kraftmiklum blandara.
Best er að skella þeytingnum sem fyrst í sig.
Blóðsykursvænn þeytingur
Grænn þeytingur með fitu
og próteini hreyfir ekki
við blóðsykrinum.
Í mínu starfi er til dæmis
ótrúlega hátt hlutfall inn-
lagna á gjörgæsludeild
tengt áfengisneyslu og það
hjá öllum aldurshópum.
Áfengi veldur alvarlegum
slysum og alvarlegum bylt-
um hjá eldra fólki.
www.kaelitaekni.is
Byrjaðu daginn með
Vitamix blandarar
eiga sér fá jafningja
Fjárfestu í sjálfum þér
hópur útskrifast ekki með neina sérstaka þekk-
ingu á því hvað er heilsusamlegt. En svo lengi
lærir sem lifir og í starfinu fær maður einnig
fljótlega á tilfinninguna hvað er heilsusamlegt
og hvað ekki. Með árunum hefur áhuginn á
þessu einnig aukist og flestir heilbirgðisstarfs-
menn reyna líklega að tileinka sér nýjustu
rannsóknir innan síns fags og þá einnig hvað
hægt er að gera til að halda í góða heilsu,“ segir
Þóroddur. Hann bendir á að heilsuiðnaðurinn
og markaðurinn honum tengdum er ógnarstór
og fjárhagslegir hagsmunir miklir. Af þessu
geti stafað ákveðin ógn og mikið til af rann-
sóknum innan þessa sviðs þar sem ákveðnar
niðurstöður eru dregnar sem fara svo í umfjöll-
un og oft dregnar frekari ályktanir sem í sum-
um tilfellum eru of viðamiklar. „Í dag held ég að
það sé hægt að styðja óteljandi mismunandi
skoðanir um heilbrigði með einhverjum rann-
sóknum. En flestar þeirra eru stakar, litlar
rannsóknir og ein slík rannsókn sannar ekkert.
Flestir læknar búa yfir þekkingu til að rýna í
rannsóknir og eru því sjaldan höfundar eða
vitnað í þá í fyrirsögnum um heilsu. Til dæmis
hafa rannsóknir ekki getað með óyggjandi
hætti bent á neitt ákveðið mataræði umfram
annað sem bætir heilsu. Í mínum huga eru eft-
irfarandi atriði staðreyndir sem studdar eru
stórum endurteknum rannsóknum sem falla
einnig vel inn í það sem ég hef séð í starfi mínu
sem svæfinga- og gjörgæslulæknir. Hreyfing
bætir heilsu. Reykingar, offita og langvarandi
stress er slæmt fyrir heilsuna. Þá er áfengi
slæmt fyrir heilsuna og eru ekki til nein lægri
öryggismörk þar sem segja má að áfengi sé
ekki skaðlegt heilsu.“
Hann segir þetta vissulega engar nýjar frétt-
ir nema kannski hvað varðar áfengisneysluna,
því sú mýta sé lífseig að eitt og eitt rauðvínsglas
sé jákvætt fyrir heilsuna. „Í mínu starfi er til
dæmis ótrúlega stórt hlutfall innlagna á gjör-
gæsludeild tengt áfengisneyslu og það hjá öll-
um aldurshópum. Áfengi veldur alvarlegum
slysum og alvarlegum byltum hjá eldra fólki.
Langvarandi áfengisneysla veldur alvarlegum
langvinnum sjúkdómum eins og til dæmis lifr-
arbilun, heilabilun og eykur líkur á krabba-
meinum. Aukin tíðni er um alvarlegar sýkingar
sem þurfa meðferð á gjörgæslu hjá ein-
staklingum sem drekka áfengi. Heilbrigðis-
kerfið í Svíþjóð ráðleggur til dæmis algjört
bindindi 4 vikum fyrir og 4 vikum eftir allar að-
gerðir til að draga úr líkum á aukaverkunum. Í
mínum huga er það jákvætt fyrir heilsuna sem
bætir líf okkar í gegnum árin en bætir ekki
bara árum við lífið og hvað það er verður nú
hver og einn að finna út úr sjálfur á endanum.“
FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2022 MORGUNBLAÐIÐ 21