Morgunblaðið - 23.09.2022, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 23.09.2022, Qupperneq 32
Sveinn Kjartansson matreiðslumeistari býr í fallegu bárujárnshúsi í mið- bænum ásamt eiginmanni sínum Viðari Eggertssyni. Eitt það fyrsta sem þeir gerðu þegar þeir festu kaup á húsinu var að breyta eldhúsinu. Guðrún Selma Sigurjónsdóttir | gudrunselma@mbl.is alls ekki eins vel þannig. Við vildum einnig fá látlaust, hlýlegt eldhús sem passaði inn í þetta gamla hús. Þeir Sveinn og Viðar vildu heimilislegt eld- hús með góðri vinnuaðstöðu. Það sem heppn- aðist einna best við eldhúsið er falleg marm- araborðplata sem er í gamaldags stíl. „Við fengum okkur marmara á borðplötuna sem er að sjálfsögðu sérsmíðuð. Hún er ein heil plata en sú hlið sem liggur að veggnum og bak við vaskinn er með rúnnuðum kanti sem nær aðeins upp á vegg. Þetta gerir það að verkum að það kemur gamaldags blær yfir marmarann og hann lítur út fyrir að hafa ver- „Um leið og við fengum húsið afhent og áð- ur en við fluttum inn fórum við í fram- kvæmdir, settum inn nýtt eldhús og breyttum uppsetningunni. Við fengum dyggilega að- stoð frá vinkonu okkar Guðrúnu Margréti Ólafsdóttur innhússarkitekt. Við létum smíða eldhúsið í U en fyrra eldhúsið var lína eftir endaveggnum og nýttist rýmið að okkar mati H úsið var byggt árið 1901 og er bárujárnsklætt timburhús byggt á steingrunni. Húsið er bjart og hlýlegt með litlum garði, frábær- lega gott hús að búa í. Við höfum verið hér í átta ár en vorum búnir að hafa augastað á húsinu mun lengur,“ segir Sveinn um húsið. ið hérna eins lengi og húsið. Einnig er fram- kanturinn rúnnaður og með gamaldags munstri, sem undirstrikar það sem áður kom fram um að hann smellpassi inn í eldhúsið í gömlu húsi af þessari gerð.“ Stórt og áberandi listaverk fær að njóta sín í eldhúsinu. „Uppáhaldslistaverkið í borðstofunni er textílverk, búið til úr endurunnum áldósum en lítur út fyrir að grasflötur og alveg ómögu- legt að sjá að séu áldósir – bjórdósir að mestu. Verkið er eftir listamanninn Ingu Huld Tryggvadóttur. En uppáhalds- nytjahluturinn í eldhúsinu er án efa ítalska Rancilio-kaffivélin mín. Ég kaupi mér yfirleitt hluti sem ég vil eiga til lengri tíma, en auðvitað er stundum flókið við flutninga að allt nýtist aftur eða fari vel á nýjum stað, þannig að auðvitað hef ég keypt einhverja hluti sérstaklega inn í þetta hús sem ég bý í núna. Smekkur minn hefur lítið breyst en þó hefur einhver smá þróun átt sér stað. En hlutir sem ég á lengi eru mér oftast meira virði og ég er ekki að endurnýja bara til að endurnýja,“ segir Sveinn. „Yfir borðstofuborðinu okkar hangir ljós sem við keyptum fyrir 20 árum í Amsterdam og við lögðum mikið á okkur að taka það með okkur í fluginu heim. Hönnunin er mjög einföld og stenst að mínu viti fyllilega alla tískustrauma og sveiflur og ég er enn þá jafnánægður með það.“ Hvað gerir borðstofu að góðri borðstofu? „Eins og með flestar vistarverur þá er aðal- atriðið að fólki líði vel í rýminu en það sem gerir borðstofu að góðri borðstofu er auðvitað góður félagsskapur að njóta góðs matar. Ann- ars er svo sem ekki mikið um matarboð hjá mér, ég fæ góða útrás fyrir sköpunarþörfina og að dekra við fólk í vinnu en er með litla veisluþjónustu, svona sem aukabúskap. Þar tek ég aðallega að mér að elda í veislum fyrir litla hópa, í matarboðum í heimahúsum eða til dæmis sendiráðum og þessháttar.“ Hvað finnst þér besti kosturinn við hvernig eldhúsið tengist borðstofu og stofu? „Eins og það er hjá okkur er borðstofan inni í eldhúsi og er því einskonar eldhúsborð líka en við erum með frekar stórt borð sem er eiginlega miðja heimilisins og það er mikið notað. Við sitjum mikið við það, fáum okkur morgunkaffi, föndrum, vinnum, hlustum á tónlist og annað þvíumlíkt. Þegar tekið er á móti gestum er það tilhneiging oftar en ekki að borðstofuborðið sé notað frekar en stof- an.“ Marmarinn gefur eldhúsinu gamaldags blæ Sveinn með hundinn Ísar. Hundurinn er af tegundinni Yorkshire Terrier. Háfurinn var smíðaður eftir hugmynd Guðrúnar Margrétar Ólafsdóttur eftir samtal hennar við þá Svein og Viðar. Hillan fyrir ofan kemur líka mjög vel út. Marmarinn er í stíl við aldur hússins. Hugað var að öllum smáatriðum. 32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2022 ÓÐINSGATA 1 101 REYKJAVÍK WWW.SKEKK.COM

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.