Morgunblaðið - 26.08.2022, Síða 22
Jóga og endurnæring á spænskri strönd
Hvernig hljómar það að byrja daginn með
jóga á ströndinni við sólarupprás og læra að-
ferðir til að sporna við steitu í daglega lífinu?
Edith Gunnarsdóttir, sem er menntuð í sál-
fræði, heilbrigðisvísindum og jógafræðum,
ætlar meðal annars að bjóða upp á þetta í
vikuferð til Albir á Spáni í september á vegum
Úrvals-Útsýnar. Ferðin hentar vel fyrir þá
sem vilja endurnæra líkama og sál þar sem
áhersla ferðarinnar verður að hlúa að andlegri
og líkamlegri vellíðan þátttakenda, m.a. með
jóga, hugleiðslu, djúpslökun og gönguferð.
Draumar, jóga og aukin gleði
Í október bjóða Heimsferðir upp á endur-
nærandi sjálfstyrkingar- og og lífsstíls-
námskeið á Tenerife. Á dagskránni er jóga,
núvitund og námskeið þar sem unnið er með
drauma og innri hindranir. Katrín Ósk Garð-
arsdóttir kennir námskeiðið Draumar og
drekar en þar leggur hún meðal annars
áherslu á að þátttakendur læri að stýra huga
sínum og setja athyglina á það sem þeir vilja
út frá sér sjálfum. Þá er innri ótti skoðaður en
hann stýrir hugsun og hegðun ómeðvitað og
hefur þannig áhrif á líf fólks og líðan. Íris Más-
dóttir mun leiða jóga og hugleiðslu sem miðar
að því að auka sjálfstraust, minnka streitu og
auka gleði og vellíðan. Einnig verður unnið að
því að styrkja jákvæðni og gleði með afrískum
dansi.
Hamingja og heilsa í fyrsta sæti í
Tossa de Mar
Fagurkerinn og lífsstílsleiðbeinand-
inn Bjargey Ingólfsdóttir mun
halda uppbyggjandi sjálfstyrk-
ingarnámskeið fyrir konur í
samstarfi við Visitor í
september í Tossa del
Mar á Spáni. Nám-
skeiðið nefnist leiðin að
hjartanu og er mark-
mið þess að þátttak-
endur upplifi tengingu
hugar og hjarta í end-
urnærandi umhverfi og
hafi tækifæri til að hvíl-
ast frá daglegu amstri
hversdagsins. Ferðin og
námskeiðið er fyrir allar
konur sem vilja setja hamingju
og heilsu fyrsta sæti í sínu lífi.
Fjarvinna og góð geðheilsa
Úrval-Útsýn býður upp á
átta daga ferð til höfuðborgar
Tenerife, Santa Cruz de
Tenerife í september þar
sem fólki gefst tækifæri á
að blanda saman fríi,
fjarvinnu og heilsuefl-
ingu. Þátttakendum í
þessari ferð býðst meðal
annars að stunda jóga á
morgnana og að taka
þátt í hugleiðslumorgun-
stund og teygjum einu
sinni í viku. Þessa sömu
morgna býðst gestum að taka
þátt í námskeiðum með Sigur-
steini Mássyni þar sem farið er yfir
vinnu og velferð með áherslu á góða
geðheilsu, fjarvinnu sem svar við kulnun og
vinnukvíða, vinnuskipulag, frítíma í fjarvinnu,
reglusemi og heilsusamlega rútínu.
Líkamsæfingar og pólskt dekur
Líkamsræktarkennarinn og einkaþjálfarinn
Gyða Eiríksdóttir er fararstjóri í heilsu- og
æfingaferð til Póllands í lok september á veg-
um Vita. Markmið ferðarinnar er að gefa þátt-
takendum tíma fyrir eigin heilsu og kynnast
heilsumeðferðum sem eru vinsælar í Póllandi
á borð við súrefnismeðferðir. Gist er á hóteli í
gömlum kastala með fimm stjörnu heilsulind.
Boðið er upp á skipulagðar æfingar daglega
þar sem unnið er með pilates-bolta, eigin lík-
amsþyngd og mikil áhersla lögð djúpteygjur.
Þá er hægt að fara í tennis og leigja reiðhjól.
Uppbygging og zumba
Ferðaskrifstofan Skotganga býður upp á
nokkrar ferðir í haust þar sem hugað er að
bæði líkama og sál. Í október er á dagskrá ferð
fyrir konur til Albir á Spáni þar sem zumba,
jóga og ganga er á dagskrá. Í lok október og í
nóvember eru svo tvær ferðir í boði til Tene-
rife þar sem sjálfsrækt, uppbygging og göng-
ur í fallegu landslagi eru í forgrunni.
Hugað að heilsunni á nýjum slóðum
Fjölmargar áhugaverðar ferð-
ir eru í boði í haust þar sem
markmiðið er að endurnæra
líkama og sál með hug-
leiðslu, slökun og lærdómi á
nýjum slóðum. Hér er dæmi
um nokkrar af þeim heilsu-
ferðum sem íslensku ferða-
skrifstofunnar eru að bjóða
upp á í haust.
Snæfríður Ingadóttir |
snaeja@gmail.com
Hvernig hljómar það að byrja daginnmeð jóga
á ströndinni við sólarupprás og læra aðferðir
til að sporna við steitu í daglega lífinu?
Það er spennandi
möguleiki að samtvinna
heilsu og ferðalög.
Hugaðu að
heilsunni á
sama tíma og
þú heimsækir
nýja staði.
Sigursteinn Más-
son kennir nám-
skeið um vinnu
og velferð.
Morgunblaðið/Hari
Morgunblaðið/Hari
Auður Bjarna
dóttir (t.v) og
Edith Gunn-
arsdóttir en hún
fer fyrir jógaferð til
Albír á Spáni.
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2022