Ótrúlegt en satt - 31.07.1940, Page 5
var öðru máli að gegna. 1 hennar augum var framtíðin glæsileg og
töfrandi, og hún hugsaði ekki um annað en keisaradæmið fyrir hand-
an hafið og hollalagði hirðsiðina í hinu nýja ríki.
Innreið keisarahjónanna inn í höfuðborg ríkisins var í alla staði
mikilfengleg og heillandi. Borgin var böðuð í sólskini og fagnandi
mannfjöldinn þyrptist um göturnar. Indíánarnir fögnuðu Maximilian.
Beim fanst, hann líkjast manni þeim, sem spámenn þeirra höfðu
spáð, að koma mundi úr austurátt, því Maximilian var bláeygður
og ljóshærðuv.
Hinir nýju stjórnendur unnu brátt hylli fólksins. Keisarinn jjótti
ötull og réttsýnn stjórnandi, sem leitaðist við að skilja þjóðina og
koma á röð cg reglu í landinu. Carlotta vann og fljótt hylli alþýð-
unnar. Hún fór í heimsókn í sjúkrahúsin, og áhugi hennar fyrir líð-
an almennings vakti almenna ánægju. En aldrei var hún sælli en
á meðan keisarinn tók sér ferð á hendur inn í landið, því að þá
fór hún með stjórn landsins, ræddi við ráðherrana og skipaði í em-
bætti, eins og þaulreyndur stjórnmálamaður.
Tæpu ái'i eftir að þau hjónin komust til valda lauk borgara-
stríðinu, í Bandaríkjunum, en um leið fékk hið mikla iýðveldi frjáls-
ari hendur til þess að snúa sér að málefnum Mexico. Þau boð voru
send til Napóleons, að franskur her í Mexiccn væri því til fyrirstöðu,
að fullkominn friður gæti komist á í Norður-Ameríku. Napoleon hafði
ekki nema uin tvent að velja, að segja Bandaríkjunum stríð á hend-
ur, eða kalli herinn heim. Hann tók síðari kostinn. Hann sendi
Maximilian orðsendingu þess, efnis, að best. mundi vera fyrir hann
að hverfa aftur til Evrópu. Maximilian var það ljóst, að er franski
herinn væri farinn, gæti hann ekki barist gegn þeim öflum, sem
vildu steypa honum af stóli. Hann ákvað því að afsala sér keisara,-
tigninni. En Carlotta kom í veg fyrir að svo yrði. Hún talaði um
fyrir manni sínum og kvatti hann til þess að verja keisaratignina
með vopnavaidi. Sjálf kvaðst hún skyldi fara til Evrópu, ganga
fyrir Napoleon keisara og minna hann, á drengskaparioforð hans
og fá hann til þess að láta herinn vera kyrran í Mexicoi um sex ára
skeið.
»Eg skal ganga fyrir alla stjórnendur Evrópu«, sagði hún. »£ig
skal biðja páfann um aðstoð«.
Hún fór til Evrópu og gekk fyrir Napoleon keisara, en
hanu daufheyrðist við bænum hennar. En hún lét sér ekki segjast.
Hún fór til Rómaborgar á fund páfa. Pius IX. hlustaði með þolin-
mæði á tal hennar. Hann leitaðist við að sýna henni fram á, að vald
hans væri of takmarkað til þess, að honum væri unt; að blanda, sér
Framhald á bls. 154.
óTHOLEGT — EN SATT
143