Morgunblaðið - 23.09.2022, Side 16

Morgunblaðið - 23.09.2022, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2022 fyrir því sem mig virkilega langar í. Uppáhalds- húsgögnin mín eru Y-eldhússtólarnir mínir, sem eru klassísk hönnun eftir Hans J. Wegner, og nýj- asta mublan mín, Little Big Chair frá NORR11,“ segir Hugrún. Aðspurð lýsir Hugrún stílnum sínum sem skand- inavískum í bland við módern. „Ég vil ekki hafa of mikið af hlutum í kringum mig heldur frekar leyfa þeim sem eru að njóta sín. Svo er alltaf hægt að poppa rýmið upp, til dæmis með afskornum blóm- um,“ segir Hugrún. Veikindin gáfu sköpunargleðinni tíma og pláss Hugrún hefur alla tíð verið skapandi, en með málverkum sínum fær hún mikla útrás fyrir sköp- unargleðina. „Ég held að áhugi minn á stíliseringu, hönnun og ljósmyndun sé einmitt hluti af því, að skapa. Í náinni framtíð þætti mér gaman að sækja námskeið sem efla mig frekar sem listamann, en þar að auki er alltaf gaman að takast á við sínar eig- in áskoranir tengdar þessu,“ segir Hugrún. Aðspurð segir Hugrún heimili sitt endurspegla listaverk sín á ákveðinn hátt. „Verkin mín eru öll í jarðlitum og eru í raun aðeins í takt við heimilið mitt þar sem mikil ró ríkir yfir þeim og hafa margir talað um þau áhrif, ásamt ákveðinni dulúð. Innblásturinn er fenginn úr íslenskri náttúru og veðurfari ásamt öllum þeim smáatriðum sem í náttúrunni finnast. Í verkunum mínum er það meðal annars gróf áferð þeirra sem leika stóran part í því að ná fram nátt- úrunni og tilfinningunni um grýtt landslag,“ segir Hugrún. „Það sem ég sé jákvætt út frá veikindum mínum er það að þau gáfu mér tíma og pláss til að skapa og uppgötva þennan vettvang sem hefur gefið mér svo margt gott. Planið var alltaf að búa mér til aðstöðu í bílskúrnum heima, en eftir að hafa haft aðsetur í sveitinni hjá mömmu og pabba finnst mér erfitt að flytja mig um set. Þar eru tveir góðir gluggar sem hleypa mikilli birtu inn og svo er sérstaklega fallegt útsýni með bæði hestum og kindum út um gluggana,“ útskýrir Hugrún. Hugrún hefur hlotið frábærar viðtökur við list sinni og segir allt í kringum það hafa orðið mun stærra en hana hafi nokkurn tímann órað fyrir. Hún segir það afar hvetjandi fyrir sig sem listakonu og horfir björtum augum til framtíðar. „Síðar meir væri gaman að koma sér upp almennilegri vinnu- stofu og ég stefni að því,“ segir hún. Ljósmynd/Hugrún Hekla Viðurinn gefur heim- ilinu mikla hlýju. Stóllinn Little Big Chair kemur vel út á heimilinu. Það fer vel um hundinn Nóel á mjúkri mottunni. Baðherbergið er eins og heilsulind. Spegillinn er frá Ferm Living. Hugrún leyfir einfald- leikanum að njóta sín.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.