Morgunblaðið - 23.09.2022, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 23.09.2022, Qupperneq 14
H ugrún er uppalin í sveit og kann því vel við sig í rólegu umhverfinu á Sel- fossi, enda sækir hún mikinn inn- blástur í náttúruna þegar hún inn- réttar heimili sitt. Líf Hugrúnar tók U-beygju fyrir nokkrum árum þegar hún greindist með sjúkdóm, en í kjölfarið fór hún að leita mikið í listina sem hún segir hafa veitt sér mikla hugarró. Hugrún málar undurfögur málverk sem öll tengjast náttúrunni á einhvern hátt og hefur hlotið frábærar viðtökur við list sinni. Stórir gluggar og björt rými „Við búum í 154 fermetra parhúsi með bílskúr í tiltölulega nýju hverfi hér á Selfossi sem okkur líð- ur afar vel í. Þetta er okkar fyrsta eign, en áður höfðum við verið að leigja. Við fluttum inn í nýja húsnæðið okkar í apríl 2021 eftir að hafa unnið í því í nokkra mánuði. Við gáfum okkur góðan tíma til þess að velja nákvæmlega það sem okkur langaði í varðandi innréttingar, gólfefni og fleira til að ná að fanga stemninguna sem við vorum að leita eftir,“ útskýrir Hugrún. „Það sem heillaði mig hvað mest við íbúðina er hvað hún ert björt. Það eru margir stórir gluggar í alrýminu og þar sem við keyptum hana fokhelda áttum við kost á að breyta teikningunni og laga íbúðina að okkur,“ segir Hugrún. Á upprunalegu teikningunni voru þrjú svefnherbergi í íbúðinni, en Hugrún og Sigurður breyttu einu þeirra í sjón- varpshol og eru þau hæstánægð með ákvörðunina. „Það sem er líka einstaklega skemmtilegt við þessa íbúð er að æskuvinkona mína og maki hennar keyptu hinn helminginn á móti okkur, svo draumur okkar vinkvenna um að búa hlið við hlið rættist í orðsins fyllstu merkingu,“ segir Hugrún. Framkvæmdir öll kvöld og allar helgar Eftir kaupin tóku við miklar framkvæmdir, en Sigurður og pabbi Hugrúnar eru báðir húsasmiðir og voru þeir önnum kafnir allar helgar og öll kvöld eftir vinnu að græja og gera í íbúðinni. „Fram- kvæmdunum fylgdi sannarlega töluvert álag í bland við mikla tilhlökkun og gleði. Við erum mjög ánægð með útkomuna og það má segja að framkvæmd- unum sé því lokið í bili,“ segir Hugrún. Þegar kom að því að innrétta heimilið sótti Hug- rún mikinn innblástur í Pinterest, en þar að auki segir hún marga fallega Instagramreikninga, meðal annars íslenska, hafa veitt sér mikinn innblástur ásamt heimilis- og hönnunartímaritum. Vildi skapa hlýlegt andrúmsloft Á heimili Hugrúnar og Sigurðar er stemningin afar notaleg, en mikill glæsibragur er yfir íbúðinni þar sem hlýir litir eru áberandi. „Eftir að hafa verið að vinna meira með kalda tóna, mest grátt og svart, í seinustu íbúð fann ég að mig langaði að skapa hlýrri stemningu í þetta sinn. Það er mikið um hlýja jarðtóna heima og mikið um brún og drapplituð húsgögn í bland við eik,“ útskýrir Hugrún. „Eikin finnst mér virkilega falleg í bland við mjúkar línur og form í húsgögnum og innanhúss- munum. Mér finnst líka gaman að blanda minni hlutum úr til dæmis marmara inn því þá skapast skemmtilegar andstæður í efnisvali,“ segir Hugrún. Uppáhaldsrými Hugrúnar eru stofan og eldhúsið sem eru samliggjandi í aðalrými íbúðarinnar. „Rýmið er allt svo opið og bjart, sem ég er mjög hrifin af. Svo auðvitað sameinumst við í eldhúsinu og eigum notalegar stundir þar saman við kvöld- verðinn,“ útskýrir Hugrún. Vill leyfa hlutunum að njóta sín Hugrún hefur mikla ástríðu fyrir hönnun, en það sést vel á heimili hennar þar sem hún sækir frekar í færri og vandaðri hluti. „Ég safna mér oft lengur Ljósmynd/Hugrún Hekla Y-stólarnir eftir Hans J. Wegner passa vel við borðið. Listakonan Hugrún Hekla Hannesdóttir er mikill fagur- keri, en hún festi kaup á sinni fyrstu eign á Selfossi árið 2020 ásamt kærasta sínum, Sigurði Maríasi Sigurðssyni, sem þau hafa síðan innréttað á sérlega fallegan máta. Irja Gröndal | Irja@mbl.is 5 SJÁ SÍÐU 16 Hugrún Hekla á fal- legt heimili á Selfossi. Málverkið er eftir Hugrúnu Heklu. Ljósið frá Astep kemur vel út yfir borðinu. Velur færri og vand- aðri hluti á heimilið 14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2022

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.