Morgunblaðið - 23.09.2022, Side 10
H
ugmyndafræði Fléttu kemur
bersýnilega í ljós á heimili Birtu
en hún á mikið af gömlum mun-
um. Birta og Hrefna Sigurðar-
dóttir stofnuðu hönnunarstúdíóið
árið 2018. Þær leggja áherslu á nýtingu um-
framefna, staðbundna framleiðslu og sjálf-
bærni. „Vinnan okkar felst bæði í að skapa
og framleiða okkar eigin vörulínur, sem og
að hanna fyrir önnur fyrirtæki í hönn-
unarbransanum,“ segir Birta. „Stofan er
griðastaðurinn á heimilinu. Þar hef ég komið
fyrir uppáhaldshlutunum mínum, eins og
nokkrum munum frá Fléttu. Þar er hægt að
nefna Mínútustjakana, Trophy-ljósin og Den-
im on denim on denim-gallamottuna.
Stofan er hálfgert tilraunarými þar sem ég
prufa hina og þessa hluti frá okkur í Fléttu.
Svo finnst mér yndislegt að eiga handverk
frá fjölskyldu og vinum, eins og kistuna frá
föðurafa mínum og rýjamottu frá móðuraf-
anum. Einnig finnst mér mjög gaman að
stilla upp óvæntum og skemmtilegum hlutum
sem ég hef fundið á ýmsum flóa- og nytja-
mörkuðum. Stofan setur tóninn fyrir heimilið
en það er nú ekki svo stórt, þannig að stofan
er stærsti og mest skreytti hlutinn. Flest á
heimilinu er keypt notað og ég hef gaman af
því að leita uppi gullmola á sölusíðum og
mörkuðum.
Þessi endurnýting er líka kjarninn í
Fléttu, við leitumst við að gefa gömlum hlut-
um nýtt hlutverk með endurhönnun.“
Áttu þér uppáhaldshlut í stofunni?
„Þetta er stöðugt að breytast en í augna-
blikinu er það tekkskenkur frá Valbjörk á
Akureyri, sem ég keypti í vor. Hann er frá
sjöunda áratugnum og setur mikinn svip á
stofuna,“ segir Birta. „Ég kaupi nánast allt
notað, hvort sem það eru húsgögn eða fatn-
aður. Sama hugarfar ræður ríkjum hjá
Fléttu þar sem við nýtum gamalt hráefni til
að búa til nýja vörur. Annar samnefnari sem
birtist bæði á heimilinu og í hönnun Fléttu
er leikgleði. Við höfum gaman af hlutum sem
eru með húmor og skilja eitthvað eftir sig.“
Birtu finnst gott að slaka á heima og kúpla
sig út. „Vinnan kemur þó stundum með heim
og þá er gott að sitja í stofunni og setja á
góða tónlist og dýfa sér í verkefnin,“ segir
Birta sem hefur í nógu að snúast þessa
stundina. Í lok september verður opnuð sýn-
ingin Þæfingur í sýningarrými Epal þar sem
sýnd verða verk unnin í samstarfi við textíl-
hönnuðinn Ýrúrarí. Verkin eru unnin úr ull-
arafgöngum og afskurðum á nálarþæfingavél
frá íslenskum ullariðnaði.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gefur gömlum
hlutumnýtt hlutverk
Birta Rós Brynjólfsdóttir
vöruhönnuður hjá hönn-
unarstúdíóinu Fléttu á lit-
ríka og skemmtilega stofu.
Stíllinn endurspeglast í
hönnun hennar.
Guðrún Selma Sigurjónsdóttir |
gudrunselma@mbl.is
Birta Rós Brynjólfsdóttir kaupir helst
allt notað, bæði húsgögn og fatnað.
Það fer vel um alla í þessari litríku stofu.
Trophy-ljósin setja svip
sinn á rýmið.
Stofan er hálfgert til-
raunarými þar sem ég
prufa hina og þessa
hluti frá okkur í
Fléttu. Svo finnst mér
yndislegt að eiga
handverk frá fjöl-
skyldu og vinum, eins
og kistuna frá föður-
afa mínum og rýja-
mottu frá móður-
afanum.
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2022