Morgunblaðið - 23.09.2022, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 23.09.2022, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2022 Þ ú kláraðir meistaragráðu í myndlist frá Bergen, eru norsk áhrif einhvers staðar á heimilinu? „Norðmenn eru almennt mjög duglegir að hafa smart heima hjá sér, gríðarlega mikill panill og kósí „hyttufíl- ingur“, þó að heimilið okkar sé kannski frá degi til dags meira eins og heima hjá fyrrverandi forsætisráðherranum Ernu Solberg. Ég tók eftir því að þegar hún fær ljósmyndara heim til sín er alltaf allt gjörsamlega í steik, straubretti og tómar flöskur og allt í kássu. Veit ekki hvort þetta er „power move“ eða hvort hún er að reyna að vera alþýðleg, hún allavega hlýtur að vera með fullt af aðstoðarfólki sem gæti reddað þessu með engum fyrirvara þannig að þetta hlýtur að eiga að vera einhver meining hjá henni. Svo náttúrulega er hérna í öndvegi mál- verk eftir Auði Ómarsdóttur, sem var einmitt á sama tíma og ég í meistaranámi í myndlist í Bergen, af treyjunni sem lið Liverpool klæddist í úrslitaleik meistaradeildarinnar á móti AC Milan 2005, með Norðmanninn Jon Arne Riise í lykilhlutverki. Semsagt já, mjög innblásið.“ Af hverju heillar textíll þig í myndlist? „Textíll er miðill með endalausa möguleika og langa sögu sem bæði lykilþáttur í hversdagslífi og andlegri iðkun, sem stöðutákn og gjaldmiðill, en það er líka saga sem er mjög dularfull því textílar eru efni sem tíminn fer alla jafna óblíð- um höndum um. Það er eitthvað við að nota þræði sem teikna upp sjálft efnið og móta form- ið sem þeir eru hluti af sem ég hef ekki getað slitið mig frá, og prjónið sér í lagi varð sú leið sem ég leitaði í aftur og aftur til að skoða sam- spil lita og flata. Síðustu misseri hef ég því sótt í að segja og sýna það sem mér liggur á hjarta í prjóni, bara eins og málari málar. Svo er ég auð- vitað líka alltaf meðvituð um söguna og tenging- arnar við störf kvenna inni á heimilum og tím- ann sem er sjáanlega bundinn í hvern hlut,“ segir Sigrún sem sýnir verk sín á sýningunni Eldskírn í Listasal Mosfellsbæjar. Er textíll í myndlist með „comeback“? „Já, það hefur hiklaust verið mikil gróska og stemning fyrir textílmyndlist síðasta áratuginn eða tvo. En svo það sé alveg skýrt verð ég mjög glöð þegar ég sé kempurnar sem hafa staðið vaktina miklu lengur en það fá athygli og um- fjöllun, en ekki bara hressa krakka sem eru að vinna með grípandi mótív – ekki svo að skilja að mér finnist það ekki frábært líka!“ Er eitthvað við heimilislífið sem veitir þér innblástur? „Já, ég er allt of mikið að reyna að vinna heima, oft með ömurlegum árangri og tilheyr- andi óreiðu sem reynir á þolinmæði annarra heimilismanna. Það eru kannski helst vinnu- brögð barnanna við listsköpun sem veita mér innblástur, það er til fyrirmyndar hvað ungu mennirnir ganga hreint til verks og treysta því fullkomlega að ferlið leiði þá áfram.“ Hvar er hjarta heimilisins? „Sjálfsagt er það bara borðstofuborðið, þar eyðum við löngum stundum við að þusa í börn- unum um tilhlýðilega fæðuinntöku, teikna, leira, baka og bulla. Dyrnar inn í stofu eru svo kannski svona ósæð heimilisins, við komumst að því þegar við fluttum inn að Ylfa vinkona okkar og ein uppáhaldsleikkonan mín ólst upp í þess- ari íbúð og mundi vel eftir munstruðu glerhurð- unum. Það er gríðarlega óvænt að glerið skuli enn vera heilt, synir okkar dýrka að hlaupa í hringi kringum hornveggina á stofunni og við vorum viss um að þeir myndu vera búnir að smalla dyrnar á þessum tímapunkti. Svo eigum við alveg fáránlega stórt rúm, það er mjög eft- irsótt að leggja sig þar, og þar er líka vinsælt að bulla og hnoðast.“ Hver ræður á heimilinu þegar kemur að því að innrétta, velja inn hluti og mála? „Það er bara þokkalegt samkomulag myndi ég segja, ég fékk dálítið að ráða litunum þegar við fluttum inn fyrir ári, það voru mjög hressi- legar 300 ferðir í Sérefni sem lágu að baki þeirri framkvæmd. Svo fékk Friðgeir að skrifa nöfnin Bölvun og blessun að vinna rétt hjá Góða hirðinum Stofudyrnar setja fallegan svip á heimilið. Sigrún Hlín Sigurðardóttir býr í sjarmerandi íbúð í Laugarneshverfinu með sambýlismanni sínum Friðgeiri Einarssyni og tveimur sonum. Sigrún lýsir heimilisstílnum sem litríkum og óreiðukenndum. Guðrún Selma Sigurjónsdóttir | gudrunselma@mbl.is Sigrún Hlín býr í fallegri íbúð með fjöl- skylu sinni. Fyrir ofan píanóið eru tvö prentverk eftir Sigrúnu Hlín.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.