Morgunblaðið - 23.09.2022, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2022
Í
þessu verkefni var ég bæði að verkstýra
framkvæmdum og með fullt vald yfir að
kaupa inn ný húsgögn og smáhluti,“ segir
Edda um þátt sinn í verkefninu en þetta
var ekki í fyrsta skipti sem hún vann með
eiganda íbúðarinnar.
„Ég veit eftir hverju hann var að leita í þess-
ari íbúð, ekki of mikið af hlutum en að hver
hlutur væri vel valinn og að auðvelt væri að
umgangast íbúðina og það væri viss upplifun
að koma í hana. Svo vinn ég auðvitað innan
þess fjárhagslega ramma sem settur er hverju
sinni.“
Samspil lita og umhverfis
Hvernig var að vinna með þetta fallega út-
sýni?
„Það er alltaf gaman að vinna þar sem er fal-
legt útsýni og það er kannski það fyrsta sem ég
pæli í þegar inn er komið, hvernig eiga sófar,
stólar að snúa? Hvernig geta þeir sem hér búa
notið þess sem oftast og best? Í þessari íbúð
valdi ég að vera með mínimalíska list á veggj-
unum til að taka ekki mikið af fallega útsýninu.
Einnig að hægt væri að sitja og horfa beint út á
sjó og á Esjuna.“
Edda Sif ákvað að velja marmara og eik-
arplötur í staðinn fyrir hefðbundinn bólstraðan
höfuðgafl í svefnherberginu. „Mig langaði að
gera mikinn höfuðgafl og vegna þess að hátt er
til lofts þurfti að hugsa út í hljóðvistina líka.
Þess vegna notaði ég hljóðdempandi eik-
arplötur á móti marmaranum. Eikin er gott
jafnvægi við marmarann og gefur ákveðinn
hlýleika. Marmarinn er klassískur og stenst
tímans tönn. Þessi veggur kallaði bara akkúrat
á þessa stemningu.“
Hvað getur þú sagt mér um litina í húsinu?
„Íbúðin er á móti sjó og víðáttu sem gefur
töluvert kalda birtu til norðurs, þá er gott að
passa að setja extra hlýja dropa í málninguna
svo hún verði ekki of blá og grá. Ég pæli mjög
mikið í litum og ég vel vanalega fjóra grunnliti
til að vinna með. Svo bætast áferðir í efnisvali
ofan á það.“
Hvernig var að velja inn húsgögn í íbúðina?
„Það var mjög skemmtilegt að velja húsgögn
í þessa íbúð. Íbúðin kallaði svolítið á lág hús-
gögn sem gefa ákveðinn klassa. Vanalega ræð-
ur húsið og byggingarstíllinn förinni þegar
kemur að því að velja muni innanhúss. Það þarf
að taka mikið tillit til hússins þegar velja á inn í
það, er húsið rómantískt, mínimalískt, hvenær
er það byggt og svo framvegis. En auðvitað
getur maður svo sett smá tvist á það allt sam-
an.“
Erfiðu rýmin fá athygli
Komu þínar hugmyndir eigandanum á óvart
að einhverju leyti?
„Það vona ég. Já ég hugsa að maður sé alltaf
svolítið samdauna sjálfum sér og sínu heimili.
Fersk augu koma alltaf með eitthvað nýtt.
Þetta á líka við um mig sjálfa. Mér finnst
stundum erfitt að ákveða breytingar heima hjá
mér, en svo liggur allt í augum uppi þegar ég
fer annað.“
Var eitthvað í ferlinu sem var krefjandi?
„Það eru alltaf einhverjar áskoranir þegar
maður vill gera vel og er að vanda sig. Ef engar
áskoranir koma upp þá er maður kannski ekki
að vanda sig nóg. Erfiðu svæðin í rými fá oft
aðalfókusinn hjá mér og reyni ég að nýta það
til góðs og að vera skapandi þegar að því kem-
ur.“
Hvað skiptir máli til þess að líða vel á heim-
ilinu?
„Það er mjög margt sem skiptir mig máli
þegar ég kem í ráðgjöf. Þetta snýst alls ekki
um að gera allt bara geggjað fallegt fyrir aug-
að, það sem ég kynni mér vel er til dæmis
hvernig lífi lifir manneskjan heima hjá sér?
Hvað gerir hún þar? Hver eru áhugamálin? Er
hraði á lífsstílnum eða er viðkomandi mikið
heima að lesa, horfa á sjónvarp, halda veislur
og svo framvegis? Eru börn á heimilinu? Hvað
eru þau gömul? Vantar meira rými til að vera
saman eða vera í einrúmi? Það skiptir miklu
máli að hanna heimilið fyrir þá sem búa þar,
ekki fyrir gesti eða aðra. En gott að hafa til
hliðsjónar að gott sé að taka á móti fólki með
ekki of miklum tilfærslum. Ég elska að nota
hluti sem þjóna fleiri en einum tilgangi, t.d.
bekki, rennihurðir og þess háttar. Þá getur
heimilið lifað lengur með breyttum aðstæðum.“
Þarf maður að vera góður mannþekkjari
þegar maður hjálpar fólki að velja hluti inn á
heimilið?
„Já, ég myndi segja að það skipti miklu máli.
Það er svo margt sem getur spilað inn í hjá
fólki, litir, tilfinningar, jafnvel eitthvert rými í
húsinu sem er erfitt að fara í vegna þess að þar
er kassi með einhverju ofan í þar sem fólk á eft-
ir að fara í gegnum, svo sem sorg eða þess hátt-
ar. Ég þarf að vita hvenær fólk þarf að láta ýta
sér aðeins og hvenær er gott að aðstoða fólk að
kjarna hlutina niður. Ég er með bakland í hár-
greiðslu til 20 ára þar sem samskipti við við-
skiptavin eru afar mikilvæg og þetta er mjög
líkt að mörgu leyti.“
Vildi ekki taka
neitt frá útsýninu
Edda Sif Guðbrandsdóttir, framkvæmda- og innanhússráðgjafi, fékk það hlutverk að velja inn
húsgögn og hluti í nýja íbúð við höfnina þar sem Esjan tekur á móti stofugestum. Henni fannst
skemmtilegt að velja inn húsgögnin í íbúðina og segir hana hafa kallað á lág húsgögn.
Guðrún Selma Sigurjónsdóttir | Gudrunselma@mbl.is
Húsgögnin veita ákveðinn klassa.
Mjúkur og skemmtilegur sófi prýðir stofuna.Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Málningin gefur skemmtilegan og hlýjan tón.
Hægt er að horfa á útsýnið úr borðstofunni.
Marmarinn kemur vel út í svefnherberginu.
Edda Sif segir mikilvægt að
hlusta vel á þarfir fólks.