Morgunblaðið - 23.09.2022, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.09.2022, Blaðsíða 37
sonur okkar geti leikið sér alveg frjáls í „já-rými“. Þá þarf ekki að eltast við hann og kalla „nei, má ekki, bannað“, sem er þreytandi fyrir alla. Leikföng og bækur eru honum alltaf aðgengileg og við viljum að þetta sé heimili hans alveg jafn mikið og okkar. Hans dót og hlutir eru partur af heimilinu og það finnst mér fallegt og sýna að heimili eru til þess að nota en ekki til sýnis,“ segir Svanhildur og bætir við að hvíti sófinn í stofunni hafi verið keyptur áður en sonurinn kom í heiminn og áklæðið síðan verið sett ósjaldan í þvott. Áttu þér uppáhaldshlut eða listaverk? „Ég elska Venus mína sem ég keypti í Góða hirðinum. Rassinn á henni fær að múna á gangandi vegfarendur. Síðan elska ég mynd- irnar af okkur eftir Korkimon og köttinn eftir Ými Grönvold.“ Ertu að safna fyrir einhverju eða er eitthvað á óskalistanum fyr- ir heimilið? „Það er aldrei nóg af list og mig langar í verk eftir Kristínu Gunnlaugsdóttur, Claudiu Hausfeld, Kristínu Morthens, Rúrí og endalaust fleiri sem ég læt mig dreyma um.“ Appelsínugul rönd setur sterkan svip á íbúðina. Svanhildur Gréta kann vel við sig í miðbænum. „Ég hef sterkar skoðanir á því hvað mér finnst flott og ekki. Það skiptir mig miklu máli að hafa fallegt heim- ili sem er líka praktískt.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Ljós frá Frandsen. Casa 22.900 kr. Falleg og áberandi loftljós lýsa ekki bara upp stofuna heldur gera hana skemmtilegri líka. Ertu bast-týpa, hvít týpa eða týpan til þess að hafa stóra kúlu yfir borðstofuborðinu? Það er til alls- konar fyrir alla og ljósin þurfa ekki endilega að kosta mikið. Flott ljós sem kosta undir 25 þúsund krónum! Loftljós frá Hay. Epal 7.600 kr.Hangandi ljós frá Amsfield. Pfaff 15.500 kr. MISTERHULT-ljós. IKEA 11.990 kr. Loftljós úr pappír. Søstrene Grene 3.098 kr. Ljós frá Nuage. Rafkaup 20.950 kr. Ljós frá Normann Copenhagen. Epal 14.700 kr. Ljós frá Zago. La Boutique Design 16.990 kr. SKYMNINGEN-ljós. IKEA frá 11.990 kr. FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2022 MORGUNBLAÐIÐ 37 Vandaðar vörur fyrir þig og heimilið y jÁrmúla 42 - 108 Re k avík - islenskheimili.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.