Morgunblaðið - 23.09.2022, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.09.2022, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2022 sem blandað er saman grófri „crustal“ áferð á veggjum og grófum „Travert- in“-flísum á móti fínlegum ljósum viðarinnréttingum og fallegum ljósum hör- gluggatjöldum. Þá er strigi notaður á nokkra veggi og ýmsir fylgihlutir og plöntur til að klára heildarmyndina,“ segir hún. Vildi alls ekki gula eik! Það eru ljósir litir á veggjum og innréttingar í ljósari kantinum? Hvaða við notar þú í innréttingar? „Ég var búin að vera til með þessa efnis- og litapallettu í kollinum í langan tíma og var orðin spennt að fá tækifæri til að nota hana í verkefni. Mig lang- aði í ljósar innréttingar úr eik og vildi passa að hafa hana hlýja en alls ekki gula. Ég vann með frábæru innréttingafyrirtæki í þessu verkefni og þeir gerðu fyrir mig ótal prufur áður en við urðum sátt við útkomuna,“ segir Rut en fyrirtækið sem smíðaði allar innréttingar í íbúðina heitir Smíðaþjónustan. Borðplöturnar koma hins vegar frá Fígaró. Rut segist hafa valið þennan stein á borðplöturnar til þess að það væri meira líf í hönnuninni. „Ég vildi gæta þess að allt efnisvalið væri ljóst og létt án þess að útkoman yrði of flöt. Borðplatan sem varð fyrir valinu fannst mér tóna frábærlega við annað efnisval í íbúðinni,“ segir Rut. Engin verksmiðjulýsing Rut leitaði til Lúmex til þess að hanna lýsingu íbúðarinnar enda er hægt að drepa niður alla stemningu með verksmiðjulýsingu. Fyrir ofan eyjuna í eld- húsinu er til dæmis afar fallegt ljós sem er látlaust en getur töfrað fram ein- staka birtu. „Lýsingin skipar háan sess í þessari íbúð, enda lýsing eitt af þeim atriðum sem skipta höfuðmáli í allri innanhússhönnun. Lýsingin hér var öll hönnuð í samráði við lýsingarhönnuði. Lýsing er höfð þannig að hún er með mikla möguleika á að breyta eftir því hvað er í gangi hverju sinni í íbúðinni, auk þess sem ljósin sjálf eru valin þannig að þau undirstriki þá stemningu sem ég var að reyna að skapa,“ segir hún. Síðustu ár hafa dökkir litir verið áberandi hérlendis í innréttingum. Þegar Rut er spurð hvort fólk sæki nú í ljósari liti segir hún allan gang á því. „Hvað viðkemur litavali finnst mér mestu máli skipta hvaða heildarmynd er verið að reyna að skapa í hvert sinn. Ég er til dæmis persónulega hrifin af dökkum litum fyrir mitt heimili en það er líka vegna þess að þar eru miklir og stórir gluggar og því mikil náttúruleg birta. Ef ég væri hins vegar í húsnæði með minni gluggum og lítil börn á heimilinu myndi ég alltaf hafa íbúðina í ljósari kantinum. Það að ljósari litir séu að koma meira til baka kann að vera einmitt vegna þess að margir hafa áttað sig á að dökkir litir henta ekki þeirra húsnæði eða smekk og svo er bara svo auðvelt að breyta heildarmyndinni með því að skipta um litapallettu á nokkurra ára fresti! Hluti af veggjunum í íbúðinni er spónlagður með sama viði og innréttingarnar en á aðra veggi fór svokölluð „crustal“-málning sem gefur grófa áferð en hlýja ásýnd,“ segir Rut. Öll gólf flísalögð Rut lét flísaleggja íbúðina. Hún segir að það hafi þurft flísar til þess að spila á móti spónlögðu veggjunum og innréttingunum. Það hefði hreinlega orðið of mikið ef það hefði líka verið parket á gólfunum. „Öll íbúðin er flísalögð með ljósum stórum „Travertin“-flísum og sums staðar ná þær líka upp á veggina. Þar sem mikill viður var kominn í íbúðina í innréttingum, spónlögðum innihurðum og veggjum fannst mér ekki annað koma til greina en að velja flísar á gólfin.“ Húsráðendur óskuðu eftir því að Rut hannaði ekki bara innréttingar íbúð- arinnar heldur myndi hún sjá um að raða upp húsgögnum og velja þau inn á heimilið. Þegar hún er spurð hvaðan húsgögnin eru kemur í ljós að hún keypti þau á nokkrum ólíkum stöðum. „Húsgögnin koma víða að. Til dæmis Gubi-lampar frá Lúmex og svo eru húsgögn meðal annars frá Norr 11 og StudioHomestead.“ Í íbúðinni eru tvö baðherbergi. Rut notaði sömu flísar á veggina á baðher- bergjunum og eru á gólfum íbúðarinnar. „Bæði baðherbergin eru í takt við önnur rými í íbúðinni. Það er að segja með sömu flísum og innréttingum úr sama ljósa viðnum. Valin voru Gessi- blöndunartæki og fylgihlutir inn á baðherbergin,“ segir hún en stórir spegla- skápar setja svip á rýmin. Hvað ertu ánægðust með í íbúðinni? „Ég er ánægðust með flæðið í íbúðinni og þá stemningu sem okkur tókst að skapa með litavali, húsgögnum og lýsingunni, sem setur punktinn yfir i-ið.“ Ljósmyndir/Gunnar Sverrisson Flísarnar úr Ebson prýða bæði veggi og gólf. Hér sést hvað þær fara vel inni á bað- herbergi við speglaskápa og ljósar eik- arinnréttingar. Horft inn í eldhús. Öll íbúðin er máluð með málningu frá Sér- efni og mikið er lagt í glugga- tjöldin sem eru úr hörefni. Það er friðsælt í hjónaherberginu. Rut valdi öll gluggatjöld í íbúðina. Þau koma frá Casalísa. Lampinn Serge Mo- uille frá Lúmex fer vel við flísarnar og innréttingarnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.