Fréttablaðið - 06.01.2023, Síða 9

Fréttablaðið - 06.01.2023, Síða 9
Þeir hafa til dæmis ekki heyrt af því að Evrópu- sambandið standi í ljósum logum. Um áramótin læddist ein frétt framhjá okkur. Hún var um að Króatar fengu aðgang að Schengen-svæðinu og tóku upp evru svona i forbifarten. Gott á þá. Í stað þess að fjarlægjast eða ganga úr Evrópusambandinu vilja þeir tengjast því enn frekar. Þetta er nú meira fólkið. Króatar vinna okkur ítrekað í öllum íþróttum, en á móti kemur að enginn hefur sakað íþróttatröll um að vitsmunir ríði þeim á slig. Brennandi hús Þeir virðast til dæmis ekki hafa lært íslenzku. (Tungumál þeirra er raunar þannig, að enginn skilur. Landið heitir Hrvatska – reynið bara að bera það fram.) En sumsé. Króatar hafa ekki lært íslenzku. Þeir hafa til dæmis ekki heyrt af því að Evrópusambandið standi í ljósum logum. Ekki hafa mín orð fyrir þessu. Eftir einhverjum krókaleiðum – í gegnum Bjarna Benediktsson og gott ef ekki síðar sjálfan Jón Baldvin – komst sá sannleikur á allra vitorð, að umsókn um aðild að Evrópusambandinu jafngilti því að vilja „leigja íbúð í brenn- andi húsi“. Háflugi náðu þessi sann- indi í forsetakosningum 2012, þegar Þóra Arnórsdóttir bauð sig fram gegn Ólafi Ragnari, sem benti þjóðinni náðarsamlegast á að stelpan – hann kallaði hana reyndar „upp á punt“ – væri Evr- ópukrati í dulargervi. Undir skeleggum málflutningi okkar manns í sjónvarpinu svar- aði hún einmitt svona: Nei. Maður leigir ekki íbúð í brennandi húsi. Við munum vonandi að okkar maður vann. Ég hef ekki upplifað slíka tíma frá Kópavogsfundinum. Hitt blessað fólkið Eriðara er að skilja sakleysingjana enn austar í álfunni, sem vilja endilega leigja í hjallinum, sem stendur varla uppi nema ræfillinn af honum öllum þessum árum seinna. Ég nefni bara Úkraínu – er ein- hver skortur á brennandi húsum þar? – eða Serbíu, Svartfjallaland og þau öll frá tíma Tító gamla. Eða Albaníu. Það voru nú góðir menn, Tító og Enver Hoxha. Þessar þjóðir eiga að lágmarki eitt sameiginlegt. Þær hafa heldur ekki lært íslenzku. Þær vita ekki að framfarir og hagvöxtur fást með átökum við nágrannana, ekki með samvinnu og viðskiptum. Þetta vita hins vegar til dæmis Ungverjar. Þeir víggirða landa- mærin, henda óheppilegum útlendingum út fyrir garðinn, banna óþjóðholla fjölmiðla og dómara, og ganga almennt örna sinna í stigagangi Evrópusam- bandsins. Vel gert hjá þeim. Og svo við Þessar fréttir frá Króatíu – sem kratamiðlarnir sögðu bara frá í hálfum hljóðum, en básúnuðu um leið lygar um Trump – eru slæm tíðindi. Eins og váfugl hafi f lögrað yfir með gargi. Nú sem aldrei fyrr er nauðsyn- legt að við höldum vöku okkar. Þeir eru enn til á Íslandi sem vilja að Ísland gangi á hönd erlendum hagsmunaöflum. Þann- ig hefur það verið frá örófi alda og tókst loks með Gamla sáttmála. Í því felst afsal fullveldis og sjálfstæðis sem enginn ættjarðar- elskandi Íslendingur getur sam- þykkt. Eða getur einhver haldið því fram að Króatar – sú arma þjóð – séu fullvalda og sjálfstæðir? Eða Danir? Tékkar? Austurrík- ismenn, sem við gætum reyndar lært margt af? Hinir finnast líka, sem vilja að við föllum á kné fyrir útlenzkum fjármálamöngurum og tökum upp gjaldmiðil þeirra. Ég spyr á móti hvort fullreynt sé með spesíuna og ríkisdalinn? Eða skreiðina og vaðmálið? Hefur það í nokkru misst verðgildi sitt? Enginn hagfræðingur gæti haldið því fram. Að við nefnum ekki hið aug- ljósa, að tíu þúsund króna seðill- inn – sem er sannarlega djásn í sögu okkar – er í reynd milljón króna seðill, eftir að tvö núll voru klippt aftan af krónunni af bók- haldslegum ástæðum. Getur einhver þjóð státað af svo verðmætum peningaseðli? Milljón? Örstutt gúgl skilar bara tveimur nýlegum niðurstöðum. Zimbabwe og Íran, ef við sleppum tyrknesku lírunni. Þar eru nú vanmetnir menn, Mugabe og Khomeini. En enginn stöðvar tímans þunga nið. Við Íslendingar verðum að búa okkur undir áframhaldandi sókn þeirra, sem ásælast fullveldi okkar. Hún ágerist bara. Ég bið okkur þó þess lengs- tra orða, að undanskilja í þeim átökum öll stórfyrirtækin sem selja óvinum okkar fisk og aðrar auðlindir, og skrifa í bókhaldið greiðslu í útlenzkum ríkisdölum. Slík umræða eykur aðeins sundurlyndi og gæti fært okkur á sömu leið og Króata. Hraðleið inn í brennandi hús. n Beint inn í brennandi hús Karl Th. Birgisson n Í dag TILKYNNING UM FRAMBOÐSFREST TIL STJÓRNARKJÖRS Samkvæmt 37. gr. laga Félags íslenskra rafvirkja skal fara fram allsherjaratkvæðagreiðsla um kjör stjórnar og trúnaðarráðs. Með hliðsjón af framansögðu og 34 gr. tilkynnist hér með að framboðsfrestur hefur verið ákveðinn til kl. 16.00 fimmtudaginn 16. febrúar 2023. Skila ber tillögum ásamt meðmælendum fyrir þann tíma á skrifstofu félagsins. Kosið verður um varaformann, gjaldkera, tvo meðstjórnendur og níu fulltrúa í trúnaðarráð. Hverjum framboðslista skal fylgja skrifleg meðmæli minnst 18 fullgildra félagsmanna. Reykjavík 4. janúar 2023 Stjórn Félags íslenskra rafvirkja Ég spyr á móti hvort fullreynt sé með spesí- una og ríkisdalinn? Eða skreiðina og vað- málið? Hefur það í nokkru misst verðgildi sitt? FÖSTUDAGUR 6. janúar 2023 Skoðun 9FréttaBlaðið

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.